Vísir - 02.11.1966, Blaðsíða 7
7
V f S IR . MiSvihudagur 2. nóv::::bsr I93S.
„HVAÐ NÖ
UNGI MAÐUR?
Unga fólkið í atvinnulífinu á sumrin
menningar. Ég- dreg ekki í efa,
aö sú er skoðun þeirra manna,
er þar láta til sín heyra, en
þungi þess valds, sem gullinu
ræður, beinist oft í aðra átt.
I dag standa málin þannig, að
hvergi er erfiðara að fá hvert
rúm fullskipað, svo vel sé, en
í skólana. Menn fást ekki til
kennslu, þar sem önnur og auð-
veldari störf, betur lau.mö, eru
í boði. Það mun jafnvel mega
finna dæmi þess í sumum skól-
um, aö mjög er dregið úr lögboð
inni kennslu eða hún felld nið-
ur.
Skortur á skólahúsnæði er
orðinn svo tilfinnanlegur, að
stór hópur af ungu fólki, sem
gjarnan vill afla sér menntunar,
á þess engan kost sökum þess,
að þaö fær hvergi inni. Víst skal
þaö viðurkennt, að ört fjölgandi
m. k. sjoppunum, en þar er
engu síöur um fjármagn að
ræöa, er hagnýta hefði mátt á
annan og þjóðhollari hátt.
Ég minntist áðan á sjónvarps-
stengur, sem á undanförnum ár-
um hafa verið augnayndi Suður-
nesjamanna. Ekki skal ég draga
úr gildi sjónvarps, sem fjöl-
miðlunartækis, en þó efa ég,' að
þjóðmenning íslendinga hafi
miklum framförum tekið fyrir
áhrif þeirra svipmynda, sem
birzt hafa þar síðustu árin.
Hvort hyggjast þeir menningar-
vitar, sem heitast hafa beöið,
að frá oss yrði ekki tekin þessi
menntunarlind, harlsa sér starfs
vettváng áI sögusVÍði Snorra?
Þrátt fvrir okkar tiltölulega
unga skólnkerfi, erum viö í
mörgu tilliti á eftir okkar ná-
grannaþjóöum. Þó má segja, að
. og unga fólkið í skólunum á veturna.
baka um gengna götu og fram
til þess, sem koma skal, svo
langt, sem séð verður eða af
líkum ráðið.
Nú er swmar að baki, vetur
setztur að völdum og sú starf-
semi, sem bundin er þeirri árs-
tíð öðrum fremur, þegar hafin.
Sé litiö um öxl, til hins liðna
sumars, verða það sjálfsagt
verztanarhaHir, skipabyggingar,
álsamningar og iöjuver, sem
hæst gnætfa, að ógieymdu hinu
óvenjulega mikla síldarmagni,
er á landi hefur borizt. Mun hér
eflaust vera talið, að -um sé að
ræða undirstööu velmegunar í
velferöarríki og af því megi sjá
hve háþrówð menningarþjóð
byggi þetta litla eyland yzt í
norðurhafi. Á flestum húsþök-
um um gjörvaftan suðvestur-
hluta landsins, má einoig sjá
þess merki, að fólkið hefur átt
þess kost að- kíkja inn í fram-
andi hugarheima og kynnast
þeirri andlegu reisn, sem ríkir í
sjónvarpsstöö edendrar her-
stöðyar á Miönesheiði.
Flest þessi lífsins gæði eru
ávextír af iðju þess fólks, sem
sækÍD út til miða, erjar land til
akurs og vekur þroskaviðleitni
þeirra, er aö fcamförunum
standa. Hitt orkar svo tvímælis,
hvort þeir, sem fjármagnið
skapa, hafa jnest um ráöstöfun
þess að segja. Þar koma ýmsir
aðrir til, og vill þá stundum
verða svo, að hinn óþektki her-
maður, sem þar stóð í fremstu
víglínu og gait jafnvel iheð lífi
sínu öflun verðmætanna, er
gleymdur þegar gullið er eytt.
Nú hafa staðið yfir, og standa
ennþá, hryðjuveður baráttunnar
um þaö, hvernig skipta skuli
þeim afla, sem rekur á fjöru
þjóöarbúsins, en um þau skipti
eru ekki allir sammála og vill
hver gera sinn hlut sem stærst-
an.
Ekki get ég gert það að minni
trúarjátningu, að klippa skuli
öil tré svo þau verði jafnhá,
sýnist mér sem það mundi brot
á því lögmáli náttúrunnar, að
möguleikar tengdir kynlægum
erfðum njóti eðlilegs þroska til
aukinnar þjóðmenningar.
Gömul helgisögn getur þess,
að þegar þjóð var skilin for-
ystulítil eftir í eyöimörkinni, þá
var henni reistur gullkálfur, sem
hún gerði að átrúnaði sínum
og dansaöi umhverfis. í þessum
dansi glataði hún ýmsum þeim
eigindum, sem áttu að auðvelda
henni leiöina til fyrirheitna
landsins.
í dag er okkur sagt, að Islend
ingar eigi mikið gull, og sumir
hafi þegar reist sér kálf, sem
auðvelt sé að fá fólk til að
dansa í kringum. „En hvað nú
ungi maöur“?
Nú hefur æskan, framtíöarvon
I'slands, setzt á skólabekk. Til-
gangur þeirrar vetrarvistar er
á pappírnum talinn sá, að þetta
fólk skuli betur til þess fallið
að leysa af hendi verkefni fram-
tíðarinnar, en þeir sem nú eru
á ferð. Veröi góðir íslenzkir
þegnar, sem víösýnir og virtir,
geta haft vinsamleg samskipti
við allar þjóðir og boðið bróður-
legt handtak hverjum frjálst
hugsandi manni.
En hver skilyrði hefur sú
kynslóð, sem ríkjum ræöur í
dag boðið ungu fólki til athafna
á þessu sviði? Hefur ekki ljómi
gulls og gróðahyggju villt um
vegi? Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að hvað sem öllu
skráöu gengi á vinnumarkaði
líður, þá er það f mörgum til-
fellum auðveldari leið til fjáröfl-
unar að mylja grjót í götu, en
stunda nám eða gerast leiðbein-
andi ungs fólks innan skóla-
veggja. '
Margir unglingar hafa til þess
tækifæri, að afla sér tekna, yfir
sumarmánúðina, sem eru mun
hærri en árslaun þeirra rnanna,
er vetrarlangt eiga aö greiða
þeim götu í þekkingarieitinni.
En hér sitja ekki allir þeir
ungu viö sama borð. Ýmsum
hefur oröið full erfitt að afla
þess, sem þarf fyrir brýnustu
lífsnauðsynjum líðandi stundar.
Og nú sitja þeir í sama bekk,
pilturinn, sem kom af síldinni
meö tvö hundruð þúsund króna
hýru og hinn, er hafði fjörutíu
þúsund í vegavinnunni.
Verður auðyelt að samrýma
sjónarmið og lífshætti þessara
manna þannig, að skólagangan
verði báðum sami vegur?
Ég er ekki að átelja það, þótt
ungir menn og konur vinni vel
og afli sér fjár eftir því sem
tækifæri gefast, en hitt tel ég
vítavert, að foreldrar ungling-
anna, skuli svo að segja ó-
hindrað, láta þá hafa umráð yf-
ir eyðslu slíkra fjármuna. Er
hér ekki verið að skapa gull-
kálf, sem þeir féiagar, er ennþá
hafa ekki lokið sinni eyðimerk-
urgöngu eru fúsir að dansa
kringum. Og það mega allir,
sem hlut eiga að máli gera sér
Ijóst, að sá sem reist hefur höll
til hagnýtingar vinnuafrakstri
þessa fólks, er síður en svo mót-
fallinn því, að sem mest hrjóti
að hans borði.
I ræöu og riti er mjög á orði
haft, hver nauðsyn ungu fólki
sé, að fá tækifæri til menntun-
ar. I hátíðaræðum er því jafn-
an haldið fram af forystumönn-
um þjóðarinnar, að gott heimili
og góöur skóli séu undirstaða
heilbrigðrar og batnandi þjóð-
þjóö, sem búið hefur við frum-
stæö skilvrði og allt þarf að
byggja frá grunni á fáum árum,
hlýtur að taka nærri sér og í
sumum tilfellum verða að flýta
sér hægt, ef hún ekki á að koll-
sigla sig. En sé það viðurkennt,
sem raunhæf sannindi, að skóla
starf í landinu sé undirstaða
meiri menningar og skapi kom-
andi kynslóö betri framtíð,
verður að líta svo á, að þau
mál verði aö vera efst á dagskrá
á hverjum tíma.
Þetta virðist þó talsvert á
annan veg. I mörgum þeim hér-
uöum, sem eru það illa stödd
með húsnæöi fyrir starfsemi
skólans, að ungt áhugafólk fær
hvergi inni, eru reist danshús
fyrir milljónatugi og „sjoppur"
á flestum krossgötum. Að vfsu
munu einstaklingar standa að
ýmsum þessum framkvæmdum
í þessu efni vitum við tæpast
til fulls hvað við erum að segja,
því ennþá er þetta kerfi ekki
fullmótað og hefur í mörgum
héruðum aldrei komið til fram-
kvæmda. Hitt er annað mál, aö
kennslufyrirkomulag og kennslu
hættir eru án efa fjarri því að
svara kröfum tímans. I mörgum
tilfellum er kennarinn ennþá
„heyrari“ hins gamla tíma, sem
prófar og aftur prófar, án þess
að leiðbeina og miöla þekk-
ingu, sem hlýtur þó fyrst og
fremst að eiga að vera uppistaða
starfsins. Hitt er svo nemand-
ans, að tileinka sér þá þekkingu
sem honum er flutt.
Nú er skólakerfið í gagngerðri
endurskoðun og er þess aö
vænta, að þar verði vel og mann
bætandi að unnið.
Þá kem ég aftur að efninu:
Skólaæskan og fjármálin. Ég
tel mig geta talað um þetta af
nokkurri reynslu eftir að hafa
starfað meðal barna og unglinga
á skyldunámsstigi í hálfan
fjórða áratug. Qg ég leyfi mér
að halda fram þeirri skoöun
minni, að hér sé um að ræða
eitt örlagaríkasta vandamálið í
lífi skólaæskunnar í dag. Mál,
sem hún er ekki fær um að leysa
án þess þeir eldri komi þar til.
í löndum, þar sem skólatím-
inn er mun lengri en hér, eru
þessi mál ekki erfitt viðfangs-
efni, þar er litið á skólastarfið
sem þjóðnýta vinnu ,og ríkið
greiðir hóflegan styrk, þeim sem
þar ganga til starfa. Sumarleyf-
ið er hvíldar og leiktimi glaðrar
æsku, sem ekki hefur alltof
mikil fjárráð til hóflítilla lífs-
hátta. Sjálfsagt gerast alls stað-
ar einhver „Þjórsárdalsævin-
týri“, en þau eru að mínu viti
enginn Salómonsdómur um
framferði æskunnar almennt.
Ekki eiga unglingarnir bifreið-
irnar, sem aka þeim á ákvörö-
unarstað. Ekki eru þeir sölu-
menn þeirra stofnana, sem föng-
in leggja til.
Öllu alvarlegra tei ég, þegar
stór hópur, af ungu vel gerðu
fólki, slær slöku við starf sitt
í skóla, sökum þess, að því
finnst það eiga rétt á aö njóta
þess munapar, sem mikill fjár-
afli getur veitt.
Þaö var ekki óalgengt áður, aö 1
ungir námfúsir piltar grétu við
gráa mosaþúfu, fátækt sína og
gæfulevsi, þegar leiðin til náms
var þeim lokuð. Þetta er rauna-
sagp, sem nú er tæpast þekkt.
— En, hvort er minna átakanleg
sú saga dagsins í dag, að hið
gullna tækifæri til náms og
frama rennur út í sandinn. Hinn
stóri vinningur sumarsins lenti
hjá gróðamanninum, sem gerði
sér munaðargirnina að féþúfu.
Glataö ár. — Mun gæfuleysið
minna, þótt grátið sé í gylltum
sal en við gráa mosaþúfu?
Væri eHki rétt að gera nokkra
athugun á því, að lengja árleg-
an starfstíma framhaldsskól-
anna, styrkja þegar í upphafi
það fólk, sem þá leið vill fara
og jafnframt fækka árunum að
settu marki.
Ég hygg, að sjónarmiðin yrðu
þá samrýmanlegri, stefnufestan
meiri og markvissari barátta
ungra manna og kvenna til auk-
ins frama í þjóðnýtu starfi.
Gullkálfurinn yrði þá ekki guo
fólksins í landinu, en þegnskap-
ur þjóðhollra manan grunntónn
inn f hljómkviðu íslenzkra lífs-
hátta.
þ. m. r
HC' .