Vísir


Vísir - 05.11.1965, Qupperneq 1

Vísir - 05.11.1965, Qupperneq 1
Fékk hugboð umaðra skriðu — Þa5 er komið 1-2 stiga frost og vatnsrennslið úr heið inni er hætt sagði Oddur Péturs son bœjarverkstjóri á ísafirði, begar blaðið hringdi í hann í morgun, en Oddi tókst með snarræði sínu að varna því að skriða félli á hús Guðbjarts Guðbjaftssonar Miðtúni 29, fsa firði. — Skriðuföllin núna eru það allra mesta, sem komið hefur síðan ég man eftir og eru allir vegir ófærir og t. d. sambands laust við flugvöllinn. Voru skriðuföliin mest á Stakkanesi við Seljalandsveginn, sem ligg- ur frá bænum inn í Skutuls- fjörð og runnu skriðurnar aila leið niður í sjó. Staðhættir eru Framh. á bls. 6. Uppboð Skarðsbókar: KAUPANDIÁ MEGINLANDINU? Uppboðshaldarar álíta söluverð 2 millj. Frá fréttaritara Visis í London í morgun. Ég hafði í gær samband við Southeby’s, en sú stóra upp- boðsskrifstofa býður upp hand- ritíð af Skarðsbók á uppboði sínu þann 30. þ. m. í mikilli upp boðsskrá sem firmað hefur gef- ið út er þessari gömlu íslenzku skinnbók þannig lýst: „There is no Icelandic medleval MS. in the U.S.A and none in Iceland itself This is the only one recorded In private ownership and the only one so far as can be judged, ever :ely to be avallable for purchase ..." (Ekkert miðalda handrit islenzkt er til i Banda- rikjunum, né heldur á íslandi. Þetta er hið eina handrit slfkt sem vitað er um að sé f elnka- eigu og eftir þvf sem ætla má það eina, sem lfklegt er að verði nokkru sinni falboðið). Forsvarsmenn Southeby tjáðu mér f gær að mikill áhugi væri á þvf að bjóða f Skarðsbók, frá væntanlegum kaupendum á meg inlandi Evrópu, eins og þeir orð uðu það. Þeir álitu að söluverð ið yrði einhvers staðar á milli 15.0&v og 20.000 sterlingspund. (1.8 — 2.4 mlllj. fsl. króna). Áð- ur en þessr. upplýstngar bárust hafði almennt verið tallð hér í - * 4 '' London að helzt væri Ifklegt að Bandaríkjamenn myndu bjóða hæst þetta skinnhandrit. — Bjöm. Stafur úr Skarðsbók KJARADÓMUR TEKINN TIL STARFA Málflutningur opinberra starfsmanna i gær og i dag Munnlegur málflutn- ingur fyrir Kjaradómi hófst síðdegis í gær kl. 2 í dómsal Hæstaréttar. Þar flytja mál sitt fulltrú ar opinberra starfs- manna og ríkisvaldsins og á úrskurður Kjara- dóms að vera kominn fyrir 1. desember næst- komandi. Málflutningurinn hófst með því, að Kristján Thorlacius deild arstjóri, Guðjón B. Baldvinsson deildarstjóri og Haraldur Stein- þórsson kennari, fluttu kröfur op inberra starfsmanna. Var því ekki lokið, þegar gert var hlé kl. 6 í gærkvöldi. Klukkan eitt eftir hádegi átti aftur að hefjast málflutningur og höfðu fulltrúar opinberra starfsmanna enn orð ið. Þegar þeir hafa lokið grein argerð sinni, flytur Jón Þor- steinsson lögfræðingur málið af hálfu ríkisvaldsins. Opinberir starfsmenn gera mun hærri kröfur en samið var um á Akranesi fyrir skömmu, en erfitt er að meta þær kröfur í beinum prósenttölum. I kröfun- um er bæði gefinn kostur á bein um hækkunum, auk þess sem mjög misjafnar kröfur eru gerð ar f\. . hönd einstakra starfs- hópa. í kjaradómi sitja Sveinbjöm Jónsson hrl., Benedikt Sigurjóns SQn hrl„ Svavar Pálsson endur- skoðandi, Jóhannes Nordal ban’. -.stjó"' og Eyjólfur Jónsson skrifstofustjóri. UmræBur um endumýjun togarunnu Áður en endurnýjun íslenzka togaraflotans getur hafizt er nauðsyn legt, að fá úr því skorið hvaða réttindi íslenzkir togarar eiga að fá ti’ að fiska hér við land. Þá skiptir það og verulegu máli, hvort útbúa eigi skipin til þess að þau Davíð Ólafsson -<t> Fróðleg ferð útgerðurmunna til uð kynnust toguratækni Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri kom í gærkvöldi heim úr ferð þeirri sem hann fór með nokkrum útgerðarmönnum til Grimsby til að kynn ast hinni nýju tækni Breta í togaraútgerð En útgerðarmenn imir sem vom í ferðinni koma heim f kvöld. Blaðið kom stuttlega að máli við fiskimálastjóra og spurði hann um árangur ferðarinnar. Hann sagði að hún hefði verið gagnleg og skemmtileg. Hins vegar mætti enginn ætla að menn fengju neinar stórfelld- ar opinberanir um nýja tækni í slíkri ferð. Menn hér á Iandi vissu um og fylgdust með þess ari nýju tækni. Islendingamir fengu tækifæri til að fara út með nýjum togara Ross Fortune. Var hann að koma úr skipasmíðastöð og var þetta reynsluferð hans. Var I siglt út á Norðursjóinn og tók | Framh. á bls. 6. geti stundað síldveiðar, milli þess sem þau stunda þorsfiskkveiðar. Þessi atriði komu fram i ræðu borgarfulltrúa Birgis Is- leifs Gunnarssonar á borgar- stjórnarfundi í gær. Hann rakti þróun togaraveiðanna í ræðu sinni Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar að ekki kæmi til mála að leggja togaraútgerð nið ur hér á landi. Það væru að- vfsu uppi raddir um að nú væri glæsilegur vélbátafloti kom inn upp sem gæti tekið við hlutverki togaranna. En ræðu- maður minnti á það að einstak ar veiðiaðferðir hafa reynzt mjög misjafnlega á ýmsum tím um og því væri varhugavert að kasta togaraútgerðinni fyrir borð. Minnast mætti þess einn ig, að hún hefði verið grund- völlur efnahagslegra framfara á Islandi. Mesti hnekkir togaraútgerð- arinnar var útfærsla landhelg- innar. Með því er talið að I einu vetfangi hafi verið tekin frá togaraútgerðinni 60—90°/ af fiskimiðum hennar. Birgir Isleifur minnti á þaf að borgarstjórn Reykjavíku- hefði lýst vfir þeirri skoðu' sinni, að heimila ætti íslenzl< um togurum veiðar innan lan^ helgi á takmörkuðum svæðun og takmörkuðum tíma undir v( indalegu eftirliti og þessa sko? un vildi hann ítreka TogaraO gerðin biði nú eftir því, hvort slík heimild fengist eða ekk og undir því vgsru komnar frar tíðaráætlanir um endurnýiu togaraflotans. Hættuleg spellvirki / Breiðagerði Óþurftarverk voru unnin inni f Breiðagerðishverfi aðfaranótt sl. sunnudags er alls konar varn- arvirkjum sem Hitaveitan hafði látið setja upp meðfram djúpum og hættulegum skurðum, var rutt ofan í skurðina, göngubrýr yfir þá brotnar og önnur spell- /irki unnin. Hitaveita Revkjavíkur hefur miklar framkvæmdir í gangi á þessu svæði og hefur m.a. látið grafa mikla og djúpa skurði. Til að fyrirbyggja slys var : mið upp varnarvirkjum meðfram skurðunum og gangbrýr settar upp, þar sem helzt var talin þörf, vfir skurðina. Þessum mannvirkjum öllum var rutt burtu aðfaranótt sunnu dagsins og hefði það getað vald ið stórfelldum s’vsum á vegfar endum. ekki sízt drukknum mönnum ef þeir hefðu verið þarna á ferð. Sem betur fór hlauzt þó ekkert slys af. A þriðjudaginn hafði lögreglan hendur i hári þriggja ungra manna, allra um tvítugt, sem nú hafa viðurkennt að vera valdir að þessum spellvirkjum. Kváð- ust þeir hafa verið að koma al dansleik umrædda nótt, eitthvað örir af víni og töldu nauðsyn á því að láta á einhvem hátí til sín taka.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.