Vísir - 06.08.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 06.08.1966, Blaðsíða 1
VISIR 56. árg. fg.aJgrJL- íg|íst.A9£6- -,iZ6v^1- Fjölmenni á þjóðhátíðinni Mikill fjöldi gesta var kom- inn til Eyja í gær þegar þjóö- hátíðin var sett. Veðurguðimir voru Vestmannaeyingum góðir. Steikjandi hiti var í Herjólfs- dal og var yfirbragð hátíðar- haldanna mjög skemmtiiegt. Fólkið naut sólarinnar og bar lítið á drykkjuskap, sem oft hefur .viljað einkenna þjóðhá- tíðimar. Þegar tíðindamaður Visís var að fara frá Vestmannaeyjum í gær, var þó byrjað að rigna, en búizt var við að fljótlega myndi stytta upp. Einnig bar nokkuð á því, að pelum væri lyft, en ekki er víst, að slík rekja hverfi eins auðveldlega. Myndin sýnir hluta hátíðar- svæðisins, en fleiri myndir eru á baksiðu blaðsins i dag ásamt frétt. ■ Síldveiðihorfurnar góðar eystra Jakob Jakobsson segir síldarmagnið mikið og líkur á, að síldin gangi senn nær landi. Átus kilyrði eru góð út of Austfjörðum Það er vitað að norski sdldarstofninn er nokkuð stór núna og talsvert sildarmagn norður í höfum, svo sem um 300 mfhir NV af Noregi, en hún hefur gengið ákaflega treglega á miðin, nema þar sem hún Jiefur veiðzt við Jan Mayen. Hennar verður að vísu allvíða vart, en þá er hún ákaflega dreifð. Þá sjaldan hún fer í góðar torf- ur er svo mikil ferð á henni, að erfitt reynist að ná þeim. Þetta hefur hamlað veiðun- um ákaflega mikið í sumar. — Átumagnið úti fyrir Aust- fjörðum er miklu meira en í fyrra og skilyrði fyrir sfldar- göngur og má telja liklegt að þar geti orðið gott veiði- svæðl áður en langt um líð- ur. Á þessa leið mæltist Jakobi Jakobssyni fiskifræðingi í sam- tali, sem Vísir átti við hann i gær, þar sem hann var um borð í síldarleitarskipinu Ægi út af Húnaflóa í svokölluðum Reykja- fjarðarál. — Það hefur orðið vart við góðar torfur suður af Jan May- en og bátamir hafa fengið þar ágæt köst, en síldin er bara svo stygg. Góðar torfur hafa ekki fundizt nær landi. Hafþór fann allmikið magn SSA af Jan Mayen. Einnig virð- ist vera allmikið magn norðar. Norðmenn hafa veitt ágætlega á svæðinu mitt á milli Noregs og Bjamareyjar. Svo höfum við fylgzt með norsku bátunam við Hjaítlamd og þeir fá þar góðan afíia öðru hverju, til dæmis var ágætt hfá þeim í gær. Á miðunum hér nær hefur ekki orðið vart við góðar torf- ur, j>ó að eitthvað virðist vera af dreifðri síld úti fyrir Aust- fjörðum. Norskir og færeyskir reknetabátar hafa fengið ágæt- an afla út af Langanesi, en þar Framh. á bls. 6. 1 gaer var imnið við að setja harðviðarplötur á gólf sýningarhaliarinnar. Samkeppni um æskulýðsheimili Innan skamms mun koma saman dómnefnd, sem skipuleggja mun samkeppni um uppdrætti aö fyrir hugaðri byggingu æskulýðsheimii- is að Tjarnargötu 10E og 12, þar sem Æskulýösráð á að fá aðstöðu fyrir starfseml sina. Fulltrúaráð borgarinnar í fyrr- nefndri nefnd verða Þór Sandholt arkitekt, Styrmir Gunnarsson for maður Æskulýðsráðs og Reynir Karlsson framkvæmdastjóri Æsku lýðsráðs. Arkitektafélagið á eftir að skipa sína menn í nefndina, en að því loknu mun undirbúningur að hugmyndasamkeppriinni hefjast. Undirbúningsframkvæmdir fyrir Iðn■ sýninguna í fullum gungi — 140 aðilar sýna þar iðnvörur sínar Blaöamaður og ljósmyndari Vísis brugöu sér inn í íþrótta- og sýningarhöllina í Laugardai í gær til að skoða undirbúnings l'ramkvæmdir við Iönsýninguna, sem opnuð veröur í höllinni hinn 30. ágúst n.k. og standa mun fram í miðjan september. Undirbúningur fyrir sýninguna er í fullum gangi og mikill fjöldi verkamanna og iönaðar- manna að störfuin þarna innfrá. Nú er verið að klæða bið glæsilega parketgólf hallarinnar en parketgólfið getur skemmzt, ef ekki er klætt ofan á það áð- ur en sýningin hefst. Eru lagð- ar ofan á gólfið trétex-plötur. Þá er verið að mála skiiti, og verið að ganga frá stálgrindum, sem eiga að bera milliveggi, en salnum stóra í Laugardalsböll- inni verður skipt f mörg hólf. Frainh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.