Vísir - 28.04.1966, Side 4

Vísir - 28.04.1966, Side 4
4 V1SIR . Fimmtudagur 28. aprfl 1966. UnniB fyrir æsku borgarinnar Háttvirtu tilheyrendur: Hvarvetna má sjá hina öru þróun Reykjavíkurborgar. Hef- ur þar haldizt í hendur framtak borgaranna og starfsemi borgar yfirvalda til stuðnings hinni gróskumiklu uppbyggingu, sem hér hefur átt sér stað. Borgarstjórinn Geir Hallgríms son, hefur nú sýnt ykkur skipu lag borgarinnar eins og það er hugsað á næstu 20 árum. Ber vissulega að þakka honum fyrir þá víðsýni, sem hann sýndi fyrir fimm árum að láta hefja þaö verk. Hér í kvöld hafið þið feng ið að sjá og heyra árangurinn af þeim störfum og mun þetta nýja skipulag veita borgurunum meira öryggi og fallegri borg en ella. Og það er eitt víst að nú á engin höfuðborg jafn gott skipulag, né byggt á svo traust um grunni, sem hér hefur verið gert. Þegar við höfum nú aðeins fengið að skyggnast inn I fram- tfðina, sjáum við e. t. v. enn betur þá stökkbreytingu, sem hér hefur átt sér stað og mun halda áfram aö þróast með aukn um hraða. ★ Árið 1927 var fyrst gert heild arskipulag af Reykjavik. Þá var talið nægjanlegt að hugsa um svæðið fyrir innan Hringbraut og Snorrabraut og aðeins talað um hin tvö rótgrónu hverfi Aust ur- og Vesturbæ. Þá voru tveir bama- og unglingaskólar á veg- um bæjarins, einnig voru aðeins tvær kirkju hér. Nokkru seinna var talið að nægjanlegt væri að reisa eitt íþróttasvæði og eina Æskulýðshöll. Segja má að þið, sem búið i þessu hverfi hafið sprengt fyrst þennan ramma á árunum 1930 —40, þegar Norðurmýrin byggð- ist upp. En það er fyrst og fremst á síöustu 25 árum að hér hefur oröið sú gjörbreyting, sem raun ber vitni um, og glöggt má sjá á því að aðeins á síðustu 4 árum voru byggðar hér 2500 íbúðir. En þær mundu nægja fyr ir alla Kópavogsbúa, þegar talið er að fjórir búi að meðaltalj í íbúð. Þegar slíkt er íhugað að Kópavogur mun nú þessa dag- ana vera orðinn næst stærsti bær á landinu sést bezt hversu risa vaxið átak þarf til af borgurun um og borgaryfirvöldunum til þess að siík uppbygging getj átt sér stað. Og með hinu nýja skipulagi er grundvöliurinn fyrir vaxandi þróun þessara mála tryggður fyrir næstu framtíð. Vegna þessarar staðreyndar er 'nú svo komið aö orðið hefur að skipta borginni í mörg hverfi, að mörgu leyti sjálfstæð, hvað þarf ir borgaranna snertir. Fyrst kom þessi þörf fram vegna yngstu borgaranna. T. d. í stað þess, að áður var kennt í tveimur skólum er nú kennt í 21 barna- og unglingaskóla á vegum borgarinnar, þá hefur kirkjum fjölgað og er nú talið sjálfsagt að þær rísi kerfisbund ið í hverfunum. Sérstök áherzla hefur verið lögð á það að auka allt íþrótta- og tómstundastarf unglinga og dreifa því i hin mörgu nýju hverfi. Enda eru þau mál á- vallt nokkurt vandamál, sem þarf að gefa gaum í vaxandi borg. Þykir mér því rétt að minnast nokkuð á þau hér. ★ Borgarstjóm ákvað fyrir nokkr um árum að úthluta stærri í- þróttafélögunum landi, svo þau gætu reist þar félagsheimili og íþróttavelli fyrir starfsemi sína, og gera þau þannig meira hverf- isbundin en áður. Jafnframt var lögð áherzla á að styrkja félögin fjárhagslega, til þess að gera þeim kleift að byggja á þessum landsvæðum. Mörg af þeim eru nú vel á veg komin með upp- byggingu og hafa mannvirki þeirra verið notuð af íþrótta- æsku borgarinnar í nokkur ár. Tvö félög hafa nýlega fengiö úthlutað svæðum, eru það Fram og Þróttur, en starfsemi félag- anna er orðin umfangsmeiri og kostnaðarsamari en áður, getur svo farið að styrkja þurfi þessi félög en meir en áður, til þess að tryggja að þessi nauðsynlegu mannvirki rísi, sem fyrst í við- komandi hverfum. hafa nú yfir að ráða. Telja verður að hér sé um mikilsverðan áfanga að ræða, til stuðnings félagslegu starfi, sem er án vafa, aðeins byrjun á þeirri leið, sem farin veröur á næstunni. Á vorin hafa verið rekin í- þróttanámskeið á félagsvöllun- um viö auknar vinsældir ungl- inga og foreldra þeirra. Verður þessari starfsemi haldið áfram og aukin eftir þvi, sem ástæða er til á hverjum tíma. Þá hefur verið haldið við skautasvelli á Tjöminni og á Melavellinum á undanfömum ár um. Mikil aðsókn hefur verið að þessum stöðum af ungling- um, þess vegna er nú ákveðið að koma upp fleiri dreifðum stöðum, þar sem skautasvelli verður haldið við að vetrarlagi. Er þá fyrst og fremst talað um Miklatún hér í hverfinu, Laug- ardal eða á Víkingssvæðinu. ★ Til þess að efla tómstunda- iðju unglinga var fyrir nokkrum árum stofnað Æskulýðsráð Reykjavíkur. Hefur ráðið starf- að í nánu samstarfi við íþrótta- að nota tómstundir sínar á holl an og þroskvænlegan hátt. Þá hefur skátastarfsemin feng ið húsnæði til afnota í skólum borgarinnar á undanförnum ár- um og hefur það gefið góða raun. Er hér um ágæta starf- semi að ræða, sem ástæða væri til að auka í hverfunum. Það hefur ekki aðeins verið stutt við bakið á öllum skólum og æskulýðsfélögum, svo ungl- Gísll Halldórsson hægt að iðka þar frjálsar í- þróttir, badminton o. fl. í haust mun húsið tekið til fullra af- nota og geta þá allir æft og keppt innan húss við skilyrði sem bezt gerist hjá öðrum þjóð- um. 1 sumar munu sundlaugamar leysa hinar gömlu af hólmi, sem starfað hafa óslitið frá 1907. Nýju laugarnar eru 50x18 m, aðallaugin, auk þess vað- og kennslulaug, nokkrar setlaugar og gufubað. Yfirbyggt áhorfenda svæði er fyrir 2000 gesti og verð ur það einnig notað fyrir sól- skýli. Síðan verður haldið áfram að koma þarna upp malarvelli og nokkrum grasvöllum til æfinga. Er þá m. a. hugsað um ófélags- bundið fólk, eins og starfsmanna hópa, skólafélög og minni í- þróttafélög, sem ekki hafa ósk- að eftir eigin svæði fyrir starf- semi sína, Þá er þarna jurta og skrúð- garður, sem haldið verður áfram að' stækka fyrir almenning. Þegar lokið verður við þess- ar framkvæmdir verður Laugar- dalurinn eftirsóknarverður stað- ur, jafnt fyrir unga sem gamla, til þess að dvelja þar í frí- stundum sfnum. Ávarp Gísla Halldórsson arkitekfs á fundinum i Lídó í gærkvöldi Borgarstjóminni er þetta Ijóst og telur það mikinn hagfyriralla að geta styrkt æskulýösfélög, svo þau séu þess megnug að halda uppi öflugri starf- semi á sem víðtækustum grund velli. Af þeirri ástæðu hefur nú ver- iö mörkuð að nokkru ný leið, en það er, að leysa þennan vanda í samvinnu við skólana. En eins og vitað er þá þurfa skólarnir að byggja íþróttavelli og hús fyrir starfsemi sína. Skólamannvirki eru aðeins not uð á daginn, en félögin geta not að þau á kvöldin. Nú hefur eitt íþróttasvæði verið byggt á þann hátt, en það stendur við hliðina á skóla, að skólinn byggði einn völlinn, en íþróttafélagið hinn. Síðan geta báðir aðilar haft not af völlunum. Á þann hátt eru þeir nýttir frá morgni og fram á kvöld Fyrir utan að veita félag inu hér aukinn stuðning þá er hér einnig um þjóöhagslegan spamað að ræöa. Eitt athyglisverðasta dæmið um samvinnu til bættrar æfirig araðstöðu fyrir félögin er bygg ing íþróttahússins viö Réttar- holtsskóla. Húsið er byggt í sam vinnu viö íþróttahreyfinguna með það fyrir augum, að það nýtist af báðum þesum aðilum. Skólinn þarf að nota tvo sali á daginn, þess vegna er salnum skipt í miðju með plastvegg, sem hægt er að hífa til lofts. Á , kvöldin geta íþróttafélögin notað húsið, sem einn sal 18x33 m. Þar með er húsiö orðið eitt stærsta íþróttahús landsins, næst sýningar- og íþróttahúsinu. Bætir þetta hús verulega að- stöðu hér til innanhússæfinga, enda bezta húsið, sem félögin ; og æskulýðsfélög í borginni. Starfsemi þessi hefur gefið góða raun og fer mjög vaxandi, sem sjá má af þvi að nú rekur ráðið tómstundastarf á 15 stöð um víðs vegar um borgina. Þá hefur ráðið aðstoðað ungt fólk, sem haft hefur hug á því að stofna félag um áhugamál sín, og starfa nú fjölmörg af þeim í náinni samvinnu við Æskulýðs ráð. Einnig hefur ráðið veitt fjöl- mörgum starfandi æskulýðsfé- iögum húsnæði og ýmsa aðra fvrirgreiðslu. Til dæmis nutu 30 * aðilar húsnæðis í tómstunda- heimili Æskulýðsráðs s.l. vetur. í Golfskálanum á Öskjuhlíð er einnig rekið tómstundaheim- ili á vegum Æskulýðsráðs, en þar starfa bifreiða- og flugmód- elklúbbur. Æskulýðsráð telur það eitt af helztu hlutverkum sínum, að leitast við að ná til ófélagsbund innar æsku. Þess vegna hefur verið gerð tilraun að Fríkirkju- vegi 11 með það, sem nefnt hefur verið „Opið hús“ fyrir unglinga, fjögur kvöld vikunnar. Þar geta þeir komið saman, spilað, teflt, hlustað á tónlist, dansað, lesið bækur og blöð o. fl. Efnt var reglulega til dans- leikja á sunnudagseftirmiðdög- um fyrir 13—15 ára unglinga s.l. vetur. Þá hafa skólarnir sjálfir tek- ið upp kerfisbundna tómstunda- þætti fyrir nemendur sína. Er þessi þáttur rekinn í samvinnu við Æskulýðsráð, enda er sér- stök samvinnunefnd starfandi að þessu máli. Starfið hefur farið. sívaxandi á undanförnum árum og hafa nemendur fagnað þessari ný- breytni. Á þennan hátt telja skólamir að þeir ræki bezt hlutverk sitt, að gefa sérhverj- um nemanda tækifæri til þess ingarnir gætu notað sinn frítíma á heilbrigðan hátt. Því jafnframt því hafa borgaryfirvöldin byggt hér öll meiri háttar íþróttamann virki, sem nú setja svip sinn á borgina. Fyrir nokkrum árum var byggður nýr leikvangur í Laug- ardal, sem tekur 12000 áhorf- endur. Var völlurinn fvrsta mannvirkið, sem reist var á þess um stað, sem liður í að gera Laugardalinn að íþrótta og úti- lífsmiðstöð borgarinnar. Á undanförnum árum hefur svo verið unnið þarna við tvö stærstu íþróttamannvirki hér á landi. En það er annars vegar sýningar- og íþróttahús, en hins vegar sundlaugar. Sýningar- og íþróttahúsið var tekið í notkun s.l. haust. Þegar hafa verið leiknir 12 landsleikir og 13 aðrir milliríkjaleikir í hús inu. Bygging hússins gjörbreytti aðstöðu reykvískra handknatt- leiks og körfuknattleiksmanna og skapaði Islendingum áður ó- þekkta möguleika til samskipta við aðrar þjóðir í þessum grein- um íþrótta. En auk þess er Ég hef nú lýst því stuttlega hvernig stefnt er að því að i hverju hverfi verði aðstaða til frístundastarfs fyrir alla ungl- inga. Á þann hátt rís í raun upp æskulýðsmiðstöð í hverju hverfi sem á að þjóna þeim tilgangi að sem flestir sæki slika staði, en þó fremur að unglingamir eigi ekki langan veg að fara. Á þann hátt vonum við einn- ig að nánari tengsl verði á milli heimila, skóla og félagsforyst- unnar í hverfinu, þar sem for- eldrar geta fylgzt betur með þessari starfsemi en ella, hlúð að henni og mótað. Þessir fundir sem borgarstjór inn hefur nú haldið að undan- fömu með borgumm hinna ýmsu hverfa munu án vafa marka nokkur tímamót og verða til þess að styrkja samvinnu hverfisbúa sem heild. Hér eiga borgararnir tækifæri til þess að gera fyrirspurnir til borgarstjóra varðandi hin margþættu vanda- mál, sem ávallt eru fyrir hendi eða koma með ábendingar, ef henta þykir. Á slíkum fundi fær borgar- stjórinn tækifæri til þess að þreifa á slagæð borgarlífsins í hinum einstöku hverfum og á það efalaust eftir að styrkja samvinnu borgaryfirvalda og borgara í náinni framtíð. Frá Strætisvögnum Reykjavíkur óskum eftir aö ráða vagnstjóra til afleys- inga í sumar. Um framtíðaratvinnu getur ver- ið að ræða. Umsækjendur hafi samband við eftirlitsmennina Gunnbjörn Gunnarsson eða Harald Stefánsson í umferðarstöð S.V.R. við Kalkofnsveg. Strætisvagnar Reykjavíkur

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.