Vísir - 28.10.1966, Qupperneq 6
6
V í SIR. Föstudagur 28. október 1966.
ÞingskjöL
í gær var lögð fram tillaga á AI-
þingi um stuðning Islendinga við
tillögurU Thant um frið í Vietnam.
Tillagan er komin frá kommúnist-
um, Einari Olgeirssyni og fleirum.
Þá var lagt fram stjómarfrumvarp
um vemd bama og ungmenna.
Bjöm Jónsson (K) sendir frá sér
þingsályktunartillögu um húsnæð-
ismál. Þá kom fram frumvarp til
laga um rekstur og byggingu bama
heimila og fóstmskóla frá Einari
Olgeirssyni (K) og Geir Gunnars-
svni (K). Loks er þingsályktunar-
tillaga frá Ágústi Þorvaldssyni (F)
og fleirum um dvalarheimili fyrir
aldrað fólk.
Efri deild.
1 efri deild var rætt í gær um
almannatryggingar og spunnust út
af því töluverðar deilur milli Al-
freðs Gislasonar (K) annars vegar
og ráðherranna Eggerts G. Þor-
steinssonar, Jóhanns Hafsteins og
Magnúsar Jónssonar hins vegar.
Einnig gerði Ölafur Björnsson
(S) grein fyrir nefndaráliti um rik-
isábyrgö fyrir Flugfélag Islands
vegna þotukaupa.
Neðri deild.
Jóhann Hafstein dömsmálaráð-
herra greði grein fyrir stjfrv. um
ríkisborgararétt. UmræBur voru
nokkar um frumvarp er varðar
hækkandi Iandhelgissektir. Magnús
Jónsson fjármálaráöherra gerði
grein fyrir frumvarpi um gjalda-
viðauka, sem komiö er frá efri
deild. Loks var atkvæöagreiðsla um
frumvarp til staðfestingar á bráða-
birgðalögum um bann við verkfalli
framreiðslumanna, sem var sent til
nefndar og 2. umræðu.
L^ssar —
Framhald af bls. 1.
Rússneski reknetaflotinn er
mjög stór og veldur nótabátun-
um íslenzku miklum erfiðleikum
þar eð í kringum þá er sjórinn
jafnan þéttriöinn reknetum, sem
lóna oft í hálfu kafi, einkum í
þungum straumum. Netin eru
því oft íslenzku skipunum mikill
tálmi, og ekki sízt í haust-
myrkrinu. Rússnesku skipin
halda sig jafnan á miðunum og
koma ekki í land hér nema í
nauðir reki.
Óhemju síldarmagn er nú út
af Austfjörðum þar sem sam-
einaðar eru þessar meginbreið-
ur norska síldarstofnsins og
ætti því að verða næg veiði
fram eftir hausti, ef tíðin helzt
bærileg.
Sildin var vel uppi í nótt og
fengu 69 skip samtals 8.020
lestir i Reyðarfjarðar og Norð-
fjarðardýpi 50—60 milur undan
landi.
Flakkari —
Framhald at bls. 16
kraninn, sem hífði jámið upp úr
skipinu, hafi haldið eitthvað við,
annars væri vaxtarlag mitt iík-
Iega eitthvað flatara nú. Þegar
ég féll út af vagninum lenti
járnið yfir mig miðjan og braut
mjaðmagrindina.
— Hvemig likar heimshoma-
flakkára að láta nokkur tonn af
jámi í lítilli verstöð í litlu Iandi
stöðva sig í hinu stóra ætlunar-
verki: Að skoða allan heiminn?
— Ég vil nú varia segja að ég
sé enn orðinn fullgildur globu-
trottari. Það eru ekki nema 18
mánuðir síðan ég fór að heiman,
sem ekki getur talizt langurtími.
Auðvitað líkar manni með óróa
í blóðinu illa að þurfa að liggja
í fleiri vikur í rúminu, en ég hef
undan engu öðm að kvarta.
Köllunarklettur —
Framhaid at bls. 16
mun enginn fótur vera fyrir orð-
rómi þessur.
Gunnar Guðmundsson, hafnar-
stjóri, sagði blaðinu, aö nokkuö
hefði verið á reiki og menn ekki á
eitt sáttir, hvaða klettasnös þama
inn frá bæri nafnið „Köllunarklett-
ur‘‘. Þama hefði verið unniö að
sprengingum undanfama daga, en
engin staðfesting hefði fengizt á,
að einn kletta þeirra, sem sprengd-
ir hefðu verið upp væri „Köllunar-
klettur". Það væri líka álit flestra
fróðra manna, að hinn eini og rétti
„Köllunarklettur“ væri mun vestar
en klettar þeir sem sprengdir hefðu
verið undanfama daga. Væri hann
svo vestarlega að ekki þyrfti til
þess að koma að sprengja hann.
Hátt til lofts —
Framh. af bls 9
Hann minntist á samvinnufé-
lögin: „Ágæt að vissu marki en
kaupmenn verða líka að tíðkast,
svo að heilbrigð samkeppni
skapist. Það er misskilningur
hjá forkólfum samvinnustefn-
unnar, að bændur sem fylgja
þeirar stefnu, eigi eingöngu að
vera framsóknarmenn".
Hann mælti þetta hratt af
munni fram eins og annað, sem
hann sagði, og það fylgdi hugur
máli, og hann ítrekaði þessar
miklu umbætur, sem landbún-
aðarráðherra, gerkunnugur hög-
um bænda og velviljaður þeim
í verki, hefði gert fyrir stéttina
og landbúnaðinn, svo að nú
hlytu bændur aö trúa meira á
sitt starf.
Ingileifur býr nú á hálfri
jörðinni á móti syni sínum Jóni.
„Ég er orðinn gamall, góði
maður“, segir hann eins og
hverja aðra kalda staðreynd.
Um „gullhreppinn" sinn segir
hann: „Grímsnesið er viöáttu-
sveit, mikið af landstórum
jörðum, en fáar hlunnindajarðir,
en hægt að gera á mörgum jörð-
um stór bú. Hér er hátt til lofts
og vítt til veggja. Hingað hefur
flutzt myndarlegt fólk víða af
landinu. Nokkrar jarðir hafa
Reykvikingar komizt yfir og
haft þær til gamans meira“.
„Ertu ekki minnsta smeykur
um framtíð sveitanna?"
„Það er á vitorði allra hugs-
andi manna, að landbúnaðurinn
má ekki fara í auðn. Ég er bjart-
sýnn á framtíö sveitarinnar.
Það hlýtur að þurfa alltaf aö
framleiða kjöt og aðrar landbún-
aðarvörur. Ég trúi ekki öðru en
alitaf verði nóg fólk í sveitun-
um“.
Hann verður hugsi og strýkur
kollinn á sonarsyni sinum:
„Það er hollt og heilbrigt að
ala upp böm í sveit, umgang-
ast skepnur; mikil er eftirsókn
fólks í bæjum að koma börnum
sínum í sveit“.
— stgr.
Slys —
Framh af bls. 1.
á rétta hlið þegar stúlk-
an þeirra varð fyrir bif-
reið við Lönguhlíð í gær.
Litla stúlkan var að leik á
þrihjóli við Lönguhlfð sunnan
Flókagötu, þegar hún hjólaði
skyndilega yfir götuna fyrir bif-
reiö, sem kom suður eftir Löngu
hlíðinni. Bifreiðin snarhemlaði,
en lenti á stúlkunni, sem kast-
aðist þrjá metra fram fyrir bif-
reiðir.a. Slapp sú litla með kúlu
á höfðinu og litils háttar skrám
ur á fæti. Foreldrar stúlkunnar
sluppu með skrekkinn í þetta
skiptið, en því miður eru ekki
allir foreldrar svo heppnir. Kom
það fram I Vísi í gær, að stærsti
hópur þeirra sem slasast á göt-
um em böm, aðeins einn hópur
slasaðra er stærri samkvæmt
skýrslu umferðarlögreglunnar,
en það eru farþegar í bifreiðum.
Auðvitað eru böm innifalin í
þeim hóp. Einn af stærri hópum
slasaðra það sem af er þessu ári,
em hjólreiðamenn, en þar em
böm í miklum meiri hluta, þann
ig að ef allt er tekið meö í reikn
inginn er bömum langhættast
við að lenda í slysum. — Þetta
ættu foreldrar að hafa í huga,
þegar þeir gefa börnum sínum
hjól il að leika sér að við um-
ferðaræðar.
Smíða eldhúsinnréttingar
og skápa
útvega það út af verkstæði bæði í tímavinnu
og fyrir ákveðið verð, skila því uppsettu.
Uppl. í síma 24613 og 38734.
IINDNER - ISLAND
frá upphafi
Límmiðar eru óþarfir, ef þér eignizt
Lindner frímerkjaalbúm, þar sem
vasi er fyrir hvert frímerki. Höfum
einnig fyrirliggjandi Norðurlöndin
o.fl. lönd.
Frímerkjasalan, Lækjargata 6A
Erlingur Pálsson
fyrrverandi yfirlögregluþjónn — Minning
Milli mín og dauðans er aðeins
eitt fótmál. Hversu oft verðum við
ekki vottar að sannleiksgildi þess-
ara orða. Fyrir fáeinum dögum
átti ég tal við minn ágæta Vin, sam
starfsmann, Erling Pálsson fyrrver
andi yfirlögregluþjón, og gat mér
þá ekk; til hugar komið að það
væri í síðasta sinn, sem við ættum
þess kost að ræðast við. Var hann
þá hress í bragði eins og honum
var lagið og talaði af áhuga um
hin ýmsu hugðarefni sín.
Erlingur lézt á Borgarsjúkrahús-
inu 22. þ.m. eftir stutta legu og
verður jarðsunginn i dag frá Frí-
kirkjunni. Með þessum linum ætla
ég ekki að gera að umtalsefni hin
margháttuöu störf Erlings I íþrótta-
og félagsmálum sem hann alla ævi
sína bar svo mjög fyrir brjósti.
Samstarfsmenn hans á því sviði
munu efalaust minnast hinna miklu
afreka hans á þeim vettvangi.
Ég vil með þessum fáu línum
færa mínum ágæta vini og sam
starfsmanni hinztu kveðju og inni-
Iegar þakkir fyrir Iangt og sérstak-
lega ánægjulegt samstarf og órjúf-
anlega vináttu til hinztu stundar.
Ég átti þvi láni að fagna að vinna
með Erlingi við lögreglustörf um
áratuga skeið — nánar tiltekið í
42 ár — og lengst af í nánu sam-
starfi við hann, og tel ég mér það
mikla gæfu að hafa átt hann sem
yfirmann og starfsfélaga.
Erlingur var hið mesta prúðmenni
og mikill mannkostamaður sem
vildi hvers manns vanda leysa, og
áttu margir hauk í horni þar sem
hann var, og þá ekki sízt þeir sem
minna máttu sín í lífinu.
Skapstillingu og prúðmennsku
Erlings er við brugðið sem vissu-
lega eru höfuðkostir hvers iögreglu
manns, og aldrei sá ég hann reiðast
öll okkar samstarfsár þó vissulega
hefði oft verið fullkomin ástæða
til þess.
Erlingur var formaður Lögreglu-
félags Reykjavíkur lengst af frá
stofnun þess og fram á síðustu ár,
og vann hann þar ómetanlegt starf
að margháttuðum hagsmuna- og
Skufdabréf
Tii söiu rúmgóður 5-manna
bíll má greiðast allur með 7-10
ára skuldabréfii Uppi. gefur:
Bílakaup
15812
Skúlagötu 55 við Rauðará
Bíkikaup
Bílar við allra hæfi — Kjör
við allra hæfi — opið tii kl. 8
á hverju kvöldi.
Bílakoup
15812
Skúlagötu 55 við Rauðará.
menningarmálum lögreglunnar og
veit ég að lögreglan í heild vill
færa honum innilegar þakkir fyrir
þann árangur sem hann náði til
hagsbótar fyrir stéttina, oft við
erfiöar aðstæður.
Mér er kunnugt um, að Erlingur
var mikill trúmaður, þött hann að
jafnaði talaði ekki opinberlega um
þau mál og er ég þess fullviss, aö
þessi góði vinur minn og dreng-
skaparmaður á góða heimvon til
þeirra heimkynna, sem við öll von-
umst til að gista að loknu þessu
jarðneska lífi. Ég held að þetta er-
indi úr sálmi Eitiars Benediktsson-
ar spegli nokkuð trúarskoðanir Er-
lings:
Af eiliföarljósi bjarma ber,
sem brautina þutigu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Ég sendj konu hans og öðrum
ástvinum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og vona að hinar
mörgu hugljúfu minningar um góð
an mann megi létta þeim sorgina.
Guðbjöm Hansson
Heilbrigðisinál —
Framh. af bls. 1.
sjúkrahúsabygginga um allt land,
og að i undirbúningi væri meðal
annars bygging nýs geöveikra-
spitala, sem kostaði mörg hundruð
milljónir. Sagði hann að lokum aö
sér virtist þeim mun erfiðara að
fá lausn á læknamálum, sem hann
og aðrir reyndu meira við þaö.
Leföréttiog
í frétt í blaðinu í fyrrad., þar sem
sagt var frá frumvarpi um verð-
jöfnunargjald á veiðarfæri, gætti
á einum stað misskilnings. Tillagan
um verðjöfnunargjaid er ekki kom-
in frá nefnd þeirri, sem rannsakaði
vandamál veiðarfæraiðnaðar, held-
ui frá Iðnaðarmálaráðuneytinu
sjálfu.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við frá-
fall og útför unnusta míns
JAKOBS JÓNSSONAR, bifreiðastjóra,
Njálsgötu 59.
Sérstaklega vildi ég þakka starfsmönnum B.S.R. sem
heiðruðu minningu hins látna á ógléymanlegan hátt.
Sigríður Erlendsdóttir