Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 6
Þessi rafmagnsgreifia frá Pifco er nýtt fyrirbrigði, en hún leggur, þurrkar og greifiir hárið, en veröið er 545 krónur og hún fæst í Ócúlus í Austurstræti. Þessar gullfallegu geitarskinnstösk- ur eru tilvaldar i jólapakkann til eiginkonunnar, en þær fást í Par- ísartízkunni I Hafnarstræti og kosta 800 krónur (sú minni) og 1547 krón- ur (sú stærri). Þessar töskur eru gylltar og silfurlitar, en einnig fást þær úr efni, sem er samsett úr Iitl- um, gylltum plötum. Það eru frönsk hjón, búsett í London, sem fram- leiða þessar töskur._______ ______ Jólagjafir Handa henni Verzlunin Ócúlus f Austurstræti selur þessa fallegu púðurdós og sígarettuöskju, en þetta er enskt og verðiö er frá 847 krónum. Þetta er einkar vönduð og skemmtileg gjafavara. t Hattabúð Reykjavíkur á Lauga- vegi 10 fæst ýmislegt fleira en hatt ar, þar fæst fjölbreytt úrval af nælonsloppum, og hér sjáum við einn íslenzkan sérlega fallegan, en hann kostar 1108 krónur og fæst í bláu og gulu. London, dömudeild, í Austurstræti selur þessa fallegu leðurkápu, en hún er belgísk og sérlega vönduð. Verðið er 7055 krónur, en þessar kápur fást í fjöldamörgum litum og gerðum frá sama fyrirtæki. »iIiM>»(.i..i.ih.i I verzl. Glugginn á Laugav. fæst fjölbreytt úrval af mjög tuil- egum ítölskum loðhúfum úr Tos- cana lambsskinni, og hér sjáum vifi tvær þeirra, mjög fallegar húfur, er kosta 975 krónur. Sérlega falleg og góð jólagjöf. iu.i' .«<■«,:jlM.MIIMWMW Hér er heldur en ekki vegleg jóla- gjöf, — heil rúskinnskápa frá Hol- landi, með hlýju Ioðfóðri, en hún fæst hjá Bernh. Laxdal í Kjörgarði og verðið er 5950 krónur og litimir brúnt og grænL Þær, sem eiga arin, verða sjálf- sagt ánægðar yfir þessari gjöf, en þetta er skörungur, skúffa, töng og sópur til að hafa framan við arin- inn, en verðið er 1375 krónur og 1700 krónur (á myndinni). Þessi sér staka gjöf fæst í Rósinni í Aðal- stræti. Sápuhúslð selur þetóa vönduðu gjafakassa frá Ellzabeth Arden, en þessi, sem við sjáum hér kostar 545 krónur, en þetta er handáburð ur og „spray mist“. Falleg jóla- gjöf handa eiginkonunni. Þessir fallegu íslenzku dralon-dúk- ar eru íslenzk framleiðsla, en þeir fást í fimm litum, með elnlitum eða köflóttum munnþurrkum. — Stæröin er 120x140 og verðið 675 krónur, en það er Gefjun-Iðunn í Austurstræti, sem selur þessa dúka. Þessir gullfallegu keramik kerta- stjakar fást í gulum, rauðum, blá- um, grænum og appelsínugulum lit og verðiö er 295 krónur. Þeir eru hollenzklr og fást i Blómum og grænmeti við Skólavörðustíginn. /'////////. Þessir vönduðu leðurkuldaskór verða vel þegnir í jólaböggulinn til dótturinnar eða eiginkonunnar, en þeir eru ítalskir og fást í Eymunds- sonarkjallaranum og á Laugavegi 100. Þeir eru með hlýju fóðri og brúnir að lit. Verðið er 1764 krónur. Hér er hlý og falleg nátttreyja i jólaböggulinn til eiginkonunnar eða unnustunnar, og verðið er 535 krón- ur. Það eru Hrannarbúöimar í Hafn arstræti, á Laugavegi og við Grens ásveg, sem selja þessar treyjur i hvítum, gulum, bláum og bleikum Þessi fallegu burstasett eru frá „Regent og London“ og kosta frá 290 krónum. Þetta sem við sjáum hér kostar 1319 krónur, en þetta er mjög vönduö gjafavara. Og þá er hætt við að þessi nátt- kjóil og náttsloppur veki hrifningu, en það er hið þekkta fyrirtæki Kays er, sem framleiðir þessa vöru 8? ýmsum gerðum og í óteljandi Iit- um, og það er Parísartízkan i Hafn- arstræti, sem selur þessi náttfðí. Náttkjóllinn og sloppurinn á mynd- imji eru úr tvöföldu næloni og kosta báöir 4000 krónur, en hægt er að fá.þynnri ljjóla og sloppa fyr- ir 1600 krónur í Parísartízkunni. Handklæði eru tilvalin jólagjöf handa ungum sem gömlum, og all- ar konur hafa gaman af að elga falleg handklæði. Þessi snotri kassi er frá amerfska fyrirtækinu Cann- on, en þetta eru tvö handklæði og tvö þvottastykki, en verðið er 362 krónur. Vesturgaröur h.f. í Kjör- garðl selur þessa handklæðakassa. Philips rafmagnsþeytari er nytsöm jólagjöf handa þeim, sem ekki eiga hrærivél, en þessl þevtari kostar 1685 króijur, og fæstí Heimilistækj- um i Hafnarstrætí. JÓLAGJAFAHANDBÓK VÍSIS i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.