Vísir - 23.12.1968, Síða 1

Vísir - 23.12.1968, Síða 1
Harkalegar lögregIuaðgerðir gegn inum, stóð lögreglan fyrir utan og vamaöi því leiðarinnar til Aust- urvallar. Meöal þeirra, sem voru á fund- inum, var Sigurður A. Magnósson, ritstjóri, og var hann fjarlægöur í lögreglubíl, þegar lögreglan áleit, aö hann væri að hvetja fólkiö til mótþróa viö fyrirmæli lögreglunn- ar. Heyrðu menn hann segja viö Guömund Hermannsson, yfirlög- regluþjónn, aö „hann kraftaidídót- inn og landskunnur ofbeldism. skyldi sko ekki hindra sig í einu teða neinu.“ Greip lögreglan til þess ráðs aö fjarlægja af staðnum þá, sem for- ustu höföu fyrir samtökunum. Þá var Ragnari Stefánssyni, form. æskulýðsfylkingarinnar ekiö hand- jámuöum á brott £ lögreglubíl. Lauk svo, aö samkomulag náö- izt við hina, sem eftir vora um leið, sem hópurinn gæti farið í átt ina til sendiráðsins, en þá kom í ljós að mótmælaskjaliö, sem af- hendast átti, var í fórum Ragnars Stefánssonar, sem látinn var laus stuttu síðar án yfirheyrslu. í sjónvarpinu sáust myndir frá þessum átökum við lögregluna, og sást þar meðal annars, hvar stúlka ein var leidd burt alblóðug. Stúlkan heitir Bima Þóröardóttir og segir hún svo frá atburöunum: „Eftir að búiö var að rífa af mér verkalýðsfánann, hljóp ég á eftir einum lögregluþjóninum, sem átti þar hlut að máli og hrópaöi að honum. Þá beygði hann sig niður og tók upp brot úr fánastönginni, og barði mig i höfuðið. Þyrptist þá fólk að og spuröi lögregluþjóninn um númer hans. En hann reif það þá af sér. Gekk ég þá inn í hóp fólks, sem 3. síða. ,Hrikalegf Sjá viðtal við Pétur Guðmunds- son, flugvallarstjóra, sem sá tunglskotið á laugardag — bls. 2. 58. áfcg. — Mánudagur 23. desember 1968. - 291. tbl. Dogblaiið Vísir óskar lesendum s'mum fjær og nær gleðilegra jóla ■ Til átaka kom milli lögreglu og nokkurra meðiima Æsku- Iýðsfylkingarinnar og Félags róttækra stúdenta að loknum fundi hinna síöarnefndu í Tjam- arbúð á laugardaginn. Lauk átökunum svo, að lögregl an flutti Ragnar Stefánsson, form. Æskulýðsfylkingarinnar handjám- aðan á brott í lögreglubifreiö, og Sigurð A. Magnsson, ritstjóra, fyr- ir — að því að lögreglan segir — að hvetja fólkiö til mótþróa við fyrirmæli lögreglunnar. Ágreiningur hafði risið upp um leið, sem boðunarmenn fundarins höfðu valið fyrir hópgöngu, sem farin skyldi til bandaríska sendi- ráðsins við Laufásveg, en fundar- menn höfðu fyrirætlanir um að ganga á móti umferðinni í Aðal- stræti og Austurstræti á leið sinni. Mætti lögreglan fjölmenn á fund arstað. Að fundinum loknum höföu fund armenn ákveðið aö safnast saman við Austurvöll, en hvorugur vissi gerla fyrir um fyrirætlanir hins, og þegar fólk tíndist út af fund- NÝR BISKUP VAR SETTUR í EMBÆTTI í REYKJAVÍK í GÆR — SJÁ BLS. 16 : r Blaðið í 1 dag 32 Síðll 1 i ir Tmglferðin gengur enn að óskum London í morgun: Bandaríska geimfarið Apollo áttundi er nú nær tungli en jörðu og geimförunum líður á- gætlega. Sjónvarpsmyndimar, sem geimfararnir sendu í gær, sáust greinilega i um 30 löndum, eða þær, sem voru af geimfar- inu aö innan og geimförunum að störfum, en sjónvarpsmynd- irnar af jörðunni voru ógreinileg ar. OIli það nokkum vopbrigð- um, en það dró þó mjög úr þeim, er Borman lýsti fegurö jarðar, eins og hún kom honum og fé- lögum hans fyrir sjónir. Geimfararnir Borman og And- ers kenndu nokkurrar vanlíðan- ar í gær, en síðar tilkynnti Bor- man að þeim Iiði miklu betur, og í morgun sem fyrr var sagt, að þeim liði ágætlega. Læknar höfnuðu í gær þeirri skoðun, aö þeir hefðu fengiö Asíu-inflúenz- una og töldu sennilegast að magatruflanir hefðu valdið van- líðaninni. Blaðiö Pravda í Moskvu birt- *?***■■■ '■■■■ &vasaas nam ir grein í morgun og segir frá geimferöinni, óskar geimförun- um allra heilla og ber lof á þá fyrir hugrekki þeirra. Geimfarinu var skotið á loft sl. laugardag kl. 12.51 að ís- lenzkum tíma og tæknilega hef ur allt verið í bezta lagi frá upphafi geimskots til þessa. í fréttum á laugardagskvöld og árdegis á sunnudag var boð að, að fyrstu sjónvarpsmynd- anna frá geimfarinu mætti vænta á sunnudagskvöld. Þá Sex barna móðir bíður bana í bllslysi á Breiðadaisheiði Sex bama móðir frá Flateyri, Sigríður Sturlu dóttir, beið bana í bíl- slysi á Breiðadalsheiði á laugardagsmorguninn. Sigríður fór ásamt manni sínum, bróður og einum kunningja þeirra í jeppabíl áleiðis til ísa- fjarðar um morguninn. Veður var þungbúið og færðin erfið. Þegar kom upp á háheiðina valt jeppinn í snjóskafli, niður u. þ. b. eitt hundrað m. brekku. — Konan mun hafa oltið út úr bílnum í fyrstu veltunni og varð konan undir bílnum. Talið er að hún hafi látizt samstundis. Hitt fólkið, sem var í bílnum, hrökk út úr honum við velt- urnar, sem urðu æði margar. Mörðust mennirnir talsvert. en enginn þeirra hættulega sár. — Þeir eru hins vegar mjög miður sin. Konan var flutt í sjúkrabíl til Isafjarðar, en mennirnir snéru aftur til Flateyrar. voru geimfararnir þegar búnir að gera ýmsar mikilvægar at- huganir og tilraunir, m.a. gekk þeim ágætlega að lagfæra stefnu geimfarsins, sem hafði farið örlítið af réttri braut. Þess er að geta í sambandi við lasleika þann, sem áður var um getið að þeir höfðu aliir verið bólusettir gegn Asiiiin- flúensu. Allir kvörtuðu þeir yfir, aö hafa átt bágt með svefn, eink- um Borman, og fékk hann leyfi til þess aö taka inn svefntöfl ur. Lundúnaútvarpiö segir, að fjarskiptasambandið hafi verið svo gott, aö stórfurðulegt sé, þegar tekið er tillit til þeirrar fjarlægðar, sem það er í .rá jörðu. Lögö er á það áherzla i geimvísindastöðinni í Texas, að trufla geimfarana ekki meira en fyllsta nauðsvn krefur, svo að þeir geti frekar hvílzt. Áður en sjónvarpið frá geim farinu hófst var farið að draga úr hraða þess, en hann eykst þegar aðdráttarafls tungls fer að gæta. Komið hefur í ljós, að mjög litil geislun er úti í geimnum og 3. síða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.