Vísir - 05.11.1965, Side 11

Vísir - 05.11.1965, Side 11
Gwamba Cögulegri herferð í Surinam (hollenzku Gíneu) er nú um það bil að ljúka. Þegar regntímanum lýkur i þessum mánuði mun um tíu þúsund dýr um hafa verið bjargað frá drukknun. Herferðin Gwamba, en gwamba þýðir dýr á mállýzku innfæddra, er leiðangur til þess að bjarga dýrum frá vatnsborði efri árkvíslar Surinamárinnar, sem hefur verið stífluð með Afobakastíflunni í Brokopondo- dalnum. Þessi Suðurameríska stífla er byggð af aluminíumfyrirtæki til þess að framleiða ódýrt raf- magn til bræðslu aluminíums- ins og þannig að styðja efna- hag þessa litla lands með sínum 300 þús_ íbúum. Eftir að stíflan hefur verið tekin í notkun breyt ir hún fjórtán hundruð ferm. frumskógarins í geysistórt stöðu vatn. Þeir 500 ibúar, sem búa á svæðinii, sem veita á vatninu á hafa verið fluttir í burt. Þeir eru af negrakyni og hafa samið sig með afbrigðum vel að frumskógarlífinu, komnir af strokuþrælum og afla sér viður væris með veiðum og skógar- höggi. En fyrir utan þorpin, sem varð að yfirgefa vegna þess hve vatnsyfirborðið hækkaði innan stiflunnar þá færir vatnið £ kaf fjöldan allan af villtum dýrum og eru þar á meðal dádýr, jag úarar, tapírar, apar, snákar, krókódílategundir og mörg önnur. Öll þessi dýr hefðu drukknað eða soltið til bana hefði ekki doktor Jan Michels ritari dýra vemdunarfélagsins í Surinam fengið fjárhagslegan stuðning frá Alþjóðlega dýraverndunarfé laginu í Boston og auk þess gert út hjálparleiðangur 40 inn fæddra, sem hafa verið þjálfað ir í björgunarstárfsemi. Þegar hækkar í ánni einangr ast dýrin á smáeyjum úr frum skógarviðjum og mýrlendi eða efst £ trjám, sem eru £ kafi að hálfu. Björgunarmennimir verða að bjarga dýrunum af þess um stöðum og sleppa þeim lausum á stöðum sem liggja hærra Að ná dýrunum er £ sjálfu sér nógu erfitt en i við- bót verða leiðangursmenn að þola mikinn hita og raka, höggva sér leið £ gegnum sam- anflæktar greinar milljóna dauðra trjáa til þess að koma bátunum i gegn og komast í gegnum hátt gras, með brúnir beittar sem hnffsegg og sem skerast inn £ holdið og þymá, sem valda þvf að húðin hleypur upp. Hið fjölbreytta dýralff frum skógarins býður upp á aðrar hættur sem verður að standa andspænis. Mennirnir eiga það á hættu að verða bitnir af moskitóflugum, sem bera með sér malarfu, vera bitnir af fisk- um af kjötætutegundinni, ef þeir detta f vatnið og geta átt það á hættu að komast í tæri við eiturslöngur hvar sem er. Engu að síður er sumum þessara slangna bjargað til þess að hafa jafnvægi f þeim dýrategundum sem sleppt er Iausum. Stór vélbátur flytur birgðir og áhöld meðan unnið er að björg unarstarfseminni í fjölda smá- báta með utanborðsvél og áram Hver maður er varinn með þung um glófum og vopnaður með krókstjaka til þess að krækja dýrunum úr trjánum. Dýragildr ur eru einnig settar upp en á villtustu dýrin er skotið með deyfiskotvopnum. Um mitt sumar, meðan rigndi sem mest steig vatnið um þrjá til fjóra þumlunga á dag og hafði samt ekki náð há markshæð. Hjálparflokkurinn bjargaði 150 dýram f öragga höfn daglega og hafði þá bjarg að fjögur þúsund dýrum, en þeir fundu einnig mörg dauð. Eftir því sem eyjamar um- kringdar vatninu minnkuðu varð hjálparstarfsemin æ erfið- ari sökum þess að eiturslöngur hrúguðust efst á eyjurnar og einnig voru þar stórir jagúarar tilbúnir að ráðast á allt lifandi Þrátt fyrir þetta hefur ekki ver ið mannfall f Iiði leiðangurs- manna, einn var bitinn af sporðdreka og annar féll niður úr tré, en báðir eru nú búnir að jafna sig. Kári skrifar: Enn um bítla J£æri Kári. Þegar ég sá fyrir nokkrum dögum efst á fremstu síðu Mbl. (ekki er lítið við haft) mynd af ensku bítlunum gat ég ekki lengur orða bundizt. Og skrifa þér nokkrar lfnur um nokkrar mannskæðustu plágur, er nú herja þjóðlíf vort. Kvikmyndir og bítlaplágan Þvf mun enginn móti mæla, að uppeldi vaxandi kynslóðar er mikilvægasta vandaverkið, sem þjóðfélaginu er á hendur falið og ekkert má til spara að það takist með ágætum, enda má Ijóst vera, að tilvera þjóðfé lagsins, gæfa þess og gengi grundvallast á happasælu upp- eldi æskunnar. Svo sem kunn- ugt er hvílir fyrsta mótun barns sálarinnar á heimilunum, en þegar árin líða gætir áhrif skól ans og umhverfisins meir og meir. Það skal játað, að sam- vinna heimila og skóla er minni en skyldi og oft í molum. En æskulýðsstarf kirkjunnar og nokkurra félagasamtaka er ómet anlegt framlag til uppeldismál- anna. Uppeldið mundi því vel takast, ef fjandsamleg öfl léku ekki lausum hala. Meðan aðrir sofa, sá þau illgresi meðal hveit isins. Það er sorglegra en tárum taki, hvað árvakrir vökumenn þjóðfélagsins era fáir og máttvana, svo þeim tekst ekki sem skyldi að bægja voð anum frá vettvangi æskulýðs- ins Miklum fjármunum er var ið til fræðslu- og uppeldismála og miklu sjálfboðaliðastarfi er fórnað í þágu æskufólks, en all miklum hluta þess er á glæ kast að, vegna þess að engar hömlur eru lagðar á skemmdarstarfið. Illgresið fær nær óhindrað að spilla og kefja hveitið áður en það nær fullum þroska. Ef ekki verður þegar stemmd á að ósi, fer svo innan tíðar að vandinn vex, magnast og marg faldast, spillingaröflin ná að gegnsýra þjóðfélagið. Þetta eru engar svartsýnisgrillur, heldur rökföst ályktun, byggð á dag legum viðburðum á þjóðarheim ilinu. Því er ver. Hryggilega stór hópur barna og unglinga er þegar á glapstigum. Blöðin segja tíðum og suma tfma frá meiri og minni afbrotum pöru pilta. Flest eru afbrotin þjófn aður f minni eða stærrí stfl. svo og margs konar skemmdar verk Og við þessa sögu koma ungmenni 10-12 ára og eldri. Þó telpur fáist minna við svona verknað, þá leiðast þær út f annan og engu betri. Hvað veldur? Þessar hrollvekjandi kvik- myndir, sem þó á pappírnum era bannaðar börnum, eiga m. a. drjúgan þátt f þeirri spillingu sem nú heltekur æ fleiri lítt þroskaða unglinga. Vegna sljóvg aðrar ábyrgðartilfinningar þeirra og ber að halda vöku sinni, hópast börnin eftirlits- laust á þessar bönnuðu skað- ræðis myndir. Kvikmyndirnar eru annar skóli bamanna, og því miður oft áhrifameiri en hinn Sorpritin og sumir skemmtistaðir eru og samverk- andi, svo ekki er von að vel fari. Allt situr þetta um sálir barnanna sem gammar um bráð. Óteljandj dæmi mætti nefna þessu til sönnunar, en sem ekki verða tilfærð í þess- um stutta pistli. Svo sofa menn fast á verð- inum, að ekki er því gaumur gefinn þó erlendir farandflokk- ar ryðjist inn í samkomusali landsins, smali til sín þúsund- um barna og óþroskaðra ungl- inga. sefji þá, æsi og trylli með öskri og hneykslanlegum skrípalátum og tilburðum. Ekk ert viðnám er veitt gegn ósóm- anum. SI. sumar var t.d. enskum „leppalúðum“ tekið með kost- um og kynjum hér í höfuðborg- inni, líkast því sem væru þeir andleg stórmenni, eða dáðir velgerðarmenn mannkynsins. Myndir voru birtar af gemsum þessum í flestum dagblöðunum, og í víðlesnasta blaði landsins var margra dálka viðtal við „gentlemenn" þessa, og heilsíðu skrumauglýsing frá þeim, til þess gerð að ginna fáfróða, og óhindrað fengu þeir að fremja sína þokkalegu iðju. Á bítlasam komunum var að vísu öflugur lögregluvörður til að gæta lífs og lima samkomugestanna og hindra að allt væri brotið og bramlað í salarkynnum, af óðri og öskrandi unglingahjörð. En enginn vörður stóð vakt til að vemda sálir æskunnar fyrir misþyrmingum innrásariiðsins Þó mörgum foreldrum hafi ver- ið þungt fyrir brjósti, er þau vissu böm sín á samkundum bessum, fengu þau ekki við ráð ið. í landj voru er frjálsræði yngrj sém eldri án takmarka, boð og bönn eru að vettugi virt. Drottningin og orðan Nú hefur drottningin í Eng- landi, sér og stjórn sinni til lítils sóma, sæmt bítlana heið- ursmerkjum fyrir dugnað við gjaldeyrisöflun m.a. nokkram milljónum frá íslenzkum fáráðl ingum. En ekki virðast kempur þessar vera æskilegir fulltrúar' hinnar þroskuðu menningarþjóð ar. Það hlýtur að vera þröngt í búj hjá Bretanum. Ekkn mun hægt að neita enskum bítlum landgöngu, og heldur ekki að banna starf- semi félagshópa hérlendra, er stunda sömu iðju. En það er annað, sem verður að gerast, og það þegar. Heimili, skólar, blöð og útvarp verða að taka höndum saman til samræmdra aðgerða til útrýmingar bítla plágunni Þáttur blaða og út- varps getur m.a. verið sá, að geta bítlanna að engu og neita að birta auglýsingar frá þeim. Þá er það ótvfrætt skylda veit ingahúsa og stjórenda skemmti- staða, að neita lubbunum ó- kembdum og óhreinum um að gang. Vænta má að heilbrigðis yfirvöldin styðji svona aðgerðir því ekki er fyrir að synja, að ðdámar þessir, bítlamir, út- breiði hvers konar óþrif og sjúkdóma. Ef samtök nefndra að ila takast verður einni hinni verstu plágu aflétt, og þá meiri von að fleiri landsplágur færa sömu leið. Þjóðinni verður að skiljast, að tími er til kominn að hrista af sér slenið og einbeita sér við að forða æsku landsins frá að bfða varanlegt tjón á sál og Ifkama. Bftlaplágueyðir

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.