Vísir - 27.07.1967, Blaðsíða 1
Öl! tiiboð í raflögn íbúða
í Breiðholtshverfi of há
un
Framkvæmdir við Kísiliðjuna h.f
í Mývatnssveit ganga samkvæmt
áætlun enn sem komið er eftir því
sem Pétur Pétursson framkvæmda-
stjóri tjáði blaðinu í morgun. í
næsta mánuði er gert ráð fyrir að
áætluninni seinki citthvað vegna
tafa á afgreiðslu vissra tækja til
verksmiðjunnar en í september er
áætlað að vinna upp töfina. Búizt
er við að framkvæmdum við verk-
smiðjuna ljúki í október og hægt
sé þá að byrja að prófa ýmis tæki
en í september verða önnur tæki
tekin til prófunar. Próf og tilraun-
ir með tæki taka um 2—3 mánuði.
Talið er að full framleiðsla á kísil-
gúr frá verksmiðjunni geti hafizt
um eða fyrir áramót meö um 25
manna starfsliöi.
— og Framkvæmdanefndin tók Jbvi upp
samninga við lægstbjóðanda eftir reikningi
Fyrir nokkru voru opnuð til-
boð í lagningu raflagna í 312
íbúðir í fjölbýlishúsum, sem
reist eru í nýja Breiðholtshverf-
inu á vegum Framkvæmdanefnd
ar byggingaáætlunar. Alls bár-
ust 7 tilboð í verkið, og hljóð-
uðu þau upp á upphæðir frá
kr. 12 millj.—20 millj. Fram-
kvæmdanefndin ákvað að hafna
öllum tilboðunum, en tók upp
samninga viö lægstbjóðanda,
Ljósvirkjann h.f., um að vinna
verkið eftir reikningi, og eru
framkvæmdir við lagninguna
þegar hafnar skv. bráðabirgða-
samkomulagi milli Fram-
kvæmdanefndarinnar og Ljós-
virkjans.
Vísir hafði í morgun tal af
Jóni Þorsteinssyni, alþingis-
manni, formanni Framkvæmda-
nefndarinnar og bað hann að
skýra frá málavöxtum. — Jón
sagði, að vegna þess að Fram-
kvæmdanefndinni hefðu fundizt
öll tilboðin, sem bárust í verkið,
vera of há, hefði hún ekki getað
26 JARÐSKJÁLFTAKIPPIR FUND-
UST í VILLINGAHOLTI í NÓTT
— Sá snarpasti myndaði sprungur i veggjum simst'óðvarinnar
og fólk yfirgaf svefnloftið af ótta
Allmargir jarðskjálftakippir
urðu í nótt frá því um mið-
nætti og fram tll morguns aust-
anfjalls, í Flóa og í Grímsnesi.
Varð fólk þeirra vart víða. á Sel-
fossi, í Þórsmörk, í Villingaholti
Þorlákshöfn og austur á Hellu.
Flestar hafa tilkynningarnar
komiö frá Villingaholti, en þar
urðu menn varir við 26 jarð-
skjálftakippl, þann snarpasta kl.
5.18 í morgun, sem stóð yfir í
15—20 sek. og vakti fólk á Sel-
fossi, iafnvel í Reykjavik urðu
einstaka manneskiur varar við
hann. Var sá svo snarpur, að
bækur og blómavasar hrundu
úr hillum í Villingaholti og
mynduöust jafnvel sprungur í
múrhúðun á veggjum símstöðv-
arinnar þar.
,,Sá mældist 5 stig á Richter-
kvarða hjá okkur“, sagði Ragn-
ar Stefánsson, jarðskjálftafræð-
ingur hjá Veðurstofunni, Vísi í
morgun. „Samkvæmt mælingum
okkar virðast jarðskjálftarnir
hafa átt upptök sín 65 — 70 km
frá Reykjavík, eða einhvers staö
ar noröaustur af Villingaholti,
milli Villingaholts og He11u“.
„Fólkið hér þorði ekki að sofa
á efri hæð hússins", sagði Gréta
Jónsdóttir á símstööinni í Vill-
ingaholti. „Það voru slík lætin.
Húsið nötraði allt kl. 5.18, þegar
sá snarpasti gekk yfir. Bækur
og blómavasar hrundu úr hillum
hjá okkur, og það komu sprung
ur í múrhúðunina, og það var
víða hér í sveitinni, sem hrundu
úr hillum bækur og smámunir
hjá fólki. Annars var hann líka
anzi snarpur þessi sem við fund
um kl. 24 í nótt, en aðrir voru
hins vegar vægari. T.d. þessi
sem viö fundum í gaérkvöldi um
tíuleytið"
Viða varö fólk jarðskjálftanna
vart. Á Selfossi vaknaði fólk kl.
5.18 við kippinn þá. í Reykjavík
urðu fáir hans varir.
í Grímsnesi varð jarðskjálfta
vart kl. 19.15 og snarpur kippur
var um tíuleytið í gærkvöldi.
,,Sá mældist okkur vera í um
320 km fjarlægð frá Reykjavík"
sagði Ragnar, ,,en annars eru
þessir jarðskjálftar ekki óvenju
legir. Við höfum fundið þá í
vor, talsvert af þeim fyrir aust-
an fjall“.
gengið að neinu tilboðanna.
Hefðu því verið teknar upp
samningaviðræður við lægst-
bjóðanda, Ljósvirkjann h.f., um
að hann tæki verkið að sér, og
væru þeir samningar komnir vel
áleiðis. Sagði Jón, að þessir
samningar yrðu alveg tvímæla-
laust hagstæðari en hefði lægsta
tilboðinu verið tekið. Þá sagði a
Jón, að Ljósvirkinn hefði þegar /
hafið vinnu við að leggja raf-
lögnina, skv. bráðabirgðasam- i'
komulagi. Sagði Jón að lokum, *
að hér væri um alveg eðlilegan L
gang mála að ræða.
Ámi Brynjólfsson, formaður
Félags löggiltra rafvirkjameist-
■ara, sagðist ekki geta betur séð
fen hér væri Keldnaholtsmálinu
i alveg snúið við. — Rafvirkja-
fmeistarar hefðu sent inn mörg
| mismunandi tiiboð eftir að þeir
'höfðu látið uppmælingarskrif-
jstofu sína reikna út verkið.
Framkvæmdanefndin hefði þó
lekki séð sér ástæðu til að taka
neinu tilboðinu, — ekki einu
jsinni tilboðinu frá Ljósvirkjan-
um h.f., sem flestir hefðu þó
| álitið mjög lágt. — Ámi sagði
ennfremur, að rafvirkjameistar-
lar væm óánægðir með að að-
.eins skyldi hafa verið samið við
feinn aðila til að taka að sér
jverkið, fyrst engu tilboðinu
fhefði verið tekið.
Byrjað að steypa stöðvar-
húsið við Búrfell
Samkvæmt upplýsingum dr. Gunn-
ars Sigurðssonar yfirverkfræðings
Landsvirkjunar ganga framkvæmd-
ir við Búrfellsvirkjun allsæmilega
núna. Verið er aö vinna jarövinnu
fyrir skurðum og stíflugörðum og
nokkuð er síðan byrjað var að
steypa við aðalinntak uppistöðunn-
ar. Sjálfir garðarnir veröa úr
sprengdu grjóti meö þéttikjama úr
fokmold.
“■ Byrjað er aö steypa upp stöðvar-
húsið og verður fyrsti áfanginn aði
steypa upp helming þess, eða fyrir'
þrjár vélar, og nú er steypan kom-
in á hæð við túrbínumar. EÍnnig
er nú byrjað að fóðra þrýstivatns-
göngin, en svo er neðsti hluti
ganganna nefndur, og er hann
fóðraður með stálhólkum og sér
þýzka fyrirtækið Krupp um þær
framkvæmdir og leggur til hólkana.
Nú þegar em nokkrir hlutir til-
heyrandi aflvélunum komnir aust-
ur, en þeir em fluttir þangað í
stykkjum og í þeirri röð sem hent-
ar bezt við samsetningu. Ennfrem-
ur er kominn til landsins japanskúr
fulltrúi þess fyrirtækis sem aflvél-
amar eru smíðaðar hjá í Japan,
og mun hann fylgjast með uppsetn-
ingu þeirra, sem hefjast mun innan
tíðar.
Fyrstu framkvæmdir við
umferðarbrúna um höfnina
— brúin nær frá Skúlagötu að Ægisgötu —
Almenna byggingafélagið með fyrstu
undirbúningsframkvæmdir
Undirbúningsíramkvæmdir viö
umferöarbrúna sem byggja á viö
höfnina í Reykjavík eru hafnar.
— Verða byggðar undirstööur
undir brúna framan vlö tollvöru
húsið, sem is á hafnarbakkan-
um við hlið Hafnarhússins, en
brúin verður í tengslum við hús
ið og verður til dæmis hægt að
aka af brúnni inn á bílastæöi,
sem verður á annarri hæð húss-
ins.
í símtali, sem Vísir átti við
gatnamálastjóra Reykjavíkur í
morgun sagði hann, að ekki
væru hafnar aðrar framkvæmd-
ir við brúna en þessar og væri
ekki endanlega ákveðið hvenær
hafizt yrði handa, en bygging
Myndin sýnir, hvar byrjað er að byggja undirstöður umferðarbrú-
arinnar yfir Geirsgötunni. — Ljósm. Vísis tók myndina ofan úr
Ilafnarhúsinu í morgun.
hennar væri orðin aðkallandi
vegna þrengslanna á hafnarbakk
anum og aukinnar umferðar og
yrði því væntanlega ekki langt
að bíða þessará vegabóta.
Brúin sem þarna á að risa
eftir Geirsgötunni endilangri er
liður í hraðbrautarkerfinu, sem
liggja á umhverfis Reykjavík
með ströndum fram. Brúin mun
ná allt frá Sænska frystihúsinu
við Skúlagötu og vestur undir
Ægisgötu.
Gatnamálastjóri sagði að Al-
menna byggingarfélaginu, sem
byggir Tollhúsið hefði jafnframt
verið falinn þessi byrjunarund-
irbúningur að brúarsmíðinni.