Vísir - 17.07.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 17.07.1967, Blaðsíða 3
V1SIR. Mánudagur 17, júlí 1967. J Þessa sólheitu sumardaga sprangar fólk um brennheitt malbikið, fáklætt og frá sér num ið í blíðunni. Það gengur leti- lega um bæinn, leggst niður, hvar sem það finnur grasblett, eða tyllir sér að minnsta kosti rétt sem snöggvast niður á garð bekkina, sem eru tandurhreinir eftir rigningarhretið á dögun- um. — Það er loksins komið, segja menn — sumarið — og sumir skrópa í vinnunni til þess að sleikja sólskiniö. að eiga frí svona um lengstan daginn, láta sólskinið stytta sér stundir, verða útitekinn og hraustlegur, sýna sig og sjá aðra eins og gengur. Það hlýtur iíka að vera skárra en endranær að vera túristi á íslandi þessa alltof fáu sólskins- daga. Ósköp vorkennir maður þessu fólki, sem leggur á sig rándýrt ferðalag um hásumarið til þess að njóta náttúrufegurð- arinnar og allra dásemdanna, sem lýst er í ferðapistlunum og rigningu og roki, eins og inn- lendir mega una við lengst af. Það mátti svo sem búast við þessu hérna noröur á hjara ver- aldar. Ferðamenn verða því kannski ekki minna gáttaðir á svona dýrðardögum en við inn- fæddir. Myndsjáin var eins og fleiri á mesta eirðarlevsisrápi um bæ- inn fyrir helgina og beindi ljós- opinu að saklausum ferðamönn- um, sem áttu sér einskis ills og þess vegna leitar Myndsjáin út í sólskinið aftur og þurfti ekki langt að fara til þess að finna nokkra furðufugla, sýni- lega erlenda, sitjandi í brekk- unni framan við Ferðaskrifstof- una í Lækjargötu. — Þeir kváð- ust búa í nágrenni Lundúna- borgar, hingað komnir í þeim ærlega tilgangi að skoða ís- lenzka náttúru. Raunar fóru þar náttúrufræðistúdentar og einn þeirra meira að segja fullmekt- ugur í sinni grein. Kváðust þeir ætla á geimfaraslóðir austur að öskju og Mývatni. — Þeir fé- lagar virtust við öllu búnir af íslenzkri veðráttu, girtir þykk- um peysum um mitti og einn þeirra dró upp svellþykka prjónahúfu úr pússi sinu, þegar ljósmyndarinn mundaði vélina. 4. MYND Þar í brekkunni, við eitt fjöl- farnasta stræti borgarinnar flatmagaði fólk í makindum og skeyttu engu nema sólinni. Þó tókst Myndsjánni aö vekja at- Framh á bls 13 1. MYND Fyrst lagði Myndsjáin leið sína niður í Hafnarstræti, sem er orðið eins koriar ferða- mannakaupangur, hvar gæru- skinn, marglit, hanga í gluggum og brosmildar ljóskur standa innan við búðarborð og gegna fólki flestum tungum, ensku, þýzku, skandinavísku.. 2. MYND Þarna er helzt von heims- hornaflakkara, sem koma þar á höttum eftir minjagripum: Lopa peysur renna út eins og heitar lummur, skinn, bleik, rauð og blá, hrosshúðir jafnvel. Þar er margt ágætra hannyrða, útskurð ur hvers konar, dúkar, hekluð heröasjöl — mestu gersemar — — Og Ijósmyndarinn festir á filmuna baksvipinn á æruverð- ugri frú, sem mælir á ensku, hvar hún stendur og velur sér póstkort. 3. MYND En túrisminn grasserar ekki f Hafnarstræti þennan daginn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.