Vísir - 14.06.1966, Side 9
V í S I R. Þriðjudagur 14. júní 1966
9
MÁR ELÍSSON:
Sjávarútvegurinn 1965
Már EUsson, skrifstofustjóri Flskifélags lslands, ritar grein f ný-
útkomið heftS af Ægi, tímariti Fiskifélagsins, um aflabrögð, skipa-
stól og framlelðslukostnað f sjávarútvéginum árið 1965. Birtist hér
grein hans f heild, nema að sleppt er ýmsúm töflum, sem fylgja
grein hans í Ægi.
U'ndanfarin nokkur ár hafá is-
lenzkir fiskimenn sett hvert
aflametið af öðru. Á s. 1. ári
var fiskaflinn meiri en nokkru
sinni fyrr eða 1,198.304 lestir
samanborið við 973.664 lestir á
árinu 1964 (leiðrétt tala).
Nemur aukningin nær 23 af
hundraði.
Enda þótt heildarafli væri þann-
ig meiri en nokkru sinni fytT,
var afkoma fiskiskipastólsins þó
allmisjöfn. Margir bátar, eink-
um undir 100 br. rúmlestum,
sem ekki þykja lengur haéfir
til sfldveiða, áttu, við rekstrar-
erfiðleika að búa. Hafis háði
vetrarútgerð fyrir Nórður* og
Austurlandi. Dragnótaafli var
tregur í Húnaflóa og Skagafirði
svo og við Suðurland, en sæmi
legur eða jafnvel góður í öðrutti
landshlutum. Humarveiðar
um skipastólinn á s.l. ári í 8.
tbl. Ægis þ. á. og vísast til henn
ar um nánári upplýsingar. Lang
fleSt hinna nýju fiskiskipa eru
yfir 200 br. rúmlestif að stærð,
einkum ætiuð til fiskveiða með
hót.
FiSkiskipastóllinn nam í árs-
lok (samkvæmt sjómannaaiman-
áki) 79.924 rúmlestum. Efu öp-
nif vélbátar ekki taldir hér með,
én samkvæmt upplýsingum
Skipnskoðunárinnör VorU þeir
alls um 1260, samtals 3.236 br.
rúfnlestir, þar af vofu um 400
gefðir út nokkuð reglul, töluf
úm oþna vélbáta eru nokkuð á
reiki.
Hin nýju skíp, sem bættust fiski
skipastólnum á árinu sem og
uttdangengin ár, voru að lang-
mestu leyti smíðuð erlendis. Er
slikt ekki vansalaust, þegar þýð
Áooo
Saifail -Her-Jt Ásaý
Línuritið sýnir þorskafla árin 1964 og 1965, sundurliðaðan eftir
helztu verkunaraðferðum.
gengu sæmilega. Vetrarvertíð
gekk yfirleitt sæmilega, nema á
Faxaxflóasvæðinu og afli línu-
báta á Vestfjörðum var góður.
Haustsíldveiðar við SV-land
brugðust. Hins vegar gengu
haustsíldveiðar eystra vel. Sum
araflinn á síldveiðum var ágæt-
ur bæði úti af Austfjörðum og
við Suðuriand.
Skipastóllinn
Á s. 1. árj bættust fiskiskipa-
stólnum 12 ný skip samtals
2.633 br. rúmlestir. Birtist tafia
ing fiskveiðanna fyrir þjóðarbú
skapinn er höfð í huga og hhm
stóri markaður, sem fyrir hendi
er hér á landi, fyrir fiskiskip og
ýmsan útbúnað þeirra. íslenzk-
ar skipasmíðastöðvar eiga að
hafa mðguieika á að sinna betur
sérþörfum íslenzkra útvegs- og
fiskimanna en erlendir skipa-
smiðir. Þetta er setm betur fer
að breytast og hafa á seinni ár-
um risið hér á landi nokkrar
skipasmíðastöðvar, sem smið-
að geta stálfiskiskip sambærileg
eða betri mörgum þeim skipum,
sem keypt hafa verið erlendis.
Már Elísson
1 árslok 1965 var vitað um
14 skip í smíðum fyrir Islenzka
aðila, þar af 9 eflendis, sem
flest verða um og yfir 300 br.
rúmlestir. Af þeim fimm skip-
um sem i smíðum voru innan-
iands, eru þrjú stálskip, þar
af eitt yfir 300 br. rúmlestir.
Kaupgjald og
framleiðslukostnaður
Miklar kauphækkanir áttu sér
stað á árinu hjá flestum eða öll
um stéttum launþega í landi.
Meðalbreyting milli áranna 1964
og 1965 nam þannig rúml.
15% hjá körlum og 17% hjá
konum. Ef Utið er á árið 1965
eitt sér, þ. e. frá ársbyrjun til
ársloka, varð hækkunin enn
meiri eða sennilega rúmlega
20%. Hækkanir þessar höfðu að
sjálfsögðu óhagstæð áhrif ð
rekstur fiskiðnaðarfyrirtækja f
landinu, einkum þó þeirra, þar
sem vinnulaun eru stór hluti
heildarreksturskostnaðar. Enda
samsvara þessar hækkanir
nokkurra ára framleiðniaukn-
ingu. Það sem kom i veg fyrir
stöðvun framleiðslu hjá mörg-
um fyrirtækjum, auk aðstoðar
ríkisvaldsins (sbr. lög nr. 34/
65 um ráðstafanir vegna sjávar-
útvegsins o. fl.) og eðiiiegrar
aukningar á framleiðni, voru all-
verulegar verðhækkanir á þýð-
ingarmestu sjávarafurðum okk-
ar á erlendum markaði. Engu að
siður átti fiskiðnaðurinn, eink
um sá hluti, sem fæst við
vinnslu þorskaflans, við erfið-
leika að etja — ekki sfzt mörg
smærri fyrirtæki vfðs vegar um
iand. Hijóta jafnmiklar kostn-
aðariiækkanir og hér um ræðir
m.a. að hafa í fðr með sér til-
finnaniegan rekstrarfjárskort og
þ. a. 1. valda fyrirtækjum erf-
iðleikum með að laga sig að
nýjum og hærri kostnaðarplön-
um.
í upphafi vertíðar 1965 hófst
allvíðtækt verkfall sjómanna á
bátaflotanum. Lauk þv! með
nokkurri hækkun á aflahlut sjó
manna á línu- og netjabátum
eða sem næst §%. Var afleið-
ingin sú, að nær öil fiskverðs-
hækkunin, sem samið var um í
byrjun vertíðar, rann til hluta-
sjómanna, en ekkert varð eftir
handa bátnum til aö mæta
hærri reksturskostnaði.
Þegar þess utan er tekið tillit
til þeirrar staðreyndar, að rekst
urskostnaður bátaflotans hefur
vaxið meira en nemur beinum
kostnaðarhækkunum, vegna
þess að notkun veiðarfæra og
annarrar rekstrarvöru hefur vax
ið mikið undanfarin ár hjá línu-
og netabátum, án tilsvarandi
aflaaukningar, er ekki að furða,
þótt þessi hluti bátaflotans
berjist í bökkum.
í dálkum þessum var á s. 1.
ári bent á hættu þá, sem Visi-
tölubinding kaupgjalds hefði f
för með sér. Hefur framvinda
kaupgjalds- og verðlagsmála sfð
an staðfest þá skoðutt, sVo að
ekki verður um villzt. Með svo
nefndu júnisamkomulagi 1964
var gerð tilraun til heildarsam-
komulags atvinnUfekenda og
Iaunþega um kaup og kjör.
Þessi merkilega tilraun tókst éi
sem skyldi, því að ýmsir hópar
launþega skáru áig úr og náðu
hagstæðari samningum síðar á
árinu. Júnfsamkomulagið 1964
kvað á um minni hækkun kaup-
taxta en venja hefur verið við
slfka samninga hér á landi. Hins
vegar fylgdi sá böggull skamm-
rifi, að kaupgjald var tengt vísi
tölu verðlags. Haustið 1964 urðu
miklar hækkanir á verði land-
búnaðarafurða sem stöfuðu
beinlfnis af kauphækkun fyrr á
árinu. Ríkissjóður greiddi þess-
ar hækkanir og aðrar á vötu-
verði niðuf til áramðta, þannig
að lítil hreyfing varð á vlsltöl-
unni og þar af leiðandi kaup-
gjaldi. Afleiðing hinna auknu
niðurgreiðslna var greiðsluhalli
hjá rikissjóði. Tll þess að standa
undir þéssum og fleiri útgjöld-
um og koma í veg fyrir greiðslu-
halla á árinu 1965 var söluskatt-
ur hækkaður í byrjun þess árs.
Eins og við var að búast, og þó
síðar en vænta mátti, hófust víxl
hækkanir kaupgjalds og rerð-
Iags og námu kaupbætur vegna
hækkana á vísltölu rúmlega 7%
hinns 1. des. 1965 .
f júní 1965 var gerð ný til-
raun til heildarsamninga um
kaup og kjör. Tókst nú öllu verr
til en árið áðuf og skárust enn
fleiri launþegahópaf úr lelk.
Þrátt fyrir ðryggi það, sem
menn af misskilningi telja að
visitöluskuldbinding skapi laun-
þegum og hefði því átt að leiða
til minni kaupkrafa, var samið
um enn melri kauphækkanir á
árinu 1965, en árið óður, án þess
að vfsitöluskuldbindingin væri
numín úr gildí. Hrunadans vlxl-
hækkananna hélt þvf áffam öll
um til tjóns, ekki sfzt launþ. og
þó mest sjávarútveginum og
öðrum þeim atvinnugreinum,
sem háðar eru verðlagsþfóun á
erlendum mörkuðum.
Fiskaflinn
Línurit I sýnir þorskafla báta og
togara eftir mánuðum,
Þorskveiði bátaflotans
Ailmiklum erfiðleikum er
bundið aö gera sér grein fyrir
þátttöku bátaflotans í þorskveið
um i vertfðinni, þar sem ail-
margir bátar, einkum þeir
stærri, stunduðu sfld- og loðnu-
veiðar með nót, jafnframt þorsk
Framh. á Ms. 5.
3o
Ao
JonW.'r^'ápt.'rjií'j’úAúl'S^. 'Sfip'ÖvtlSó’ Oes,
s»p Ok« mS*
Linnritlð sýnir þorskafla i hverjnm mánuM áranna 1964 og ÍMS
reiknað 1 smilestum.
Mr* -
a,
12» -
Jte -
Bo -
» ■
B {**«**
A- —
-