Vísir - 28.10.1966, Page 9

Vísir - 28.10.1966, Page 9
 VÍSIR. Fös &S9 Hraðmælska á fundum. — Framkvæmdir í byggingum og ræktun. — Flokkurinrt, sem hlýtur að eiga ítök í bændum. — Með nýjum aðstæðum hafa bændur losnað við smástritið, áhyggjur ýmsar og umhugsun. — Lífsnauðsyn að framleiða sem mest — Bændur hljóta að fara að trda á sitt starf. — HÁTT TIL LOFTS OG VÍTT TIL VEGGJA J^œndurnir austanfjalls verða sumir gamlir. Þarna á sléttlendinu leika menn sér að því að ná háum aldri, þótt þeir hafi lifað kreppuár, fjárfelli, styrjaldir og erjur við granna (en síð astgreint atriði hefur oft sinnis orðið til þess eins að skerpa kærleikann). Unglingurinn Ingileifur Jóns- son, höldur að Svínavatni í Grímsnesinu góða, fyrrverandi fjaiíkóngur og hreppsnefndar- maður með ótal meiru, varð hálf-áttræður 23. þ. m. Hann lieíur búið þarna „við álfta- vatniö“ fjörutíu ár. Hann talar eins og hríðskota- byssa, sem stingur í stúf við þennan vfirleitt rólyndislega sunnlenzka talanda; hefur slíkt komið honum og Sjálfstæðis- flokknum í þarfir á pólitískum málþingum og heill hreppsins hefur notið góðs af hraðmælsku hans á hreppsnefndarfundum. Sagt er, að enginn meðhjálpari á íslandi fyrr eða síðar flytji fram faöir vorið jafn rösklega og Ingileifur gerir í kirkjunni á Mosfelli, en þar hefur hann verlö „djákn“ áratugum saman. IJlöður og gripahús eru reisu- leg að Svínavatni, en sjálfur bærinn er gamall nokk- uð, en hlýlegur yfirlitum. Svanir syhda á vatninu, sem nú er slétt sem spegill. Vöröufell hefst upp í suðaustri og i hásuður er Hestfjall, og lengra í burtu er Eyjafjallajökull, sem ævinlega sést vel f góðu skyggni. Tveir eða þrír hundar vappa á hlaðinu, smaialegir, og við skemmudyr er fat með sviða- hausum og exi þar hjá. „Góði maður — hvað held- urðu, að þú græðir á því að tala við mig“, segir Ingileifur. Hann kemur til dyra með haustannir í svipnum. „Þeir í Laugardalnum bentu mér á þig“. „Bágt á ég með að trúa því, en gerðu svo vei og gakktu f bæinn“. ' Hann heldur á elzta sonar- syni sínum, sem heitir í höfuðið á honum, réttbomum erfingja jarlsdæmisins, komnum út af Þorkeii dannebrogsmanni á Ormsstöðum (faðir Ingileifs éldra var dóttursonur Þor- Ingileifur spyr almæltra tíð- inda að gömlum íslenzkum sið, áður en ráðrúm gefst til að hefja viðtalið. „Hvernig var féð eftir sum- arið, bóndi góöur?“ „í lakara lagi. Gróður kom seint og lömbin búa að því. Til þess að ná árangri í fjárrækt, er nauðsynlegt að beita lömb- unum á nýrækt og há, en grasió var of lítið í þetta sinn“. „Hefur búskapurinn verið þér lífvænlegt starf?" „Mér hefur alltaf þótt á- nægjulegt að fást við búskap. Enginn ætti að búa nema sá, sem hefur gaman af skepnum. Búið og jörðin voru ekki stór, þegar ég tók við. Túnið var fjórir hektarar, og talsvert. þýft, en nú er það 40 hektarar að stærð. Hér voru 3—4 kýr, en nú eru hér 40 nautgripir, og kindum hefur fjölgað úr 100 upp í á fimmta hundrað". ITvernig aðstæður hafa ” bændur nú, miðað við fyrri tíma?“ „Síðustu árin er það allt ann- að, hvag bændur hafa meira af- gangs af nauðsynjaþörfum en áður fyrr. Það, sem er skattlagt, er ekki talið til nauðsynjaþarfa. Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum hafa orðið bændum til góðs. Ég er bjartsýnn á framtíð íslenzks landbúnaöar 'undir for- ustu núverandi ríkisstjórnar. í tíð þeirra bænda, sem muna Framsóknarstjóm, er Ingólfur Jónsson tvímælalaust langbezti landbúnaðarráðherra, sem um . getur, og við erum stoltir af því að hann er fyrsti þingmaður okkar kjördæmis". „Hvers vegna trúirðu á stefnu Sjálfstæðisflokksins í iandbún- aðarmálum?“ „Ég tel það heilbrigðustu stefnuná. í flokknum eru góðir menn fremst í flokki, og flokk- urinn hefur gert meira fyrir Vísir ræðir við ingiíeif Jónsson bónda á Svínavatni í Grímsnesi, sem varð 75 ára 23. Þ.m. Ingileifur á Svínavatni: „Mér hefur alltaf þótt ánægjulegt að fást við búskap.“ (Myndir: stgr.) bændur en nokkur annar flokk- ur. Fyrir tilstilli landbúnaöar- ráðherra hafa framkvæmdir veriö gífurlegar í bvggingum og ræktun, því að bændum hefur verið hjálpað ósleitiiega með lántökum. Á þessum átta árum sem núverandi ríkisstjórn hefur farið með völd, hefur aldrei verið gert meira fyrir dreifbýlið, með útflutningsuppbótum, með innflutningi á alls konar tækj- um við búskapinn, meö auknum lánum til bygginga, með stór- auknum styrk til allra jarö- ræktarframkvæmda, með mynd- un stofnlánasjóðs, en stofn- lánagjaldið tel ég vera eðlilegt — mér finnst sjálfsagt, að eldri bændur leggi eitthvað af mörk- um til uppbyggingar. Fyrir allt þetta hlýtur Sjálfstæðisflokkur- inn að eiga meiri ítök í bændum en aörir flokkar, en hins vegar gerir enginn flokkur, svo að öllum líki“. Tngileifur heldur áfram: „Með þessum nýju áðstæö- um höfum við bændur losnað við smástritið, áhyggjur ýmsar „Það er liollt og heilbrigt að ala upp böm I sveit, umgangast skepnur.“ Ingileifur var að koma úr smalamennsku þegar blaðið ræddi viö hann. Við hlið hans: Ingileifur yngri, sonarsonur hans. og umhugsun, þvi að nú eigum við völ á fullkomnustu tækjum til landbúnaðarvinnu“. „Segðu mér — var ekki erfitt fyrir þig að vera sjálfstæöis- maður með framsóknarmenn allt í kringum þig?“ „Það hefur ekki komið mér að sök, t.d. í málum hreppsins: Þar er þetta allt stéttarlegt og koma ekki pólitísk átök fyrir. Ég hef hins vegar skrifað tals- vert og rætt um landsmál, er alvanur á fundum. Ég hef alltaf verið sjálfstæðismaður. Faðir minn var líka sjálfstæðismaður. Ég fór fyrst á Sjálfstæðisþing árið 1934. Á þessum árum var reynt með öllum ráðum að fá mig á band framsóknar: Fram- ámaður í þeim flokki og alþing- ismaður reyndi að láta mig hætta að halda i sjálfstæðis- stefnuna. „Þeir“ reru mikið undir á þessum árum“. „Þú ert greinilega ekki trú- aður á framsóknarstjórn fyrir isíenzka bændastétt?" „Eiginlega eru framsóknar- menn verri en kommúnistar. Mér finnst foringjar framsóknar hallast ískyggiiega að kommum og sósíalistum, og auk þess er annaö áberandi í fari þeirra á seinni árum: Þeir eru alveg hættir að hugsa um bændur, sföan þeir fóru að reyna að fá atkvæði í kaupstööum. Þeir héldu, að bændur mundu elta sig ...“ |2"ona Ingileifs, frú Ingibjörg V Jóhanna (fædd Ottesen) ber inn kaffi og pönnukökur. Hún er systir Þorláks Ottesens, verkstjóra, en faðir þeirra, Guðmundur, og Pétur Ottesen fyrrv. alþingismaður eru bræðrasynir. Frúin er úr Borg- arflrði (og Snæfellsnesi). Hún lét vel af Grímsnesinu, dásam- aði fólk og land. Væntanlegar kosningar ber- ast f tal. Ingileifur sagði, að það mætti bera sig fvrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn héldi velli. Landsmálin eru ofarlega í huga hans og ekkert launungarmál auðheyrilega. Hann sagði, að það væri lffsnauðsynlegt að geta framleitt sem fnest í landinu. Hann taiaði um mðguleikana á komrækt og hðldánautarækt. Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.