Vísir - 14.09.1967, Side 5
V í SIR. Fimmtudagur 14. september 1967.
5
Yfirlit yfir framkvæmdir við dreif-
ingarkerfi íslenzka siónvarpsins
Vegna viðtals við Sæ-
mund Óskarsson, yfir-
verkfræðing Landssím-
ans í Vísi á laugardaginn
síðasta um framkvæmdir
við dreifingarkerfi ís-
lenzka sjónvarpsins, hef-
ur hann beðið Vísi að
birta eftirfarandi greinar-
gerð um dreifingarkerfið,
til skýringar við fyrr-
greint viðtal. Fer greinar-
gerð Sæmundar hér á
eftir:
1. Vatnsendastöðin er nú full-
byggð. Hún er miðstöð fyrir
dreifikerfið á Suðvestur- og Mið-
vesturlandi ,en auk þess þjónar
hún beint höfuðborgarsvæðinu,
Suðumesjum og Kjalarnesi að
mestu .nokkrum hluta Mosfells-
sveitar og Akranesi. Frá stöðinni
eru einnig viðtökuskilyrði á vest-
anverðum Mýrum, á sunnanverðu
Snæfellsnesi austantil og víðar.
Vatnsendastööin verður einnig
tengistöð við Vestfirði um stöð i
Stykkishólmi og við Suðurland
um stöðvar í Vestmannaeyjum, á
Háfelli í Mýrdal og i Höfn í
Homafirði og þaðan áfram um
nokkrar millistöðvar til sunnan-
verðra Austfjarða.
Eftirfarandi endurvarpsstöðvar
nota nú útsendingar Vatnsenda-
stöðvarinnar beint: Vestmanna-
eyjar, Grindavík, Hellissandur
(fr:'. Hellissandi er sent til stöðv-
ar fyrir Ólafsvík), Grundarfjörð-
ur, Stykkishólmur og Borgames.
Einnig er áætlað að stöövar á
Lambhaga i Leirársveit og á Lága
felli í Mosfellssveit, sem báðar
verða byggðar í haust, svo og end
anleg stöð fyrir Borgarfjarðarhér-
að, sem áætluð er á Amarstapa
á Mýrum ,noti útsendingar Vatns-
endastöðvarinnar til endurvarps.
Vatnsendastöðin er tengd Sjón-
varpshúsinu við Laugaveg með
mikróbylgjusambandi.
2. Vestmannaeyjastöðin er í bygg
ingu og er áætlað að henni
Ijúki í október nk. Þar er nú starf-
rækt bráðabirgðastöð.
Vestmannaeyjastöðin verður
miðstöð fyrir dreifikerfið á Mið-
suðurlandi og þjónar auk þess
mestum hluta Suðurlandsundir-
lendis beint.
Vestmannaeyjastöðin verður
einnig tengistöð í dreifikerfinu
áfram austur ,allt til sunnan-
verðra Austfjarða, eins og áður
getur.
Nú taka endurvarpsstöö á Reyn
isfjalli í Mýrdal og bráðabirgða-
stöð á Selfossi við útsendingu
Vestmannaeyjastöðvarinnar, en á-
ætlað er, auk þess, að hún sendi
til endurvarpsstöðva á Langholti
í Hrc 'pum og Háfelli í Mýrdal.
Vestmannaeyjastöðin endur-
varpar, eins og áður getur, útsend
ingu Vatnsendastöðvarinnar.
3. Ekki er enn ákveðið hvenær
endanleg stöð verður reist á
Háfelli í Mýrdal, en bráðabirgða-
stöö verður sett þar upp í haust.
Háfellsstöðin verður miðstöð
fyrir dreifikerfið á Suðausturlandi
og þjónar auk þess Álftaveri, Með
allandi, Landbroti og Öræfum
beint. — Hún verður einnig tengi-
stöð ,í dreifikerfinu allt til sunnan-
verðra Austfjarða, eins og áður
segir.
■^■■■■■■■■■■■i -OTWWBBBi
Endurvarpsstöðvar fyrir Síðu
og Höfn í Hornafirði munu meðal
annarra endurvarpa útsendingu
Háfellsstöðvarinnar.
Frá bráöabirgðastöðinni á Há-
felli verða væntanlega nothæf, en
kki fullkomin móttökuskilyröi til
endurvarps x Höfn í Hornafiröi,
og verður væntanlega sett þar
upp bráðabirgðastöð í haust.
Háfellsstöðin mun, eins og áöur
getur, endurvarpa útsendingum
Vestmannaeyjastöðvarinnar.
Styrkmælingum frá Háfelli til
Hafnar í Hornafirði er að mestu
lokið. Myndgæðamælingar hafa
enn ekki fariö fram og ekki er
ákveðið hvenær mælingum frá Há
felli verður haldið áfram.
4. Áætlað er að byggja endanlega
stöð í Stykkishólmi fyrir árs-
lok 1969. Sú stöð verður miöstöö
fyrir dreifikerfið á Vestfjörðum
og í Dölum, auk þess sem hún
mun þjóna miklum hluta Breiöa-
fjarðar og Barðastrandar beint.
Stykkishólmsstöðin mun endur
varpa útsendingum Vatnsenda-
stöðva: innar, eins og bráöabirgða-
stöðin þar gerir nú.
Mælingar frá Stykkishólmi til
Vestfjarða hefjast nú í haust og
verður væntanlega lokið næsta
sumar.
5. Áætlað er að byggja endanlega
stöð á Skálafelli á árinu Í968.
Sú stöð verður miöstöö fyrir
dreifikerfið á Noröurlaxídi vestan-
verðu, auk þess. sem hún mun
þjóna nokkrum nágrannahéruðum
beint, en fyrir þau verður sett
upp lítil bráðabirgðastöð í haust.
Skálafellsstöðin verður einnig
tengistöð við Miðnoröurland um
litla stöð í Hörgárdal og stóra
stöð á Vaðlaheiði og áfram við
Austfirði norðanverða og Norð-
austurland um stöð á Fjarðar-
heiðí.
Skálafellsstööin verður tengd
Sjónvarpshúsinu við Laugaveg
meö mikróbylgjusambandi eins og
Vatnsendastöðin.
Styrkmælingum frá Skálafelli
er að mestu lokið, en undirbún-
ingur undir myndgæðamælingar
stendur yfir og verður þeim mæl-
ingum lokið í haust.
6. Áætlað er að byggja endan-
lega stöð á Vaölaheiði fyrir árs
lok 1969, en bráöabirgðastöð þar
samhliða Skálafellsstööinni.
Vaölaheiðarstööin veröur mið-
stöð fyrir dreifikerfið á Miönorður
landi og mun auk þess þjóna mikl
um hluta Eyjafjarðar, að Akur-
eyri meðtalinni, beint.
Vaðlaheiðarstööin verður einnig
tengistöð við norðanveröa Aust-
firöi og Norðausturland um stöð
á Fjarðarheiði.
Vaðlaheiöarstööin mun taka við
útsendingu Skálafellsstöðvarinn-
ar um litla millistöð í Hörgárdaln-
um.
Styrkmælingum frá Vaðlaheiði
til fyrirhugaðra aðalendurvarps-
stöðva á Fjarðarheiöi, á Fljóts-
heiði og á Siglufirði, er að mestu
lokið. Mælingum frá Vaðlaheiði
verður haldiö áfram í haust og
væntanlega lokið næsta sumar.
7. Áætlað ér að byggja endanlega
stöð á Fjarðarheiði fyrir árslok
1969. Sú stöð verður miðstöð fyr-
ir ureifikerfiö á norðanverðum
Austfjörðum og á Norðaustur-
landi, og mun auk þess þjóna
miklum hluta Héraðs beint.
Mælingar frá Fjarðarheiði verða
framkvæ.ndar næsta sumar.
inií^saaffiBHnHni
yfirverkfræðingur.
8. Að lokum er rétt að taka það
fram, að Ríkisútvarpiö tekur
aö sjálfsögðu allar endanlegar á-
kvarðanir um framkvæmdir, en'
Landssíminn hefur annazt áætlan-
ir og mælingar vegna dreifikerfis
sjónvarpsins, svo og byggingu og
rekstur sendistöðva þess.
Ríkisútvarpiö og Landssíminn
hafa gert sameiginlega þær fram-
kvæmdaáætlanir, sem nú er unnið
eftir, en þær mótast að sjálfsögðu
mjög af árangri mælinga.
Tilkynmng frn
Barnamúsíkskóla
Reykjavíkur
Innritun stendur yfir þessa viku eingöngu (til laugar-
dags). Enn eru nokkur pláss laus fyrir 7 — 9 ára nem-
endur. Innritað er frá kl. 3 — 6 í Iðnskólahúsinu, 5. hæð,
gengið inn frá Vitastíg.
Allir nemendur, sem innritazt hafa í Forskóladeild og
1. bekk skólans og hafa ekki komiö með afrit af
stundaskrá sinni enn, geri svo f síðasta lagi mánudag-
inn 18. september kl. 3-6 e. h. en helzt fyrr.
Ógreidd skólagjöld greiðist um leið.
Þeir nemendur skólans, sem sóttu um skólavist sl. vor,
komi einnig þessa viku eða í síðasta lagi mánudaginn
18. september kl. 3 — 6 með afrit af stundaskrá sinni
og greiöi skólagjaldið um leið.
Skólagjöld fyrir veturinn:
Forskóladeild kr. 1.100
1. bekkur barnadeildar - 1.900
2. bekkur barnadeildar - 2.600
3. bekkur bamadeildar - 2.600
Framhaldsdeild - 3.000
SKÓLASTJÓRI
Maðurinn sem annars
aldrei les auglýsingar
Knútur Bruurt hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grcttisgötu 8 II. h.
Slmi 24940. i
Tilboð óskast í byggingu upptökuheimilis í
Kópavogi. Útboðsgögn eru afhent á skrif-
stofu vorri gegn kr. 2.500,— skilatryggingu.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140
Reykjav'ik — NorðfjÖrður
Vetraráætlun frá 1. okt.:
Mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og
laugardaga.
Frá Rvík kl. 10 árd., frá Norðfiröi kl. 13.
Aukaferðir eftir þörfum.
FLUGSÝN H/F . Sími 18823 og 18410.