Vísir - 06.09.1965, Síða 8
8
VlSIR . Mánudagur 6. sepíember 1965.
VÍSIR
TJtgefandÉ Blaðaútgáfan VÍSIR
Ptemkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Rítstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Rréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn ó. Thorarensen
Angiýsingastj.: Hafldór Jónsson
Sölustjóri; Herbert Guðmundsson
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 lfnur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Vegir og brýr
^mi Pálsson yfirverkfræðingur vegamála hefur skýrt )
frá því að í sumar hafi verið hafin smíði á eða lokið )
við 11 stórbrýr á landinu. Er þeirra mest brúin yUr \
Miðfjarðará, sem er alls 84 metrar á lengd. Þessar \\
brúarframkvæmdir eru meiri en á nokkru öðni ári fl
fyrr. Kemur það heim og saman við það, að aldrei ))
hafa verið gerð stærri átök í vegamálum þjóðarinn-
ar en einmitt nú þessi árin undir viðreisnarstjóm. \\
Nær því er sama hvert litið er, hvarvetna er af kappi ((
unnið, við Múlaveginn, Strákaveginn, Keflavíkurveg- /f
inn og um Vestfirði svo aðeins fá dæmi séu tekin. //
Skjótt hafa veður skipazt í lofti í vegamáliuium. ))
Ný vegalög voru samþykkt síðla árs 1963. Þau höfðu \
vemlega aukningu á fjármagni til vegagerðar í för \
með sér 1964. Sú aukning var hvorki meiri né minni (
en 75%, úr 138 millj. kr. í 242 millj. króna. Þannig /
hefur vel verið á verði staðið í vegamáluhum, þótt /
engum dyljist að miklu meira þarf til. ísland er svo )
strjálbýlt land að langt verður þangað til að vega- \
kerfið verður allt komið í viðunandi nýtfzkuhorf. En (
framkvæmdir síðustu ára lofa góðu. (
Vinnufriður í landi
l
þá hafa tekizt samningar við farmenn, og þeirri \i
hættu verið eytt að farskipafloti landsins stöðvist (
vegna verkfalls þeirra, svo sem áður hefur átt sér jj
stað. Farmannasamningamir fylgja í kjölfar samning- )
anna við jám- og málmiðnaðarmenn og fyrr á sumr- \
inu var samið við heildarsamtök verkalýðsfélaganna. (
Allir hafa þessir samningar náðst án verkfalla. Þetta (
ár má því með sanni kalla ár vinnufriðar — jafnt /
og síðasta ár. Það er merki um heilbrigða stjómar- )
stefnu og skynsamlegt stjóraarfar. Er nú meiri friður )
í þjóðfélaginu en oftast áður. Má núverandi stjóm \
vel við það una, og þá ekki síður viðsemjendur hennar. (
Kjöt og smjör
það má ekki lengi dragast að verðleggja landbúnaðar-
afurðir, þrátt fyrir brotthlaup A.S.Í.-fulltrúans úr 6
manna nefndinni. Því er ekki að leyna, að ýmsum
neytendum í bæjum þykir verð afurðanna harla hátt,
þótt enginn neiti því að margur bóndinn er ekki of-
sæll af kjörum sínum. Hér þarf að kafa niður í kjöl-
inn, m. a. athuga milliliðakostnað og það, hvort óarð-
bæmstu búin hafa ekki óréttmæt áhrif á verðlagn-
ingu afurðanna.
Fríður — þetta litla orð
Þegar Johnson Bandarikjafor-
seti ræddi við fréttamenn mælti
hann á þessa leið:
Friður — þetta litla orð —
virðist oss nú hið mikilvægasta
allra orða — það, sem við er-
um að glíma við, það sem við
viljum ná — er tengt þessu
orði, merkingu þess.
Og samt er haldið áfram að
senda lið til Suður-Vietnam og
loftárásimar hertar á stöðvar
Vietcong og á hemaðarlega mik
ilvæga staði í Norður-Vietnam.
Frá þessu var sagt seinast í
fréttum f fyrradag. Brezka út-
varpið skýrði frá þvl á laugar
dagsmorgun, að undangenginn
sólarhring hefðu verið gerðar
fleiri sprengjuárásir og víðar en
nokkum tíma fyrr á einum sól
arhring.
Mörgum mun finnast, að það
rfmi illa saman að tala um frið
og halda áfram sprengjuárásum
og öðmm hemaðaraðgerðum.
Og þetta gerist einmitt þegar
lðks er svo komið, að talið er,
að verið sé loks að renna stoð
um undir það, að unnt verði að
hefja samkomulagsumleitanir
innan tíðar, — og þegar það
er talið nokkum veginn víst,
að einhverju sambandi í þeim
tilgangi hafi verið komið á milli
Bandaríkjastjómar og stjómar
Vietnam.
1 yfirlitsgrein í erlendu blaði
var reynt að útskýra hvemig á
því stæði, að talað er um frið
meðan sprengjuárásum er hald-
ið áfram af fullum krafti:
„... það verður að líta á
þessar árásir sem „hemað-
arleg rök fyrir stjómmála-
legri lausn. Hemaðarsérfræð-
ingurinn Clausewitz sagði á
sínum tíma: Styrjöld er
„diplomati", sem haldið er
áfram með öðrum ráðum“.
Nú er Kashmir orðið það
hættusvæði, sem meira er um
rætt þessa dagana en allt ann-
að, og hver stjórnarleiðtoginn
af ^Jrum býðst til þess að
rétta hjálparhönd við að finna
friðsamlega lausn. Leiðtogum
þjóða finnst það ægileg tilhugs-
un, ef ekki tekst að bera klæði
á vopnin í Kashmir — og það
virðist líka sem ekki sé ábæt-
andi hernaðarleg átök, meðan
áframhald er á ósköpunum f
Vietnam.
Enn er þó von um, að takist
að koma í veg fyrir algera
styrjöld milli Pakistan og Ind-
lands, sem væri enn hættulegri
vegna þess, að Kina myndi
styðja Pakistan, óbeint að
minnsta kosti. En hvað verður
í Vietnam?
I yfirlitsgrein, sem hér er
stuðzt við, segir, að meðstarfs-
maður hins heimskunna blaðs
Washington Post, hafi skýrt frá
því, að tengslum milli Hanoi
George Ball —
ræddi við de Gaulle.
og Washington hafi verið kom-
ið á fyrir milligöngu vísinda-
manns frá Norður-Vietnam, sem
nú er búsettur f Evrópu. Þessi
vísindamaður er sagður náinn
vinur Ho Chi Minh forsætis-
ráðherra N.V.
í sömu grein er rætt nokkuð
um það, að Johnson forseti
skipaði fyrir nokkru nýjan am-
bassador í Varsjá, John A.
Gronouski, og er hann fyrsti
ambassador Bandaríkjanna þar
af pólskum uppruna. Vitanlega
hafi hann verið skipaður til
þess að sýna, að Bandaríkin
óski nánara samtarfs og auk-
innar vináttu Pólverja og
Bandaríkjamanna, en bent á,
að eina sambandið milli Peking
og Washington séu viðræður
ambass.adora Kína og Banda-
ríkjanna f Varsjá. Með því að
gera Gronouski, sem var póst-
málaráðherra landsins, að am-
bassador, eru viðræðutengsl-
in í Varsjá komin á hærra
„plan“. Mikilvægi þess er aug-
ljóst.
George Ball aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna ræddi
líka við de Gaulle nýlega og
hvað sem öllum fréttum líður
sem þá voru birtar er það hald
manna, að de Gaulle knnni að
reynast fús til þess að leggja
sitt lóð á vogarskálina til að
koma á friði í Vietnam, þegar
rétt stund er komin. Og Norður-
Vietnam hefir fjölmenna og vel
skipaða sendinefnd í París.
En mikill harmleikur er það,
að ekki skuli hægt að koma því
til leiðar, að setzt sé að samn-
ingaborði, fyrr en nær öll nótt
er úti. — a.
Úthlutun iðnuð
urlóðu í Reykjuvíli
Vegna væntanlegrar úthlut-
unar lóða undir iðnaðarhús í Ár
túnshöfða, þurfa nýjar umsókn
ir og endumýjanir á eldri um-
sóknum að berast borgarráði
eigi síðar en 15. september n.k.
Eftirfarandi upplýsingar eru
nauðsynlegar:
1. Tegund atvinnurekstrar og
lýsing á starfsemi fyrirtækis-
ins.
2. Stærð byggingar og lóðar-
þörf.
3. Gerð byggingar (timburhús
verða ekki leyfð).
4. Taka skal fram, hversu mikið
umsækjandi hyggst byggja á
fyrsta ári og hvenær bygg-
ingu verði lokið.
Til upplýsingar skal tekið
fram, að gert er aðallega ráö
fyrir einnar hæðar byggingum
á svæðinu. Gatnagerðargjald
áætlast kr. 12.800,00 fyrirhverja
100 fermetra á þessum stað.
Nánari upplýsingar verða
veittar 1 skrifstofu borgarverk-
fræðings .Skúlatúni 2.