Vísir - 17.07.1965, Blaðsíða 7
V í S IR . Laugardagur 17. júlí 1965.
Ævintýri verða enn.
55
Vil ekki
neinum neitt
María Guðmundsdóttir,
ljósmyndafyrirsæta og
heimsdama, hallar sér
brosandi aftur í stólnum
og lætur fara vel um sig
í hvítum kjól með geim-
farasniði Corréges,
franska tízkuskaparans.
Við kjólinn er hún í
hvítum flatbotna stígvél
um með götum á tám.
— Þessi tizka helzt áreiðan-
lega fram yfir „kolleksjónina",'.
segir Marla, þegár hún er spurð
að því hvort þetta sé aðeins
eitt fyrirbrigði kvenfatatízk-
unnar, sem hverfi eftir að það
hefur aflað höfundi sínum
skammlífrar frægðar og um-
tals.
— „Kolleksjónina"?
— Já, í næstu viku (María
verður aftur farin til Parisar,
þegar þetta birtist) koma öll
tízkuhúsin fram með vetrar-
tízkima. Það er langmest að
gera á þessum tíma, stöðug
vinna I tvær til þrjár vikur frá
því snemma á morgnana fram á
nótt. Öll blöðin keppast um að
fá myndir og maður er á
stanzlausum þeytingi frá einni
vinnustofunni til annarrar.
— Svo að dvöl þín hér verð-
ur stutt að þessu sinni?
— Ég verð héma I viku.
Þannig var núna að ég átti að
fara til Bandaríkjanna þar sem
átti að taka myndir af pelsa-
tizkunni bæði kápum og kjól-
um fyrir bandarízku tízkuhús-
in, en rétt áður en lagt var af
stað var hætt við allt saman
vegna þess að hitinn i New
York hefði orðið óþolandi. Ég
var búin að hringja hingað
heim og segjast geta stanzað í
einn dag og til þess að valda
foreldrum mínum ekki von-
brigðum endaði það með því
að ég tók mér vikufri til þess
að vera héma heima.
— Kemurðu oft heim?
— Ætli ég komi ekki svona
þrisvar á ári. Það er auðvitað
lúxus, það er dýrt að sleppa
vinnu, en ég læt mig hafa það,
þegar heimþráin grípur mig.
— Hvemig vinna ljósmynda-
fyrirsætur; fyrir timakaupi eða
á föstum samningi?
— Við látum skrá okkur hjá
einhverri skrifstofunni, sem
hefur með svona að gera, ég er
t.d. hjá Dorian Leigh. María
hefur ekki orð á því að ein-
göngu eftirsóttustu Ijósmynda-
fyrirsætumar, úrvalið, em
skráðar hjá þessari skrifstofu.
— Viðskiptavinimir panta tima
hjá skrifstofunni og fá Ijós-
myndafyrirsætu, sem þeir helzt
5.
Þegar heim er komið er „slappað af“.
vilja, og við fáum borgað eftir
þeim tfmafjölda sem við vinn-
um.
— Tekur skrifstofan um-
boðslaun?
— Já, hingað til hafa það
verið tíu prósent, en nú er
þetta að breytast, félag ljós-
myndafyrirsæta hefur komið
því I gegn að nú borga við-
skiptavinirnir skrifstofunni tíu
prósentin I stað þess að við
urðum að gera það sjálfar.
— Og samkeppnin er hún
ekki hörð?
— Það þýðir ekki að taka
sér langt frf, þegar maður er
búinn að safna sér inn dálitlu
af peningum, koma svo aftur
til baka og ætlast til þess að
kúnninn bíði þar brosandi eft-
íi manni. Á meðan getur hann
verið búinn að finna aðra týpu
eða hefur rekizt á einhverja,
sem hefur líka persónu og mað-
ur sjálfur. Þá þýðir ekki að
koma og segja: Heyrðu elsku
góði heldurðu ekki að þú viljir
fá mig aftur.
— Myndirðu ráðleggja ung-
um stúlkum að fara í þetta?
— Ég vil ekki ráðleggja ein-
um né neinum neitt. Það er
hræðilegt að segja það en í
Segir María Gubmundsdótfir, þegar spjall-
oð er um störf Ijósmyndafyrirsætunnar
rauninni selur maður sjálfan
sig, útlit sitt og persónu. Og
einn góðan veðurdag kemur
kannski að því að enginn hefur
not fyrir mann lengur, þá
hefur smekkurinn breytzt, þeir
vilja þá ekki lengur heimskon-
una heldur blíða, brosandi
náttúrubarnið og þá erekkinein
trygging í bakhöndinni fyrir
meiri vinnu. Eins er það að þótt
maður fari í þessi ferðalög út
um öll lönd þá er stimpillinn á
vegabréfinu eiginlega það eina,
sem dvölin í landinu skilur
eftir.
Auðvitað eru góðar hliðar
til á þessu líka, ef maður
er heppinn eins og ég tel mig
hafa verið, þá eru góð Iaun fyr-
ir starfið og það er hægt að
veita sér ýmislegt. Eftir nokkur
ár hættir maður og giftir sig.
María brosir, það er að segja,
ef allt gengur eins og það á að
vera. Núorðið er þetta eins og
hver önnur vinna fyrir mig, en
í byrjun var þetta allt saman
ákaflega spennandi og ævin-
týraljómi yfir þessu.
— Æfintýri, gerast þau ekki
enn?
— Ég veit ekki hvað ég á
Framh. á bls. 6.
„Það tók marga daga að láta þá venjast mér“.
«30
JLWJWl