Vísir - 29.03.1968, Page 2

Vísir - 29.03.1968, Page 2
« -SiR . Föstuungur 29. marz 1968. HVADA SUNDFÓLK NÆR OL- • • LAGMORKUNUM? Hrafnhildur og Guðmundur Gislason eiga góðo rpöguleika á að komast til Mexikó □ Ekki er ólíklegt að nokkrlr í hópi beztu sund- manna okkar muni í vor og sumax reyna sig við OL-lágmark þau, sem sett verða af Olympíunefnd, en SSÍ mun hafa sent nefndinni tillögur sínar að lágmörkum, eir s og FRÍ héfur gert, og skýrt var frá í blaðinu í gær. □ Ekki sízí eru það þau Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og Guðmundur Gíslason, sem til greina koma, en vitanlega koma fleiri til greina, m. a. sumt | af hinu yngra sundfólki. Guðmundur Gíslason. Það\r í skriðsundinu, sem íslenzka sundfólkiö kemur helzt til greina eins og fyrri daginn. í 100 metra skriðsund- inu mun lágmarkið vera 56.3 sek., en met Guðmundar er 58.3, 1 kvennasundinu er lág- markið 1.03.5 en met Hrafnhild- ar er 1.05.2, og eru allir tímar miöaðir viö 50 metra brautir. í 200 metra skriðsundi á Hrafnhildur glæsilegan tíma í 25 metra brautinni og getur án efa stórbætt tíma sinn í 50 m. braut, en þar á hún bezt 2.29.5, en lágmarkið er 1.19.5. Á dög- unum setti hún fslandsmet í 25 metra braut, 2.17.4. Davíð Valgarðsson þyrfti að taka á honum stóra sínum iágmarkinu í 400 sundinu, þar er það 4.29.0, en til^ að ná metra skrið- met hans er 4.42.6, og Guö- munda Guðmundsdóttir þarf og að bæta afrek sitt um rúmar 17 sek. í 5 mínútur sléttar til að ná lágmarki í sömu grein. f baksundinu má geta lág- markanna 1 200 metra baksundi kvenna en það er 2.40.0, en Sigrún Siggeirsdóttir á bezt 2.47,3, en segja má að hinar ungu stúlkur, Guðmunda, Ellen Guðmunda Guðmundsdóttir. og Sigrún séu „óþekktar stærð- ir“ og engu hægt að spá um hvað þær gerá í sumar. Ekki er ósennilegt að Guö- mundur Gíslason nái lágmarkinu í 200 metra fjórsundi og 400 metra fjórsundi, alla vega í lengra sundinu. Þar á hann bezt 5.10.7, en lágmarkið er 5.05.0,, í styttra sundinu er lágmarkið" 2.22.5 en bezti tími Guðmundar 2.24.6. Hrafnhildur Guðmundsdóttir. FARA BREYTINGAR A LIÐI SINU Tók einn nýliða inn fyrir leikinn við Dani Svo undarlegt sem það kann að vlrðast, leikur Gísli Blöndal úr KR EKKI með landsliðinu gegn Dönum laugardaginn 6. apríl n. k. Hann hlaut ekki náð fyrir augum lands- liðsnefndar, enda þótt hann, mikið til upp á eindæmi, breytti stöð- unni 19:11 í 23:23 á 20 síðustu mínútum pressuleiksins í fyrra- kvöld, og væri langbezti maður vallarins í bessum leik. En Gísli á eflaust eftir aö fá sín tækifæri, framhjá honum verður vart gengiö lengi. Einn nýliöi leik- ur með landsliöinu í þessum leik, það er Þórður Sigurðsson úr Hauk- um, sem fer þarna inn í liðið, mjög verðskuldað, enda hefur hann hvað eftir annaö sýnt frábæra leiki meö liði sínu, bæði sem sókn- I ar og yarnarmaöur. Sigurður Ein- I arsson, okkar reyndasti línumaður, 1 kemur aftur inn í landsliðið og er þaö val einnig mjög skiljanlegt. Landsliðsnefnd hefur þannig val- ið að breyta litlu, og má segja að það sé eðliiegt. Liðið hefur nú all- langa samæfingu að baki. Það hef- ur veriö saman í ferðalögum og hér er að myndast kjarni, æfinga- lega og félagslega séð, og það er áreiðanlega það sterkasta aö halda | saman þessum kjarna, byggja | smátt og smátt utan um hann í stað | þess að framkvæma róttæka breyt- | ingu í hvert skipti sem illa gengur. I íslenzka liðið verður þannig ; skipað: j Þorsteinn Björnsson, Fram, I Logi Kristjánsson, Haukum, Ing- DOMARI SKAUT ÁHORFANDA! Knattspymudómari skaut fyr- ir nokkrum dögum áhorfenda. Þetta gerðist auðvitað í Brazi- líu í hinni blóðheitu knatt- spymu þar. Áhorfandi hafði kallað eitt- hvað ljótt að dómaranum, sem brást hinn versti við, dró upp skammbyssu og hafði engin umsvif, en hann ætlaði að ráðast að manninum. Margir reyndu að hindra að dómarinn hefðist neitt ólögiegt að, — og einn þeirra varð fvrir skot- inu. Atvikið gerðíst í borginni Laieado við Rio Grande í leik liða i 2. deild. ólfur Óskarsson, Fram, fyrirliði, Guðjón Jónsson,' Fram, Sigurður Einarsson, Fram, Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, Geir Hall- steinsson, FH, Örn Hallsteinsson, FH, Þórður Sigurðsson, Haukum, Ágúst Ögmundsson, Val, Einar Magnússon, Víking. Danska liðið, sem hingað kemur er skipaö þessum mönnum: Bent Mortensen, HG, Hans Frederiksen, Slagelse, Jörgen Vodsgárþ, Árhus KFUM fyrir- liði; Böíge Thomsen, HG, Karsten , Sörensen, AGF, Per Svendsen, j Helsingör, Carsten Lund, HG, j Wemer Gárd, HG, Hans Jörgen i Graversen, HG, Niels Frandsen, j Fredericia, Ivan Christiansen, Ár- ; hus KFUM, Mogens Cramer, Hels- : ingör (hann hefur flesta landsleiki \ að baki, eða 93 og mun í leikjunum ! gegn íslandi setja nýtt landsleikja- j met, þ.e. enginn Dani hefur fyrr eða síðar leikið fleiri en 93), Gert Andersen, HG. ÉÉ Davíð Valgarðsson. Sf|órn«rkreppti hjn dómurum leysist Stjórnarkreppan í Knattspymu- dómarafélagi Reykiavíkur var leyst á þriðjudagskvöldið, en þá var ný stjóm félagsins kjörin á fundi á Hótel Loftleiða. Stjórnin er þannig | skipuð: Formaður er Ármann pétursson, ; kR, aðrir í stjóminni érú Sfgurður i Sighvatsson, Val, Brynjar Braga- : son, Vík., Sveinn Kristjánsson, Fram, og Þórður Eiríksson, Þrótti. ' ■anm.lr'i'TSWfTOM-: Þórður Sigurðsson, nýliðinn í landsliðinu, skorar fyrir Hauká.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.