Vísir


Vísir - 28.04.1966, Qupperneq 8

Vísir - 28.04.1966, Qupperneq 8
a V í SIR . Fimmtudagur 28. apríl 1960. VISIR Utgefaadl: Blaðaútgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Agnar ÓlafssoH Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Ritstjðm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f 2500 nýjar íbúöir það fer ekki milli mála að eitt mikilvægasta hags- munamál íbúanna í höfuðborginni eru húsnæðismál- in. Gott og heilbrigt húsnæði er undirstaða mann- sæmandi lífs. Allir þeir sem komnir eru á miðjan ald- ur muna kjallaraholur og skúrahúsnæði fyrri áratuga, sem var gróðrarstía sjúkdóma og margs konar félags- legra vandamála. Nú er öldin önnur, en sóknin í hús- næðismálum hefur þó ekki enn tekið enda. Má í því sambandi vekja athygli á því hver þróun undanfar- inna ára hefur verið í húsnæðismálunum hér í Reykja vík. Lengi voru herskálamir ömurlegur blettur í hús- næðismálum borgarinnar. Nú er þó svo komið að þeir mega heita alveg horfnir úr sögunni. Það er fyrst og fremst framtaki borgarinnar að þakka. Síðustu fjögur árin hefur borgin byggt á sínum vegum alls 298 íbúðir. Af þeim hafa 128 verið seldar en 170 verið leigðar út. Þar hafa fengið nýtízku húsnæði margir þeir sem áður bjuggu í hinum verstu hjöllum. Og nú þegar hefur verið séð fyrir fjármagni til nýs áfanga á þessu sviði. Borgin mun á næstunni byggja 200 litlar íbúðir. Verða þær leigðar út efnalitlum fjölskyld- um, þar á meðal ungum hjónum sem eru að byrja búskap sinn. Þá mun borgin byggja 100 litlar og hag- kvæmar íbúðir fyrir aldrað fólk og enn 50 íbúðir að auki sem leigðar verða eða seldar með hagstæðum kjörum þeim fjölskyldum, sem hafa mesta þörf fyrir þær sökum efnahags og barnafjölda. Og loks má geta þess að borgin mun lána allt að 100 þús. kr. út á 3—400 íbúðir. Eru þær bæði ætlaðar ungu fólki, náms- mönnum öryrkjum og fleiri hópum þjóðfélagsins. Þannig mun borgin ýmist byggja eða veita aðstoð við byggingu á 700 íbúðum næstu f jögur árin. Er það 27% af allri byggingarþörfinni á því tímabili. Sést af þeirri tölu að hér er um stórfellt átak og áfanga að ræða í húsnæðismálum. glöð andstöðuflokka Sjálfstæðisflokksins hafa öðru hvoru haldið því fram að of lítið hafi verið byggt í Reykjavík almennt af íbúðarhúsnæði síðustu árin. Hvað segja tölur og staðreyndir um slíkar fullyrðing- ar? Á síðustu 4 árum hafa verið hér byggðar samtals Í500 íbúðir. Er það húsnæði fyrir 10.000 manns. Fjölgunin í borginni á þessum tíma hefur hins vegar ekki verið nema 5.800 manns. Það sem umfram hefur verið byggt hefur því farið til þess að bæta húsnæðis- ástandið í borginni. Þessar tölur sýna svart á hvítu að fjarri fer því að of lítið hafi verið byggt af íbúðar- húsnæði í höfuðborginni. Og nú stendur fyrir dyrum úthlutun lóða undir 1980 íbúðir í Fossvogs og Breið- holtshverfi. Má því með fullum rétti segja að hin glæsilega þróun í byggingarmálum borgarinnar muni halda óskert áfram. Litazt um á sýningu Það var margt skemmtilegt og fróðlegt að sjá á Reykjavík- ursýningunni í Bogasalnum, enda spurðist það fljótt og varð hún afarfjölsótt. Má vera að forvitni flestra hafi beinzt að hinu nýja frambúðarskipulagi borgarinnar, sem lýst var þama svo glöggt með litprentuðum uppdráttum. Er vissulega á- nægjulegt, að sjá þar hvemig áætlað er að borgin vaxi og þróist, og verði enn nýtízku- legri, með glæsilegum nýjum borgarhverfum og breiðum og fullkomnum akbrautum, sem tengi borgarhlutana saman og þó jafnframt lögð áherzla á það að Reykjavík framtíðarinnar verði borg grængróðurs og skemmtigarða, alla leið upp í skemmtigarðinn mikla í Heið- mörk. Það voru þó ekki aðeins þessar myndir af þeirri fram- tíðarborg, sem nú er að þróast sem vöktu athygli á sýningunni. Þama var einnig litið um öxi, horft yfir sögu borgarinnar, þeirri eindæma þróun hvernig hún hefur breytzt úr örlitlu fiskimannaplássi í þá stóru bórg sem stendur á Nesinu. Og fátt af því sem var á sýning- unni sýndi þetta betur, en hinar fallegu Reykjavíkurmyndir Jóns Helgasonar biskups, sem var raðað þar upp allmörgum saman. Fréttamaður Vísis sneri sér til Lárusar Sigurbjömssonar skjala og minjavarðar Reykja- víkur og bað hann um að segja okkur í nokkrum orðum, hver Jón Helgason var, og hvernig stóð á þessari myndagerð hans. Allir vita að hann var starf- samur biskup og auðvitað hafa menn séð ýmsar Reykjavíkur- myndir hans I bókum, en nú skulum við fræðast nokkm nán- ar um þennan merkilega mann af Lárusi. Ólst upp í „Bankastræt- inu.“ — Var hann fæddur Reyk- víkingur? — Nei, hann ,var fæddur í Görðum í Álftanesi, þar sem faðir hans Helgi Hálfdánarson var prestur, en ég held að hann hafi tæplega verið eins árs þeg- ar faðir hans varð kennari við Prestaskólann og fluttist til Reykjavíkur og þar stóð bernskuheimili hans efst í Bankastræti sem nú er, það var hús Bergs Thorbergs lands- höfðingja, sem faðir hans keypti. Þar bjó Jón Helgason þar til um líkt leyti og hann Jón Helgason biskup og list- málari í frístundum. varð sjálfur forstöðumaður Prestaskólans en þá byggði hann sér hús í Tjarnargötunni. Hann gerþekkti Reykjavík, hér sleit hann barnsskónum og var auk þess alla tíð mjög fróðleiks fús má segja jafnvel forvitinn og safnaði að sér feiknamiklum gögnum um sögu bæjarins og líf fólksins sem hér bjó eins og kemur fram af ritum hans. — En hvaðan kom honum að fara að mála, maður hefur heyrt að það hafi verið heldur sjald- gæft hér fyrir daga Ásgríms og Kjarvals að menn legðu stund á málaralist. — Ég get ekki sagt að ég viti, hvaðan honum kom þessi hugmvnd. Ég held ekki að það hafi verið kennd nein teikning í Latínuskólanum þá, en í hópi kennaranna voru drátthagir menn eins og Benedikt Gröndal Það eina sem maður veit um þetta, er sem hann skrifar sjálf- ur á eina myndina. Hann segir að það sé fyrsta myndin sem hann hafi gert og þá hafi hann verið í 6. bekk Latfnuskólans árið 1885. Hún er teiknuð út um glugga skólans, margt af því sem sést á myndinni stendur þar enn. Það er Jónassens-húsið á homi Lækjargötu og Skólabrú ar, þar sem veitingastofan Mat- barinn er nú og þar fyrir ofan sér í Dómkirkjuna og Alþingis- húsið með alveg sömu ummerkj um og enn í dag, og þar sést Austurvöllur með gamla apótek ið, sem nú fyrir nokkrum árum var flutt upp í Árbæjarsafn og í fjærsýn Grjótahverfið og Vest- urbærinn. Þarna sést líka götu- lífið, kona í krínólín, drengur með hjólbörur og jafnvel vatns- beri með tvær skjólur á grind. Annáll bæjarins í myndum. — Hélt hann þessari mynda- gerð síðan áfram stöðugt? — Margar af myndum hans eru ársettar og ef maður athug ar þetta betur, þá kemur í ljós, að hann málaði mest á tveimur tímabilum. Fyrst er það tíma- bilið 1893 til aldamóta, þá mál- ar hann mest af eigin sjón. — Seinna tímabilið 1908 og nokkur ár þar á eftir, þá fer hann all- mikið að gera sögulegar myndir af Reykjavík, t. d. mikið eftir gömlum ferðabókamyndum og ýmsum elztu ljósmyndum af bænum sem til voru. Þessar fyrstu gömlu ljósmyndir voru oft ærið óskýrar, og ýmsar ferðabókateikningar rangar, þær höfðu gert útlendingar. sem höfðu ekki tíma til annars en að taka lauslegar skissur og gerðu síðan myndirnar meðfram eftir minni. Svo var eins og út- lendingar kynnu aldrei að gera torfbæina rétta, sérstakléga Dan ir. Þeir gerðu þá eins og hóla. Séð af AmarhóB yfir Landshöfðingjatúnið, nú Stjórnarráðið, Lækjartorg, Thomsens-verzlun og í fjarsýn Hólavöllur og Landakotshæð. Hugleiðingar um myndir Jóns Helga- sonar á minjasýningunni

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.