Vísir - 28.10.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 28.10.1966, Blaðsíða 16
BRÆÐSLA SÍLDARINNAR GEKK VEL Á SKAGASTRÖND — Fyrsta s'ildin siðan 1962 brædd þar nú i mánuðinum. — Aframhald á flutningum bangað, ef sildveiðin helzt jafngóð ' Eins og skýrt var frá fyrir nokkru flutti norskt síldarflutninga skip tvo farma af síld til Skaga- strandar, alls um 8000 mál, um miðj an október. Var það fyrsta síldin, sem hefur borizt til Skagastrandar síðan 1962 en œtlunin er að flytja meiri síld til Skagastrandar nú 1 haust ef framhald verður á þeirri geysilegu veiði, sem hefur verið í haust. Bræðslan á 8000 málunum gekk vel, þó að full afköst ríkisbræðsl- unnar hefðu ekki náðst. Síldar- bræðslan á að geta brætt 7500 mál, en full afköst nást ekki fyrr en eftir nokkurra daga starfrækslu. Síðan jim miðjan október hafa síldveiðarnar fyrir Austurlandi ekki verið meiri en svo að verk- smiðjur á Austurlandi hafa vel haft undan, en stöðvi þær síldarmóttöku verður aftur flutt til Skagastrandar. Þeir 22 menn, sem ráðnir hafa verið til verksmiðjunnar í sumar, hafa undanfama daga unniö aö því aö búa verksmiðjuna undir vetur- inn. Verður gengið þannig frá að verksmiðjan geti aftur hafið starf- se’mi með stuttum fyrirvara. Rjúpnaskyttur áhugmenn í, \ V y ' ' Í l Flugvirki að vimia við skoðun Blikfaxa. Blikfaxi fær radar — er i stórri skoðun, sem mun standa i 3 vikur Blikfaxi, fyrri Fokker-Friend- ship-flugvél Flugfélags íslands er um bessar mundlr í stórri skoðun á verkstæði F. í. á Reykjavíkur- fiugvelli, svoköliuðum Check 4, eftir 3000 flugstundir, en það er stærsta skoðun, sem framkvæmd er á vélinni. Það eru ekki margir, sem hafa hugmynd um þá miklu vinnu og stóra kostnað, sem flugfélögin leggja i vegna skoðaná þessara. Eru flugvélamar daglega yfirfam- ar, en teknar inn til skoðana á 100 tíma fresti í misstórar skoðanir samkvæmt sérstöku kerfi flugvéla- verksmiðjanna. pkoðun þessi mun taka um 3 vik ur að því er Brandur Tómasson, yfirflugvirki Flugfélags íslands, tjáöi okkur í morgun, en þá mun Blikfaxi renna í loftið útbúinn nýju öryggistæki, en það er radar. Nýrri Friendshipflugvélin kom hingað til lands í vor og var þá útbúiri radartæki. um — Aðeins helmingur umsækjenda að námskeiði skáta komst að Áhugi á námskeiðinu sem Hjálp-1 arsveit skáta heldur núna í meöferð landabréfa og áttavita var meiri en við gerðum ráð fyrir og gátum við ekki tekið nema helminginn I af umsækjendunum, eða 20 mcnn, sagði Vilhjálmur Kjartansson í Hjálparsveit skáta í gærmorgun, en f fyrrakvöld var fyrri dagur námskeiðsins. Þetta námslceið er einkum ætlað rjúpnaskyttum og mönnum sem eru mikið í ferðalögum. í fyrra- kvöld voru útskýrð fyrir þeim ýmis grundvallaratriði f notkun landa- bréfa og áttavita en í kvöld, föstu- dag, verður farið með þá út fyrir bæ og þeir fá verkfega æfingu. Vegna þess hvað áhuginn á þessu er mikili getur komið tii greina að við endurtökum nám- skeiðið og þá væntanlega f næstu viku, sagði Vilhjálmur. Lógaði hundum sínum sjálfur Er þeir eltu húsbónda sinn Yfirvaldið þurfti ekki að hafa fyrir því að hafa hendur í hári hundanna tveggja úr Álftaveri, sem fóru vestur yfir Mýrdals- sand sl. þriðjudag, gegn reglum þeim sem settar hafa veriö vegna hundapestarinnar. Eigand inn sjálfur gerði sér lítið fyrir er hann frétti af ferðum hunda sinna, fór á móti þeim, skaut þá og bjó þeim hinztu hvílu við^ Fagradal, og er það mál manna í Vík, að ekki heföu margir leikið eftir. Gissur Jóhannesson, Herjólfs- stöðum í Álftaverj fór á þriðju- dag með nautgripi til slátrunar til Víkur og skildi hunda sína tvo eftir heima. Er hann var kominn til Víkur bárust honum fregnir af þvf, að hundar hans hefðu sézt á Mýrdalssandi á leið vestur og fór hann þá hið skjótasta á móti þeim. Mætti hann þQim við Fagradal og þar sem hann vildi ekki «ipa neitt á hættu með að hundar kynnu aö bera pestina yfir Mýrdalssand, þótt óvfst *é að þeir hafi átt nokkar sam- skipti við aðra hunda á leiS- inni, skaut hann himdaöa á staðnum og gróf þá niður. Jyik- ir Gissur þarna hafa sýnt meiri löghlýðni en almennt gerist, og hugsað meira um hag sýstunga sinna en eigin hag. Þrjú tonn af járni stöðva ekki heimshornaflakkara — Það er kannski ekki hægt að segja að ég hafi verið hepp- inn en það er óhætt að segja að ég hafi verið heppinn i óheppn- inni, sagði Nýsjálendingurinn og heimshornaflakkarinn Geoffrey Kaycook við tíðindam^nn Vísis í gær, þar sem hann lá í sjúkra- stofu Landspítalans eftir slys við uppskipun í Þorlákshöfn s.l. laugardag. — Er óhætt að taka undir þau ummæli að hann hafi verið jieppinn 1 óheppninni, því það eru ekki allir, sem geta talað um það brosandi þegar þeir lentu undir þremur tonnum af steypujámi. — Það verður þó að segja hverja sögu eins og hún er, hélt Haycook áfram. Jámheisiö slóst fyrst utan í mig og gaf mér þetta falilega glóðarauga (hann bendir á lófastóran marblett á hægri kinninni) og braut kinn- beinið. Viö það féil ég út af vagn inum, sem ég stóö á og féli járn- ið yfir mig á eftir. Held ég að Framh. á bls. 6. Köllunarklettur ekkl sprengdur Undanlarna daga hefur sá orð- rómur veriö á kreiki, að búið væri að sprengja upp „Köllunarklett“ þann, sem skagar fram í fjöru- borðiö út frá ströndinni inni við Sundin. Átti að hafa þurft að sprengja klett þennan upp vegna ,■ ....... ix... , X...., sa „ „„, ^.,.,.„v„ i, ..x.Xvi Heimshomaflakkarinn Haycook á sjúkrahúsinu. framkvæmda við Sundahöfn. Að því er Vísir komst næst í morgun Framh. á bls. 6. Gleymdi leikur- inn sýningunnt? Þaö bar við á Sinfóníutón- leikunum í Háskólabíói í gær- kvöld, skömmu eftir að tónleik- arnir hófust og búið var að banna aðgang að salnum, að maður kom hlaupandi inn, gekk niður eftir salnum og að fremsta bekk miðjum. Greip hann þar í einn áheyrendann og leiddi hann út úr salnum og hlupu þeir við fót. Athygli við- staddra beindist sem snöggvast^ frá hljómsveitinni aö þessum tveim mönnum og er i Ijós kom að þetta voru tveir af okkar kunnustu leikurum var gátan leyst: Annar þeirra, áheyrand- inn, átti aö vera mættur á svið- inu í Lindarbæ stundarfjórðungi síðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.