Vísir - 21.12.1968, Qupperneq 9

Vísir - 21.12.1968, Qupperneq 9
,TÖT a rx t a T? a H a MnRÓT VÍSIS ° JÓLAGJAFIR HANDA HONUM „Double two“ skyrtan, sem við sjá um hér, er jólagjöf, sem hægt er að mæla með, en þessi skyrta er úr bómullarefni sem ekki þarf aö strauja, og líningar og flibbi eru styrkt með terylene, og heldur sér því mjög vel. Þessar skyrtur kosta 798 krónur og fást í Herra- húsinu i Aðalstræti 4. Fallegur bókahnífur er góð jólagjöf en hér sjáum viö tvo íslenzka silf urhnífa sem fást hjá Jóhannesi Norðfjörð, Laugavegi 5 og Hverfis götu 49, en sá stærrj kostar 4675 krónur og sá minni 1005. Sérlega vönduð og falleg jólagjöf. Verziunin Rósin í Aðalstræti sel- ur þessa nýstárlegu og fallegu jóla skreytingu, sem sómir sér vel á skrifborði húsbóndans, en hún kost ar 275 krónur og báturinn stendur að sjálfsögðu fyrir sínu, þó að jóla skreytingip sé tekin úr honum eftir jólin,. Fjöhnargar aðrar fallegar jólaskreytingar fást einnig í verzl uninnj frá 150 krónum. Hlý loðhúfa er kærkomin jólagjöf fyrir karlmenn og hér sjáum við eina slíka frá Finnlandi, en hún er úr gráu Iambsskinni og verðið er 720 krónur og hún fæst í Herrabúð innj í Austurstræti. Hér er jólagjöf, sem eiginkonur ættu að gefa húsbóndanum, svo að hann geti geymt ermahnappana sína á vissum stað, en sé ekki allt- af að leita að þeim um allt hús. Þetta vandaða skartgripaskrín fæst í Herrahúsinu í Aðalstræti og kost ar 490 og 690 eftir stærð. Gólfteppi tilheyra oft stóru gjöf- unum, sem hjón „gefa hvort öðru“ fyrir jólin f staö annarra jólagjafa og hér sjáum við eitt af fjölmörg- um röggvateppum, sem fást í verzl Persíu á Laugaveginum. Röggva- teppin kosta frá 540 krónum þau minnstu og upp í nær 17 þúsund en þau eru sænsk, ensk, hollenzk og dönsk, en Persía selur einnig fjölbreytt úrval af öðrum teppum t.d. belgísk Wilton teppi og persn- esk teppi. j Ferðabarir eru tiltölulega nýkomnir á markaðinn og hér sjáum við mjög vandaðan, amerískan ferðabar, sem fæst í P & Ó í Austurstræti, en hann kostar 2380 krónur. Þessir barir eru til af ýmsum stærðum og gerðum, og verðið er frá 1515 krónum í 3000. Þessir austurrísku herrainniskór fást í skósölunni á Laugavegi 1 og kosta 389 krónur, en þeir fást í stærðunum 39—46. Góð jóiagjöf handa karlmönnum á öllum aldri. Þessi skemijntilegu sett fyrir herra ' eru tilvalin í jólaböggulinn, en þetta er sápuhylki, tveir bv'rstar greiða, og þvottastykki, allt á bakka, en verðið er 254 og 414 krón ur (sá á myndinni). Fæst í Ócúlus í Austurstræti. r i rtuuiursiraju iu ug a Lai'gavegC 99, selia þessa fallegu ensku silkisloppa í bláum, grænum gulum og rauðum Iit, verðið er 1590 krónur. Fyrir nokkru var „íslandsklukkan’’ gefin út á hljómplötu, eða öllu held ur á fjórum stórum plötum en verð- ið á þeim er 1150 kr. og er þetta sér lega skemmtileg jólagjöf. Það er Fálkinn sem gefur þessa plötu út, en hún fæst bæði þar og í hljóm- færaverzlun Sigríðar Helgadóttur í Vesturveri. Iðunn framleiðir þessa loðfóðruðu kuldaskó i stærðunum 40—46, en þeir eru úr mjúku leðri og mjög vandaðir. Verðið er 1263, og þeir fást í Skósölunni á Laugavegi 1. ! l - ' £ I Eymundssonarkjallaranum rák- umst við á þessa ensku leðurinniskó sem kosta aðeins 318 krónur og fást í brúnu og svörtu. Þeir fást einnig í skóverzl. á Laugavegi 100. Á eiginmaðurinn erfitt með aö vakna á morgnana? Hér er tilvaiin jólagjöf fyrir morgunsvæ’a, raf- magnsvekjaraklukka, sem fæst i Heimilistækjum í Hafnarstræti og veröið er 583 krónur. . ..................... mmm mmm DÖMUDEILD DÖMUDEILD Til jólagjafa B MORGUNSLOPPAR, stuttir og síðir í mörgum, fallegum litum. B í GJAFAKÖSSUM Náttkjólar og undirfatnaður. london immm DÖMUDEILD DÖMUDEILD Jólagjafir í verzlunum vorum á LAUGAVEGI 5 og HVERFISGÖTU 49 bjóðum við yður stórkostlegt úrval af JÓLAGJAFAVÖRUM. Gjörið svo vel að líta inn og bera saman verð og gæði.. JÓHANNES NORÐFJÖRÐ H/F

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.