Vísir - 28.02.1968, Síða 16
VISIR
Miðvikudagur 28. febrúar 1968.
-----y-----------------
BBC gerir myhd
mm störf brezkro
Öngþveiti í samgöngumáfum vegna
vatnavaxta á Suður- og Vesturlandi
/
rogarasjömanna
á íslandsmiðum
Brezka sjónvarpiö er nú að láta
taka kvikmynd um starf brezkra
togarasjómanna á Islandsmiöum og
eru myndatökumenn sjónvarpsins
um borö í togaranum Joseph Con-
rad, sem kom inn til I'safjarðar um
helgina. Brezku togaramir eru aftur
Famir að veiða viö norðurströnd-
ina, en eftirlitsskinið Weather Re-
porter, er hér viö suðurströndina
og hefur loftskeytasamband viö
skipin, varar þau við óveðrum.
Skipiö mun hins vegar ekki fara
horður fyrir land og fylgjast meö
togurunum þar eins og margur
héfur haldið.
Nágranninn benti á
ferðir innbrotsþjófs
Mikill vöxtur er I Brúará og
Tungufljóti. Fyrir neðan Skál-
holt flæöir yfir veginn og vatniö
þar hnédjúpt. Einnig flæddi yfir
Skálholtstungu, þar sém Brúará
fellur í Hvítá.
Stóra-Laxá er geysivatnsmikil
og flæðir yfir veginn á stóru
svæöi, einnig er nokkur jaka-
burður í ánni.
Á Rangárvöllum urðu miklar
vegaskemmdir og við liggur að
allt sé þar undir vatni.
Hjá Varmadal er mikill
vatnsflaumur á veginum og í
Landeyjum flæöir vatn yfir allt.
Á Hvolsvelli er ástandið
slæmt, og munu vart í annan
tíma hafa orðiö meiri leysingar
þar.
í morgun voru flutningabilar
að norðan enn ókomnir i Botns-
skála í Hvalfirði. Skörð hafa
10. síða.
Lögreglan handtók í nótt mann,
sém brotizt hafði inn í verzlun Búa
Pétérsen í Bankastræti 6, en einn
nágrannanna hafði orðið ferða
fnannsins var og gert lögreglunni
viðvart. Þegar lögreglan kom að
þjófnum, var hann staddur inni í
verzluninni og var búinn að stinga
inn á sig sjónauka og fleiri mun-
um. Hann var færður í fangageyms!
una. Nágranninn hefur áður gert
lögreglunni viðvart um innbrot í
verzlunina og leiddi það þá einnig
til handtöku þjófsins.
Annað innbrot var framið í
Garðastræti 11, en þar var brotin
rúða í sýningarglugga. Saknað var
eins útvarpstcckis.
„Eru verk-
föll úrelt?"
Þessir tveir bílar voru eins og á eyðieyju við Elliðaárnar í gær. Bílunum tókst aö bjarga
frá skemmdum.
Vandræðaástand hefur víða skapazt vegna hinna gífur-
legu vatnavaxta, sem orðið hafa að undanfömu.
Frá Lögbergi og niður undir Elliðavatn liggur jörð und-
ir vatnsflóðum, og vegurinn frá Hólmsárbrú að Lögbergi var
allur undir vatni. Stórir bílar komust þar um með naumind-
um, en nokkur vandræði uráu af því, að menn lentu út af
veginum með bíla sína.
Á þessu cvæði eru margir
sumarbústaðir umflotnir, en
vegna þess hversu erfið öll um-
ferð þarna er, verður ekki sagt
með vissu til umlhve víðtækar
skemmdirnar eru, þótt óhætt sé
að fullyrða, að tjónið af völd-
um flóða á þessu svæði er mjög
mikið.
Krýsuvíkurvegur er fær
jeppum, en nokkrar skemmdir
hafa þó oröið á honum af völd-
um náttúruhamfaranna.
• •••••••• <»•••••••••••••••••••••••••••••••••!
Nóg mþlk í dag
— en samgönguerfið/eikar eins og stendur
Blaðið hafði samband viö Stefán i
Björnsson, forstjóra Mjólkursam-
sölunnar og sagði hann að miklir [
erfiðleikar væru meö mjólkurflutn-
inga eins og stendur, en bó gerði
hann ráð fyrir aö ekki vrði mjólk-
urskortur í borginni í dag. Sagði
hann aö mjólkurbílar hefðu lagt af
stað milli 9 og 10 í morgun frá
Flóabúinu Krýsuvíkurleiðina til
Reykjavíkur og einnig geröi hann
ráð fyrir að mjóikurbílar ofan úr
Borgarfirði myndu reyna að kom-
ast suður eftir að komin væri fjara
um 11 ieytiö. Að öðru leyti sagði
Stefán að ómögulegt væri að segja
um mjólkurflutninga seinni hluta
| dagsins, þar færi allt eftir veðri
I og aðstæðum, en ef þessir bílar
| kæmust leiöar sinnar ætti ekki að
verða skortur á mjólk í dag.
Kviknaöi i
bensintank
Slökkviliðið var kvatt að bílskúr
við Eiríksgötu í gærkvöldi um kl.
21,15, en þar hafði kviknað í ben-
síntank bifreiðar út frá logsuðu.
Fljótlega tókst að ráða niöurlögum
eldsins og urðu skemmdir litlar.
Og þá er öskudagurinn runn-
inn upp eftir bolludag og
sprengidag, en í kaþólskri tíð
settust menn í sekk á öskudag-
inn og jusu ösku yfir höfuö sér
sem iðrunarmerki. Eftir siða-
skiptin varð öskudagurinn hins
vegar skemmtidagur og tíðkað-
ist bá að stúlkurnar settu ösku-
poka á piltana, en beir launuðu
þeim með því að setja á þær
steina. Segia sumir að burfi að
ganga 3 spor með öskupoka, eða
steinana, en aðrir að ekki sé C
mark að bví nema baö sé boriö
'dir 3 bröskulda.
Enn í dag tíðkast að hengja
öskupoka í fólk á öskudaginn
og vafalaust spígspora margir
með rósótta öskupoka hangandi
aftan í sér í dag. Þessa mynd
tókum við í morgun af Auðuni
Jónssyni, 6 ára sem sagöist eiga
13 öskupoka heima hjá sér, sem
amma hans hafði saumað fyrir
hann. Við hlið hans er systir
hans Elínborg Jónsdóttir, 15
ára.
Umræðuefni á fundi
Stúdentafélagsins
i kvöld
Stúdentafélag Reykjavíkur efnir
til umræðufundar n.k. fimmtudags
kvöld hinn 29. febrúar um efnið
„Eru verkföil úrelt?“ Fundurinn
verður haldinn í Sigtúni við Austur
völl og hefst kl. 8.30 e.h.
Frummælendur verða þeir
Sveinn B. Vaifelis, forstióri Sveinn
Björnsson, forstöðuniaður Iðnaöar-
máiastofnunar Islands (IMSÍ) og
Jón Hannibalsson hagfræðingur.
Að ræðum þeirra loknum verða
frjálsar umræður.
Ráðgert er, að á fundinum verði
m.a. fjállað um verkföll fyrr og
síðar — og bá reynslu, sem af þeim
hefur fengizt.
Forvígismönnum í samtökum
launþcga og atvinnurekenda hefur
verið sérstaklega boðið á fundinn.
Öllum er heimill aðgangur aö
iutidinum, bæðl félagsinönnum og
öðrum.
-
GUNNARSHÓLMIEINS
0G EYJA í RÚMSJÓ
— Yið erum á eina blettinum,
sem ekki er á kafi hér á stóru
svæði. — Áin byrjaði að breiða
úr sér í fyrrinótt og fór vaxandi
fram eftir degi í gær, en nú er
heldúr tekið að sjatna í henni.
Þjóðvegurinn er sundurgraf-
inn hér fyrir ofan brúna og ég
veit ekki til þess að neinn bíll
hafi komizt veginn i morgun,
en hann var fær á stórum bíl-
um í gær. — Hér hafa ekki orð-
ið neinar verulegar skemmdir.
Bærinn stendur það hátt að
10. siða.
Margir bæir einangraðir í flóðunum
Vísir ræðir við fólk ó flóðasvæðum
Víða eru bæir umflotnir
og kemst fólk ekki að heim-
an frá sér nema í klofháum
stígvélum eða jafnvel f bát-
um. — Ár hafa breitt úr sér
svo að þær eru eins og stór
stöðuvötn eða hafsjór yfir
að sjá.
Hólmsf. flæddi yfir bakka sína
rétt ofan við Geitháls og var
þjóðvegurinn þar á kafi í vatni
allt upp undir Lögberg. Bærinn
Gunnarshólmi var umflotinn
vatni og var raunar eins og eyja
í gríðarstóru stöðuvatni.
Vísir náði snöggvast tali af
bóndanum á Gunnarhólma í
morgun, Guðjóni Hálfdánarsyni.
Sagðist Guðjón ekki muna
aðra eins vatnavexti þar um
slóðir.
i