Vísir - 15.08.1966, Blaðsíða 2
V í S í R Mánudagur 15. ágúst 1966.
i iiiMnm
KR BIKARMCISTARI
Nýllðamir: Einar — Magnús — Sigurður — Reynir — Ársæll —
Hermann — J6n og Sigurður Dagsson.
ÍSLAND-WALES
í KVÖLD
— Fyrsfo bikarkeppnin varð mikiil
sigur fyrir frjólsíþréttaforystuna
KR varð bikarmeistari í frjálsum íþróttum 1966. Þessi fyrsta bikar-
keppni frjálsíþróttamanna og kvenna fór fram um helgina í Reykjavík,
og verður ekki annað sagt, en aö hér hafi verið farið vel af stað. Er
ekki nokkur vafl á, að í framtiðinni verður bikarkeppnin annað aðal-
mót frjálsíþróttamanna hér á landi — og að öllum líkindum sú keppn-
in, sem á eftir að draga flesta áhorfendur til sín. Það var greinilegt,
aö áhorfendur um helgina skemmtu sér hið bezta, enda iðandi líf
og fjör á veliinum, margir keppendur og spenna í hverri grein, — og
veðurguöimir spilltu sannarlega ekki fyrir í þetta skiptiö, því báöa
dagana var fallegt veöur, ekki sizt i gærdag. Þaö er óhætt aö óska
FRl tíl hamingju meö þetta framtak og greinilegt er, aö vonir yfir-
dómara mótsins, Amar Eiðssonar, hafa rætzt, en hann sagöi i setn-
ingarræöu sinni m.a.:
„Stjómendur þessarar ágætu
íþróttagreinar hafa margt reynt
til þess að efla á ný áhuga á
frjálsum íþróttum en það hefur
gengið erfiðlega. Komið hefur verið
á landskeppni næstum árlega, en
árangur verið slakur, við höfum
oftast tapað með miklum mun.
Áhorfendum hefur ekki fjölgað.
Unglingakeppni FRÍ hófst fyrir
þrem árum, og hún hefur tekizt
vel. Stjórn FRÍ aöstoðar lands-
byggðina eftir mætti við útvegun
þjálfara, en þjálfaraskorturinn er
eitt erfiðasta vandamálið. Þannig
mætti lengi teija. En erfiðleikar
stjómar FRl em miklir, er þar átt
við fjárskortinn.
Keppni sú, sem hér hefst í dag
er enn ein tilraun FRÍ til að efla
gengi frjálsíþrótta í landinu. Það
er von okkar, að vel takist um
keppni þessa. I dag eru saman-
komnir flestir beztu frjálsíþrótta-
menn og konur landsins til keppni
um titilinn „Bikarmeistari FRÍ“.
Hér er um stigakeppni að ræða.
Þar sem tvö beztu félögin í Reykja
vík og fjögur beztu héraðssambönd
in tefla fram sínu bezta liði.
Stjórn FRl býður öll liðin vel-
komin til keppninnar og vonar að
hún fari vel fram, í anda dreng-
skapar og hins sanna íþróttaanda".
Engin íslandsmet vom sett á
bikarkeppninni að þessu sinni,
enda verður að segjast eins og er
að það er ekkert aðalatriði. Hér
var hins vegar keppt af alefli
um hvert sæti, — og það er aðal-
atriðið ásamt því að drengskapur
og íþróttamennska sat í fyrirrúmi.
Átján héraðsmet voru aftur á
móti sett og settu Snæfellingar og
Þingeyingar 7 met hvor aðili,
Skarphéðinsmenn 3 og Eyfiröingar
eitt.
Þingeyingar komu líka á óvart
með að sigra ÍR í þessari keppni,
en ÍR-ingar vom heldur óheppnir
í keppninni. yfirleitt, t. d. vantaði
7 af kvennahópi þeirra í keppnina
og Kjartan Guðjónsson var dæmd-
ur úr leik í 100 metra hlaupi. Þá
var horfið frá því ráði að hafa
sleggjukastið með í stigakeppninni
vegna utanbæjarmannanna, sem
ekki hafa sleggjukast með á dag-
skránni á sínum mótum. IR var og
,,ógnað“ af hörðum keppinautum
þar sem voru Skarphéðinsmenn og
raunar Snæfellingar líka, sem komu
mjög á óvart með getu sinni.
Lokastaðan varð þessi: KR
varð bikarmeistari með 137 stig
— HSÞ 108 stig — ÍR 99 stig
— HSK 94 stig — HSH 85 stig
og UMSE 37 stig.
Nánar verður skýrt frá einstök-
um afrekum síðar.
Heimshorna milli
► I opinberri bandarískri tilkynn-
ingu er neitað sannleiksgildi ásak-
ana um loftárás á þorp í Kambodja
í fyrri viku. Umrætt þorp hafði aö
• ísu orðið fyrir loftárás, en allir
uppdrættir, sem til hafi náðst sýni,
aö umrætt landsvæöi sé innan
landamæra Suður-Vietnam. Málið
sé í rannsókn og hafi árásin verið
gerð vegna þess, að skotið var á
bandarískar þyrlur.
ísland og Wales keppa í
kvöld kl. 20 á Laugardalsvellin
um í Reykjavík. Þetta veröur
42. landsleikur íslands, leikur
sem boðar talsverða byltingu i
íslenzkri knattspymu, þvi 8 ný-
liöar veröa i liðinu aö þessu
sinnl.
I fyrri landsleikjum hefur ís-
land borið lægri hlut i 31 leik,
3 Ieikjum lauk meö jafntefli og
7 sinnum unnu íslendingar.
Veðrið í morgun var heldur
óhagstætt til keppni, en Veður-
stofan var bjartsýn og spáði
„heldur hægari í dag“, þannig
að veðrið ætti ekki að verða í
veginum fyrir því að áhuga-
menn flykkist tU að hvetja ís-
land á Laugardalsvellinum i
kvöld, enda var spáð hlýju
veðri í dag.
Lið íslands kom saman til
æfingar meö Iandsliðsþjálfaran
um, Karli Guðmundssyni á laug
ardaginn á Valsvellinum, en í
gær æfðú Walesmenn á sama
stað.
Dómari í kvöld verður Tage
Sörenssen frá Danmðrku.
MEISTARAR í
11. SINN í RÖÐ
FH vann enn einn sigurinn á
Islandsmótinu i handknattleik í
gærkvöldi, en mótinu lauk á
velli Ármanns við Sigtún í gær-
kvöldi. Enn einu sinni vora FH-
ingar með langbezta lið keppn-
innar og unnu alla sína leiki
mjðg ðragglega.
Fram mætti með sitt bezta
mannval, sem þó dugði ekki til.
FH byrjaði að skora og komst
I 2:0, en Fram tókst að jafna
2d2 Þetta var það næsta sem
Fram komst að ná yfirhöndinni
I leiknum. FH hafði alltaf for-
ystnna, þótt lengi væri mjótt á
mununum. I hálfleik var staðan
7:6 fyrir FH.
I seinni hálfleik vora það
Hafnfirðingar, sem réðu mestu
og unnu mjög réttlátlega með
14:10.
Er þetta 11. sigur FH á þessu
móti í röð. Flest árin hefur sig-
ur þeirra verið yfirburðasigur.
Mikill mannfjöldi kom í góða
veðrinu í gærdag til að horfa
á leikinn.
í kvennaflokki unnu Vals
stúlkumar öruggan sigur yfir
liði Fram, eins og fyrirfram
mátti gera ráð fyrir.
Aðstoðarmaður óskast
á bílaverkstæði strax. Æskilegt að hafa umráð yfír bfi.
Uppl. í Bfivirkjanum, Síðumúla 19. Simi 35553.
Ibúð óskast
Snotur lítil íbúð óskast fyrir fullorðin hjón.
Barnlaus. Algjör reglusemi. Fyrirfram-
greiðsla til ársins. Uppl. í síma 37258.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 2. árs-
fjórðung 1966, svo og nýálagðar hækkanir á
söluskatti eldri tímabila hafi gjöld þessi ekki
verið greidd í síðasta lagi 15. þ.m.
Dráttarvextirnir eru Vá% fyrir hvern byrj-
aðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. júlí
sl. Eru því lægstu vextir 3% og verða inn-
heimtir frá og með 16. þ.m.
Hefst þá án frekari fyrirvara stöðvun at-
vinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa skilað
gjöldunum fyrir lokun skrifstofunnar mánu
daginn 15. þ.m.
Reykjavík 10. ágúst 1966
Tollstjóraskrifstofan
Arnarhvoli
Aðalfundur Norræna
félagsins i Reykjavík
verður haldinn í Tjarnarbúð, uppi, þriðjudag
inn 16. ágúst n.k. kl. 20.30.
Fundarefni: Venjijleg aðalfundarstörf.
Stjórnin