Vísir - 28.02.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 28.02.1968, Blaðsíða 4
á !;• Það fór framhjá fleirum en okk ur, því að jafnvel Rússar sjálfir veittu því ekki eftirtekt, þótt þeir gætu séð það á almannakinu sínu, að Alexei Kosygin, forsæt- isráðherra, varð 64 ára gamall í síðustu viku. Smáum stöfum stendur prentað á rússneska al- manakinu, að „A. N. Kosygin" hafi fæðzt 21. febr. Annars gera Rússar ekki mikið úr afmælum stórhöfðingja sinna, nema merk- isafmælum, eins og sextugs-, fimmtugs- og sjötugsafmælum. Brigitte og Gunther í veizlunni hjá Gancia, Bardot og maður hennar sameinuð í St. Moritz Brigitte í tízkufötum ársins 2000. Síöustu efasemdirnar um hjóna band þeirra Bardot og Gunther Sachs hafa nú eyðzt, þegar frétt- ist, aö þau hjónin væru sameinuð í St. Moritz — skíðabænum hjá Geneva-vatni. f ‘ ‘ Þangað hraöaði hún sér á fund hans, strax og annir hennar i kvikmyndaverinu leyföu, en sá tími er nú upp runninn, þegar allir, sem vettlingi geta valdiö (eiga meira en 20 millj.), leggja leiö sína til St. Moritz. Gunther Sachs er meðal þess- ara milljónamæringa, sem bregöa sér éins oft á skíöi og nokkur kostur er til. Hann þykir mjög leikinn í íþróttinni og er meira að segja líkt viö Jean-Claude Killv þann, sem vann þreföld verðlaun á síðustu vetrarolympíu leikjum, hvað viðvíkur dirfsku og fimi í brekkunum. Loftiö i Alpafjöllunum er svo tært. Fjöllin eru svo brött og „kampavínið er svo dýrt“, bæta gárungamir við, þegar rætt er um, hvaö dragi þetta fræga fólk til St. Moritz. Hvað, sem því líður, þá var það Gunther Sachs sem dró Bri- gitte Bárdot þángkö, því hún „fór. bara til þess að vera hjá honum", eftir því, sem hún sagði sjálf. Þar á hann sjálfur sinn eigin heim og sinn kunningjahóp, en hún var strax tekin í hópinn. Það fór ekki á milli mála, að það var ástúðlegt meö þeim hjón um og komst varla hnífurinn á milli þeirra, það aðrir sáu til, þeg ar þau birtust saman í samkvæmi hjá vini Gunthers, Roberto Gancia ítölskum vínframleiöanda. Hún hékk utan á honum, hvert sem hann fór. Þótt hann brygði sér aðeins í símann, fylgdi hún honum og sást þá,— þótt hún héldi sjálf, að enginn sæi til — strjúka honum ástúðlega. Einhver úr hópnum taldi sig svo kunnugan hjónunum, að hann þorði að spyrja, hvað hæft væri í þessu slúðri um skilnað þeirra, Gunther svaraði stuttlega: „Það verður enginn skiinaður. — Brigitte hefur verið önnum kafin við kvikmyndina og hún kom hingáð eiris fljótt og hún gat, til þess að vera hjá mér.“ Fjölmennt Þessi tími er hábjargræðistími þeirra St. Moritz-búa, því nú er ferðamannastraumurinn þangað mestur og fæst af gesj:um staðar- ins fátæklingar. Á fyrsta degi sín um í svissnesku Ölpunum fóru þau hjón í Corviglia-klúbbinn — einhvern dýrasta klúbb staðarins — og þar hittu þau keisarahjón- in persneskú. Keisarinn getur vel stundað skíöaíþróttina í fjöllun- um ofan við Teheran, en árlega flýr hann til St. Moritz. Meðal annarra, sem sóttu veizl Gancia hins . ítalska, vorú Ira Furstenburg prinsessa og faðir hennar Tazilo prins, en í fylgd Hún vann að kvikmyndagerð á Spáni ásamt Sean Connery og Stephen Boyd. Myndin heitir Al- meria og á að gerast í Villta vestrinu, en er tekin þar syðra af spamaðarástæðum. í St. Moritz með prinsessunni er vinur Paolo Marinotti greifi. í St. Moritz er einnig Stavros Niarchos, skipakóngurinn og auð kýfingurinn gríski, sem eitt sinn var kvæntur Ford-milljónaerfingj anum, og fleiri Grikkir eru þarna saman komnir. George Livanos, einn auöugasti maður heims, er þar meö hinni ungu konu, Litu, og litlu barni þeirra hjóna. Þeirra gestir eru Tina systir Onassis og nýji eiginmaður hennar, mark- greifinn af Blanford. en hann er erfingi erkihertogans af Marl- borough. Aðsent bréf. Oft er ritað og rætt um þjóð arbölið mesta, og er þá átt við áfengismálin, sem allir eru sammála um að séu í hinu mesta ófremdarástandi. Fjöldi manna og kvenna verða á ári hverju áfenginu að bráð, þann- ig að þetta fólk sljóvgast af langvarandi áfengisneyzlu, kast ar að lokum frá sér atvinnu og loks öryggi heimilislífsins. Er einungis hægt að bjarga svo langt leiddu fólki með hæfilegri hælis- eða sjukravlst. Það er athyglisvert hversu lítil aðstaða er hérlendis til að koma á móts við áfengissjúkl- inga hér á landi og erfitt um vik, að koma slíku fólki á við- unanúi sjúkrahús eða hæli. Ein stöku sinnum mun vera hægt að koma áfengissjúklingi á Kleppsspítalann, en eina hælið til að vista áfengissiúklinga ein- göngu mun vera Fiókadeildin, sem svo er kölluð, og er nú deild frá Kieppsspítalanum. En i heyrzt hefur, að sú aöstaða sé engan veginn nógu góð, og þeir sem bar eru vistaðir séu oft á tíðum skrifaðir út of fljótt, vegna þess hve aðkallandi er oft að koma öðrum sjúklingum að. Ennfremur er starfsfólk ekki nægilegt til að veita viðunandi aðhald að vistfólk, svo lækn- ing kemur ekki alltaf að gagni, vegna þess að tök eru jafnvel að ná sér í vín á meðan á út- göngunni stendur. Allir sjá að slíkt er ófært, ef árangur á að nást. Þcgar tekið er tillit til þess, hversu ýmis líknarsamtök fá á- orkað á því sviði, sem þau hafa haslað sér völl á, þá er í raun inni undravert, hvað lítið iiggur eftir bindindismenn til hjálpar drykkjusjúklingum. Má benda á stórátök í iíknarmáium, svo sem slysavarnarmálum, berklavarn- armálum, hiarta- og æöavernd- armálum og síðast en ekki sízt krabbameinsrannsóknum. Geta ekki baráttumenn gegn drykkju skap stuðlaö að sambærilegu stórátaki í áfengismálum. Ef ekki, bá er orðin brýn nauðsyn á að ríkisvaldið geri stórátak til hjálpar drykkjusjúku fólki, og ennfremur er nauðsynlegt að afla aðstöðu fyrir fólk, sem ekki er orðið algjörir „alkóhólistar" en þarf læknisaðstoð. Það sem vantar er aöstaða fyrir fólk á mismunandi drykkjustigi, þann ig að bví verði komið til hjálp ar, áður en það er orðið of seint. Sá hópur, sem giatað hefur at vinnu, og eyðilagt heimilislíf sitt og síns nánasta venzla- fólks er ailtof stór. og ef nokk- ur leið væri að henda reiður á alla þá vinnudaga, sem giatast vegna drykkjuskapar, þá mundi • flesta reka í rogastanz. • Það sem hér er skrifað um » þessi mál, eru ekki nein ný sann • indi, en á þessum málum er • tekið með sinnuleysi, vegna þess * hve iengi við höfum búið við • bölið. En kunnugir teija að á- • standið fari hraðversnandi þrátt J fyrir strangar hömlur á neyzlu • áfengra drykkja, og þrátt fyrir • bjórbann. Það sem kannski J mestrar athygli væri vert, er að • áfengisneyzla unglinga er geig J vænleg, brátt fyrir það, að sam • kvæmt lögum á fóik undir 21 • árs aldri ekki að geta fengið J keypta áfenga drykki. * Áfengisvandamáiin eru kannski J þau vandamál okkar, sem einna • brýnast er nú að ráða fram úr • eða finna einhverja bót á. Vinda J þarf bráðan bug að því ,að skor • in verði upp herör gegn áfeng- * isbölinu, með öðru sn orðum J einum. • Þrándur í Götu. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.