Vísir - 14.09.1967, Page 2

Vísir - 14.09.1967, Page 2
 Aberdeenliðið verður varla dæmt eftir þessum leik. Það er þó greinilegt að líðiö er mjög gott og væntanlega mun það standa sig vel í 1. deildinni í vetur. 1 liðinu er raunverulega engin stjarna, eins og í flestum brezkum liðum, leik- menn þeim mun jafnari, sem kem- ur betur út fyrir liðsheildina. Storrie miðherji er þó mjög góður og Buchan h. innherji sömuleiðis. Vörnin virtist ekki mjög sterk, en markvörðurinn mjög góöur og sýndi hann það í nokkur skipti í gær- kvöldi hvað hægt er að gera með réttum staðsetningum einum sam- an. 1 liði KR var raunar fátt um fína drætti. Ellert Schram átti sinn langbezta leik í sumar, og var bezti maður liðsins og einn bezti maður vallarins, enda reyndi mikið á hann og hann gat sannarlega sýnt hvað í honum býr. Bakverö- irnir Kristinn Jónsson og Bjami Felixson komu raunar vel út, en aðrir leikmenn voru að mínu viti langt undir eðlilegri getu. Dómara„tríóið“ frá Noregi var ágætt, — en segja má að leikurinn hafi verið auðdæmdur og lítið var um árekstra. Áhorfendur munu hafa veriö um 2000 talsins. — jbp — Buchan, innherji, lengst til vinstri, skallaði í háum boga yfir Guðmund og skoraði 2:0 fyrir Aberdeen. SKOTARNIR UNNU A FJÓRUM „ÓDÝRUM" MÖRKUM — en KR skorabi fallegasta mark leiksins — Aberdeen fer i 2. um- ferð Evrópubikarkeppni bikarmeistara með 14:1 gegn KR „Við hverju var að búast? Varla skemmtilegum leik, — okkar leikmenn voru öruggir um sigur löngu fyrir leikinn, strákarnir léku aðeins til að ljúka þessari skyldu, sem síðari leikurinn setti okkur á herð- ar. Annars hefur dvölin héma verið skemmtileg, þótt veðrið sé hálfgert nóvemberveður á skozka vísu“. hað var hinn ákveðni framkvæmdastjóri Aberdeen, eða Dons, eins og Skotar kalla hann, sem talaði. Hann var langt frá því ánægður með leik liðs síns, og eflaust hefði hann verið í miðju kafi að hella úr skálum reiði sinnar yfir leikmenn, ef þeir hefðu ekki gert betur í deildaleik í Skotiandi, þegar blaðamaður bankaði upp í búningsherbergi Skotanna. „Nei, forysta okkar liðs var of mikil til að hér gæti orðið skemmti "'gur leikur. Það sýndi sig líka að fólkið kom ekki einu sinni til að sjá leikinn", sagði hann. I morgun fór liðið utan til Skotlands og á laugardaginn bíður þeirra verkefni ( 1. deild, en þar hefur liðið verið f talsveröri sókn að undanförnu. En svo við snúum okkur að leikn- ’i í gær, þá virðist mér að hann '’afi lagzt allsæmilega í menn, sem sögðu sem svo: „Jú, 4:1 er þó alltént skárra en 10:0 og vissulega c. það rétt:-Hins vegar verður því ekki neitað aö leikurinn var ákaf- 'ega dauf skemmtun og hraðinn i leiknum í algjöru lágmarki. Hef ég ' ddan séð skozkt liö, hvorki hér né í Skotlandi, leika svo hæga j knattspyrnu, — því verður að álíta að leikmenn hafi ekki haft allt of mikinn áhuga. Sóknir Skotanna færðu heldur ekki sérlega mikla hættu, — þaö voru eiginlega KR- ingamir, sem opnuðu meira, þegar 1 þeir komust inn að vítateigi Aber- deen-manna. Þannig stóö Eyleifur tvívegis, í sitt hvorum hálfleiknum, einn fyrir markinu og átti aðeins markvörðinn eftir, en í bæði skipt- in skaut hann beint upp í fang markvarðarins, sem hafði komið talsv ..-t út úr markinu og lokaði bvi vel. Skotarnir reyndu langskot og flest þeirra voru misheppnuö, tvö j eða þrjú varði Guðmundur laglega, en flest voru þau víðsfjarri mark- Eyrnalokkar í miklu úrvali. Allir litir. — Verð kr 98.—. SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 inu. Og mörkin? Því miður Verður ekki annað sagt en að Guömundur Pétursson hafi „átt“ 2—3 þeirra, en greinilegt er að mótlætið, sem Guðmundur hefur orðiö fyrir bæði í landsleiknum og eins í leiknum í Aberdeen, hefur haft mjö.; slæm áhrif á hann og er það eðlilegt og skiljanlegt. Við vitum vel að Guð- mundur er mun öruggari og betri markvörður en hann var í gær- kvöldi. KR-ingar reyndu greinilega strax varnarleikaöferð og tókst vel. Aberdeen sótu, en án verulegs árangurs. Fyrst á 19. mín. áttu Skotar tækifæri, sem kallazt gat, þegar Guðmundur átti vafasamt úthlaup og enn vafasamári tilraun til aö losa sig við boltann, kýldi hann til Skota í opnu færi, en Skotanum brást bogalistin. Skotarnir reyndu greinilega að lokka KR-ingana fram á völlinn og tókst það, en þaö var þó ekki fyrr en á 43. mín. að Storrie miðherja skorar 1:0, en þaö kom eftir skot frá Buchan v. innherja, fast skot, sem Guðmundur missti frá sér og Storrie kom aðvífandi og skoraði auðveldlega. Aðeins 2 mín. síðar, þegar klukka dómarans sýndi að aðeins örfáar sekúndur voru eftir skallar Buchan þvert fyrir markið, þaðan sem hann stóð nærri endamörkum en nærri marki, og boltinn fór í háum boga yfir Guðmund markvörð og inn í hornið fjær. Bæði mörkin af ódýrara taginu. í seinni hálfleik kom 3:0 strax á 3. mínútu og var heldur slysa- legt. Aukaspyrna var tekin af 20 metra færi, skotiö fór í gegnum varnarvegginn beint á markiö, en Guðmundur hélt boltanum ekki og sveigði honum inn í hornið vinstra megin við sig. Skotið kom frá Munro framverði. Á 11. mín. skoraði Storrie loks 4:0. Það kom eftir fyrirgjöf frá Wilson h. útherja, föst fyrirgjöf, sem Guðmundur virtist ekki átta sig á i tíma, — Storrie sá sér leik á boröi og sneiddi boltann laglega niður í markið. Enda þótt Aberdeen hefði tökin yfirleitt í hendi sér áttu KR-ingar þó heiðarlegar tilraunir og Eyleifur komst m. a. í gegn eins og áður er skýrt frá, en markvörður varöi, greip boltann örugglega. En á 26. minútu skorar KR sitt eina mark í þessari Evrópubikar- képpai, og satt að segja var þetta langfallegast’a mark leiksins og eina hreina markið. Gunnar Felix- son afgreiddi boltann fallega fyrir markið og Eyleifur kom brunandi á mikilli ferð»og afgreiddi frá víta- punkti í bláhornið vinstra megin, gjörsamlega óverjandi. Markinu var fagnað innilega, — líka af brezku blaðamönnunum, sem komu til aö skrifa um leikinn fyrir blöð sín. Þannig lauk þessum leik, 4:1 fyrir Aberdeen, sem vitanlega er veröskuldað. Aberdeen fer því á- fram í 2. umferð meö 14:1 saman- lagt, en næsti leikur þeirra verður ekki fyrr en í næsta mánuði og á eftir að draga um það hvaða iið mætast í næstn umff>rð. Erlend knattspyrnn í gærkvöldi í gærkvöldi léku írska liðið Glentorian og Benefica frá Portúgal í Belfast og lauk leiknum jafntefli 1:1. Leikurinn er liður í Evrópubik- arkeppni meistaraliða og var fyrri leikur liöanna í 1. umferð keppn- innar. í svokallaðri „sýningaborga- keppni“ urðu þessi úrslit: ★ Vin: Vienna — Atletico Madrid 2:5. ★ Khöfn: Frem—Atletico Bil- bao 0:1. ★ Dublin: St. Patricks—Gir- ondins Bordeaux 1:3. ★ Brugge: Brugge—Sporting Lisaboa 0:0. í Leage Cup í Skotlandi urðu þessi úrslit: Queens Park—St. Johnstone 0:5. Celtic—Ayr Utd. 6:2. East Fife—Dundee 0:1. Morton—Kilmarnock 3:2. Ellert Schram, langbezti leikmaður KR í gær, á hér í höggi við Skotana.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.