Vísir - 28.08.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 28.08.1965, Blaðsíða 7
7 V1SIR . Laugardagur 28. ágúst 1965. „HÚN ER VÍGГ Kirkjan og þjóðin Nokkur orð um \ kirkjuhúsin í fámennu sóknunum Kapella og skóli á Hnífsdal. Kirkjuþáttur Vísis hefur verið í sumarfríi eins og allir aðrir á þessari öld orlofanna. En það er ekki síður vand'i að eyða tóm- ^.undum á réttan hátt heldur en ti'ha skyldustarfanna. Sumarfríi sfm varði Kirkjuþáttur Vísis eins og fi<;iri til þess að ferðast, heim sækja presta og skoða kirkjur i ýmsuia fjarlægum landshlutum. Það stm sérstaka athygli vek- ur þegar lerðazt er um sveitir og þorp', ter þvð, hvé allar bygging- ar_ bæði yf\r menn og málleys- ingja eru nú reisulegri og fegurri en áður var. Þarf ekki langt til baka að ííta til að sjá hve munur inn er geysimikill. Þetta má líka segja um kirkjumar. Þær hafa víða tekið algerum stakkaskipt um í öllu útliti. Víða eru kirkjur nýlega reistar, annars staðar hafa hinar eldri verið endumýj- aðar. Hefur það oft far’ið tiltölu- lega betur heldur en þar sem sú gamla var að velli lögð og ný reist í hennar stað. Sannleikur- inn er sá, að timburkirkjumar, sem leystu af hólmi torfkirkjurn ar gömlu fyfir og um aldamótin síðustu voru margar hverjar h'in beztu hús og lausar við alla til- Kapella og skóli á Drangsnesi. Messa að Hálsi Enda þótt rigning væri um morguninn, var samt kirkj- an full. Eftir altarisþjónustuna fór presturinn til dyranna og tók í höndina á konu, sem allan tímann hafði staðið fyrir ; utan; leiddi hann hana til sætis hennar og gaf henni tilhlýði- lega áminningu um skyldur þær, er henni væru á herðar . lagðar fyrir þá gæzku guðs, er henni hefði hlotnazt við s barnsfæðingu og hve áríðandi það væri, að hún leggði alúð [við uppeldi þeirra tveggja ódauðlegu sálna, (hún hafði eign- iazt tvíbura) er nú hefðu verið faldar hennar forsjá. Síðan [bað hann fyrir henni, las blessunarorðin og lauk þessari at- i höfn með því að gefa henni hina postullegu kveðju. í prédikun sinni lagði hann út af Sálm. 103, 10-11, iOg skýrði guðspjall dagsins með sögu ísraelsmanna. Bæði ; í predikun sinni og bæn vék hann sérstaklega að þeirri náð guðs að senda þeim heilaga Ritningu í ríkulegra mæli. ! Þegar hinni veniulegu guðsþjónustu var lokið, fór hann fram iá kirkjugólfið og safnaði kringum sig nokkrum ungmennum 1 piltum og stúlkum, sem hann spurði út úr ræðunni í sem i svara mundi hálfri klukkustund. Var þetta hin hugðnæmasta 1 athöfn. Enda þótt unglingar þessir ættu á engu slíku von, | svöruðu þeir spurningum hans bæði vel og greinilega og 1 sýndu þá þekkingu á höfuðatriðum trúarinnar að hana hefi , ég sjaldan vitað slíka hjá þeim, sem margfalt betri aðstöðu > höfðu haft til andlegrar fræðslu. Slíkar æfing^r eru jafn j gagnlegar ungum og öldruðum, en þeim er \ !an sinnt > yfir sumarmánuðina, þó að á vetrum séu þær mjög veru- ! legur þáttur almennrar skyldu. > (Ferðabók Hendersons) gerð og yfirlæti og féllu flestar vel að landslagi og umhverfi. Og með góðu viðhaldi hafa þær reynzt vel verið heppilega til þeirrar fábreyttu notkunar, sem kirkjur í okkar mannfáu sóknum yfirleitt eru. Enda þótt segja megi að kirkj ur séu batnandi að útliti og hirð ingu eru þar undantekningar sem hljóta að vera viðkomandi presti og söfnuði til leiðinda og vanvirðu. Er þess að vænta, að þar ráðist bót á fyrr eða síðar, þannig að hús Guðs sé ekki bæði hrörlegasta og vanhirtasta húsið í sókninn’i eins og óneitan- lega eru ennþá dæmi til. Þess er samt ekki að vænta, að mjög fámennar sóknir, máske fáir tugir manna, hafi bolmagn til að byggja og halda við kirkju svo viðhlítandi sé og þeim væri sómi að. Það er með öllu ástæðu laust þar sem samgöngur hafa batnað svo að fárra mfnútna akst ur er á næsta kirkjustað, þangað sem ófært var áður. Þar sem svo hagar til, er ekki sjáanleg ástæða til annars en fleiri sóknir sameinist um kirkju. Á stöku stað leggjast sóknir niður af sjálfu sér þar sem byggðin er horfin. En það er ekki einungis að rík ástæða sé til þess á sumum stöðum að sameina kirkjumar. Það má líka sameina fleiri stofn anir f einni byggingu. Það á víða vel við að sameina kirkjuna og skólann. Þetta hefur verið gert á nokkrum stöðum og tekizt á- gætlega eins og t.d. í Hnífsdal og á Drangsnesi í Strandasýslu. Á báðum þessum stöðum eru nýleg skólahús með myndarbrag. 1 öðr um enda þeirra er kór sem opna má Inn í skólastofur og þá er kirkjan komin. Satt er það að vísu, að ekki er í þorpum þess- um neitt kirkjuhús til áð gefa þorpunum vissan Virðuleikablæ í augum aðkomumanna og „setja svip á bæinn.“ Hins vegar er þarna fyrir hendi ágætt hús- næði til guðsþjónustu og helg'i halds, sem er laust við allan nöt urleika fásóttrar kirkju. í þeim er ekkert tómahljóð tíðra messu falla heldur sá andi, sem ríkir, þar sem lífrænt starf fer fram og húsið og stofnunin sameinast um að uppfylla þarfir og kröfur sam- tfmans. Það fer ekki hjá því, að ýmis verðmæti, bæði söguleg og menn ingarleg, hljóta að glatast þar sem byggðin eyðist og hverf ur. Það hlýtur líka að vekja ang urværar hugsanir hjá þeim sem líta til baka og eiga margar og hugljúfar minningar um það, þegar „heima“ var mannmörg sveit, blómlegur kirkjustaður, þar sem haldið var uppi regluleg- um, fjölmennum messugerðum. En það verður að taka því. Þetta Framh. á bls. 6 Tveir menn í Kæri lesandi! Áður en þú ferð að renna augunum yfir þessa hugvekju eða sunnudagshugleiðingu, eða hvað þú nú vilt kalla það, skaltu taka Nýja-Testamentið þ>itt og fletta upp ritningarstaðn um, sem nefndur er hér að of- an: Lúkas 18. kap. 9—14 vers. Þetta er guðspjallið, sem heyrir til þessum drottinsdegi, eins og prestamir væntanlega segja þegar þeir stíga f stólinn á morgun. Og vel á minnzt: Á ekki að messa í sóknarkirkjunni þinni á morgun? Væntanlega a.m.k. ef þú átt heima hérna f Reýkjavík eða í einhverju öðru þéttbýli, því nú eru prestamir sem óðast að koma úr sumarfrí- um sfnum eins og aðrir bæjar- búar. Já, og ef það á að messa, þá skaltu fara í kirkju. Það getur aldrei skaðað þig, en þú getur haft af því mikið gott, ef „þú gengur í Guðs hús inn“ með réttu hugarfari. Það er einmitt um hið rétta hugarfar í húsi Guðs, sem þetta fræga guðspjall hljóðar, hin kunna saga um fariseann og tollheimtumanninn. Báðir fóru þeir í kirkju, báðir gengu þeir upp í helgidóminn. En þeir fóru þangað með næsta ólík sjónar- mið. Annar þeirra fór þangað til þess að þakka Guði sérstak- lega fyrir það, hvað hann væri góður maður og fullkominn og hagaði lífi sínu í samræmi við vilja skapara síns. Þannig var hann líka f augum samferða- manna sinna. Þetta var hann að dómi samfélagsins, strangtrú- aður heiðursmaður, sem vildi ekki leggja lag sitt við skrílinn, ræningja og ranglætismenn, hórkarla og óhófsseggi. En þessi sómamaður hann var samt ekki til neinnar fyrir- myndar að dómi Jesú, hann var hvorki f hugarfari né að fram- ferði í samræmi við vilja Guðs. Hvað var að? Það vor hroki hans, sjálfs- ánægjan, vissan um það, að hann þyrfti ekki neitt að bæta sig, hefði ekkert til annarra að sækja, því að hann gat í sjálf- umgleði sinni litið niður á þá alla og þakkað Guði fyrir það að hann var ekki eins og þeir, að hann stóð þeim svo langtum framar, var hátt upp yfir þá hafinn. Það er þessi fariseahugsunarháttur, sem við köllum svo, sem verið er að vara við í sögunni um þessa tvo menn, sem urðu samferða upp í helgidóminn. Var þá hinn til fyrirmyndar? Já, að vissu leyti, að því leyti, sem hann, var andstæða hins hrokafulla og sjálfsrétt- láta farísea. Svo mikils metur Jesús auðmýktina, lítillætið, að hún ein virðist í hans aug- um geta vegið á móti öllum öðrum dyggðum. Um þetta segir Kai Munk, í prédikun sinni út af þessum texta, að hér hljóti Jesús að eiga við það, „að dugnaður, skapfesta, guð- bræðsla, allt þetta sé þeim manni einskisvirði, sem er á valdi hrokans". Og vegna þess mun líka sá, sem upphefur sjálfan sig hann mun niður- lægjast. Allt öðru vísi er hon- um farið, sem er auðmjúkur hógvær, lítillátur. Hann 'úður- kennir, að hann á eftir að iæra svo margt og hann á svo margt ógert af því sem hann ætti að geta af hendi innt, sem þakk- lætisvott fyrir það sem hann hefur fengið að njóta. En um- fram allt mótast þó viðhorf hans af þyí að hannf Hfifsar ekki til sín gæði ög gjafir lífs- ins með heimtufrekju eins og einhverja sjálfsagða hluti, sem honum einum er ætlað, heldur veitir þeim viðtöku með þakk- látu hjarta og fullri vitund um þá ábyrgð, sem fylgir því að fá þá í hendur. Þess vegna tekur hann við þeim og nýtur þeirra í auðmýkt og þökk til hans, sem lífið gaf, og allan sannan fögnuð og alla full- nægju veitir. Það er aðals- merki hins auðmjúka manns, þess, sem reynir að feta f fót- spor hans, sem var hógvær og af hjarta lítillátur. Víkjum svo að lokum aftur að því sem segir í upphafi sög- unnar, sem er texti dagsins: Tveir menn gengu upp í helgi- dóminn. Til hvers? Til að biðj- ast fyrir. Margur fer £ kirkju (þeir eru að vísu alltof fáir) einungis til að hlusta á ræðu prestsins, aðrir til að heyra fagran orgelleik eða góðan kórsöng. Þetta á rétt á sér, þetta getúr miðað til ánægju og uppbyggingar. En minnumst þess, að vanrækja ekki bænina, hvorkí í húsi Guðs né annars staðar. Hún er andardráttur trúarlífsins, hún er óslítandi þáttur milli mannsins og skap- ara hans. Hlýðum hvatningu postulans: Biðjum án afláts. Hleyp þú í huga minn haustmyrkan ljósi inn. Þarfnast ég ásjár enn angra mig eðli tvenn. Auðmýkt mér kenn. (Ú. R.) Já, góði Guð og faðir. Láttu okkur öll tileinka okkur þann lærdóm, sem þú vilt kenna okkur með guðspjalli auðmýkt- arinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.