Vísir - 17.12.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 17.12.1966, Blaðsíða 1
200 ótollafgreiddar vörusendingar frá 7965 á uppboði Vörur, sem komu til landsins á árinu 1965 og enn hafa ekki ver ið tollafgreiddar, verða seldar á miklu uppboði sem tollstjórinn í Reykjavík hefur nú látið auglýsa og verður það haldið eftir helgina I afgreiðslum skipafélaganna Eim- skips og Hafskips. Samkvæmt upplýsingum Guð- jóns Valgeirssonar, fulltrúa hjá tollstjóra, sem undanfarið hefur unnið að því að undirbúa uppboð- ið, er hér um að ræða 200 send- ingar og gætir hér margra grasa, allt frá smásendingum upp í mjög stórar vörusendingar og stærstu „Landið þitt" efstn békin á vinsældniistanum hlutirnir, sem hér verða boðnir upp eru bifreiðir, sem ekki hafa verið leystar út, bæði nýjar og notaðar. Bifreiðirnar verða seldar í af- greiðslu Eimskips í Borgarskála og hjá vöruafgreiðslu Hafskips í , Framh. á bls. 2 Jolin í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn skartar sínu fegursta eins og sja má á þessari jólalegu mynd, frá Ráöhústorginu, sem Jóhannes Borgfjörö tók fyrir Vísi í Kaupmannahöfn í fyrradag. Gatan á miðri myndinni er það fræga „Strik“, sem allir kannast við, ög eins og sjá má hafa Danir ekki kastað til höndunum við jólaskreytingarnar, — og ekki séð í eyrinn. Þeir reikna með að fá kostnaðinn margfaldan til baka vegna hinna gífurlegu viðskipta, sem þama fara fram. ISLENZKAR KARTOFLUR AD GANGA TIL ÞURRÐAR Búið að flytja inn 400 tonn frá Póllandi og Danmörku kartöflum frá Póllandi og Dan- mörku, sem em i geymslu þar til hinar birgðimar þrýtur. Jóhann sagðist ekki geta sagt um hversu mikið væri til af íslenzkum kart- öflum núna þar sem ógjörla væri vitað hvað væri eftir af kartöflum hjá bændum. VÍSIR Með því aö bera saman lista yfir 10 söluhæstu bækur síð- ustu vikuna frá 5 kunnum bókabúðum hefur blaðið komizt að þeirri niðurstöðu að vinsæl- asta bókin á markaðinum um þessar mundir sé: „Land- ið þitt,“ eftir Þorstein Jóseps- son. Nokkru á eftir bók Þor- steins koma „Síðustu ljóð Dav Framh. á bls. 2 — Eins og við reiknuð- um með endast íslenzku kartöflurnar fram að ára- mótum, sagði Jóhann Jón- asson, forstjóri Grænmetis verzlunar ríkisins, þegar blaðið hafði tal af honum í gær og spurði hann um kartöflubirgðirnar. Eins og menn muna var kart- öflutekjan sl. sumar og haust ekki nema einn þriðji hluti þeirrar í fyrra. Stafar þessi rýra uppskera af veðráttunni. Tíðarfarið var með einsdæmum slæmt fyrir kartöflu- rækt en víða var ekki hægt að setja niður fyrr en um miðjan júní, sem er mánuði seinna en venjulega. Næturfrosta gætti einnig víða um land síðari hluta sumarsins og í haust. Sagði Jóhann blaöinu ennfrem- ur að Grænmetisverzlunin hefðij Grænmetisverzlunin hefur hús fyr þegar flutt inn um 400 tonn afl ir 500 tonn af kartöflum í einu. Næstu kartöflusendingar er von í janúar, en ekki er ennþá afráð- ið frá hvaða landi þær koma. Norðurflug áformar kaup á 29 sœta skrúfuþotu „A að bæta samgóngur lands" segir Tryggvi „Ég hef enn ekki tekið ákvörðun um kaupin, en unnið er að því að reyna kaup fyrir ISforðurflug á I Nord 262 skrúfuþotu, sem ! við gætum fengið afhenta i frá Frakklandi í vor“, sagði i Tryggvi Helgason, flug- maður og framkvæmda- stjóri Norðurflugs í sím- tali í gær. „Við hyggjumst með þessu bæta samgöng- urnar milli Norður- og milli Norður og Austur- Helgason, flugmaður sem miklar til Austurlands, ekki verið þessa“. Tryggvi kvað þetta hafa verið ! bígerð f 2 ár, en ílugvélar af þess j ari gerð komu fram árið 1964 og I eru þær framlciddar í Frakklandi I og hafa likað ákaflega vel. Þær hafai taka 29 farþega í sæti og flug- hraði þeirra er um 380 km. í logni. Vélar þessar henta mjög vel til flutnings á fragt, þvi færanlegt í j Framh. á bls. 2 Þær íslenzku búnar — og pólskar komnar í staðinn. 7 DAGAR TIL JÓLA Borgin greiðir meðlög fyrir rúmlega 30 milljónir á ári til 2200-2300 barna — Verulegur bluti barnsfeðranna 2000 greiðir þó borginni aftur Tala óskilgctinna barna er ó- venjulega há hér á landi, eins og kunnugt er. — Þykjast marg- ir geta dregið af því ákveðnar ályktanir, eins og t. d. þá, að hér standi siðferði með minni blóma, en viðast hvar annars staðar. — Hvort slikar niöur- stöður geti talizt skotheldar fyr- ir rökum, skal látið ósagt, en vafalaust má finna fleiri þjóð- félagslegar ástæður fyrir þessari staðreynd. Reykjavíkurborg greiðir nú meðlög með 2200—2300 börn- um fyrir 1800—2000 barnsfeður. — Er áætlað í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, að varið verði um 35 milljónum króna til bamsmeðlaga, en gert ráð fyrir að um 22 milljónir af þeirri upphæð heimtist inn aftur. Þessar tölur eru ekki endan- fegar fyrir þau börn, sem greidd em meðlög með, því margir kjósa að greiða barnsmóður sinni beint eða borga til Trygg- ingastofnunarinnar. Heildar- fjöldi barna, sem greitt er með af hálfu reykvískra barnsfeöra nemur þvi sjálfsagt eitthvaö á fjórða þúsundiö. Ef reiknað er með, að svipað- ar tölur gildi fyrir landið allt og Reykjavík, eru börn, sem með- lag er greitt meö milli 10—15% af heildartölu barna og unglinga undir 16 ára aldri. Þess ber að geta að hér er ekki einungis um óskilgetin böm að ræða. Stór hluti þess- ara bama, eru böm úr hjóna- böndum, sem farið hafa út um þúfur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.