Vísir - 06.09.1965, Page 6
6
V í SIR . Mánudagur 6. september 1965.
Slökkvibíll —
Frh. af 16. síðu:
Pað má geta nærri að Einar
bóndi Halldðrsson á Setbergi
er gramur yfir þvi að meðan
fjós hans og hlaða er að brenna
skuli slðkkviliðið í Hafnarfirði
ekki senda allar dælur sínar á
vettvang. Hefur hann látið það í
ljós, að ef þessi dælubíll hefði
verið sendur líka, hefði mátt
auðnast að forða brunanum.
Blaðið hefur þess vegna talið
rétt að leita skýringa á þessu
hjá slökkviliðsstjóranum í Hafn
arfirði, Gísla Jónssyni.
Ég vil taka það fyrst fram
sagði slökkviliðsstjórinn, að
mér er ókunnugt um að nokk-
urt samkomulag sé mill'i Hafnar
fjarðar og Garðahrepps um
brunavamir. Þrátt fyrir það hef
ur Hafnarfjarðarbær reynt að
hjálpa eftir beztu getu.
1 þessu tilfelli sendum við
annan af tveim dælubílum okk
ar og svo slöngubíl ásamt lausri
dælu, sem Garðahreppur á, en
hefur verið geymd hjá okkur.
Dælubíllinn sem við sendum
að Setberg'i er eldri en hinn.
Nýrri bfllinn sem við sendum
ekki er nokkuð fljótari í förum,
en þessi er með fjórðungi
stærri geymi og kraftmeiri
dælu. Ég tel ekki, að það hefði
skipt neinu mál’i, þó við hefðum
sent báða bílana. Eldurinn var
þegar kominn í hey ofan á fjós
loftinu. Aðalástæðan fyrir því
að ekki tókst að slökkva eldinn
er sú að þama er engin vatns-
veita og þarf að handleggja
dælur alllanga leið í læk.
Ég tel mig ekki hafa heimild
til að fara með öll slökkvitækin
burt úr Hafnarfirði, sagði
slökkvistjórinn. Fólk ímyndar
sér kannski að það sé auðvelt
að senda dælubíl frá einum
brunastað til annars, en það er
mikið verk, þá er búið að tæma
vatnsgeymi bllsins og einnig
tekur langan tíma að koma
slöngum saman o. s. frv. Svo
að ef báðir dælubílamir hefðu
verið sendir, þá héfði Hafnar-
fjörður verið á meðan bmna-
vamalaus. Ég tel mig ekki
hafa heimild til slíks, sagði Gísli
Jónsson.
Blaðið hafði einnig samband
Við Elías Halldórsson forstjóra
Brunavamaeftirlits ríkisins.
Hann sagði að það væri víst
að slökkviliðsstjóri gæti sent
frá sér alla bílana til hjálpar
næsta sveitarfélagi, ef hann
vildi sjálfur taka á s’ig áhætt-
una. Hins vegar mælir Bmna-
vamareftirlitið ekki með því að
gera slíkt. Og slökkviliðsstjór-
ar t. d. á Akureyri, Sauðár-
króki og Selfossi senda ekki
sinn fyrsta bíl út úr bæjunum
til að hjálpa til í sveitunum. í
þessum sveitum hafa bæjarfé
lögin og sveitirnar gert sam-
komulag, og það samkomulag
hefur leitt til þess, að slökkvi-
tækin hafa verið aukin svo að
hægt hefur verið að senda
slökkvibíla út um sveitimar án
þess að taka of mikla áhættu
fyrir bæina. Og þetta er það
sem Hafnarfjörður og Garða-
hreppur þyrftu að gera, þeir
þyrftu að gera samning um
brunavamimar, svo að hægt
verði að hjálpa betur en verið
hefur.
Um þetta mál hefur Ólafur
Einarsson sveitarstjóri í Garða
hrepp’i tjáð Vísi eftirfarandi:
Samkvæmt lögum hefur slökkvi
liðsstjóri heimild til að veita að
stoð til að slökkva eld utan
bæjarmarka, jafnvel þótt engir
samningar séu tiLmilIi viðkom
andi sveitarfélaga. Af óskiljan-
legum ástæðum hefur Gfsli Jóns
son ekki viljað nota þessa heim
ild um bíl nr. 1, ekki einu sinni
við branann að Setbergi, þar
sem hann horfði á eldinn læsa
s’ig um hlöðuna og heyið og
menn sína standa aðgerðar-
lausa. Það þarf breitt bak til
að axla þá ábyrgð sem fylgir
slíkri ákvörðun.
IBM —
Framh. af bls. 1:
inn“ getur síðan svarað ótal
vandamálum kaupmannsins, t.d.
með mannahald og ótal margt
fleira.
Knutur Bruun sagði að marg
ir kaupmenn yrðu saman um að
nota þessa þjónustu yrði þetta
fyrirtæki mjög stórt í sniðum,
en má þetta hefur verið kannað
lauslega meðal kaupmanna og
virðist skilningur á máli þessu.
Upplýsingar kaupmanna til
STÚLKA ÓSKAST
við afgreiðslustörf.
SÆLA-CAFÉ Brautarholti 22
Hjartkær eiginmaður minn og faðir
JÓN JÓHANNESSON,
bræðslumaður, Hringbraut 115
andaðist á sjúkrahúsi Hvíta bandsins 5. þ. mánaðar.
Elínborg Guðmundsdóttir,
Svandís Jónsdóttir.
Faðir okkar og afi
GISSUR BALDURSSON,
Snorrabraut 40
er lézt 31. ágúst s.l. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 7. sept. n. k. kl. 2,30 e.h.
Baldur Gissurarson,
Erla Gissurardóttir
Gissur Gissurarson
Þór Karlsson
ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Melum, Ámeshreppi, Strandasýslu
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni kl. 10,30 þriðjudaginn
7. sepL Athöfninni verður útvarpað.
Aðstandendur.
samtakanna verða aðeins frum-
gögn en úrvinnsla gagnanna
verður senda frá IBM beint til
viðkomandi kaupmanns og er lit
ið á þær se mtrúnaðarmál. Þá
má geta þess að í sambandi við
skattaframtal er þetta kerfi ó-
yggjandi og mjög öraggt fyrir
kaupmanninn.
Lögreglan —
Framhaki af bls. 16.
telpa fyrir bifreið á mótum
Sogavegar og Borgargerðis.
Hún var flutt í slysavarðstof-
una, en meiðsli reyndust lítil.
Annað umferðaróhapp varð
um sjöleytið síðdegis í gær á
Rauðalæk, móts við húsið nr.
38. Þar hjólaði drengur á ljósa-
staur og meiddist, en hve mikið
er blaðinu ókunnugt um.
Verðlagsókvæði —
Framhald -t bK l.
Telja forráðamenn Félags ísl.
stórkaupmanna, að sú rýmkun á
innflutningi og verðlagsákvæð-
um hafi gert innflytjendum
kleift að gera meiri og betri inn
kaup erlendis, og þjónustan við
neytendur hafi við það aukizt og
Tapazt hefur karlmannshringur.
Vinsamlega hringið i síma 34662.
Drengjahjól var tekið við húsið
Hamar, bak við Laugaveg 178, 23
ágúst s. 1. Skilist til rannsóknar-
lögreglunnar eða hringið í síma
34982.
Svart kvenveski tapaðist í Kópa
vogi, senn’ilega við Digranesveg.
Finnándi vinsamlegast hringi £
slma 40424.
ÓSKAST KEYPT
Óskum eftir að kaupa hom
handlaug, ca. 40 cm. á kant. —
Uppl. í síma 40442.
Vil kaupa góðan station-bíl eða
fremur stóran 6 manna bfl. Góð
útborgun. Uppl. í síma 18832 frá
kl, 1-6.
Gott sófasett óskast .einnig bama
rimlarúm. Sími 19842.
Óska eftir notuðum miðstöðvar
katli 2 y2 — 31/2 ferm. með hita
spíral og tilheyrandi kynditækjum.
Uppl. í síma 60009 og 60104 eftir
kl. 7 á kvöld’in.
TIL SÖLU
Glæsileg 5 herb. 120 ferm.
íbúð á 2. hæð í Háaleitishverfi
Teppi, Ijósastæði og gluggatjöld
fylgja. Sér mælar á öllum ofn
um. Bílskúrsréttindi.
4 herb. 105 ferm. íbúð á
III hæð við Eskihlíð. Laus strax.
4ra herb. 100 ferm. Ibúð á
I hæð í Laugarásnum.
Höfunt kaupendur
að húseignum, er væra hentugar
fyrir vöralager. Heil hús eða
hæðir koma til greina.
að 3ja herb. fokheldri íbúð í
Hafnarfirði, Kópavogi eða
Reykjavík.
Fasteigna-
skrifstofa
Jón Ingimarsson, lögmaður
Kristján Pálsson, fasteignavið-
skipti Hafnarstræti 4 — sími
20555 kl. 1-6 e. h. (Heimasími
36520).
vöruúrval margfaldazt.
Segja þeir það reynslu hinna
Norðurlandaþjóðanna, að
aukið frjálsræði £ innflutningi
og samkeppni milli innflytjenda
sé bezta trygging fyrir neytand
ann fyrir hagstæðustu vöraverði
og vöragæðum.
Á ráðstefnunni, sem lýkur á
fimmtudag, verða rædd ýmis
hagsmunamál stórkaupmanna
og viðkomandi landa, m. a. af-
staða landanna til markaðs-
bandalagsins og EFTA, þróun i
vöradreifingu og hagræðingu og
viðskiptin við járntjaldslöndin.
Alger her-
væðing ó
Indlandi
Seinustu fregnir frá Kashmir
herma, að áframhald sé á bar-
dögum.
Indverska stjómin hefir fyr-
irskipað almenna hervæðingu i
landinu.
SINGER V0GUE,
árgerð ’63 til sölu. Uppl. í síma 11660.
Bifreiðneigendur nthugið
Leigubílstjóri vill taka á leigu i nokkra mánuði nýjan eða
nýlegan bfl til aksturs frá stöð. Sími 32542.
Stúlkn ósknst
til Laugarvatns. Uppl. í síma 11660.
Ódýr bíll — Ódýr bfill
Volkswagen (rúgbrauð) í góðu standi til sölu.
Uppl. í síma 16205 kl. 5—7 í dag og þriðjudag
BIKARKEPPNIN
Melnvöllur
í dag, mánudag 6. sept. kl. 18,30 leika
FRAMb og FH
Mótanefnd.
Driff ósknst
Óska að kaupa drif í Mercedes Benz 220
árg. 1955. Uppl. í síma 32611 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Sölumnður — Sölumuður
Góður sölumaður óskast til að selja erlendar
vörur. Góðar prósentur í boði. Tilboð sendist
til blaðsins fyrir 10. þ. m: merkt sölumaður.
TIL SÖLU
búðarkjötsög, áskurðarvél og handsnúinn búð
arkassi. Sími 35066.
Höfum kuupendur
Höfum kaupendur að 2 herbergja ibúðum með 400 þús. kr.
útboigun. Höfum einnig kaupendur að 3 herb. ibúðum með
5—600 þús. kr. útborgun, ennfremur 4 — 5 herb. íbúðum
með 7 — 800 þús .kr. útborgun, og einnig kaupendur að ein-
býlishúsum í Reykjavík eða Kópavogi með miklar útborg-
anir.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272.