Vísir - 17.07.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 17.07.1967, Blaðsíða 1
t VISIR $7.á£g. - Mánudapir 17. júlí 1567. - 160. 1£J. Gífurieg umferð umhelginu en lítið um óhöpp og slys Gífurleg umferð var um helgina á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Samkvæmt upp lýsingum Óskars Ólasonar yf irlögregluþjóns fór umferðin sérstaklega vel fram og urðu engin slys af hennar völd- um, svo lögreglunni væri kunnugt um. Óskar sagði að gleðilegt Muður fórst uf slysuskoti vestur i Tálknafirði í gærmorgun unnar hafði ekki sofnað, er hann heyrði að Sigurður fór að fást við riffilinn og fór að ræða við „Um slysaskot i 'ólvunarástandi að ræða," segir Ingólfur Þorsteinsson varðstjóri rannsóknarlögreglunnar, sem annaðist rannsókn málsins Sá válegi atburður átti sér stað kl. rúmlega 4 í gærmorgun, að 42ja ára gamall maður, Sig- urður Kristinn Jóhannes son, varð fyrir skoti úr riffli og beið bana. Þessi atburður átti sér stað vestur á Tálknafirði, þar sem hinn látni var við atvinnu. Að því er Ing- ólfur Þorsteinsson, að- s toðary f irlögregluþ j ónn hjá Rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík sagði Vísi í morgun, var hér um slysaskot í ölvunar- ástandi að ræða. Ingólf- ur gaf Vísi eftirfarandi upplýsingar um málsat- vik: Siguröur heitinn og kona, sem hann hefur búið með þama á Tálknafirði, voru að koma af dansleik, sem haldinn var á Birkimel á Barðaströnd á iaug- ardagskvöldið. — Með þeim á dansleiknum var 16 ára gamall sonur konunnar, sem er sjómað ur á mótorbátnum Freyju GK 48, og lá báturinn við bryggju á Tálknafirði og því hafði pilt- urinn slegizt í för með þeim á dansleikinn. Hinn látni og kon- an höfðu verið eitthvað drukkin og pilturinn var ekki á- berandi ölvaður, en hafði eitt- hvað bragöað áfengi á samkom- unni. Er heim á Tálknafjö.rö var komið slóst einn af skips- félögum piltsins í hópinn, og var sá mjög ölvaður. Hópurinn hélt nú upp á herbergi eitt, sem er í Hraðfrystihúsi Tálknafjarð- ar, þar sem Sigurður og konan bjuggu. Konan og sonur hennar lögðust fljótlega til svefns, en Sigurður og aðkomumaðurinn héldu áfram drykkju. Sigurður hafði undir höndum gamlan riff il, sem hann hafði nýlega fengið að láni, og var hann með byssu- leyfi. Ungi pilturinn, sonur kon- hinn ölvaöa um hann, og vildi láta hann taka við honum. Rétt um leið heyrir pilturinn skot, og er hann snýr sér við, sér hann Sigurð heitinn liggja á gólf inu en hinn drukkni sat í stól andspænis, eins og hann gerði sér ekki grein fyrir hverju fram fór. Pilturinn sá ekki atburðinn, en heyröi greinilega hvaö fram fór. Framhald á bls. 10. Samið um eldhúsinn- réttingar í Breiðholt Tilboö tekiö frá innlendum aðila, þó aö innfluttar innréttingar hafi verið heldur lægri sem sendi það tilboð var með þrjú tilboð önnur, það lægsta á rúmar 17 millj. króna. Samningar hafa ekki ennþá verið undirritaðir við smiðastofu Kr. Ragnarssonar, en gengið verður frá samningum innan tíðar. Ákveðið hefur verið að taka til- boði smiðastofu Kristins Ragnars- sonar hf. í Kópavogi í eldhúsinn- réttingar í 312 íbúðir á vegum Fram kvæmdanefndar í Breiðholti. Ann- að tilboð frá heildverzluninni Pol- aris var að vísu lægra, en þar sem þar var um innfluttar eldhúsinn- réttingar að ræða, var ákveöiö að taka innlendu framleiösluna fram yfir, enda munaði ekki nema um einu promille á tilboðunum. Til- | boð smíðastofu Kr. Ragnarssonar ; var upp á 7.261.530 kr., en tilboð heildverzlunarinnar Polaris var 7. 253.220 kr., eða rúmu einu pro- mille lægra. Enginn fyrirvari er um það, í útboðslögunum að taka tilboð frá innlendum framleiðendum fram yf- ir tilboð frá erlendum framleiðend- um, en aftur á móti var áskilinn réttur í útboðslýsingunni að taka hvaða tilboði sem Framkvæmda- nefndin taldi sér henta bezt. Mikill munur var á hinum ein- stöku tilboðum í eldhúsinnrétting- arnar, en 22 tilboö frá 18 aðilum bárust. Hæsta tilboðið var upp á tæpar 22 milljónir, eöa 300% hærra en lægstu tilboðin. AÖilinn, Skafti Áskelsson forstjóri Slippstöðvarinnar h.l stálskipið, sem væntaniega veröur sjósett um i -<S> nýja 550 tonna helgi. (Mynd: -herb.)^ væri tll þess að vlta og munu allir taka undir þau orð hans. Blaðið hafði samband við þrjú hótel í nágrenni Reykja- vfkur og leitaði upplýsinga. Hótelstjórinn í Hótel Eddu á Laugarvatni heitir Ema Þórar- insdóttir. Erna sagði blaðinu, að hótelið hefði opnað 1. júlí og hefði verið yfirfullt um hverja helgi síðan. Um s.l. helgi hefði fólks- fjöldinn verið álíka og um verzlunarmannahelgar. Fimm lögregluþjónar hefðu dvalizt á Laugarvatni um helg- ina og hefði það áreiðanlega haft góð áhrif. Þeir hefOi tekið vinflöskur af nokkrum ungling- um, en allt hefði verið með ró og spekt. Lögregluþjónarnir hefðu verið á gangi til klukkan fimm á laugardagsnóttina, en þeir gistu síðan í Hótel Eddu, Ema sagði að þetta væri fimmta árið sem hótelið starf aði í Menntaskólanum að Laug arvatni, en auk þess væru tvö hótel önnur á staðnum, þ. e. a s. í Kvennaskólanum og i Hér' aðsskólanum. 1 Hótel Eddu eru 70 gistirúm og svefnpokapláss að auki. Erna sagði að sólskin og blíða hefði verið um helgina og svo væri enn í dag, enda væri hó- telið yfirfullt af gestum ennþá. Hestafólk eru fastir hótelgestir, en þeir dvelja i viku hver hóp- ur og hafa fastan leiðsögumann sem að þessu sinni er Flosi Ól- afsson, leikari. Þorkell Bjama- son á aftur á móti hestana, stm hann leigir Ferðaskrifstofu rík- Þegar blaðið hafði samband við Hótel Valhöl'l á Þingvöllum i morgun, varð Jón Eiriksson, skrifstofumaður fyrjg svörum. Jón sagði að umferðin hefði ver ið mjög mikil um helgina og hefði hún einu sinni verið svip- uð í vor, en það var fyrir hálf- um mánuði. Þó hefði laugar- dagsumferðin verið öllu meiri núna. Umferðin gekk vei fyrir sig enda var lögregluþjópn á staðnum og svo er um allar helgar. Jón sagði aö mikið væri um það, að tjaldbúar kæmu á hótel- ið til að fá vistir, svo sem mjólk o. fl. E'kki sagðist hann vita tii neinna óhappa, nema ef getið vaeri um piltung sem haföi leitað aðstoðar í hótelinu, en pilturinn hefði verið að veið- um og krækt önglinum í hnakk- ann á sér. Jónina Pétursdóttir hótel- stjóri að Bifröst í Borgarfirði Pramhald á bls. 10 550 L næstu helgi Stærsta stálskipasmiðast'óðin og dráttarbrautin fyrir 2,000 tonna skip i uppbyggingu á Akureyri Á undanförnum misserum hefur verið unnið ötullega aö upp- byggingu alhliða aðstöðu á Akur- eyri fyrir nýsmíði og viðhald stál- skipa. Byggð er skipasmíðastöð, þar sem unnt er að smiða innanhúss allt að 2.500 tonna skip, og drátt- arbraut fyrir allt að 2.000 tonna skip. Þessi uppbygging er vel á veg komin og gengur að heita má samkvæmt áætlunum. Þarna koma' til meö að vinna að staðaldri allt að 300 iðnaöarmenn og verka menn, þegar fyrirtækin veröa kom- in í fullan rekstur. ic Það er Slippstöðin h.f. undir forystu þeirra feöganna Skafta Áskelssonar forstjóra og Hallgrims Skaftasonar, sem er aö byggja upp stálskipasrniðastöðina. I ágúst í fyrra lauk smíði fyrsta skipsins, en það er 346 iestir að stærð. Siðan var tekið til viö byggingu skipa- smíðahúss, sem er 1760 fermetrar að flatarmáli 03 38720 rúmmetrar, en nú stendur yfir smíði verkstæð- ! ishúss, sem verður 1360 fermetrar ! að flatarmáli. I nýja húsinu er svo ! að Ijúka smíði 550 tonna stálfiski- : skips fyrir Eldborgu h.f. í Háfnar- j firði og veröur það að öllum lík- indum sjósett um næstu helgi. ★ Dráttarbrautarframkvæmdirn ar eru á vegum Akureyrarhafnar, sem tók þær aö fullu í sínar hend-1 ur eftir að staðið höfðu yfir lang- vinnar væringar milli hafnarnefnd- ar og vitamálastjóra um þær. | Framkvæmdastjóri verksins er Pétur Bjarnason verkfræðingur. Þessi nýja dráttarbraut er byggð að nokkru upp úr gömlu dráttar- brautinni og á sama stað. Sú braut tekur 400 tonna skip að eigin þunga, en nýja brautin á að geta tekið allt að 2000 tonna skip. Þá er og byggð ein hliðarfærsla fyrir 800 tonna skip og viðlegukantur í vinkil og út með brautinni, 30 metra langur til norðurs og 120 metra til austurs. Þessar fram- kvæmdir eru áætlaðar muni kosta um 42 millj. kr. og á þeim að ljúka á næsta ári. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.