Vísir - 28.04.1966, Side 2

Vísir - 28.04.1966, Side 2
SíÐAN Kári skrifar: Enn um ölið |7yrir nokkrum dögum léði Kári Ölvini rúm í horni sfnu fyrir ofurlitla saknaðargrein um bjórfrumvarpið. — Síðan hafa nokkrir ölandstæðingar litið hann hornauga og talið þau skrif til lítilla þarfa, nema síður væri. Meðal þeirra er höfundur bréfs þess, er hér fer á eftir. Það er misskilningur bréfritara að hugleiðingar Ölvinar túlki á nokkurn hátt afstöðu Vísis til þessa máls. Ekki túlka þær held ur skoðanir Kára. — Það er hins vegar bjargföst skoðun Kára að hvert mál megi ræða frá fleiri en einni hlið. Um það má til dæmis deila, hver fyrir mynd er að drykkjusiðum Egils Skallagrímssonar. v Hér kemur svo athugasemd bréfritara, sem ber titilinn: Þjóðleg drykkjumenning Svo segir í Vísi laugardaginn 23. apríl sl.: „Mörgum manninum varð það á að bölva í réttlátri reiði yfir þeirri útreið, sem bjórinn fékk í þinginu. Þykir þeim, sem enn þá bera innra með sér merki víkinga og fomkappa, íslenzka þinginu illa farast við minningu Egils og annarra máttarstólpa íslenzkrar fornmenningar. Þeir fornkappar kunnu að meta innri gæði öls og ljúfra veiga og sköp uðu hér þjóðlega drykkjumenn- ingu.. Nú skulum við líta í Egils- sögu og kynna okkur drykkju menningu Egils Skallagríms- sonar þegar hann gisti hjá Ár- móði skegg, sællar minningar: „Því næst var öl inn borit, ok var þat it sterkasta mungát ... Egill drakk ósleitilega fyrst langa hríð. En er förunautar hans gerðust ófærir, þá drakk hann fyrir þá þat, er þeir máttu eigi. Gekk svá til þess, er borð fóru brott. Gerðust þá ok allir mjög drukknir, þeir er inni váru ... Egill fann þá, at honum myndi eigi svá búit eira. Stóð hann þá upp ok gekk um gólf þvert, þangað er Ármóðr sat. Hann tók höndum um axlir hon um ok kneikði hann upp at stöfum. Síöan þeysti Egill upp ór sér spýju mikla, ok gaus í andlit Ármóði, í augun og nas- imar ok í munninn, rann svá ofan um bringuna ...“ Er þetta sú þjóðlega drykkju- menning, sem Vísir saknar. Bráðum leikur Farah við börnin þrjú Til hvers? Ckáld vestan af Hornströnd- um lagði einhvern tíma þá spumingu í ljóði, jafnt fyrir sjálfan sig og aðra, er hann var á göngu um Austurstræti. Til hvers eru allir þessir menn? Svo mjög ofbauð Homstrendingnum f skáldinu múgförin um gang- stéttir miðbæjarins, stefnu- og erindislaus að því er virtist, að hann fékk ekki þessari spum- ingu varizt... Nú verður manni sem kominn er það til ára sinna að hann man tvenna tíma, varla litið svo út á götu, að hann spjrrji dkki sjálfan sig ósjálf- rátt. Til hvers em allir þessir bílar? Sú spurning er að vísu varla jafn skáldleg hinni fyrri, en aö sama skapi raunhæfari, og ætti því að verða auðveld- ara að finna henni viðhlítandi svar.. en þó er ekki aö vita nema að þaö þvælist fyrir. I prjónastofu Kiljans er einn aö- almaðurinn handalaus — rétt- ara sagt læzt vera það og er áhorfendum ætlað að dunda sér við að finna út hvað hann eigi að tákna. Það virðist vefjast fyr ir ýmsum, kannski þó fyrst og fremst að þeir látist ekki skilja það... hefði náunginn hins vegar látizt vera fótalaus, mundi engum hafa blandazt hug ur um að hann ætti aö tákna Reykvíking, þ.e.a.s. þann áber- andi sjálfsblekkingarhátt í skap höfn höfuðstaðarbúans yfir höf uð, að látast ekki vita að hann hafi fætur ,aö minnsta kosti alls ekki til hvers þeir séu ætlaðir ... Haldist þessi þróunarstefna er og alveg eins líklegt að þess verði ekki svo ýkjalangt að bíða að hann þurfi ekki að vera, að brjóta heilann um það ... sam- kvæmt því náttúrunnar lögmáli að allt sem misst hefur sinn til gang, og starfa, hrömi smám saman og hverfi loks úr sög- unni, og þá tíðast fyrir stökk- breytingu — svo sem rófan á mannskepnunni, þegar hún hætti að klifra tré frumskóg- anna — sumir segja líka að hún hafi horfiö, þegar mannskepn- an tók upp á því að dingla hinni andlegu rófu sinni — þá ætti það ekki að veröa langt undan að hér fæddist fótvana kynslóö .. kannski aftur á móti með þrjár hendur, til þess að hafa eina lausa þó að ein væri á stýri og önnur á handhemli eða á öörum stjómtækjum bíls ins. Vafalaust hefði sú stökk breyting það í för með sér aö ný bílgerð kæmi á markaðinn, heimili á hjólum, hreyfilknúið, þar sem fjölskyldan byggi í stað þess að hafa grunnfast húsaskjól, og mundi þá allar húsabyggingar í núráöandi skiln ingi leggjast niður væri raunar ekki svo gífurleg stökkbreyt- ing, því að margur mun nú þeg ar halda sig lengri tíma í bíl sín um en innan fjögurra veggja heima hjá sér eða öðrum, börn hafa þegar fæðzt ( bílum — og kannski fleiri verið getin i bílum en annars staðar, þótt ekki liggi fyrir neinar skýrslur um það. Sem sagt — þá þarf enginn lengur að spyrja til hvers þeir séu, allir þessir bílar, kannski spyr þá einhver aftur á móti — til hvers voru þessi hús ... á sig. Læknarnir fylgjast mjög vel með heilsu hennar því að í fyrra fæddi hún andvana barn og nú á aö hindra aö sagan end urtaki sig. Farah, sem yfirleitt hefur ekki mikinn tima aflögu handa börnum sínum eyöir nú dögun um með þeim, fylgist með leikj um þeirra og talar við þau. Keis arinn sagði í upphafi hjóna- bands þeirra að hann vildi eign ast þrjú böm, hann á þegar son og dóttur og hann vonar að þriðja bamið verði sonur. Farah segir aftur á móti að bömin tvö, Reza og Farahnaz séu óskaböm og hvort sem þriöja bamið verði sonur eða dóttir þá verði það óskabarn. Farah, keisarafrú í Persíu hef ur dregið sig í hlé í bili og tek ur ekki þátt í opinberum athöfn um eða samkvæmum. Ástæöan til þess er sú, að hún á von á barni áður en langt um líður og hún verður að fara mjög vel með sig og má ekkert reyna Patti Boyd, sem ööru nafni nefnist frú Harrlson hefur horf ið aftur að fyrra starfi sínu — sem fyrirsæta. Ef einhver skyldi ekki vita hver Patti Boyd er, þá er það elginkona Bitilslns George Harrison, en þau giftu sig fyrlr skömmu og fóru í mikla brúökaupsreisu tii Barba- dos. Patti var þegar búin að vinna sér nafn sem ljósmyndafyrir- sæta áður en hún giftist George Bítli, en að sjálfsögðu hefur frægð hennar aukizt til muna eftir að hún varð frú Harrison. Þessi mynd var tekin af ungu frúnni er hún var í vinnunni fyr ir nokkrum dögum og vinnu- staður henar var á götu einni í London, mjög fjölfarinni. Unga frúin var klædd bláum tricelkjól með rauðum og gul- um röndum — og faldurinn, ja, hann sjáið þið. Kjóllinn kallast „Hoopla."

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.