Vísir - 09.10.1968, Blaðsíða 1
VISIR
5R. árg. - Miðv&udagur 9. október 4968. - 227. tW.
Aukafundur SÍF
eftir háifan mánuð
© Stjórnarfundur var hald-
inn í SÍF, Sölusambandi ís-
lenzkra fiskframleiðenda í gær,
eftir heimkomu Helga Þórarins-
sonar framkvæmdastjóra og
Tómasar Þorvaldssonar stjórnar-
formanns, en á fundinum reif-
uðu þeir helzta árangur ferðar
sinnar til S-Evrópu og S-
Ameríku.
Á fundinum var ákveðið, að upp-
, lý?a ekkert um ástandið í saltfisk-
sölumálunum eins og það liggur nú
fyrir eftir ferð þeirra félaga fyrr
en að hálfum mánuði liðnum. Þá
verður haldinn aukafundur í SÍF,
en boða verður tii fundar í félaginu
með hálfsmánaðar fyrirvara sam-
kvæmt lögum félagsins.
Ákvæðin um háifsmánaðarfyrir-
vara á fundum eru gerð með til-
liti til fiskframleiðenda úti á landi,
en þeir eiga oft erftt með að koma
með stuttum fyrirvara, eða áttu
það, þegar samgöngur voru erfiðari
en nú.
Lesendum Visis verða því vænt-
anlega að bíða í tvær vikur eftir
upplýsingum um sölumálin af hálfu
SÍF, en væntanlega skýrast öll mál
þá, þar sem talsmenn SÍF hafa lýst
vilja slnum, að fréttamenn megi
sitja aukafundinn.
Alþingi kemur saman á morgun:
Fjárlög í þingbyrjun
Alþingi kemur saman á morgun,
og er það 89. -löggjafarþing. —
Klukkan hálf tvö munu forseti Is-
lands, dr. Kristián Eldiáfh, alþingis-
menn og ríkisstjóm ganga til Dóm-
kirkjunnar or hlýða á guðsþjónustu.
Prestur verður séra Sigurður S.
Haukdal. Forseti Islands mun setja
bingið að lokinni guðsþjónustu, og
fer setning fram i sal Neðri deiidar
Alþingis. Búizt er við, að fjárlög
verði lögð fram á einhverium fyrstu
I funda Alþingis og verulegur skrið-
ur komist á þingstörf strax eftir
! helgi. Samningu fiárlaga mun lokið,
og er talið æskilegt, að þau komi
fram strax í byrjun þings. Það
kemur nú í hlut Alþingis að fjalla
um hinn gifurlega efnahagsvanda
þióðarinnar og finna úrræði í þeim
efnum. Jafnframt er viðræðum
stjórnmálaflokkanna um efnahags-
málin og þjóðstjórn haldiö áfram.
Eldurinn logar kringum flugvélina — Björn varðstjóri bíður þess rólegur að menn hans slökkvi eldinn.
Vatn dýrara en viskí!
Slökkviefni, sem veldur gjörbyltingu, tekið i
notkun á Keflavikurflugvelli
# Suður á Keflavíkurflug-
velli var blaðamanni Vís-
is í gær kynnt nýtt slökkvi-
tæki, létt vatn svokaliað, en
það hefur nú verið tekið í
notkun af slökkviliðinu á Veii
inum. en aðeins örfáir mán-
uðir eru síðan þetta efni var
sett á markað.
Eiginlega höfum við ekki pen-
inga til að kaupa þetta efni,
sagði Sveinn Eríksson, slökkvi-
liðsstjóri við blaðamann, en við
fáum þetta sent frá Bandaríkj-
unum. Það gæti farið svo að
efnið bjargaði frá stórbruna.
Sveinn kvað efnið geysilega
áhrifamikið, og það fengu blaða
maður og ljósmyndari líka aö
sjá, — en einnig geysidýrt. Eitt
gallon, ca. 4 lítrar kostar til
dæmis 15 dali, en til samanburö
ar má geta þess að sama magn
af skozku viskíi kostar aðeins
8 dali suður þar.
Það var fyrst eftir að flug-
móðurskipið Forestal brann á
Tonkin-flóa, en þar varð eitt
mesta tjón af eldi, sem orðið
hefur, að bandaríska herstjóm-
in gaf „grænt ljós“ fyrir þetta
dýra slökkviefni. Taldi Sveinn
Eiríksson að við olíuelda mundi
þetta efni verða ca 10-sinnum
áhrifarikara en froðuéfnið, sem
notað er nú, þótti froðan þó
merkileg uppfinning á sinum
tíma.
Slökkviliðiö var einmitt með
æfingu á æfingasvæði sinu, þeg-
ar fréttamann bar að garði. —
Kveikt var í Scorpion-flugvél.
Eldtungurnar teigðu sig um vél-
ina. Inni í vélinni sat vakt-
stjóri fiugvéladeildarinnar á
10. siða.
Sildin mun staðnæmast úti af SA-landi
segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur
Kaldi sjórinn nær 60 milum sunnar en i fyrra
ALLAR LÍKUR eru til
þess, að síldin gangi að
þessu sinni djúpt úti af
Austfjörðum suður á
bóginn og staðnæmist
ekki fyrr en á móts við
Homafjörð, þegar hún
er komin suður fyrir (
kaldsjávarsvæðið. Þá
mun hún trúlega sveigja
vestur á bóginn og stað-
næmast, líklega þó ekki
öllu nær landi en um
tíunda lengdarbaug, eða
100—200 mílur undan
SA-landinu.
Þetta var spá Hjálmars Vil-
hjálmssonar um hegðun síldar-
innar, en Vísir hafði radíósam-
band við hann í gær þar sem
hann var um borð í sildarleit-
arskipiriu Hafþóri. — Ástæðuna
fyrir þessari suðurgöngu síld-
arinnar sagði Hjálmar þá að kald
sjávartungan lægi nú um 60 míl
um sunnar með austurströnd-
inni en áður, eða allt suður á
móts við Hornafjörð. Venjulega
hefur suðurrönd kaldsjávar-
svæðisins verið úti af NNA-landi
en þessi suðurjaðar hefur þá
stöðugt verið að þokast sunnar
sfðustu þrjú árin, þótt aldreii
hafi sú hreyfing verið jafnmikil
og I ár.
Það verða því samkvæmt
þessu syðri firðirnir eystra, sem
sitja að krásunum, þegar síld
in fer að veiðast að ráði í haust
en þessi ganga síldarinnar get
ur tekið nokkra daga, eða vikur
Hjálmar sagði að síldin hefði
byrjað suðurgöngu sína norðan
úr höfum í byrjun september,
fór fyrst beint til suðurs, eða
þar tii hún kom á móts við Jan
Mayen, en þá tók hún stefnu til
vesturs og siðan til suðurs og
suð-austurs i átt að Austfjörð-
um. Gekk hún vestur undir aust
ur jaðar kaldsjávartungunnar,
,em liggur suður af Jan Mayen
milli 7. og 8. lengdarbaugs.
En í byrjun október, þegar
síldin er að nálgast sína sumar-
haga úti af Austfjörðum og
plássin eystra eru sem óðast
að undirbúa að taka á móti
henni, splundrast gangan og
bátarnir finna varla tangur né
tetur af síldartorfunum, sem
óðu nokkrum dögum áður, tug
um og hundruðum saman.
Ástæðan fyrir þessu sagði
Hjálmar að væri sú, að þarna
hefði hún komið að kuldaskil-
um. Kalda tungan teygir sig
þarna úti af Langanesi til SA.
Og það var engu líkara en síld
in rækist þar á vegg. Gangan
virðist hafa tvístrazt. Síldin er
dreifð um allan sjó, og skipun-
um reynst erfitt að fylgjast með
henni.
En Hjálmar taldi að síldin
mundi ganga suður með þess-
um kuldaskilum tíklega suður
með 6. lengdarbaug (V. 1.) og
aljlt suður á 65. breiddarbaug.
Engin hætta er á að hún
stingi af til austurs, þar sem
hún iendir þá strax í ofheitum
sjó. ET hún gerði það tæki hún
allt of hröðum breytingum og
myndi hrygna í janúar eða febr-
ura, tveim eða þrem mánuðum
fyrir tímann.
Úti af SA-landi er sjörinn
blandaður, þægilega heitur fyrir
hana, eitthvað um 2—5 gráður.
Og þar vona menn nú að hún
haldi sig fram á vetur. unz hún
snýr til hrygningastöðva sinna
í austri.
Eiganda Ásmundar hugsan-
lega gefnar upp „sakir"
Dómsmálaráðherra lætur kanna möguleika á þvi
Dómsmálaráðherra lét í morg-
un hefja könnun á því, hvort
unnt væri að veita eiganda Ás-
mundar GK 30 uppgiöf sakar.
en samkvæmt lögum hefur for-
seti íslands heimild til að veita
sakaruppgjöf, ef talið er að lög.
sem dæmt er eftir, séu úrelt.
Þetta vald forseta- er því eins
konar örvef,!s''entill til bess
eerður að sjá við úreltum laga-
oq órétrmaetum.
Ef sú athugun, sem dómsmálaráð
herra lét hefja í morgun, ber þann
árangur, aö réttlætanlegt þykir að
leggja til við forseta íslands, að
uppgjöf saka verði veitt i þessu
tilviki. verður það að sjálfsögðu
gert, en slíkt verðist miög trúlegt
eins og málin standa nú.
Allur almenningur hefur hneykls-
azt mjög á úrskurði Hæstaréttar í
10. síða.