Vísir - 14.09.1967, Page 12
12
V1SIR. Fimmtudagur 14. september 1967.
kunnu að matreiða. Konur úr aust-
urfylkjunum hefðu áreiðanlega lát-
ið matsveina herfylkisins sjá um
matseld alla, en þessar konur úr
landamærahéruðunum önnuðust
allt slíkt sjálfar, og höfðu riddara-
liðamir aldrei setið slíkar veizlur
dag hvern. Lúðrasveitin lék á tjald-
stað á hverju kvöldi, það var sung-
ið, sögur sagðar og jafnvel dansað,
og áhöld um hvorir skemmtu sér
betur hermennirnir eða kvenmenn-
irnir.
Buell undirforingi vissi að sjálf
sögðu hvað til hans friðar heyröi.
Hann færðist því ákveðið undan
því að dansa við dóttur herfor-
ingjans, unz hún lagði svo fast
að honum, að hann gat ekki neit-
að, nema reikna mætti það til ó-
kurteisi. Þegar dansinum var lok-
ið, hrósaði hún honum svo ákaflega
fyrir leikni hans og kunnáttu, að
hann roðnaði upp í hársrætur og
varð svo miður sín, að hann leyfði
henni mótþróalaust að leiöa sig að
tjaldi einu, þar sem frú Massingale
sat við borö útj fyrir dyrum og
skrifaði bréf.
„Hefurðu nokkurn tíma séð mann
dansa svo dásamlega". varð Louise
að orði. „Og ég varð að þrábiðja
hann!“
Þurfið þér oð kaupa,
selja eðo skipta á íbúð ?
Spámaðurinn dró tappann úr pel-
anum og hellti stúthettuna nærri
'barmafulla af veigunum, Lyfti svo
' höfði Ned Ramsey frá svæflinum,
! beið þangað til glórði í augun:
'„Drejtktu, ræfillinn", skipaði hann.
Ramsey svalg og kyngdi, og ailir
íviðstaddir störðu á hann öfundar-
i augum, sumir andvörpuðu og lá
, við sjálft að þeir hefðu gjárna
, viljað vera skröltormsbitnir þá
. stundina. Roði færöist í vanga
, sjúklingsins, vottaði meira að segja
,fyrir daufu brosi um varir hans,
,þegar hann stundi: „Jú, víst hress-
, ir það... ég held ég hefði gott af
, að fá í hettuna aftur..
„Ekki fyrr en aðgerðinni er lok-
, ið. Leggstu út af aftur. Þetta verð-
, ur kannski dálítið sárt...“
Stígvél og sokkur hafði verið
'dregið af fætinum. Spámaðurinn
'bretti nú buxnaskálmina upp að
'hné, mundaði heitan, egghvassan
hnífinn í annarri hendi og virti
’ fótinn nákvæmlega fyrir sér nokkra
, hríö í leit að bitsárinu. En allt í
, einu rétti hann úr sér með við-
,bjóð í svip, og um leið brá hann
> hnífsegginrii á svarðreipið og skar
sundur lærvafið.
„Er hann ekki bitinn?“
„Hvað?“. Ramsey reis upp við
,dogg. „Áttu við að skröltormurinn
hafi ekki bitið mig?"
„Ég á við það“.
„En ég fann þaö greinitegal Hann
beit mig rétt ofan viö stígvélið.
’Ég heyrði þytinn, þegar hann hjó
til mín og fann sársaukann...."
„Ætli þú hafir ekkj rekið löpp-
ina í greinarstúf. Eða þá að eitur-
tönnin hafi ekki komizt inn úr
■ skálminni. Að minnsta kosti er ekki
ormsbit á löppinni á þér, frekar
en á löppunum á mér“.
Ekkj verður úr þvi skorið hvort
' það var af feginleik, eða fyrir
' áhrif viskísins; aö enn leið yfir
Ramsey, því nú gerðist öngþveiti
og hávaði inni i tjaldinu og var
, mikið hlegið og margt meinlegt
látið fjúka á kostnað Ramseys og
skröltormsins. Nokkru seinna kom
í ljós, að viskípelinn var horfinn
og vissi enginn hvað um hann hafði
orðið. Einungis að það hafði gerzt
um svipað leyti og Jónas spámaður
hvarf út úr tjaidinu og hélt upp
á ásinn.
Ekki gerðist neinn tíl að álasa
spámanninum fyrir það, að honum
gramdist svo skröltormsgabbið, að’
hann lét kvöldmatinn lönd og leið
og sat uppi á ásnum allt til morg-
uns. Aftur á móti gladdi það alla
mjög, að hann var hinn glaðasti
í bragði, þegar hann kom niður í
tjaldbúðirnar um morguninn, og
varð ekki séð að hann erfði neitt
við neinn.
Og honum hafði gefizt sýn um
nóttina.
Án þess að skýra frá einstökum
atriðum, sem hann aldrei gerði,
sagði hann frá því í óspurðum
fréttum, að lestinni gengi vel, og
•væri nú ekki nema dagleið í burtu.
En hann bætti því við, að hann
hefði f sýninni ferigið vitneskju
um ferð annars hóps, úr vestlægri
átt sem einnig héldi í veg fyrir
lestina, og mundi full þörf fvrir
afskipti heimavarnarliðsins, þegar
hópur sá og lestin mættust.
„Jú, ég geri ráð fyrir því, að
ef við förum yfir fljótið í kvöld
og höldum beint norður á bóginn,
verðum við komnir til þorparanna
fyrir hádegi á morgun. Það eru
ágæt fylgsni þar í fjöllunum, þar
sem við getum legið í leyni fyrir
þeim...“
„Ættum við ekki að gera þeim
í lestinni viðvart?"
„Væri kannski ekki svo vitlaust.
Veljið tH þess nokkra trausta menn
vel ríðandi. Látið þá ríða í veg fyr-
ir lestina, og segja þeim, að við
höfum hugsað okkur að afgreiða
fjendurna, sem eru á leiðinni að
vestan".
„Ertu viss um aö það séu fjend-
ur? Geta það ekki eins verið frið-
samir Indíánar á ferðalagi? Eöa
kannski hvítir menn? Það sem ég
á við, er að þú hefur f rauninni
ekki séð þá, spámaður?"
Þetta var að sjálfsögðu ungur
græningi, sem lét sér slíkt og því
líkt um munn fara, og hinir þögg-
uðu að sjálfsögðu fljótt niður f
honum með fyrirlitlegu augnaráði.
Jónas spámaður hafði sagt, að
þess; hópur væri fjandsamlegur,
og þá varð það ekki f efa dregið.
Eða hafði honum ekki gefizt
sýn?
Aö áliti Benjamíns Buells undir-
foringja var kúabólusetning og
hjónaband í sama flokki. Ef ekki
sá eftir, var ekkert gagn að því,
sæi eftir, hafði maður ör eftir alla
ævi. og þar eð hann hafð; verið
bólusettur tvívegis og kvæntur
tvívegis, og það svo nokkuð sá
eftir hvort tveggja í bæði skipt-
in, áleit hann sig ónæman, bæði
fyrir kúabólu og kvenfólki. Og
var því feginn. Samt sem áður
mundi hann ekki hafa sjálfviljug-
ur gerzt förunautur og fylgdarmað-
ur 250 kvenna, svo dögum og nótt-
um skipti, en hann hefðj sjálfvilj-
ugur tekið náttból á farsóttarhúsi
innan um jafnmarga kúabólusjúkl-
inga. En skylda var skylda, og þeg-
ar herforinginn skipaði, varö mað-
ur að hlýöa. Og þegar á aflij1
var litið, þá hafði þetta ferðalag
frá Cheyenne alls ekki verið eins
bölvað og hann bjóst við, þegai*
lagt var af stað.
Til dæmis tóku þessar konur
sem að vísu voru flestar vanar
Iffinu þama í landamærabyggðun-
um, öllum örðugleikum og óþæg-
indum með furðulegu jafnaðargeði.
Kvörtuðu hvorki né kveinuðu og
ætluðust ekki til að karlmennimir
væru stjanandi við þær, eins
og konum úr siðfágaðra u.mhverfi
hefði verið trúand; til. I öðra lagi
var veðrið alls eklci eins slæmt,
og búast mátti við um þetta leyti
árs, leiðangrinum lá ekkert á, og
konumar voni í bezta skapi og
virtust staðráðnar f aö nióta þessa
óvenjulega fráviks frá hversdags-
leikanum eins og þær væru f
skemmtilegu orlofi. Og Gearhart
herforingi hafði föst og öragg tök
á öllu, eins og jafnan, þegar hann
stjómaði förinni.
Veiði var nóg á því svæði, sem
leiðangurinn fór um, bæði fugl og
dýr, og auk þess höfðu konumar
búið sig vel að heiman, hvað mat-
væh snerti, svo aö hvorki skorti
reykt flesk, niðursoðna ávexti,
ávaxtamauk né annað, sem þær
Leiðbeini og aðstoða við kaup, sölu og skipti á íbúðum
og öðru húsnæði.
Hefi verið beðinn að auglýsa til sölu eða í skiptum
eftirfarandi eignir:
Tvær þriggja herbergja íbúðir í Austurbænum.
Húseign á eignarlóð við Vitastíg sem er tvær þriggja
herbergja fbúðir auk tveggja stakra herbergja í kjall-
ara og iðnaðarhúsnæði á baklóðinni.
Tvær fimm herbergja íbúðir í skemmtilegu homhúsi
við Hraunbæ; Húsið er í byggingu og eiga íbúðirnar að
afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu á kom-
andi vori.
Eina næstum fullgerða fimm herbergja endaíbúð við
Hraunbæ. Sú íbúð afhendist fullgerð.
Eina 160 fermetra sér hæð i nýju húsi á fallegum
stað í Kópavogi.
Konráð Þorsteinsson. - Sími 21677.
FERÐIR - FERÐALÖG
IT-ferðir — Utanferðir — fjölbreyttar.
Lágu fargjöldin 15. sept. IT fargjöldin til 31. okt.
Hagkvæm viðskipti. Almenn feröaþjónusta.
FERÐASKRIFSTOFA
LAUGAVEGl 54 . SÍMAR 22875-22890_________________
Berjaferðir á hverjum morgni kl. 8.30, þegar veður
leyfir. Ágætis berjaiönd. Pantanir skráðar á skrifstof-
unni. Útvegum fyrirvaralaust allar stærðir bifreiða
í lengri og skemmri ferðir. Hagkvæmt verð. Reynið
viðskiptin.
LAN DSBN t
F ER Ð A
LAUGAVEGl 54 . SÍMAR
SKRIFSTOFA
22875-22890
ULKUMBA'ðCWEW vi
.jyOURÆOMWANPCRjUVUOaÍAPN'r
i BNnoavAN reo-íro owArmeour
| VHegSMaGei3JMGtí508!UWfiLw
jusr;-so avE
AíDou-r-arHiNK
THISWASiÖMCy
z fllw
„Til að fullvissa okkur um að þetta hafi
ekki verið draumur, Sjáið !!! „Aldrei hefði
ég trúað að ég yrði svona feginn að sjá Stóra
Fenlð".
„Tarzan, hvemig stóð annars á því, að
þig Akumba fóruð að leita að olckur ?“ „Yf-
irmaður þinn hafði ekkert heyrt frá þér, og
mig langaði tQ að hreykja mér dálítið yfir
ævintýrinu um smygluðu górilluna...“
„Akumba þekkir fenin vel, og frá þeim
þefuðum við okkur bara áfram ...“ „Það hef-
ur varla verið erfitt, við höfum ekki farið í
bað í lengri tíma“.