Vísir - 05.11.1965, Page 5

Vísir - 05.11.1965, Page 5
5 V1SIR . Föstudagur 5. nóvember 1965. útlönd í mor/zun Utl' >ri! / 1 mor^.’uri útlönd í tnorgun útlönd í morgmi s'’i: DeGauKe tiíkynnir framboí sitt í forsetakosaingunum 5. desemher De Gaulle Frakklandsforseti flutti ræðu í gær, sem var út- varpað og sjónvarpað um allt Frakkland. — í ræðu þessari tilkynnti hann að hann yrði í framboði í forsetakosningunum í næsta mánuði. Hann kvaðst telja það skvldu sína við Frakkland, að starfa eitt kjörtímabil enn — sjö ár, ef heilsa og líf entist. Hann kvaðst hafa komið Frakklandi til bjarg ar, er verst gegndi í síðari heimsstyrjöldinni og síðan unnið fyrir einingu þess og heill og er hann tók við forsetaembætt inu hefði hann með því komið í veg fyrir borgarastyrjöld í land inu en óeining og sundrung myndi enn ríkja, ef hann sleppti taumunum Ur hendi sér. De Gaulle er talinn eiga sigur vísan í forsetakosningunum. Bæði á hann miklu fylgi að fagna og svo verða keppinautar hans sennilega fimm talsins og eykur það á möguleika hans á glæsileg um sigri. De Gaulle er við góða heilsu Hann verður 75 ára í þessum mánuði. De Gaulle Aukakosn- ing í Lund- únum í gær Aukakosning fór fram í gær í Westminster i London og náði fram bjóðandí íhaldsflokksins kjöri m’eð 7000 atkvæða mun. - Engin breyt- ing verður á styrkleika flokkanna á þingi. . Aukakosningin för fram ve: * andláts Sir Harry Hyltons Foster fyrir nokkrum mánuðum en hann var forseti neðri málstofunnai. Þettá er eitt mesta íhaldshreiðrið í landinu og hefur íhaldsflokkur- inn alltaf sigrað þarna með miklum meirihluta atkvæða. Að þessu sinni neyttu aðeins 42% kjósenda at- kvæðisréttar síns. Frambjóðéndur óháðra og frjáls Ivndra glötuðu tryggingarfé sínu. verð/ einhliða ákvörðun birt um sjálfstæði Rhodesiu 1 gær átti að slíta brezka þing- inu er nú situr og nýtt þingtímabil að hefjast eftir helgina, en gripið var til þess óvenjulega ráðs, að fresta þingslitum til mánudags, til þess að hægt væri að kveðja þing menn til aukafundar í skyndi, ef tekin yrði ákvörðun af Rhodesiu- stjóm um einhliða vfirlýsingu um sjálfstæði. Rhodesiustjórn kom saman á Ifund tvívegis í gær og milli stjórn jarfundanna sat Ian Smith forsæt jisráðherra flokksfund. „Eins og þið sjáið,“ sagði hann við fréttamenn að þeim fundi loknum, „erum við allir eitt bros.“ Fundur þessi stóð í 5 klukkustundir, en áður hafði frétzt að farið væri að gæta vax- andi óþolinmæði í flokkníim1 og ’menn vænti þess, að tekið verði af ; skarið fljótlega. Stjórnarfundur verður haldinn í| dag og allsterkar lfkur fyrir, að á j kvörðun verði tekin, eins og Ijóst j er. þar sem ráðstafanir hafa verið I gerðar til þess að kveðja neðri j málstofiiná saman'til fundar fyrir-i varalaust. 'r ' ! Ibúð til sölu Lítil íbúð til sölu á annarri hæð í timburhúsi neðarlega á Vesturgötunni. Hentug fyrir ein stakling eða hjón. íbúðin er ein stofa, eldhús og snyrting. Sér inngangur, sér hiti, inn- byggðir skápar. Uppl. í síma 21677. þingsjá Visis þ i n g s j á þingsjá Vísis Bændur fá 74,94% uf söluverði Tvö mál voru á dagskrá í efri deild Alþingis f gær. Aukatekjur tvöfaldaðar. 1. Fjármálaráðherra Magnús Jónsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aukatekjur ríkissjóðs. Aðalákvæði frumvarpsins er að tvöfalda þau föstu gjöld, sem í aukatekjulögunum greinir, en þau gjöld eru nú flest innheimt með 50% álagi samkvæmt 21. gr. laga nr. 4/1960, þ. e. að í slíkum til- fellum mundu þau gjöld hækka um 1/3 frá því, sem nú ar. Þó er vikið frá þessu í noklirum til- fellum þar sem hækkun þykir eft ir atvikum mega vera meiri. Fjár málaráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að aukatekjur þessar gæfu ríkissjóði 22 millj. kr. og væri framhald af þvf sem áður- hefur verið sagt um fjárlagafrum varpið fyrir árið 1966. Ólafur Jóhannesson (F) sagðist ekki vera hrifinn að þessari fjáröfl unarleið ríkisstjórnarinnar. Friðjón Skarphéðinsson (A) kom með nokkrar athugasemdir við frumvarpið, og lagði til að fjárhagsnefnd endurskoðaði nokkr ar greinar þess, sem honum fundust betur mega fara. Fjármálaráðherra Magnús Jóns- son taldi sjálfsagt að nefndin athugaði það sem úrelt væri. Ráð herrann vék sfðan að ræðu Ólafs Jóhannessonar og sagði að hún væri f svipuðum dúr og ræður annarra framsóknarmanna en það er að vera á mðti öllum tekju- öflunum og með öllum útgjöld- um. Ólafur Jóhannesson og Magnús Jónsson tóku báðir aftur til máls og einnig Helgi Bergs. Málinu var sfðan vísað til 2. umra^ðu og fjárhagsnefndar. 2. Frumvarp ti! laga um heim- iid fyrir ríkisstjómina til lántöku vegna vega og flugvallargerða. Þetta var 3. urnræða um málið og urðu engar umræður. Málið var síðan sent forseta neðri deildar til írekari meðferðar. Tvö frumvörp frá sam- göngumálanefnd. Þrjú mál voru tekin fyrir f neðri deild Alþingis í gær. 1. frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 57 25. maf 1949, um nauð ungaruppboð. Frumvarpið er flutt að ósk samgöngumálaráðherra. Frumvarp þetta miðar að þvf að veita ákvæðum Genfarsáttmálans frá 1948 um uppboð á loftförum lagagildi. 2. Frumvarp til laga um skrá- setningu réttinda í loftförum. Frumvarp þetta er einnig flutt að ósk samgöngumálaráðherra. Á síðasta Alþingi voru sett lög um loftferðir. Frumvarp þetta er sam ið i framhaldi af þeim lögum. Bæði þessi frumvörp eru flutt af samgöngumálanefnd og hafði for maður nefndarinnar, Sigurður Bjarnason framr'ig : fyrir þeim. Dreifingarkostnaður mjólkur. 3. Enn var haldið áfram 1. um ræðu um verðlagningu landbún- aðarvara. Fyrstur tók ti! máls landbúnaðarráðherrs Ingólfur Jónsson Sagðist ráðherrann f til efni af ræðu Hannibals Valdimars sonar fyrir nokkrum dögum skýra frá skýrslu sem sér hefði borizt frá stjóm Mjólkursamsölunnar í Reykjavfk um vinnslu og dreifing arkostnað mjólkur. Sagðist ráð herrann ekkert vilja fullyrða um hvort dreifingarkostnaður á mjólk væri eins lágur og mögulegt er, en fullyrða mætti samkvæmt þessari skýrslu að vinnslu og dreif ingarkostnaður á mjólk væri miklu lægri en H. Valdimarsson og ýmsir íleiri hefðu gert sér hugmynd um. Samkvæmt skýrsl- unni kemur í ljós að launakostn aður og akstur frá mjólkurbúi í sölubúðir nemur 14.22% Ýmiss konar flutningskostn- aður 1.39% Vextir 1.57% Afskriftir aðrar en af bflum 2.07% Annar kostnaður 4.41% 23.66% Frá því dragast tekjur af búðarvörum 0.84% 22.82% Til byggingasjóðs og varasjóðs ef lagt 0.80% Til Stofnlánasjóðs land- búnaðarins 0.51% Til Verðmiðlunarsjóðs 0.93% Til bænda var greitt árið 1964, 6,85,46 pr. 1 74.94% 100,00% Sagði ráðherrann að bændur hefðu fengið samkvæmt þessu 74. 94% af söluverði mjólkurinnar. Þá taldi ráðherra rétt vegna um- mæla Hannibals Valdimarssonar um afskriftir Mjólkursamsölunnar að geta þess að fasteignir væru afskrifaðar um 4%. Mjólkurbúðir, svo sem tæki og innréttingar um .10%, mjólkurvinnsluvélar 12% og bifreiðir eins og lögákveðið er. Mjólkursamsalan hefur ekki látið endurmeta fasteignir eins og heim lt er og hækkað afskriftirnar í 10%, eins og margir hafa gert. Ráðherrann taldi sjálfsagt að skýrsla Mjólkursamsölunnar vrði birt í heild í dagblöðum til þess að almenningur gæti áttað sig á hvemig málum er háttað. Ráð- þerrann sagði, að samkvæmt sam tali við framkvæmdastjóra Fram leiðsluráðs landbúnaðarins mætti vænta upplýsinga um dreifingar- og vinnslukostnað annarra búvara Sagðist ráðherrann vona að upp lýsingar af þessu tagi mættu greiða fyrir samkomulagi og góð- um vinnubrögðum í þeirri nefnd sem væntanlega tekur til starfa í næstu viku til þess að vinna að endurskoðun laga um verðlagn- ingu landbúnaðarvara. Ágúst Þorvaldsson (F) sagði að landbúnaðarráðherra hefði átt að segja af sér, fremur en að gefa út bráðabirgðalögin. > 17% dýrtíð 1950—’59 en 12,8% síðan Þórarinn Þórarlnsson (F) gagn- rýndi ræðu viðskiptamálaráðherra í sambandi við vöxt dýrtíðarinnar og sagði að hún hefði vaxið meira en viðskiptamálaráðherra héldi fram. Vlðskiptamálaráðherra, Gyifi Þ Gíslason sannaði með tölum að vöxtur dýrtíðar hafi verið meiri í valdatíð framsóknarmanna held ur en í tíð núverandi stjórnar Á árunum 1950-1959 hækkað' vísitala byggingarkostnaðar að meðaltali á ári um 17%, en á árun um 1959-1965 um 12.8% að með altali árlega. Ráðherrann sagðí að það væri því eins með byge ingarvísitöluna og framfærsluvísi töluna að gagnslaust væri fyri' framsóknarmenn að gera saman burð á henni fyrr og nú. Að lokum tók til máls Hanni bal Valdimarsson (K) og hafði hann ekki lokið ræðu sinni er fundi var frestað. Umræðunni var enn frestað. Ný mál. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum nr 71 30. des. 1963 Flm. Jón Skaftason. Tillaga til þingsályktunar um setningu húsaleigulaga. Flm. A1 freð Gíslason. Brevtingartillögur við frv. til 1 um breytingar á lögum nr. 19 10. maí um Húsnæðismálastofnun rík isins. Frá Alfreð Gíslasyni. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.