Vísir - 11.11.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 11.11.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Firn'nt*id''''”r 1 ’. r>*--‘>rnv»0r '965. ■> bæjargjaldkera. Þar voru einnig skrifstofur fyrir verkalýðsfélög o, fl. Má ennfremur geta þess, að hér var raftækjaverksmiðjan Rafha stofnuð, sem er mesta iðnaðarfyrirtækið í Hafnarfirði. in þess að almenningi i Hafn- arfirði hvað þá öðrum gangandi gestum hafi verið það fyllilega ljóst, þá vill svo skemmtilega til, að í miðjum Hafnarfirði, við Vesturgötuna rétt fyrir vestan þann stað sem Reykjavíkurvegur kemur niður í bæinn stendur eitt elzta og sögufrægasta hús landsins. Þetta hús er nú orðið 160 ára gamalt og var reist af hinum mikla brautryðjanda og at- hafnamanni Bjarna Sívertsen riddara árið 1805. Síðan hafa margir búið í þessu gamla og merkilega húsi og margir merk- isviðburðir gerzt í því. Það hefur gengið undir ýmsum nöfn- um eftir því hverjir bjuggu í því. Lengi var það einfaldlega kallað „Stofan“ og húsin í kringum það „Stofuþorpið". Það var jafnvel fram á þessa öld eins konar miðstöð Hafnarfjarð- ar og ekki ýkja langt síðan að það gegndi jafnvel störfum sem ráðhús bæjarins. Það má ekki síður líta á Bjama Sívertsen sem föður Hafnarfjarðar, en Skúla fógeta sem föður Reykjavíkur og er því ekki nema eðlilegt, að Hafn- firðingar vilji nú fara að hefjast handa um að varðveita og bæta þetta gamla hús sitt, varðveita það til minningar um hinn mikla brautryðjanda og um uppvaxtar- ár bæjarins og alla þá merku íbúa og starfsemi í þessu aldna húsi. Hér sést hið foma hús Sívertsen-húsið, það stendur við bílastæðið stóra upp af bæjarbryggjunni. Veggur hefur verið gerður utan um það meðan endurbygging stendur yfir. jKannig á þetta gamla hús ótal tengsl og minningar á flest- um sviðum hafnfirzkrar sögu, mörg félagasamtök og fyrirtæki eiga þar stofnunar og starfsemi að minnast. Hér mætti segja fremur en víða annars staðar, að ef steinarnir kvnnu að tala þá hefðu þeir frá mörgu að segja. J fyrstu þegar menn fóru nú fyrir einu eða tveimur árum að íhuga varðveizlu þessa merki lega húss var hugmyndin sú að laka húsið og flytja það upp í Hellisgerði og stofna þar eins konar minjasafn, líkt og Árbæj- arsafnið við Reykjavík. En er menn fóru að kynna sér nánar alla hina miklu og merkilegu sögu hússins, þá fór að renna upp Ijós fyrir mönnum, að það veéri mikil synd að rífa „Stof- Viðreisn Sívertsens- húss í Hafnarfirði una“ upp af þeirri lóð er hún hefur staðið á og hafa mál nú þannig skipazt, að bæjarstjóm hefur ákveðið, að Sívertsen-hús ið skuli fá að standa þama um aldur og ævi, hvemig sem skipu lag bæjarins verður og þó öll önnur gömul hús á þessu svæði verði rifin. Er þetta atriði til fyrirmyndar, húsið sem gevmir sögu bæjarins fær að standa ó- hreyft í hjarta hans. Bjarni Snæbjörnsson gerði nokkra grein fyrir verkefninu. Varðveizla hússins var fyrst til umræðu í Rotaryklúbb Hafnar- fjarðar í júlí 1964 og samþykkti það félag í september sarri^ ár, að beita sér fyrir varðveizlunni. Síðan hefur verið leitað til fjölda félaga og fyrirtækja í bænum, til bæjarstjórnar og til Alþingis um stuðning við þetta verk og er það sama sagan alls staðar, að þegar þessum aðilum hefur verið gerð grein fvrir sögulegri helgi þessa húss, hafa undirtektir alls staðar orðið jafn gððar. Á fjárlögum þessa árs em 100 þús. k.r veittar til verksins og verður væntanlega álíka upp- hæð á næstu fjárlögum. Bæjar- stjóm Hafnarfjarðar hefur sam- þykkt að greiða allt að f jörðungi kostnaðar. \7ið gengum nokkuð um húsið og var sýnilegt að talsvert verk yrði að gera það vel úr garði, en verkið er áætlað að muni kosta um 800 þús. kr. Þetta er svokallað bindiverks- hús, sem hefur verið flutt frá Danmörku, sennilega tilhðggvið og múrsteinum hlaðið inn f grindina. Á síðari árum hafa herbergin verið misjafnlega leikin, veggfóðrað og málað yfir með ýmsum hætti og kross- viðarfulningar settar sums stað- ar. Mesta verkið verður þó að nema burt kvistinn framan af húsinu, sem var settur á það Framh. á bls. 6. {"'kkkur fréttamönnum var boð- ið í fyrradag suður í þetta gamla hús og var þar fyrir nefnd sem vinnur að þessu máli og beitir sér nú fyrir fjársöfnun í því. Þar var fremstur í flokki hinn góðkunni fyrrverandi al- þingismaður og læknir þeirra Hafnfirðinga, Bjarni Snæbjöms- son, en hann hefur haft for- göngu í þessu máli. Aðrir í nefndinni eru Gísli Sigurðsson lögregluþjónn, Ólafur Pálsson, Kristján Eýfjörð, Kristín Magn- úsdóttir og Sína Amdal og voru þau öll þar viðstödd tií að ræða við okkur og auk þess Kristján Eldjám þjóðminjavörður, en viðreisn hússins verður fram- kvæmd í fulikomnu samráði við hann. J^ristján Eldjárn tók til máls og sagði að hús þetta væri mjög merkilegt bæði almennt fyrir þjóðina vegna aldurs og gerðar hússins, en hús þetta er hið dæmigerða kaupstaðarhús og þar að auki er saga eins mesta framkvæmda og viðreisn- armanns þjóðarinnar Bjama Sívertsen tengd þessu húsi. I öðm lagi er húsið mjög merki- legt í sögu Hafnarfjarðar, vegna þeirra mörgu merkismanna sem hér hafa búið. Gfsli Sigurðsson lögreglu- þjónn gat ýmissa atriða úr sögu hússins. Nokkru eftir að Bjami Sívertsen féll frá og verzlun hans lagðist niður komst Hafn- arfjarðarverzlunin og hús þetta í eign Knudtsons hins mikilvirka danska kaupmanns, sem um tíma drottnaði yfir verzluninni i Reykjavík, Hafnarfirði og í Keflavfk og bjuggu þá í húsinu ýmsir verzlunarstjórar hans, en kunnastur þeirra er Christian Zimsen, sem var mjög vinsæll maður í Hafnarfirði. Þar i hús- inu fæddist Knútur Zimsen sið- ar borgarstjóri í Reykjavík. Sagði Gísli okkur frá því, að Christian Zimsen hafi verið bú- inn að eignast fjórar dætur og var farinn að þreyja það mjög að eignast son. Nú var fimmta bamið á leiðinni og fulltrúi hans sem þá var Hans Sívertsen ákvað að ef þetta yrði drengur, Við heimsókn í Sívertsenshús í fyrradag, hin gamla trausta súðarklæðning skoðuð, talið frá vinstri: Ólafur Pálsson, dr. Kristján Eldjárn, Kristján Eyfjörð, Bjarni Snæbjömsson læknir og Gísli Sigurðs- son lögregluþjónn. Það er eitt elzta og merkilegasta hús landsins og verður láfið standa sem sögu- legar minjar i hjarta Hafnarfjarðár þá ætlaði hann að flagga á hús- inu og sagði skipstjóra á skipi þar f höfninni að þá skyldi hann einnig flagga. Svo fæddist Knút- ur og þeir flögguðu en aðrir Hafnfirðingar sáu flöggin og héldu að einhver stórviðburður hefði gerzt og þannig flaggaði allur bærinn fyrir fæðingu Knúts Zimsens, enda varð hann ar, sem varð vísir að núverandi sparisjóði. Skömmu fyrir aldamótin bjó Thor Jensen f þessu húsi, það var á mestu erfiðleikatímum í lífi hans, en þaðan fluttist hann svo til Reykjavíkur og stofnaði Godthaabs-verzlun sem varð upphaf velgengni hans. v Kringum aldamótin var svifamikill I Hafnarfirði og starfaði með ensku fiskkaup- mönnunum Bookless og siðar Hobbs. Loks var það í kringum 1930, sem Hafnarfjarðarbær keypti húsið og voru þá í því bæjar- skrifstofurnar, var þá m. a. gerður kvistur framan á hús- þekjuna og þar var skrifstofa Barnaskóli Hafnarfjarðar svo eitt ár til húsa hér síðan átti Brydes-verzlun húsið og enn bjuggu kunnir verzlunarmenn og útgerðarmenn hér næstu árin, m. a. Ólafur Davíðsson útgerð- armaður, sem var mjög um- merkismaður Cíðar þegar Knudtsons verzlun hafði lagzt niður verzlaði' Christian Zimsen þarna sjálfur og þama mun stofnaður hjá honum Sparisjóður Hafnarfjarð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.