Vísir


Vísir - 28.10.1966, Qupperneq 7

Vísir - 28.10.1966, Qupperneq 7
affiresimagaggggaam VÍSIR. Fðstudcgar 28. el:íA^ ■ 1168, Á Manila-ráðstefnunni, sem haldin var nú í byrjun vik- unnar, voru saman komnir full- trúar sjö bandalagsþjóða, sem standa saman í styrjöldinni gegn kommúnistum í Vietnam. Þar var mættur sjálfur John- son forseti Bandaríkjanna, en auk hans Ky forsætisráðherra hinnar ógæfusömu og stríðs- hrjáðu Vietnamþjóðar, Marcos Filippseyjaforseti, Park frá Suður-Kóreu, Kittikachom frá Síam og loks Ástralíumaðurinn Holt og Nýsjálendingurinn Holyoak. Þetta var hinn hátíölegasti fundur og margar ræður og yfir- lýsingar gefnar þar méð fögrum hugsjónum og fyrirheitum, og hefur sumu af þessu verið siegið upp í fréttum sem miklum nýj- ungum, svo sem það að Banda- ríkjamenn ætii að hverfa á brott frá Vietnam með allan sinn her- afla ef tryggilegur friður kemst1 þar á, og ennfremur yfirlýsing' Kys forseta um að hann sé reiðubúinn aö semja við inn- lenda skæruliða og veita þeim grið, ef friöur kemst á. Hér vitöist>,.mér þó ekki um neinar sérsta'rar nýjungar að ræða, — hvenær sem tekst aö bindá lokahnútinn á þessa styrjöid, þá má það verða ljóst, að það verður einungis gert með samningum, þar sem þó verður búið tryggilegar um hnútana,'ervFrakkar gerðu, þeg- ar þeir hlupu þar brott frá öllu fyrir rúmum áratug. er fróðlegt að íhuga af- stööu.liinna ýmsu þjóða til Vietnamstvrjaldarmnar. Til dæmrs er í hæsta máta athyglis vert, að engin Evrópuþjóð tók þátt í Manila-ráðstefnunni. Nú er svo komið fyrir Evrópuþjóð- nm, -að þær virðast vera orðnar álgerlega áhugalausar fyrir því sem er að gerasb austur í Asíu og eru þá um leið ekki fram- sýnni en svo, að þær virðast láta sér á sama standa þó kommún- istar vaði yfir suðaustur Asíu. Þannig er þetta, þegar það er ekki einu sinni hús nágrannans sem er að brenna, heldur hús í allt öðru hverfi, jafnvel fjar- lægri heimsálfu. Sú var þó tíðin, að Evrópumenn þóttust stund- um eiga hlut að máli austur í Asíu, þegar Englendingar, Frakk ar, Hollendingar og Portúgalar sendu herflota austur um öll heimshöf til þess að hernema og kúga Asíuþjóðir og gera þær sér undirgefnar. En nú er horfið til hinna öfg- anna, þar sem brottreknir evr- ópskir nýlenduherrar láta sér í léttu rúmi liggja hvað verður um fjarlægar Asíuþjóðir og eru þó mörg vandræöin gamlar skuldir frá nýlendudögunum. Það eina sem Evrópumenn gera er að de Gaulle skreppur austur í Kambodja til aö gaspra þar um það, að bezt sé að gefa kín- versku kommúnistunum með þeirra dægilegu menningarbylt- ingu öll þessi litlu og veiku . smáríki eins og tertu á fati, svo þeir geti gleypt þau í sig. Og svo á hinn bóginn er það mjög í tízku, að níöast á og svívirða Bandaríkjamenn í tali fyrir það, að þeir hafa nú tekið á sínar herðar þau stóru vandamál, ssm eru afleiðing margra alda illrar nýlendustjórnar Evrópu- manna. því við skulum ekki gleyma því, að á þessu svæði í suð- Forustumennirnir ganga til fundar á Manila-ráðstefnunni. Talið frá v instri: Marcos frá Filippseyjum, Kittikachorn frá Síam, Johnson Bandaríkjaforseti, Ky frá Suður-Vietnam og Holt frá Ástralíu. TVÆR RAÐSTEFNUR UM VIETNA austur-Asíu eru allmargar þjóð- ir, sem hafa allan sama rétt og við hér vestur frá til þess að reyna aö lifa frjálsar í hættuleg- um heimi kínverskra stórvelA,- drauma. Fyrir rúmum áratug átti aö reyna að tryggja einni slíkri þjóð frið með hátíðlegum samningum og með því aö draga ákveðna landamæralínu. En svo voru allir þeir samningar svikn- ir og markalínan einskis virt. 'Þannig var undirrót styrjaldar- innar, að ekki var nógu tryggi- lega' búið um hnútana. Og nú þegar Bandaríkjamenn hafa tekið upp afskipti af málum þessa lands, hafa þeir frá upp- tókst með skipulegum aðgerð- um að hreinsa upp meiniö. Það er sagt, að enn séu þó smá- leifar af þessum kommúnistum í fjöllqm Filipp.^yja, þar sem þeir starfa sem nreinir útilegu menn og fara : ránsferðir til ac hrifsa 'til sín kvikfé og eigui sveitamanna, en þeir eru ekl.i lengur neitt pólitískt afl eða hætta og fáir munu þeir vera i því iandi nú, sem óska leið- sögu slíkra bófa. Eitlu nágrannaríkið Indónesía hefur einnig sína sögu aö segja. Þar notfærðu kommún- istar sér einnig máttleysi ríkis- tíma hélt ég áö Indónesía væri glötuð kommúnistunum. Af frásögnum þaðan virtist mega ætla að þeim hefði tekizt að vinna þorra þjóðarinnar á sitt band og sjálfur þjóðarleiðtog- inn, sem þá, var Súkarnó for- seti var einnig á þeirra bandi. Hverjum gat þá dottiö í hug, aö undir niðri ólgaði með jressari bjóO þvílíkt hatur á hinum icommúnísku ofbeldismönnum, að þegar það loksins losnaöi úr læðingi leiddi bað ósjálfrátt til einhverra mestu fjöldalífláta sem sagan getur um. Enginn skyldi nræla þeim ósköpum bót, þar sem sennilega var safnaö Á fundi í Moskvu: Kosygin forsætisráðherra Rússa Pólverjinn Gomulka og Breshnev foringi rúss- neska kommúnistaflokksins. hafi lýst því yfir, að þeir krefj- ist einskis annars en að hinir áratugsgömlu samningar verði að nýju virtir. Þó er þetta ekkert einstakt dæmi.'Einmitt í því landi, sem Manila-ráðstefnan vár haldin, Filippseyjum, ríkti fyrir svo sem 15 árum uppreisnarástand. Þar voru það kommúnistaflokkar, í rauninni nokkurs konar ræn- ingjaflokkar, sem notfærðu sér ástandið og gerðu tilraun til að hrifsa ti-1 sín völdin. En yfir- völdin tóku þar rögg á sig og valdsins til þess að vaða uppi og hrinda landi sínu út í neyð og einangrun. Síðan átti að slá smiðshöggið á þetta og ætluðu kommúnistar að hrifsa til sín völdin með blóðugri byltingu Þeim tókst meira að segja í upp- hafi byltingartilraunarinnar að myrða allmarga andstæðinga sína með hrylliiegum hætti, en þá brutust út viðbrögð þjóðar- innar i heild í hamslausri reiði og heift út í þessa kommúnísku ofbeldismenn. Ég verð að játa, aö á sínum saman yfir 100 þúsund kommún istum og þeir teknir af lífi miskunnarlaust án dóms og laga, en þó ættu þessir atburðir að vera þeim nokkur áminning, sem ímynda sér, að öll alþýða manna austur þar aðhyllisf og elski kommúnistana. Tjvert á móti er það yfirlýst baráttuaðferð kommúnista í þessum löndum í samræmi við byltingarrit Mao Tse-tungs, að hrifsa til sín völdin meö tiltölu- lega fámennum flokkum. Þeir halda því fram, aö meðal þess- ara vanþróuðu þjóða, þar sem landið er og erfitt yfirferðar og frumskógar v.eita örugg ræn- ingjabæli, 'sé hægt aö hremma völdin með 1 prósenti þjóðar- innar að baki sér. Fámennir hópar geta komiö á slikri ógn- aröld, að enginn þorir aö hreyfa sig. Ef einhver úr hópi alþýJ- unnar dirfist að gera þeim i gegn þá er hann heimsóttur að næturlagi, kona hans og börn myrt og hann sjálfur síðam skor- inn á háls. Þannig eru ógnarað- ferðir kommúnista víða í þess- um löndum ^og um tíma var á- standið oröið slíkt í Vietnam að þar þorði fólk varla að draga andann af skelfingu við komm- únistana og leiddust síðan út í þvingað, samstarf við þá. Nú er ástandið þar orðið allt annað. Nú er fólkið hætt að ótt- ast þessa ofbeldismenn eins mikiö og áður og samhjálp al- þýðunnar gegn þeim er smám saman skipulögð í héruðum þar sem áöur var ekki hægt að segja að neitt ríkisvald væri til. En þá um leið breytist hernaður- inri þannig aö kommúnistastjórn in í Noröur-Vietnam sendir stöð ugt skipulagða herflokka gegn- um hlutlaust land inn í Suður- Vietnam. Að vísu stafa smá sprengjutilræði hingað og þang- að um landið frá skæruliða- flokkum, en nú er hernaðurinn fyrst og fremst orðinn opið strið við innrásarher Norður-Viet- nam. Og enn eru aö verða þátta- skil. Það er nú að verða miklu örðugra fyrir kommúnistana að senda herlið gegnum hlutlausa ríkið Laos, svo að nú sækja þeir meira á að senda herinn stvttri leiðina yfir hlutlaus'a svæðiö. mjóa ræmu sem 4 að aðskilja Norður- og Suður-Vietnam sam- kvæmt Genfarsamningunum. Þannig er smám saman aö mynd ast föst víglína í landiriu. Tl/f ér varö það á fyrir tæpu ári, i að spá því, aö þá væri komið að lokum Vietnam- styrjaldarinnar. Þá var þegar farið að halla svo undan fæti hinna kommúnísku innrásar- herja, að frekari barátta þeitra virtist tilgangslaus. I stað þess hafa þeir haldið baráttunni á- fram, og á það víst að sýna ein- Frh. á bls. 4. **■ ET"'

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.