Vísir - 28.08.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 28.08.1965, Blaðsíða 3
'tflSIR . Laugardagur 2<S Þegnar Husseins konungs hata hina Ijóshærðu eiginkonu hans JJussein konungur af Jórdaníu er aðeins þrí- tugur að aldri, en sjálf- um finnst honum, að hann sé orðinn gamall maður. Hann getur horft um öxl og litið yfir viðburðaríka ævi, þar sem samsæri og bylt ingatilraunir hafa verið gerðar gegn honum, sjálf ur hefur hann verið djarfur í stjómaraðgerð um og ógæfusamur í ást um. Það hefur verið talað urn hann sem þjóðhöfðingjann er sífellt rambaði á barmi hyldýp- isins, sem gat hvenær sem var átt von á að fá byssukúlu ■ höfuðið. Ríki hans Jórdama myndaðist upp úr skiptingu Gyðingalands og til þess íéil m. a. meginhluti hinnar gömlu heilögu borgar Jerúsalem. En fyrst og fremst er þetta land Bedúínanna og höfuðborgin er Amman, sem stendur inni á há- sléttunni austur af Jórdan- fljótinu. En alla tíð síðan land- ið var stofnað hefur það verið eins og púðurtunna og ýmis er- lend ríki svo sem Egyptaland reynt að hafa áhrif á stjórn þess og stefnu. Það leit vissulega illa út fyrir Hussein, þegar Feisal konungi af Irak var steypt af stóli í blóðugri byltingu. Þeir konungarnir voru bræðrasynir af hinni frægu Hashemita-ætt og virtist nú svo fokið í öll skjól fyrir Hussein, að búizt var við falli hans þá og þegar. En einhvern veginn hefur hann staðið af sér alla storma og áföll og hann situr enn á sínu hásæti. Þessu hefðu fæstir búizt við. Hussein er lítill vexti og virðist fíngerður og veik- byggður. En hann hefur járn- vilja og þann kraft og kænsku sem þurft hefur til að verja konungdæmið. Tlussein komst til valda árið 1953, þegar faðir hans Talal konungur varð geðveikur og var lokaður inni á geð- veikrahæli í Sviss. Þó að Hussein hafi tekizt að halda veldissprotanum hefur hann hins vegar tapað öðrum orrustum háðum á sviði til- finninga og ásta. Tvisvar hafði hann átt i ástarævintýrum, i fyrra skiptið með ungri ítalskri stúlku sem hafði komið á skemmtiferð til Aman, en það voru vonlausar ástir og í seinna skiptið er hann kvæntist 1955 einni frænku sinni er hét Dinah Abdul Haned. En stöðugt ósamkomulag var milli þeirra þar til þau skildu að skiptum tveimur árum síðar. Svo er að því komið að segja frá öðru hjónabandinu. í því hefur Hussein konungur loksins eignazt hamingju. En því fylgir sá hængur að sá hjúskapur ógnar nú stöðu hans og hylli meðal þjóðarinnar og getur svo farið að Hussein verði að velja á milli konunnar eða krúnunnar. ITussein hefur nú í fjögur ár verið kvæntur ungri I...i : 1»;!! . teSilisii Hvíta húsið við Damaskus-veginn, þar sem Hussein og fjöhkylda hans býr. enskri stúlku, sem áður var simastúlka og hét Avril Gard- iner. Hún er nú 24 ára fögur, blíðleg og virðuleg kona og sem eiginkona hans hefur hún tekið upp nafnið Muna. Þau eiga nú tvo synj Abdallah sem er 3y2 árs og Feisal sem er tveggja ára. Þetta hefur verið hamingju- söm lítil fjölskylda og Hussein hryllir við þeirri hugsun, að hann kunni að verða tilneydd- ur til að slíta þessi hamingju- bönd vegna þess eins að þegn- ar hans geta ekki þolað að drottning þeirra sé evrópskrar ættar. Og það sem þegnunum Munu og barna hennar. Fyrir nokkrum mánuðum komst upp um samsæri nokkurra misynd s manna. Ætlun þeirra var að ræna Abdallah litla. J^onungshúsið stendu á stað einum við veg nn til Dam- askus sem kallast Hummer og er í jaðri eyðimerkurinnar miklu. Það er um 15 km frá höfuðborginni Amman. Hvergi unir Hussein konungur sér e:ns vel og hér. Hann hefur ákaflega mikla andúð á því pompi og prjáli sem löngum hefur ein- kennt hirðlíf arabískra fursta. Hin hamingjusömu ungu hjón sem ógnin vofir yfir Hussein konungur og Muna prinsessa. Hussein heldur á eldri syninum Abdallah en Muna á litla Feisal. finnst þó sérstaklega óþolandi er að sonur þeirra eigi eftir að verða konungur þeirra, því Abdallah litli drýgir þá erki- synd að þeirra dómi að vera bæði ljóshærður og bláeygur eins og móðir hans. Hussein konungur og fjöl- skylda hans búa í lítilli hvítri höll, eða réttara sagt fallegu tveggja hæða og nýtízkulegu einbýlishúsi og kallast húsið „Don E1 Kheir“, en það þýðir „hús hamingjunnar". Húsið gæti að útliti til verið venjuleg villa á Vesturlöndum. Það er nýtízkulegt en einfalt og hrein- legt í sniðum innanhúss sem utan. Ekkert bendir til þess að konungurinn búi í þessu húsi nema hinir vopnuðu verðir úr Arabaherdeildinni sem standa stöðugt vörð í kringum hús og garð. En það er einkum hlutverk þeirra, að vernda líf Borgaralegt vestrænt uppeldi Munu veldur því að hún er heldur ekki hrifin af prjálinu. Hún er dóttir embættismanns sem starfaði með brezka herlið- inu er áður hafði bækistöð í Jórdaníu og sjálf starfaði hún um tíma sem simastúlka. Og hún hefur vissulega aldrei látið sér koma til hugar að fela eða afneita borgaralegum uppruna sínum. Það er hún sjálf sem heldur heimilið i litla hvíta húsinu, sjálf býr hún til morg- unmatinn og segir þjónustu- fólki fyrir um aðrar máltíðir. Allt húshald, innanstokks- munir og innréttingar eru eins og bezt gerist á Vesturlöndum. Þar leikur hinn dökkleiti kon- ungur sér að hinum ljóshærðu evrópsku sonum sínum. Oft hefur hann sézt ganga brosandi út úr húsinu eftir að eitthvað skemmtilegt hefur verið að ger- Úr einni stofunni í „húsi hamingjunnar“. Húsið og aliir innan- stokksmunir eru nýtízkuleg á vestrænan mælikvarða. Hættn á að hamingjusömu hjónabandi Jórdaníu- konungs verði sundrað af pólitískum ástæðum ast í sambúðinni við þessa tvo snaggaralegu stráka. ILTins vegar hefur nú um nokkurt skeið vart verið hægt að siá konu hans Munu * koma út úr húsinu. Konungur- inn he'ur bcð;ð hana um að halda sem mest inni og láta hvorki sjá sig né synina á al- mannnfæri. Bæð: er það vegna lífshættunnar sem þau setia sig í og vegna þeirrar ríku andúðar sem þjóðin hefur á hinni út- lendu konu. Ef hún kæmi ein- hvers staðar fram opinberlega gæti bað valdið unnþotum og jafnvel stjórnarbylt:ngu. Þetta sést bezt af þvi að fyr- ir nokkrum vikum fór Muna út úr húsinu, hún fór upp í bif- reið Og ók hepni út í sveitir til þess að hressa sig eftir langar innisetur. Strax á eftxr - komust á kreik sör>ur um hað, að í þessari ökuferð, hefði hún ekið á tvo fátæka brendur og stórslasað þá en látið þá liggia eftir á veginum án þess að skipta sér af þeim. Þessi sana var uppspuni frá rótum en þrátt fyrir það hefur hún gengið um höfuðborgina. eftir strætum og söltutornum og allur almenningur trúir henni og þykir þar hafa fundið enn eina ástæðu til þess að Muna skuli rekin úr landi svo hún snúi heim ti! Englands, þar sem hún geti tekið upp sitt fyrra nafn Avril Gardiner. Tjað á meðal annars nokkurn þátt í óvild þjóðarinnar til Munu, að fólk álítur að hún hafi komizt upp á milli kon- ungsins og fyrri konu hans Dinu. En þegar hann kynntist Munu var sambúð hans og Dinu þegar að mestu slitið. Hussein hafði í byrjun verið hrifinn og ástfanginn í Dinu prinsessu sem var sjö árum eldri en hann. En eftir að þau voru gift og höfðu setzt að í hinni fornu austurlenzku höll í Regdane kynntist hann ráðríki hennar og frekju, þar sem hún vildi bókstaflega öllu ráða, og við það breyttist ást hans í fyr- irlitningu. Hún tók þátt í pólitískum samsærum og gerð- ist meira að segja handbendi Nassers forseta Egyptalands. Þegar loksins komst upp um aðild hennar að einu slíku sam- særi var henni vísað úr landi og dvelst hún nú í Egyptalandi. Framh. bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.