Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 12
12 JÓLAGJAFAHANDBÓK VÍSIS Jólagjafir fyrir 100 kr. og minna Kerta- og blómaker er góð jólagjöf, en þetta litla plastker fæst í Blóm og grænmeti við Skólavörðustíginn og kostar 95 krónur, en litimir eru fimm. Hægt er að koma mjóum kertum og ýmiss konar skreytingu ofan f kerið, en stykkið af þessum löngu og mjóu kertum er 7—10 krónur. 1 Ócúlus í Austurstræti rákumst við á þessi „pillubox“, en þau kosta 88,75 og fást með ýmsum myndum á lokinu. Tilvalið fyrir litla skart- gripL Tressyíöt og Linduföt eru vel þeg- in í Jöteböggulinn til litiu stúlkunn- ar, en Lmduföt kosta 45 krónur og Tressyfötin 55 krónur. — Fæst f Hrannarbúöunum í Hafnarstræti, við Laugaveg og Grensásveg. Jóhannes Norðfjörð selur þessa snotru, litlu kertaslökkvara, en þeir eru með tekkhandfangi og kosta að- eins 68 krónur. Hér er örlítil og ódýr gjöf, tann- stönglar í lftilli krús, kostar aðcins 29 krónur og fæst f Hrannarbúðun- um í Hafnarstrætl, við Laugaveg og Grensásveg. Glugginn á Laugavegi 49 selur mik- ið af fallegum slæðum og sjölum, en hér sjáum við fallega slæðu, sem kostar 98 krónur, en þar fást einnig slæður á 75 krónur og heröa- sjöl á 325 krónur. Þessar skemmtilegu myndir eru til- valdar tii að gefa börnum, en þær fást af ýmsum gerðum i Rósinni í Aöalstræti og kosta 75 krónur. Borðmottur eru mjög skemmtileg jólagjöf, en þessar eru japanskar og kosta 70 krónur og fást í Rósinni í Aöalstræti. tfi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.