Vísir - 14.09.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 14.09.1967, Blaðsíða 3
V í SIR. Fimmtudagur 14. september 1967. Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum. (Myndimar tók ljósm. Vísis, B. G. á æfingu í Þjóðleikhúsinu á þriðjudag). Galdra-Loftur, eitt af óska- bömum íslenzkrar leikritunar, verður nú í fyrsta sinn flutt á sviði Þjóðleikhússins, og verður það frumsýnt næstkomandi sunnudag. Leikritið var fyrst sýnt í Reykjavík árið 1914 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og léku þá Jens Waage og Stefanía Guðmundsdóttir Loft og Stein- unni. Mun sú sýning vera í margra minnum ein eftirminni- legasta leiksýning, sem sézt hef ur hér I Reykjavík. Næst var Galdra-Loftur sýndur 1933, og léku Indriði Waage og Soffía Guðlaugsdóttir aðalhlutverkin. 1948 er leikurinn sýndur í þriðja sinni í Iðnó, og þá leikur Gunn- ar Eyjólfsson Loft og Regína Þórðardóttir Steinunni. Loks sýndi L. R. leikinn 195G og leika GALDRA-LOFTUR þá Gísli Halldórsson og Erna Sigurleifsdóttir Loft og Stein- unni. í þessari uppfærslu á Galdra- Lofti leikur Gunnar Eyjólfsson aðalhlutverkið, en þetta er í þriðja sinn, sem hann lcikur Loft því auk þess sem hann lék hann 1948 hefur hann farið með hlutverkið hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir þremur árum. Önnur hlutverk eru leikin af Kristbjörgu Kjeld, en hún leik- ur Steinunni, Margrétl Guð- mundsdóttur. sem leikur Dísu, Val Gíslasyni, sem leikur ráðs- manninn, Erlingi Gíslasyni sem leikur Ólaf og aðrir leikendur eru Árni Tryggvason, Róbert Arnfinnsson, Guðbjörg Þorbjarn ardóttir o .fl. Á frumsýningunni á sunnudag verður i fyrsta sinn flutt með leikritinu tónlist Jóns Leifs, sem nú er nær 50 ára gömul. Hún var flutt í Háskólabíói fyrir nokkrum árum og las Gunnar Eyjólfsson bá kafla úr hlutverki Lofts. Páll P. Pálsson mun stjórna Sinfóníuhljómsveitinni sem leikur á frumsýningunni, en á öðrum sýningum verður tónlistin flutt af segulbandi. Leikstjóri á Galdra-Lofti í þessari sýningu Þjóðleikhússins er Benedikt Árnason, en Jóhann Sigurjónss. mun vera afabróöir hans. Blaðið hafði tal af Bene- dikt og sagði hann að leikritið væri flutt óstytt og óbreytt, að undanskildum endinum, sem fluttur verður á nokkuö nýstár- legan hátt, sem ekki verður nánar skýrt að svo stöddu. Sagðist Benedikt reyna að forð- ast að gera leikritiö „yfirdrama- tiskt“, og reyna að gera persón- ur leiksins eins mannlegar og unnt væri. „Á bann hátt held ég að Galc'.ra-Loftur höfði mest til fólks í dag“ sagði Benedikt. Leikmynd hefur Gunnar Bjamason gert, og er sviðið í síðasta atriðinu með nokkuð öðr um hætti en það hefur verið á fyrri sýningum á Galdra-Lofti og yeröur forvitnilegt að vita hvernig leikhúsgestir í dag taka þessum breytingum. Búninga hefur Lárus Ingólfsson teiknað. Loftur og Dísa biskupsdóttir (Margrét Guðmundsdóttir) í kirkjunni í Skálholti. Samtal Ólafs og Steinunnar, rétt áður en Steinunn gengur í ána. Það er Erlingur Gíslason, sem leikur Ólaf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.