Vísir - 25.01.1965, Blaðsíða 8
VÍSIR . Mr." '
VISIR
Otgetandi: BlaSaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjðrar Þorsteinn 0 Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
RitstjOmarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla tngólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
t lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Visis - Edda h.t
Mikilmenni horfiö
„Við munum hvorki hika né hopa. Við munum berj-
ast þar til sigur er unninn,“ sagði Winston Churchill
í einni af hinum frægu styrjaldarræðum sínum. Þessi
orð, sem hann mælti fyrir munn þjóðar sinnar á
einni af mestu örlagastundunum í sögu hennar, eiga
vel við um líf og starf Churchills sjálfs. Einbeitni og
kjarkur var einn af hans mestu kostum. Hann gekk
ódeigur fram til orrustu fyrir málsstað sínum, jafnvel
þegar mest skorti fylgi og fjöldavild, sem á árunum
fyrir heimsstyrjöldina. Þá var hann rödd hrópandans
í eyðimörkinni, sem seint um síðir tókst þó að vekja
þjóð sína. Hann skildi fyrstur að í nazismanum bjó
heimsógn. Vegna framsýni sinnar, óbilandi hugrekk-
is og meðfæddra forystuhæfileika tókst honum að
sameina þjóð sína og sundraða bandamenn á dimm-
ustu styrjaldarárunum og hvetja til þeirra átaka sem
færðu að lokum sigurinn heim, þótt við mikið ofur-
efli væri lengi að etja. Þess vegna mun Churchill
verða þjóðhetja Breta svo lengi sem saga þeirra
geymist. Veröldin öll mun minnast hans sem hins
mikla styrjaldarleiðtoga, þess manns, sem fremur öll
um öðrum breytti rás heimssögunnar í baráttunni
við veldi hakakrossins.
jgn Churchill var ekki einungis hermaður og stjórn-
málamaður. Hann hefði sómt sér vel meðal mestu
persónuleika endurreisnartímabils miðalda, svo margt
Sir Winston Churchill. á áttræðis afmæli sínu 1954, skömmu áður en hann lét af störfum.
HINNMIKLIBJAR6
var honum til lista lagt. Á öld einhæfingar var hann
maður flestra kosta. Hans mun lengi verða minnzt
sem óvenjulegs meistara lífs og lista. Móðurmál sitt
ritaði hann með gullpenna. í ræðum hans og ritum
leiftrar orðkynngi og myndauðgi svo fágætt er. Sú
stílsnilld einkennir öll sagnfræðirit hans, og þá ekki
sízt hið merka rit um heimsstyrjöldina síðari. Að því
mun komandi kynslóðum mikill fengur, ekki sízt
vegna þess að það er ritað af einni höfuðpersónu þess
mikla hildarleiks. Nóbelsverðlaunin voru verðug við-
urkenning sagnfræðingsins, sem lauk ævi sinni með
hinu merka verki um sögu þeirra þjóða sem enska
Hann hét fullu nafni Winston
Leonard Spencer Churchill.
Hann var kominn af hinum
göfugustu og voldugustu ættum
Bretlands, af Marlborough-
ættinni.
Faðir hans var Randolph
Churchill lávarður, sonarsonur
sjöunda hertogans af Marl-
borough.
En móðir hans var bandarísk,
Jennie Jerome, hún var dóttir
Leonard Jerome blaðamanns í
New York.
Churchill var jafnan hreykinn
af ætt sinni, meðal fyrstu sagn-
fræðiritanna sem hann skrifaði
tungu tala.
£)nginn erlendur maður hefur haft slík áhrif á sögu
íslands á þessari öld sem Winston Churchill, yfir-
maður þess herafla sem landið varði. Þegar
hann sjálfur kom hingað í heimsókn í ágúst 1941
sagði hann í ræðu, að með dvöl sinni hér hefðu
brezku hersveitirnar hindrað að landinu yrði gerð
önnur heimsókn. Það er mála sannast að þá hefði
saga lands og þjóðar orðið önnur en raun bar vitni.
íslenzka þjóðin naut þess í styrjöldinni að hún átti
sterka vini, sem börðust til þess að veita þjóðum frelsi
og forða einræði og áþján. Sú reynsla hefur orðið
hyrningarsteinn utanríkisstefnu íslands að lokinni
styrjöldinni. Það hefur reynzt farsæl leið. Þess vegna
minnumst við íslendingar Winstons Churchills, sefnu
hans, hugsjóna og afreka, nú þegar hann er allur.
var ævisaga John Churchills,
fyrsta hertoga af Marlborough,
er var einn frægasti hershöfð-
ingi í Bretlandssögunni, vann
m.a. frækilega orustu gegn
Frökkum árið 1704.
En hann var ekki síður
hreykinn af hinni amerísku
móðurætt sinni. Hann leit svo á,
að hinar tvær engilsaxnesku
þjóðir austan og vestan hafs
hefðu þannig sameinazt i sér.
Ef til vill varð honum það síðar
gagnlegt, er taka þurfti upp ná-
ið hernaðarsamstarf við Banda-
ríkjamenn.
Churchill fæddist að ættar-
setri Marlborough-ættarinnar,
Blenheimhöll, skammt frá Ox-
ford 30. nóvember 1874. Hann
varð þannig níræður í vetur
Arfleifð forfeðranna stuðlaði
að því ailt frá bernsku hans, að
hann skyldi leggja fyrir sig
hermennsku Lengi framan af
leit Churchill fyrst og fremst á
sig sem hermann. Sem barn var
hann þjálfaður til að leika sér
með tindáta og algengt um-
ræðuefni á heimili föður hans
var hermennska og sigurvinn-
ingar Breta og frægur her-
mennskuframi forfeðranna.
Hann gekk á hinn fræga
einkaskóla brezka aðalsins í
Harrow, en reyndist lélegur og
áhugalítill námsmaður. Þá
skyldi hann innritast í herskól-
ann f Sandhurst, en það ætlaði
að ganga seint að komast inn í
hann, og sennilega hefðj hann
aldrei haft það nema vegna
auðs og ættar. Tvisvar sinnum
féll hann á 'inntökuprófi, en í
þriðja skiptið skreið hann inn.
Eftir að hann hafði lokið liðs-
foringjaprófinu 1895, hófust
herþjónustuár hans. Þau urðu
viðburðarík.
Herþjónustuárin.
Fyrst var hann sendur til
Kúbu, sem liðsforingi og sér-
fræðingur með spænska hern-
um þar. Því næst til Indlands,
þar sem hann tók þátt i harð-
skeyttum bardögum v'ið frum-
stæða uppreisnarflokka á
hrjóstrugum norðvestur landa-
mærahéruðum Indlands. Árið
1898 var hann í herferð Breta
upp með Níl inn í Súdan og tók
þátt f hinu fræga áhlaupi við
Omdurman. Loks tók hann þátt
í Búastríðinu en hafði þá feng-
ið lausn frá herþjónustu.. Var
hann sendur til Suður-Afriku
sem stríðsfréttaritari, en tók
'irátt fyrir það þátt í bardögum
em fullgildur hermaður.
Churchill lenti í margs konar
evintýrum í herferðum sínum.
4ann skeytti lítt um þó lífs
'iætturnar væru allt í kringum
iann. Hann tók þátt í blóðug
um bardögum þar sem félagar
hans féllu alit í kringum hann.
sn slapp sjálfur lítið særður
Stundum lenti hann í launsátr
óvina.
Hann hafði því frá mörgu að