Vísir - 14.09.1967, Side 16

Vísir - 14.09.1967, Side 16
| Réttarhöldin fyrir luktum dyrum Starfsfólk Loftleiða kaupir Réttarhöldin eru haldin fyrir luktum dyrum í bæjarþingstofunni. Reykjavíkurborg gefur út bækling um Reykjuvík Nýlega hefur borgarstjórn Reykja víkur gefiö út lítinn Ijósprcntaðan bækling um Reykjavík og hefur Iceland Review séð um útgáfu og prentun bæklingsins. Jón E. Ragnarsson, skrifstofu- stjóri á borgarskrifstofunum sagði blaðinu, ag þetta væri í fyrsta sinn sem Reykjavíkurborg gæfi út slík- an bækiing, en erlendis væri mjög land á Kjalarnesi Nýlega festi hlutafélag, sem starfsfólk Loftieiða hefur myndað með sér og kallar Orlofsdvöl h.f., kaup á 38 hekturum lands á Kjal- arnesi. Þarna ætlar Orlofsdvöl hf að reisa hvíldar- og hressingarheim iii fyrir hluthafa í Orlofsdvöl h.f., en þeir eru 350 talsins. Hafa teikn- ingar að stóru einbýlishúsi með algengt að borgarstjórnir iétu gefa út upplýsingabæklinga fyrir við- komandi borgir. Bæklingur þessi er ekki ætlaður til fjöldadreifingar, en mun liggja frammi í Árbæjarsafni og viðar. Margar fallegar litmyndir prýða bæklinginn svo og kort af Reykjavík, þar sem allar helztu göt- ur eru merktar inn á. Sktfiftafell af- hent á morgun Náttúruverndarráð, sem gengizt hefui fyrir kaupum á jörðinni Skaftafelli í Öræfum mun á morg- un afhenda hana menntamálaráðu- neytinu við hátíðlega athöfn austur á Skaftafelli. Skaftafell verður síðan gert að þjóðgarði líkt og Þingvellir, en ekk- ert hefur enn verið ákveöið endan- lega um friðunarráðstafanir. bandarískri fyrirmynd þegar veriö geröar, en hús þetta veröur um 180 fermetrar að stærð. Staður þessi er nánar tiltekið við Nesvik, en það er lítil vík, sem gengur inn í Hofsvík á Kjalamesi eins og fyrr greinir. Loftleiðamenn verða þarna að leggja um 750 metra langari vegarspotta frá aðalveginum og niður að húsastæöinu,- Landsfundur ísl. barnavernd- arfélaga hefst á föstudag Landsfundur ísl. barnavemdar- félaga, sem haldinn er annað hvort ár ,hefst nú á fimmtudag í Tjam- arbúð. Verða flutt erindi um ýmis vandamál í sambandl við sambúð unglinga og uppeldi ungra bama. Erindin veröa flutt á fimmtudag og föstudag af Jónasi Bjarnasyni lækni, dr Birni Björnssyni, Vií- borgu Dagbjartsdóttur kennara og verða fyrirspurnir og umræður á eftir hverju erindi. Lokasamkoma landsfundarins verður á föstudag í hátíðasal Háskólans og flytur þá Múrínn er tákn þess ósigurs, sem þeir hithi, er reistu hunn Sagði forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson hjá Berlinarmúrinn i gær ísland sækist eftir nánari efnahagssamvinnu við V.- Þýzkaland og aðrar aðildarþjóð- ir Efnahagsbandalagsins, sagöi dr. Bjami Bencdiktsson forsæt- isráðherra við blaðamenn í Bonn í fyrrakvöld, eftir að hann hafði rætt við kanzlara Sambandslýð- veldisins Þýzkalands, Kurt Kiesinger. — Full þátttaka ís- lands í EBE er þó útilokuð, tók forsætisráöherrann skýrt fram, vegna smæðar þjóðarinnar og efnahagskerfis hennar, sem ekki er nægjanlega þróað fyrir slíka þátttöku. — Forsætisráðherra kvaðst persóriulega vera því fylgjandi að ísland héldi áfram þátttöku sinni í Atlantshafs- bandalaginu eftir 1969 og að ísland vildi áfram styðja hugsjónir NATO. I gær fór forsætisráðherra til Berlínar, þar sem hann hitti að máli borgaryfirvöld og vestur- þýzka stjómmálamenn. — Við Berlínarmúrinn lét forsætisráö- herra þau orð falla, að múrinn væri tákn þess ósigurs, sem þeir biðu, er reistu hann. — Dr. Bjarni dvaldi rúman sólarhring í V.-Berlín, en þaðan hélt hann til Hamborgar, þar sem hann hittir m. a. að máli borgarstjóra Ilamborgar, Striek. Páll Ásgeirsson læknir, erindi og Ruth Magnússon syngur við undir leik Guðrúnar Kristinsdóttur. Fyrstu tónleikar Sin> fóníuhljómsveitor- innar 28. sept. Sinfóníuhljómsveit Islands held- ur sína fyrstu reglulegu tónleika 28. september, en í vetur mun hún halda alls 18 tónleika. Verða tón- leikarnir annan hvorn fimmtudag eins og verið hefur undanfarin ár. Aðaihljómsveitarstjóri hljómsveit- arinriar verður Bohdan Wodiczko, en aðrir stjórnendur verða Jussi Jaias, Róbert A. Ottóson, Shalom Ronly-Riklis, Kurt Thomas, Páll P. Pálsson og Ragnar Björnsson. Ársefnisskrá hljómsveitarinnar er komin út og fæst hún í Ríkisút- varpinu og í bókaverzlunum Lár- usar Blöndals og Sigfúsar Ey- mundssonar. Sala áskriftarskír- teina hófst í Ríkisútvarpinu 4. sept., og eiga áskrifendur forgangsrétt að kaupum aðgöngumiöa. Eitthvað mun vera eftir af áskriftarskír- teinum ennþá, og er áskrifendum ráðlagt að sækja skírteini sín nú þegar. Farartólmi fjarlægður — Réttarhöld í móli Þorvaldar Ara hófust í gær Réttarhöld í máli Þorvaidar Ara hófust í gærmorgun í hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg, en hann er ákærður fyrir að hafa orðið fyrrverandi eigin- konu sinni að bana 7. janúar sl. Hann hefur setið í gæzluvarö- haldi síðan og hefur m. a. geng- ið undir geðrannsókn. Var hann úrskurðaður ábyrgur gerða sinna. Það bar til tíðinda, þegar rétt- arhöldin hófust í gærmorgun, að skipaður verjandi Þorvaldar, Gunnar Pálsson hrh, æskti þess að réttarhöldin yrðu haldin fyr- ir luktum dyrum, en dómfor- seti, Þóröur Bjömsson, hafði á- kveðiö að þau skyldu vera op- in almenningi. Þar sem sækjandi málsins, Hallvarður Einarsson, var fyrir sitt leyti fylgjandi því, að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum, féllst dómfor- seti á beiðni verjanda Þorvaldar. Hann minnti þó á, að ekki væri venja að loka réttarhöldum fyr- ir þeim, sem vildu vera við- staddir,. Rannsókn málsins væri lokíð, en dómsrannsóknin hefði eðlilega verið haldin fyrir hikt- um dyrum. Til réttlætingar því að ioka réttarhöldunum fyrir almenningi var, að það væri gert með ti-1- liti til vitna, sem þyrfti að yfir- heyra um viðkvæm mál. Vitnaleiðslur fóru fram í mál- inu í gær og halda þær áfram næstu daga. Hvenær dómurinn verður kveðinn upp er óvíst, og varla verður mikið í fréttum frá réttarhöldunum, þar sem þau eru lokuð blaðamönnum, sem öðrum utanaökomandi. Á Háaleitisbrautinni, á móts vlð Ármúla, hefur 47 ára gamalt hús verið nokkur farartálmi um langt skeið, þar sem orðið hefur að víkja akbrautinni til hliðar og mjókka veginn til muna á kaflan um, sem liggur frmhjá húsinu. í gær var hafizt handa við að brjóta húsið niður með fallhamri og tók um tvo tíma að brjóta niður alla veggi hússins. Húsið var steypt og var múrverkinu ekiö í grjótfyllingu við Skúla- götuna. Þegar búið er að fjar- lægja grunninn og flytja allar leifar hins gamla húss af Háa- verður skipt um jarðveg ,þar sem húsið stóð og gatan lagfærð og malbikuð, þannig að fjórar akreinar verði á henni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.