Vísir - 02.05.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 02.05.1966, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Mánudagur 2. maí 1966. VÍSIR CJtgefandi. Blaöaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aöstoðarrltstjöri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Auglýsingast].: Halldór Jónsson Rltstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Áskriftargjald: kr. 90.00 á mánuði innanlands 1 lausasöiu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f Afl einstaklingsins I gær, 1. maí, minntust alþýðusamtökin sögu sinnar og sigra á liðnum árum og efldu fyrirheit um fram- tíðina. Samtök launþega geta unað vel við árangur baráttunnar á síðustu árum. Flestir innan þeirra við- urkenna réttilega að kjarasamningarnir sem gerðir voru í sumarbyrjun tvö síðastliðin ár hafi fært al- þýðustéttunum varanlegri kjarabætur en nokkru sinni fyrr. Það var vegna þess að fallið var að miklu frá hinum tilgangslausu krónuhækkunarkröfum, en sam- ið um úrbætur í mörgum mikilvægustu hagsmuna- málunum, eins og um styttingu vinnutíma og hús- næðismálum. Nú er líka svo komið að vinnutími er hér í sumum atvinnugreinum orðinn styttri en á Norð- urlöndum og eru þau lönd þó fræg um heim allan fyrir velferðarþjóðfélag sitt. Er ástæða til þess að undirstrika þessa staðreynd. Þá er og full ástæða til þess að minna á að í hlut launastéttanna hefur komið réttlát kjarabót í samræmi við aukningu þjóðartekn- anna. Tekjur stærstu alþýðustéttanna hafa s. 1. fimm ár aukizt að fullu í samræmi við þjóðartekjumar. Aukning þjóðarteknanna á tímabilinu var 32% á mann en ráðstöfunartekjur stéttanna jukust um 33% Er það því hin mesta f jarstæða, sem m. a. mátti heyra í gær, að verkalýðurinn væri afskiptur í framfara- sókn þjóðarinnar og fengi þar ekki réttlátan hlut En í þjóðfélaginu má ekki einblína á hag einnar eða tveggja stétta. Gæta verður þess að allir beri réttlát- an hluta úr býtum. U mleið og þjóðin öll getur glaðzt yfir kjarabótum og sigrum verklýðshreyfingarinnar má ekki gleymast sú staðreynd að vaxtarbroddur framfaranna og grómagn þjóðfélagsins er framtak einstaklingsins. Þannig þarf að búa í haginn að það framtak nýtist sem bezt og eignist svigrúm til áræðis og átaka. Löng ár kreppu og hafta lömuðu þetta mikilvæga þjóðfélagsafl, en nokkuð hefur úr rætzt í því efni síðustu árin. Enn þarf þó að glæða skilning þjóðarinnar á því að það er framtak einstaklinganna sem velferð hennar veltur á um alla framtíð, áræði þeirra og dugur í atvinnurekstri til sjávar og sveita. Það þarf að sá í akur nýrra hugmynda, frjórra fyrir ætlana, og gera einstaklingunum kleift að ráðast í fyrirtæki og atvinnurekstur í nýjum myndum og sem víðast. Með því er lagður grundvöllur verðmæta- myndunar, sem ekki kemur aðeins þeim, sem í fram- kvæmdunum standa til góða, heldur allri þjóðinni. Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu gert sér ljóst mikilvægi öflugra útflutningsatvinnuvega fyrir unnar vörur. Við stöndum þar enn á þröskuldi nýs tíma. Þess vegna þarf að búa betur í haginn fyrir ajla þá sem með framtaki og nýjum hugmyndum vilja auka þjóðartekjumar, og efla svigrúm einstakl- ingsins í íslenzku þjóðfélagi. RÆÐA JÓHANNS Framh fd bls 1 væri meira en ár síðan hann hefði sýnt þessi ákvæði pró- fessor Ólafi Jóhannessyni sem fræðimanni á þessu sviöi og hann hefði ekkert haft við þess- ar hugmyndir að athuga. Þessi frumdrög hefðu fyrst og fremst verið ráðagerðir og hugmyndir. Ráðherra sagði að hann hefði aldrei reynt dð setja ábyrgðina af samningunum yfir á aðra þingmenn, hvorki varðandi at- riðin um gerðardóminn eöa önn ur atriði samningsins. Ráðherra sagði einnig að hann furðaði sig stðrlega á, eftir þessi ummæli og stóryrði andstæðinga frum- varpsins hví þeir hefðu ekki tek ið sig á fyrr. í fjórða lagi sagð- ist ráðherra aldrei hafa vitnað i neint álitsgerð Ólafs Jóhannes- sonar, en kvaðst hafa spurt, hvers vegna hann hefði ekki séð ástæðu til þess í öndverðu og sfðar undir meöferð málsins að vara við því, að ráðgert skyldi að semja um gerðardóm af hálfu rikisvaldsins við einkaaðila, úr því að hann telur það nú svo fráleitt og vansæmandi og niður lægjandi. Þetta væru allt orð, sem hann hefði notað sjálfur. Að vísu hefði hann aldrei sagt ákvæði samningsins sem fjöll- uðu um gerðardóminn, vera stjómarskrárbrot og ekki tekið jafnsterkt til orða um þau atriði frumvarpsins og aðrir andstæð- ingar samningsins. Hver væri þá hans afsökun? Þar sem honum hefði verið sýnt allt annað en það sem nú væri samið um. Hvað var Ólafi Jóhannessyni sýnt í öndverBu? En hvað hefði svo þessum þing manni verið sýnt í öndverðu. Hann hefði lýst því yfir að í fyrsta samningsuppkastinu sem honum hefði verið sýnt hefðu ekki verið nein ákvæði sem hefðu fjallað um gerðardóm, sem aftur á móti væru í þeim samningi sem nú væri verið að lögfesta. En þessi sami þingmað ur heföi lesið er hann hefði ver ið að gera grein fyrir sfnum mál stað grein sem upphaflega hafi verið í fyrsta samningsuppkast inu, og hann hafi lesið aðlfyrsta samningsuppkastinu 1. mgr. 22. gr. stæði að vísa skyldi deilu aðila, ef sættir ekki tækjust, til ísl. dómstðla nema hún færi til gerðar eftir 3. mgr. þessarar sömu greinar. En hvaða gerð gæti þetta verið sagði ráðherra. Og slðan las ráðherra þýðingu Ólafs sjálfs á 3. mgr. — „Verði uppkast Alþjóðabankans að al- þjóðasamningi um lausn fjár- festingardeilna fullgilt af nægi- lega mörgum rfkjum og af Al- þingi og af réttum svissneskum stjðmarvöldum, er ríkisstjómin reiðubúin að ræða þann mögu- leika við Alusuisse að nota þá aðferð til sátta og gerðar, sem þar er gert ráð fyrir, enda sé um meiri háttar deilumál að ræða. Síðan sagöi ráðherra orðrétt: „Stendur ekki þama í fyrstu frumdrögum, að ríkisstj. sé reiðubúin að ræða þann mögu- leika að skjóta málinu I alþjóð lega gerð? Menn vissu ekki á þessu stigi málsins, hvemig á- kvæðið um hana mundi verða. En alla vega átti það að vera erlendur gerðardómstóll, sem fjallaðl um deilu rflds og einka aðfla. Og þá segi ég, furðar menn á þvi, þó að ég spyrji: Hefði þetta ekki átt að vera pró fessornum viðvörunarefni, eins og hann talar nú um hvílík ósköp þaö séu aö semja um gerð af hálfu ríkis í máli eins og þessu, eins og hér er gert við einkaað- ila, um leið og hann lætur þess getið, að í sjálfu sér væri ekkert við það að athuga, ef sá samning Jóhann Hafstein ur væri við annað ríki“. Og siðar í ræðu sinni sagði ráðherra einn ig orðrétt: „Mér sýnist alveg ó- tvírætt með hliðsjón af þessu, að miðað við núverandi mat eða viðhorf þessa hv. þm. á því, aö ríkið leggi deilu við einkaaðila I alþjóðlega gerð eða hvað sem menn vilja kalla það, megi það undrun sæta að prófessor við Háskóla íslands sem telur slíkt sambærilegt við það að vera mútað til að skríða á fjórum fót um á Lækjartorgi eöa eitthvað því um líkt í augsýn samborgara manns, skuli enga hvöt hafa fundið hjá sér til þess að vara, við skulum segja dómsmrh. landsins við að leggja út I sllkt niöurlægjandi ævintýri fyrir þjóðina og jafnvel ekki heldur eftir að þingflokki ,sem hann á sæti I, er gefinn kostur á aö taka þátt I undirbúningi máls- ins fyrir Alþingi". Slðan sagði ráðherra að hann mundi alveg vlsa stóryrðum Ólafs Jóhanne3- sonar um að hann hefði farð með staðlausa stafi og visvit- andi ósatt mál I þessu samban'M, heim til föðurhúsanna. Aðdragandi aðvörunarorða Ólafs Jóhannessonar tilviljun? Síðar hefði Ólafur Jóhanness. sagt að hann hefði komiðmeðað vörun til ríkisstjórnarinnar um gerðardómsákvæði frumvarps- ins og það hefði hann koimð með í útvarpsumræðunum. En voru ekki vantraustsumræðurn- ar haldnar um það þil 3 dög- um áður en undirrita átti samn inginn. Slðan rifjaöi ráðherra upp aðdraganda að útvarpsum- ræðunum um vantraustið sem Ólafur hefði notað til að koma með aðvaranir til ríkisstjóma- innar um álbræöslusamningini. Ríkisstjómin hefði farið þess á leit við forseta þingsins að út- varpsumræður yrðu viðhafðar, er fyrsta umræða um álbræðslu- málið færi fram. En á þetta hefðu formenn Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalags HAFSTEIN ins ekki viljaö fallast á, því þá væri ekki nægur tími til aö ræða málið þar sem ræðuttrp: hvers ræðumanns yrði þá fa< markaður. En þá hefðu átt að vera eftir 2 umræður í n.d. og þrjár I e. d. Það hefði verið þá sem þingmönnum stjómarand- stöðunnar hefði hugkvæmzt að bera fram vantrauststillöguna á ríkisstjómina og þannig heföu þeir veriö á undan ríkisstjórn- inni með þetta frumvarp sitt og því fengið því framgengt aö ræöa það frumvarp í útvarpínu fyrir alþjóö. Þannig væri það tilkomið tæki færiö sem Ólafur Jóhannesson hefði notfært sér til að aðvara ríkisstjómina. Þetta hefði ver ið einstæð og sérstæð tilviljun. En þá hefði þingmanninum verið kunnugt um geröardómsákvæöi frumvarpsins síðan a. m. k. i október sl. Breytingar á gerðardóms- ákvæðum samningsins frá fyrstu tillögum. Síðan vék ráðherra að þeim breytingum sem samningurirm hefði tekið frá því fvrsta upp- kastið hefði verið lagt fram og þar til samningurinn hefði verið fullgerður. Svar Svissl. við fyrsta samningsuppkasti okkar hefði verið I allt öörum dúr en okkar var I fyrstu. Þar hefði verið gert ráð fyrir gerðardómi sem hefði átt að úrskurða eft.ir grundvallarreglum íslenzkra og svissneskra laga að svo miklu leyti sem þau væru sameigir.. leg og ella eftir alþjóðarétti og ákvæðin aö öllu leyti mun ó- ljósari en nú væri I samnlngn- um. Síðan hefðu verið rædd I þingmannanefnd frumdrög að svörum til Svisslendinganna, og hefði þar komiö fram að það þyrfti að ákvarða nánar eftir hvaða lögum gerðardómurinn ætti að dæma. Væri allt of óljóst að það ætti að vera eftir grundvallarlögum s/iss- neskra og íslenzkra laga eftir því sem þau væru samhljóða. Annað kæmi ekki til greina af okkar hálfu I þessu sa.nbandi og á það hefðum við lagt áherzlu heldur en það væru íslenzk lög sem hér ætti að dæma eftir Sið an hefði þetta haldið áfram. Þaö hafi verið skoðun fulltrúa isl. ríkisstjómarinnar að þrðun Isl réttarfars og réttarstofnana réit lættu þá staðhæfingu að Alu- suisse ætti að taka það með I reikninginn sem hvarja aðra viðskiptalega áhættu af fyrir tækinu að hagsmunir þessarar verksmiðju yrðu látnir lúta hand leiðslu Islenzkra dómstóla. Síö- an sagði ráðherra að hann hefði kallað til sín sérstaklega af samningafundunum forstjórana fyrir Swiss Aluminium þá Mey- er og Muller og sagt þeim aö það þýddi ekki að halda þessum samningafundum áfram ef þess- um ákvæðum væri ekki breytt f það horf að hér væri ekki um annað að ræða en að dómurinn yrði að byggja- á isl. lögum. Aðalforstjórinn Meyer hefði þá sagt að hann væri ekki reiðu- búinn til að ganga inn á það og þá yrði þessu að vera lokið og á þvi augnabliki var málinu lokió en eftir voru þá tveir samninga fundir af þessum viðræðum og morguninn eftir höfðu þeir geng ið inn á orðun þessa ákvæðis eins og það er nú I samningnum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.