Vísir - 29.08.1967, Blaðsíða 2
V
NU ER ÞAÐ EKKILENGUR "KR
HEPPNI" HELDUR „KR-ÓHEPPNI"
KR var betri aðilinn gegn Fram, en tapaði 2:3 — Fram er jbv/ enn með
i kapphlaupinu um Islandsbikarinn — KR enn í fallhættu
KR-ingar gátu sannarlega ekki hrósað happi í gær-
kvöldi. Leikur þeirra gegn Fram hefði sannarlega
átt að færa þeim stig, ekki aðeins eitt, heldur tvö.
Það voru nefnilega KR-ingar, sem áttu meira í þess-
um leik og marktækifærin voru sum of opin til að
klúðra þeim, eins og KR-ingar gerðu. En hvað um
það, Fram vann nauman sigur með 3:2 og baráttan
á toppnum í 1. deild harðnar enn, þrjú lið með 12
stig eftir 9 leiki, og má nú segja að allir 3 leikirnir
sem eftir eru, séu úrslitaleikir á einn eða annan hátt,
og tveir þeirra snerta ekki aðeins toppinn, heldur
og botninn. Það eru aðeins Keflvíkingarnir, sem nú
eru á keppnisferðalagi í Þýzkalandi, sem geta and-
að rólega, eiga ekki möguleika á sigri og geta ekki
fallið.
Þéttur Uöi féll á völlinn þegar
leikurinn milli KR og Fram hófst.
Þetta gerði völlinn sleipan og þung
an og boltann óviöráðanlegan.
Engu að síður mátti oft sjá laglega
leikkafla, einkum á miðbiki vallar-
ins hjá Fram, KR sótti hins vegar
með lengri sehdingum og ógnaði
mun meira en Fram.
í fyrri hálfleik kom fyrsta mark
leiksins á 22. mín. Gunnar Felix-
son skoraði eftir að Framvörninni
mistókst við hálan boltann.
Svipað gerðist við markiö að
norðanverðu 9 mínútum síðar, þeg-
ar Grétar Sigurðsson jafnaði fyrir
Fram, boltinn hreinlega rann til
Grétars af KR-ingi, og skoraði hann
auðveldlega.
Á 43. mín. dæmdi Magnús Pét-
ursson, nokkuð strangt viti á KR.
Það var Kristinn Jónsson, sem
renndi sér eftir boltanum og mun
hafa komið við hinn efnilega ný-
liða Fram, Ágúst, án þess þó að
hann félli. Helgi Númason skoraði
örugglega úr spyrnunni,
Samt var það svo að KR-ingar
höfðu átt tækifærin, t.d. Baldvin
í opnu færi, en brenndi af og Bald-
vin átti líka góðan skalla, sem lenti
í þverslá og niður á línuna.
oama sagan endurtók sig í seinni
hálfleik. Anton bjargaöi með skalla
í horn snemma í hálfleiknum. Skot
Eyleifs bókstaflega „sleikti" þver-
slána á 13. mínútu. En á 16. mín.
| komst Grétar Sigurðsson í ágætt
■ skotfæri, en mistókst. Þá átti Ein-
| ar Ólafsson góð tilþrif, skaut ó-
' vænt en Guömundur Pétursson j
bjargaði í horn.
Á 24. mín. kom sigurmark Fram.
Það var Grétar Sigurðsson, sem
i fékk skyndilega góða sendingu frá
Erlendi Magnússyni inn á miöjuna,
en þar hafði Grétars ekki veriö
gætt sem skyldi, og átti hann greiða
leið að markinu, enda Grétar mjög
ákveðinn og átti góðan leik í gær,
[ — og lenti skot hans örugglega
I í netinu án þess að Guðmundur
| kæmi vörnum við.
Á 39. mín. skoraði Gunnar Fel-
, ixson 3:2, hannkomstáhraðasínum
| í gegn og fór upp að endamörkum, j
átti í talsverðu basli uppi við I
j markiö, en gat komið boltanum í j
í netið.
! Eftir voru 6 spennandi mínútur.
| Eyleifur skapaði stórhættu, en það
I var bjargað í horn. Sama var að
segja um Baldvin, en Framarar
stóöu allt af sér. Sigurinn var
þeirra, ekki réttlátur, en tvö dýr-
mæt stig féllu þeim þó í skaut.
— j bp —
Golfmeistarar 1967 í
keppni á Suðurnesi
Laugardaginn 2. september næstkomandi, fer fram afreks-
keppni Flugfélags íslands í golfi hjá Golfklúbbi Ness á Sel-
tjamarnesi.
Þetta er ein mesta golfkeppni ársins, þar sem eingöngu golf-
meistarar ársins U«57 hafa unnið sér rétt til þátttöku. Þetta
er sú þriðja í röðinni og hafa eftirfarandi 6 golfmeistarar
unnið sér rétt til þátttöku þetta ár:
Gunnar Sólnes núverandi íslands
meistari,
Magnús Guðmundsson Akureyr-
armeistari,
Þorbjöm Kjærbo Suðurnesja-
meistari,
Atli Aðalsteinsson sigurvegari
Coca Cola-keppni Vestmanna-
eyja,
Ólafur Bjarki Ragnarsson sigur-
vegari Coca Cola-keppni Reykja-
víkur,
••■•••••••••••■•••••••«
Fíllinn eðn tröllið?
I kvöld kl. 19 fer úrslitaleik-
ur Þróttar og Vestmannaeyja
fram í 2. deild á Laugardalsvell-
inum. Þróttur vann allöruggan
sigur i sínum rlðli, en Vest-
mannaeylngar urðu að leika
aukaleik við Víking um hvort
liðanna mætti Þrótti í úrslitun-
um.
Llð Þróttar er ríkt af reyhslu,
en lelkmenn virðast ekki í sinni
beztu æfingu, ef Axel Axelsson
er undanskilinn. Lelkir liðsins
hafa verið mjög misjafnir í sum-
ar, liðið hefur lent í erfiðleikum
gegn veikum liðum, en átt á-
gæta leiki gegn þeim sterkari
Framhald á bls. 10
••••••••••■••••••••••••
Pétur Björnsson goiímeistari
Golfklúbbs Ness.
Á hverju ári vinna sigurvegarar
ofangreindra keppna sér rétt til
þátttöku 1 afrekskeppninni. Kepp-
j endur munu leika saman i einni
j sveit svo aö áhorfendur geti betur
j fylgzt með framvindu leiksins, en
þessi keppni hefur ávallt dregið að
j sér flesta áhorfendur meðal áhuga-
! manna í golfi.
Flugfélag íslands fiýgur með þátt
takendur til keppninnar utan af
: landi en Goifklúbbur Ness sér um
sjálft mótið eins og venjuiega.
! Þarna leiöa saman hesta sína gam
alkunnir meistarar að einum nýjum
undanteknum, sem er Atli Aðai-
steinsson, ungur og efnilegur kylf-
ingur frá Vestmannaeyjum. Verður
gaman aö sjá hvemig hann stenzt
prófraunina.
Sigurvegari i fyrra var okkar
þekkti kylfingur og margfaldur ís-
landsmeistari, Magnús Guðmunds-
son. Fulltrúi Flugfélags íslands mun
annast verðlaunaafhendingu að
keppni lokinni. Keppnin hefst, eins
og áður er getið laugardaginn 2.
september næstk. kl. 2 eftir hádegi
og má reikna með miög spennandi
keppni Úrslit hverrar holu verða
jafnóðum tilkynnt gegnum „labb-
rabb“ tæki upp í golfskálann fyrir
þá sem ekki geta fylgt keppninni
eftir á sjálfur vellinum. Einn dóm-
ari mun fylgjast með sveitinni.
i I deild er nú þessi: •
★ Fram—KR 3:2 (2:1).
Akureyri 9 6 0 3 21:11 12 J
Fram 9 4 4 1 13:10 12«
Valur 9 5 2 2 17:15 12l
Keflavík 9 3 2 4 7:9 s:
KR 9 3 0 6 15:18 6*
Akranes 9 2 0 7 9:19 42 •
Markahæstu • leikmenn eru J
þessir: •
Skúli Ágústsson, Akureyri, 10. J
Hermann Gunnarsson, Val, 9 •
Kári Árnason, Akureyri, 7 •
Gunnar Felixson, KR, 6 •
Reynir Jónsson, Vai, 4 •
Björn Lárusson, Akranesi, 4 J
Helgi Númason, Fram, 4 •
Baldvin Baldvinsson, KR, 3 •
Eyleifur Hafsteinsson, KR, 3 J
Hreinn Elliðason, Fram, 3 ®
Grétar Sigurðsson, Fram. 3 I
Matthías Hallgrímss. Akran., 3J
Jón Jóhannsson, Keflavík, 3. •
Næstu leikir: •
Á sunnudaginn fer fram sáj
leikur, sem beðið er eftir með»
mikilli eftirvæntingu, en það er£
Ieikur Akureyringa og KR. Akur J
eyringar standa vel að vígi ðg«
sigur gegn KR mundi sann-J
arlega tryggia þá, a. m. k. J
mundi sigur færa þeim aukaleik •
eða leiki gegn Fram eða Val,J
eða þá að öll þriú yrðu að leika*
sín á milli um íslandsbikarinn*
í ár. J
Geysilegur áhugi er á leikn-«
um og þegar vitað að fjöldinn J
allur af fólki fer norður til aðj
sjá leikinn. í gærkvöldi hringdi •
maður einn og kvað sig og J
allmarga félaga sína ætla norð-J
ur til að siá leikinn. Kvaö liann •
áhuga á bví hjá þeim, sem ætl-J
uöu norður að leikurinn hæfist*
fyrr en ætlað er, t. d. kl. 14,
í stað 16, en bað mundi gera#-
þeim auðveldara, sem fara norð»
ur akandi. Er bessu hér með*
komið á framfæri við móta-J
a nefnd •
• •
•••••••••••••■••••••••••