Vísir - 14.09.1967, Síða 1

Vísir - 14.09.1967, Síða 1
• '* ’á ■>’1 > ■' ■* ■ VISIR 57. árg. —t_Fimmtudagto-Ý4. september 1967. - 210. tbl. ALVARLEGT GANGBRAUT ARSLYS í GÆR Alvarlegt slys varð á gang- braut á Hringbraut, skammt frá enda Laufásvegar, í gærkvöldi, þegar bifreið, sem ekið var vest- ur Hringbraut, lenti á fullorðn- um manni sem var á ieiö yfir götuna. Varð maöurinn fyrir hægra frambretti bifreiðarinnar og slasaðist mikið. Hlaut hann lærbrot, axlarbrot og höfuð- meiðsli. Það er oröiö dagiegur viðburð ur, að ekið sé á gangandi veg- farendur, þar sem þeir eru á leið yfir götu, eftir gangbraut- um. Slysið í gærkvöldi vildi til ki. 22.15 og var maðurinn á gangi suður yfir Hringbrautina, þegar bifreiöir á báðum ak- brautum báru þar að. Bifreiðin á hægri akrein virti gangbrautarréttinn og stanzaði, en bifreið, sem ekið var á vinstri akrein, hemlaði en náði ekki að stanza. Lenti maðurinn fyrir hægra frambretti hennar. Ökumaður bifreiðarinnar ber það, að hann hafi ekki orðið mannsins var fyrr en um seinan ' — bifreið hefði verið ekið á vinstri akrein á undan sér og bifreiðin á hægri akrein hafi ver ið lítið eitt á undan og skyggt á, Hemlaförin mældust vera 13 metra löng. Allmikil rigning var og slæmt skyggni, þegar slysið vildi til, en það eru einmitt þau aksturs- skilyrði, sem lögregla og fleiri aðilar hafa varað ökumenn mest Frh. á bls. 10. Tveimur skipum hleypt af stokkunum hjá Stálvík bráðlega Innan tiðar verður hleypt af stokkunum tveimur nýjum 360 og 370 lesta stálfiskibátum, sem ----------------------------------s> Samg'óngumálaráðherrar SAS landanna boða til fundar með islenzkum ráðherrum um Loftleiðamálið á mánudag: Eins og samkomulag liggi í loftínu segir Niels P. Sigurðsson, deildarstjóri utanrikisráðuneytisins Á fundi samgöngumálaráðherra SAS-landanna í' Kaupmannahöfn i gær var samþykkt að boða til fund- ar með fslenzkum ráðherrum um Loftleiðamálið. Verður fundur sá haldinn á mánudag. Vísir hai'ði sam band við Ingólf Jónsson, samgöngu- málaráðherra í morgun. Sagöist ráð herrann fara utan tii fundarins á sunnudag, en auk samgöngumála- ráðherrans sækir utanríkisráöherra, Emil Jónsson, fundinn. Vísir hafði í morgun tal af Níels P. Sigurðssyni, deildarstjóra í utanríkisráðuneyt- inu. Sagðist Níeis ekki hafa fengið nánari fréttir af fundinum í gær, en „þegar boðað er til fundar, finnst manni eins og samkomulag iiggi í loftinu", sagði Níels. Fundur þessi, sem haldinn var i gær, var haldinn að tilhlutan sænska samgöngumálaráðherrans, Olof Palme. Fundur íslenzkra ráð- herra og ráðherra SAS-landanna hafði upphaflega verið ráðgerður Saltað úr Héðni og Gísla Arna áRaufarhöfn Góð síldveiði var á norðurslóðum síðasta sólarhring, einkum fyrri- partinn í gær, en 21 skip tilkynntu j sk^rt leiðangur á vegum síldarútvegs- nefndar, eins og frá hefur verið Gísli Árni er með um 90 tonn af ísaðri síld í forlest og verður reynt að salta hana hjá Óðni á Raufarhöfn í dag, en ekki var neitt farið að kanna ástand hennar I morgun. þennan dag, en Svíar farið fram á frestun, þar sem ráðherrar SAS- landanna þyrftu að bera saman bækur sínar áður. Á fundinum á mánudaginn verður tilboð íslenzkra stjórnvalda um fargjaldamismun á leiðum að og frá Skandínavíu með RR 400 vélum Loftleiða og með flugvélum SAS að iíkindum lagt fram, en þar er lagt til, að mis- munurinn á fargjöldunum verði 10 —12%. Núgildandi mismunur með Dc 6b vélum Loftleiða og þotum SAS er 13—15%. Þá er og líklegt, að SAS menn fari fram á, að Loft- leiðir fækki ferðum sínum til Skandínavíu, fái þeir að nota RR 400 vélar sínar á þessum leiðum. Hafa SAS-menn áður lagt til, að aðeins verði flogið einu sinni í viku með RR 400 vélum til Skandínavíu, en á hefur verið bent, að engin flugleið getur borið sig, ef aðeins er flogið einu sinni í viku á leiðinni. Þetta vita SAS-menn af sárri reynslu, því að I S.-Ameriku varð SAS að hætta flugi á einni flugleið, þar sem viðkomandi Loftferðayfir- völd heimiluðu SAS aðeins ferð einu sinni í viku á fyrrgreindri flug- leið. smíðaðir eru hjá Stálvik hf. í Amarnesi. Að því er Jón Sveins- son, framkvæmdastjóri skipa- smíðastöðvarinnar sagði Visi í morgun, er ekki endanlega bú- ið að tímasetia sjósetninguna, en nú er unnið að frágangi og tækjauppsetningu í skipunum. Skip þessi eru bæði fyrir ís- lenzka aðila, annað fyrir Eldey hf. í Keflavík, en hitt fyrlr Þórð Óskarsson á Akranesi. Skip þessi eru bæöi hin fall- egustu, og áður hefur komið fram í Vísi, aö verð þeirra er lægra en verð margra þeirra fiskiskipa, sem flutt hafa verið inn hingað til landsins frá er- lendum skipasmíðastöðvum. — Eins og áður hefur verið sagt frá í Vísi var i síðasta mánuði hleypt af stokkunum á Akur- eyri 550 lesta fiskiskipi. Sýna þessar skipasmíðar íslenzku Frh. á bl. 10. Tveir bátar í landhelgi Tveir Vestmannaevjabátar voru teknir að meintum ólöglegum yeið- um í landhelgi í gærkveldi og í nótt. I gærkveldi var Vestmanna- eyjabátur með skrásetningarnúm- erið VE 92 tekinn að veiðum úti af Ingólfshöfða, og í nótt bátur með skrásetninguna VE 200 út af Vík í Mýrdal. Farið var með báða bát- ana til Vestmannaeyja, þar sem mál skipstjóranna verða tekin fyr- ir. um afla, 4.235 lestir. Veiðisvæðið þokast jafnt og þétt nær landinu og er þaö nú á að gizka 520—40 mílur frá Langanesi. Vindur er nú hægur á miðunum, en talsverður sjór. Mikig var kastað í gær og náöu nokkur skip ágætum köstum, en ekkert hefur frétzt um veiði i nótt. Tvö skip komu í morgun til Rauf- athafnar með síld, sem reynt verð- ur að salta. Héðinn ÞH kemur með sjókælda síld í þremur tönkum, innan við 100 tonn, og verður reynt að salta hana á söltunarstöðinni Björgu, en búizt er við að hún sé helzt til mikið slegin, enda hreppti skipið slæmt veður á landleiðinni. Héðinn mun síðan fara í tilrauna- „Hörð barátta um 2. sætið og rétt til þátttöku í heimsmeistarakeppninni ' Sagði Stefán Guðjohnsen i viðtali frá Dublin i morgun — Islendingar komnir i 3. sæti, eftir að hafa unnið bæði Frakka og Grikki 8:0 íslenzka sveitin er%nú kom- in í 3. sætið á Evrópumeist- aramótinu í bridge. Þeir unnu Frakkland. F.vróD'ime'starana frá því í fyrra, 8 — 0, ig Grikk land unnu þeir i gærkvöldi 8 — 0. í hálfleik var staðan 32 — 8 í leiknum við Frakka, en honum lauk 78 — 38 t 16. umferð spilaði íslenzka sveit in við Grikkland og var stað- an í hálfleik 11—59, en leikn- um lauk 55—128, eða 8 — 0 fyrir ísland. Staðan eftir 16. umferð er þá: 1. Ítalía 100, 2. Frakkland 87, 3. Island 85, 4. Noregur 84, 5. Engl. 82, 6. Sviss 79, 7. Holl. 76, 8. Svíþjóð 74, 9. ísrael 66, 10. Belgía 64. Italía hefur tryggt sér nokk um veginn forustuna í mót- inu, en mismunurinn á fimm Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.