Vísir - 11.11.1965, Blaðsíða 7
VlSIR . Fimmtudagur 11. nóvember 1965.
7
Guðlast eða ekki guðlast?
Fyrsta boðorð kristins manns hljóðar:
„Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig“
Annað boðorð hljóðar:
„Þú skalt ekki leggja nafn drottins guðs þíns við
hégóma, því að drottinn mun ekki láta þeim
óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma“.
Síra Jón Auðuns, dómprófast-
un „Ég stend auðvitað við þetta
allt «
„Mega prestar gagn-
rýna kirkjuna ?“
Círa Jón Auðuns sagði, þegar
hann var inntur eftir því,
hvernig hann hefði brugðizt við
samþykkt Hins almenna kirkju
fundar:
„Ég var ekki á kirkjufundin
um. Ég frétti fyrst um þetta í
gær, þegar blaðamaður Þjóð-
viljans talaði við mig til að
grennslast um álit mitt á sam
þykktinni.“
Hann kvaðst ekki einu sinni
hafa lesið fréttina. Þegar dóm-
prófasti var sagt, að biskupinn
hefði verið varkár í ummælum,
sagði hann:
„Já. eins og vera ber.“
Dómprófastur var beðinn um
að gera nánar grein fyrir sinni
hlið málsins og hvort hann teldi
sig ekki bera ábyrgð á
þessum ummælum sínum um
trúmái, sem hefðu haft jafn-
sögulegar afleiðingar og hefði
komið á daginn. Hann sagði
snöggt:
„Ég stend auðvitað við þetta
allt eins og annað, sem ég segi
og hef sagt í Morgunblaðinu"
„Teljið þér ummæli yðar ó-
skaðfeg kirkjunni samkvæmt
þessu?“
„Ég svara engu um það á
þessu stigi, en er þetta ekki
fyrst og fremst spumingin um
það, hvort prestar og þjónar
kirkjunnar hafi leyfi til að gagn
rýna kirkjuna eða ekki?“
Vísir reyndi að ná tali af
herra SigurbimJ Einarssyni,
biskupi, í allan gærdag, tfl þess
að leita álits hans á samþykkt
Hins almenna kirkjufundar, en
það bar engan árangur. Sneri
blaðlð sér þá til prófessors
Jóhanns Hannessonar.
Engin guðfræðileg nýjung
Orófessor Jóhann Hannesson
sagði:
„Ég hef ekki rekizt á neitt
nýtt, sem hefur komið frá síra
Jóni Auðuns, sem hefur ekki áð
ur sézt í ræðu eða riti, annað
hvort í fomöld, í fomkirkjunni
— eða í hinum og þessum hreyf
ingum nátímans, svo að guð-
fræðilega séð er ekki um neina
nýjung að ræða.“
„Teljið þér ummæli hans
skaða kirkjuna og trúarlífið?“
„Það hugsa ég ekki — menn
eru orðnir svo vanir þessum
hugsunum í gegnum ræðu og
rit, að það ætti ekki að breyta
í eina eða aðra átt.“
„Teljið þér ummæli hans vera
guðlast?"
„Hann er ekki að deila á guð
sjálfan — hann er að gagnrýna
kirkjulegar kenningar eða þann
ig skil ég það.“
Falsspamennska!
Visir sneri sér síðan til Sig-
urðar Vigfússonar.
Þegar hann var spurður,
hvort hann tryði á heilaga
þrenningu og meyfæðinguna,
sagði hann óðara já. „Ég trúi
á Jesús, trúi þeirri opinberun,
sem gað hefur gefið f Jesús
Kristí og fagnaðarerindinu
sem guðsorði."
„Særði þetta trúarvitund yð-
ar, þegar þér lásuð þessi um-
mæli dómprófastsins?“
„Mér fannst ekki hægt að
gera annað en að gagnrýna
þetta opinberlega — það hefur
líka sýnt sig, að það er ailt
of Iftið um trúvöm hér á landi."
„Við, sem vfljum tfleinka
okkur guðs opinberun í Jesús
Kristi, viðurkennum aðeins
ema bók sem við teljum heilaga
bók — það er biblían. Sú
fræðsla, sem opinberar okkur
þekkingu á guði, er aðeins
greind f biblíunni. Síra Jón Auð
uns talar um 100 helgar bæktn1
í þessu tilfelli og með því dreg
ur hann biblíuna niður og ger
ir hana samstæða öðrum ritum,
sem eiga ekki rétt á því að kall
ast heilög rit. En f upphafi J6-
hannesar guðsspjalls segir svo:
Og orðið varð hold — og hann
bjó með oss fuljpr náðar og
sannleika.
Það er falsspámennska að
tala um spiritisma og kristin-
dóm í sömu andrá og setja allt
á einn disk og bera fram sem
iffsins brauð eins og kemur
glögglega fram hjá dómprófasti.
Einar Amórsson dr. juris sem
var einn sterkasti lögfræðingur
landsins f kirkurétti segir f bók
sinni Kirkjurétti, að menn sem
afneita gmndvallarkenningum
kirkjunnar, hafi ekki rétt til
þjónustu í kirkjunni lögum sam-
kvæmt“.
„Má samkvæmt þessu draga
kirkjunnar þjóna fyrir dómstóla
fyrir ummæli á borð við þau,
sem d^mprófastur lét birta f
Morgunblaðinu?"
„Já, það hefur verið rætt um
það. Ríkið á samkvæmt stjóm-
arskránni að verja kirkjuna
gagnvart hvers kyns skaða. Þeg
ar prestur tekur vígslu, skuld
bindur hann sig til að þjóna
kirkjunni og játar þar po$tul-
legar kenningar hennar í orði
og verki. Hegðan sira Jóns Auð
uns ber að skoða sem ófyrir-
leitni. Það er betra fyrir þessa
Sigurður Vigfússon, forstöðu-
maður Heimatrúboðsins: „Það
er betra fyrir „þessa menn“ að
segja sig frá embætti ...“
menn að segja sig frá embætti
— það er ekki hægt að réttlæta
háttalag þeirra með hugtakinu
trúfrelsi".
„En segið mér eitt er ekki
Heimatrúboðið sértrúarfélág?"
„Nei, það tilheyrir hinni
evangelisku-lúthersku kirkju og
þar er ekki um að ræða neitt
frávik frá kenningum kirkjunn-
ar. Hjá okkur er að vísu enginn
söfnuður — þetta er aðeins á-
hugafólkiv
Sigurður skýrði blaðinu frá
því, að vegna tillögu sinnar
hefði komið fram breytingartil-
laga, sem Páll Kolka læknir
og fleiri löguðu til, meining-
in hefði verið sú sama.
„Við getum aldrei lifað heil
brigðu kirkjulífi ef kirkjan sýnir
undanlátssemi og vanvirðir sinn
tilverarétt. Annað hvort lítum
við á kirkjuna sem stofnun, sem
hefur,rétt, eða við höfum ekkert
með hana að gera. Það verður
að tengja kirkjulff við eðlilegt
daglegt líf. Það þýðir ekki að
kenna kristindóm eins og lyga
sögu ef á að vera nokkurt sam-
ræmi í lífsskoðun mannsins."
„Er guðlast synd númer eitt
að yðar hyggju?“
„Tvíriiælalaust, smbr. fyrsta
boðorðið þú skalt ekki aðra
guði hafa og það næsta: og
ekki leggja nafn drottins við hé
góma. Hins vegar eru allar synd
ir fyrirgefnar þeim manni, sem
tekur á móti náð í Jesú Kristi
— þetta er það, sem kirkjan
grundvallast á.“
„Þér töluðuð um trúfrelsi og
ennfremur vitnuðu þér í dr.
juris Einar Arnórsson heitinn,
það, sem hann segir f Kirkju-
rétti um þá sem afneita grund
vallarkenningum kirkjunnar?"
„Ég skál gefa yður það orð-
rétt, sem stendur í bók hans,
„Játningarrit íslenzku kirkjunn
ar — Studia Islandica, bls. 78
—79. Þar segir svo: í ríki. þar
sem trúfrelsi er lögvarið eins
og hér á landi, hafa einstakling
ar auðvitað rétt á að trúa engu
eða því, sem bezt á við sann
færingu þeirra. Sama máli gegn
ir einnig um kennimenn kirkj
unnar, en sá er einungis mun-
urinn, að þeir geta ekki búizt
við því að halda stöðum sínum,
ef þeir afneita opinberlega, í
ræðu eða riti, þeim höfuðtrúar
'lærdómum sem trúarritin
geyma. Afneitun á sumum trúar
kenningum kirkjunnar mundi
væntanlega varða kennimenn
hennar tvímælalausum stöðu-
missi.“
s t g r.
t
Það, sem gerðist á kirkjufundinum:
Prófessor Jóhann Hannesson:
„Síra Jón Auðuns er að gagn-
rýna klrkjulegar kenningar".
almennum kirkjufundi, hin-
um fimmtánda f röðinni,
sem haldinn var hér í Reykja-
vík 15.—18. október, gerðust
þau tíðindi að fundurinn sam-
þykkti tillögu um vítavert fram
ferði embættismanna þjóðkirkj-
unnar. Tillaga þessi var borin
fram og samþykkt vegna um-
mæla, sem séra Jón Auðuns
dómprófastur hefur viðhaft í
greinum í Morgunblaðinu. Þar
sem nokkur blaðaskrif hafa þeg
ar spunnizt út af þessari sam-
þykkt kirkjuþings telur Vísir
rétt að gera hér hlutlaust grein
fyrir málinu og hefur átt við
ræður við þrjá aðila um þessa
afstöðu kirkjuþings
Á kirkjufundinum var borin
fram tillaga og samþykkt, sem
hljóðar á þessa leið:
I „Hinn almenni kirkjufund-
ur álítur það vítavert, að
embættismenn þjóðkirkjunn-
ar fari óvirðingarorðum f
ræðu og riti um vora heil-
ögu kirkju, þær kenningar
hennar eða það starf henn-
ar, sem er ótvírætt í sam-
ræml við Guðs orð.“
Samkvæmt vitneskju, sem
Vísir aflaði sér, er Sigurður
Vigfússon, forstöðumaður
Heimatrúboðsins (Zion) upp-
■ hafsmaður að því, að þetta mál
var tekið fyrir á hinum almenna
kirkjufundi. Heimatrúboðið á-
samt KFUM og Kristniboðsfél
aginu (Betaníu) er samfélag inn
an kirkjunnar og eru jafnan
tveir meðlimir frá hverju þess
ara félaga fullgildir fulltrúar á
kirkjufundum. Þeir hafa þar all
ir sinn fulla rétt, á sama hátt
og prestar.
Hinn almenni kirkjufundur er
haldinn jafnt fyrir leikmenn og
lærða og hafa allir málfrelsi og
tillögurétt, en atkvæðisrétt
hafa aðeins ofangreindir, auk
sóknarnefndarmanna og organ-
ista.
Eins og fyrr segir var það
Sigurður Vigfússon sem tók af
skarið. Hann bar fram tillögu,
sem var orðuð svo:
„Hinn almenni kirkufund-
ur haldinn 15.—18. október
1965 harmar, að í víðlesn-
asta blaði borgaririnar skuli
þjóðinni hafa verið fluttur í
nafni kirkjunnar boðskapur,
þar sem m. a. segir svo:...
Dauðinn „er ekki refsing
fyrir neitt.“ Hann er „hlið
og þeim mun dýrlegra hlið
sem sálin er oftar búin að
deyja“. Og ennfremur segir,
að hægt sé „að vera krist-
inn án allra kirkjukénninga.“
Boðskap þennan telur hinn
almenni kirkjufundur hvort
tveggja í senn, ókristilegán og
ókirkjulegan og því hljóti hann
að hafa mjög óholl áhrif, ekki
hvað sízt á æskufólk.“
Þess; tillaga var ekki sam-
þykkt, en vegna hennar samin
önnur tillaga — sú sem birt
var hér á undan. Samþykkti
kirkjuþing hana.