Vísir - 14.09.1967, Síða 8

Vísir - 14.09.1967, Síða 8
8 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgátan visin Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjórl: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Askriftargjald kr 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kt. 7.00 eintakið Prents-mðjr. Visis — Edda h.f. Oryggí og rannsóknir á hafinu Oft heyrist talað um erfiðleika útvegsins og ekki sízt þegar aflabrögð og verðlag er með lélegra móti. Vill þá mönnum stundum sjást yfir mikilvægi þess- arar atvinnugreinar og hvað hefur áorkazt á síðari árum. Jafnframt því, að framleiðsluaukning í sjávarútvegi og fiskiðnaði hefur á undanförnum árum verið megin undirstaða aukinnar velmegunar, hefur átt sér stað stórfelld uppbygging í þessum atvinnugreinum. Eign sjávarútvegs og fiskiðnaðar í skipum, verksmiðjum og vélum og öðrum verðmætum hefur farið sívax- andi, en sveiflur í aflabrögðum og verðlagi á erlend- um markaði geta valdið miklum erfiðleikum. Fiski- skipaflotinn hefur vaxið meira en nokkru sinni á und- anförnum árum. Á sama tíma hafa skipin stækkað, búnaður allur batnað og veiðitækni fleygt fram. Talið er, að aukning fiskiskipaflotans að rúmlestatölu nemi um 400% frá árslokum 1958 til ársloka 1966. Á þessum sama tíma, og þó færri árum, hefur hafizt stálskipasmíði innanlands. Er það stórmerkur áfangi í atvinnusögu landsmanna, og þess er ef til vill að vænta, að ekki líði á löngu unz íslendingar verða sjálf- um sér nógir á þessu sviði. Ríkisvaldið hefur stutt við bakið á innlendri skipasmíði og miklir atorku- menn hafa lagt þar hönd á plóginn. Koma hins nýja síldarleitarskips, M.s. Árna Frið- rikssonar, til landsins þessa dagana, hefur að vonum vakið mikla athygli. Það er líka sérstaklega eftirtekt- arvert, að sjómenn, útgerðarmenn og síldariðnaður- inn í landinu ákváðu að lagt yrði á þessa aðila sér- stakt gjald til þess að standa undir byggingarkostn- aði skipsins, en með því ákváðu þeir að lækka tekjur sínar úr því sem þær hefðu annars getað orðið, til þess að rísa undir þessu framtaki. í undirbúningi er einnig smíði hafrannsóknarskips fyrir íslendinga, sem ráðgert er að beri nafn Bjarna Sæmundssonar, hins mikla vísindamanns á þessu sviði. í byggingu er stærsta varðskip íslendinga, fyrir Landhelgisgæzluna, og gert ráð fyrir að smíði þess verði lokið fyrri hluta næsta árs, en Landhelgissjóður stendur þar að verulegu leyti undir byggingarkostn- aði. Jafnframt eru í athugun kaup á stórri þyrlu, til eflingar flugþjónustu Landhelgisgæzlunnar. En menn skyldu einmitt hafa í huga, að Landhelgisgæzlan hef- ur ætíð sinnt veigamiklu hlutverki fyrir hafrannsókn- ir, síldarleit og björgunarstörf, enda þess að minnast, að fyrsta skip hennar var einmitt björgunarskipið Þór. Af framansögðu má marka, að margvíslega og jöfn- um höndum hefur verið að því unnið, að styrkja ör- yggi íslendinga á hafinu, bæta aðstöðu þeirra til fisk- veiða og gæta þess dýrmæta fjársjóðs, sem íslenzka landhelgin er. En úthafið utan landhelginnar er stórt, og þar þarf ekki síður að byggja framvinduna að öryggi og vísindalegum rannsóknum. VlSIR. Fimmtudagur 14. september 1967. ——aBnaBBwniii Sagan endurtekur sig Sagan endurtekur sig og er kunnara en frá þurfi aö segja, aö það hefir oft veriö gripið til þess ráðs af valdhöfum, ekki sízt einræðisherrum, sem farnir eru að óttast að missa taum- ana úr höndum sér, að ybbast upp á aöra þjóðarleiötoga, aðrar ríkisstjómir eöa þjóðir — til þess aö leiöa athyglina frá hættulegu ástandi heima fyrir, stíga á fremstu nöf meö ofbeldi og ásakanir, til þess svo að draga sig I hlé, og leika sama leikinn annars staðar. Manni dettur þetta ósjálfrátt f hug, er sagt er frá innanríkisástandinu í Kfna, og samtímis gauragang- inum í Macao, svo í Hong Kong og við erlend sendiráö í Peking, og er það, sem þar gerðist við brezka sendiráöiö öllum í fersku minni, er fylgjast með fréttum. Bretar lyppuöust ekki niður — hvorki hinn setti sendiherra Don ald Hopson, sem lét hvergi bug- ast þrátt fyrir svívirðilega og ofbeldislega framkomu rauöra varðliða, og hélt svo vel og stilli lega á virðingu sinni, að aödá- un hefir vakið, en einn varðlið- anna þreif f hár hans og ætlaði að knýja hann til þess aö beygja kné sín. Brezka stjómin ákvaö aö láta Kínverja fá bragðvott af jafnbeizkum lyfjum og þeir reyna að láta aðra gleypa — og setti á þá feröabann m. a., en Kínverjar höfðu bannað brott- flutning jafnvel kvenna og bama sendiráösmanna. Þegar Bretar höfðu skert ferðafrelsi kín- verskra sendiráðsmanna úr landi og umferðarfrelsi sauð upp úr í kínverska sendiráðinu í London og var gerð útrásin fræga, og vom sendiráðsmenn ýmsum vopnum búnir, svo sem frægt er, m. a. einn vopnaöur exi. En svo fannst jafnvel Mao nóg komið og nú hefir verið hörfað frá nöfinni — og fyrstu brezku bömin nýkomin heim frá Peking. Og Kínverjar hafa feng- ið nýtt umhugsunarefni: Barizt er á landamærum Sikkims og Tíbets og ástandið alvarlegra en nokkum tíma síðan 1962 í sam- búð Indlands og Kína. Auövitaö áttu Indverjar upptökin! Og svo er komiö nýtt deiluefni í Macao. Kaþólski biskupinn hef- ir þvertekiö fyrir að kverið hans Mao verði kennt í skólunum og var ómyrkur í máli. Vitaniega voru það rauðu varðliöamir sem heimtuöu þetta, — og ekki er ólíklegt að eitthvað gerist í Macao á næstunni, og alltaf Hjónin Selma, fædd Guðjohn- sen, og Kaj Langvad verkfræð- ingur í Kaupmannahöfn stofn- uðu árið 1964 sjóð við Háskóla Islands til eflingar menningar- tengslum Islands og Danmerk- ur. Stjóm sjóösins hefir nú úthlutað □ Blaðið A1 Ahram segir frá handtöku egypzks ráðherra, en hann er sakaöur um stuöning við áform Arems fyrrverandi yf irhershöföingja. □ Biskupinn í Macao, p.ortú- gölsku nýlendunni í Kfna, hefir hafnaö kröfum um, að bækur Mao tse Tung verði notaðar f skólum nýlendunnar. □ Suður-arabískar hersveitir eru byrjaöar að taka viö brezk- um vamarstöðum, en Bretar flytja allt sitt lið frá Suður-Ar- abíu í byrjun næsta árs. Tóku suður-arabísku hersveitimar í gær við vernd Litlu Zden, en þar hefur BP miklar olíustöðv- ar. verði eitthvað að gerasr, ýmist hér eða þar, sem stjórnarvöldin geta notað sér. Myndin er af fyrstu brezku börnunum, sem fengu heim- fararleyfi frá Peking. Þau voru þar f heimsókn hjá for- eldrum sfnum. Myndin var tekin viö komuna til Lond- úr sjóönum í þriöja sinni. Þessu sinni var úthlutað námsstyrk til fslenzks kandídats. Styrkinn, að fjárhæð 35.000,00 krónur, hlaut Sigfús Johnsen eðlisfræðingur til framhaldsnáms f eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla. (Frétt frá Háskóla Islands). □ 1 Skýrslu Thalmanns, sérlegs erindreka U Thants, segir, að ísraelsstjóm hafni enn kröfum um að láta gamla borgarhlut- ann í Jerúsalem af hendi, en kveðst ábyrgjast trúfrelsi allra þar og aögöngu að helgum stöð- um. □ Bandaríkjamönnum er nú aft ur leyft að ferðast til Iraks, Jórdanfu og Yemen, en bannið við ferðalöigum til Egyptalands og Sýrlands er enn f gildi, nema sannanlegt sé, að ferð sé farin í þágu hagsmuna Bandarfkj- anna. □ Þingið í Swaislandi hefur óskað fulls sjálfstæðis úr hendi Breta í desember að ári, en það á samkvæmt loforði brezku stjómarinnar að fá það 1969 on. Styrkveiting úr Langvads-sjóði Heimshorna milli J {' rl;, w-\ sl -íL

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.