Vísir - 23.12.1968, Side 9
V í SIR . Mánudagur 23. desember 1988.
\
Svo skal dansim iuaa
Uflit jókflundirbúning — jólngleði — hjótrú og fleira
Stígum fastara á. fjöl
spörum ekki skó,
ráði guð, hvar við lendum
önnur jól.
■ Pað er gömul saga og ekki ný, að mörgum þyki nóg um
allt umstang við jólahaldið. Menn hafa frá örófi alda
gert sér dagamun um þennan tíma og hefur þá jafnan leikið
á ýmsu, svo sem þessi vísa úr gömlu þjóðkvæði gefur til
kynna.
■ Þeim, sem búa hér norður á hjara veraldar, er vorkunn
öðrum fremur, þótt þeir geri sér ærlega dagamun um
jólin, stytti sér langar skammdegisstundir og fagni hækk-
andi sói.
Jjetta hefur líka jafnan veriö
iðkað á hverju byggðu bóli
eftir því sem efni og aðstæður
leyfðu hverju sinni.
Á íslenzkum sveitaheimilum
tíðkaðist, ekki síður en nú, að
undirbúa jólin vel og rækilega.
Þá var allt þvegið, askar, disk-
ar, koppar og kirnur, og fólk
fékk hrein klæði, yzt sem
innst. Bærinn var sópaður, svo
að hvergi sást rusl í skoti. Hver
afkim; varð að vera tandur-
hreinn. Nokkru fyrir jól voru
jólakertin steypt úr tólg og
bakaðir háir hlaðar af lummum.
Sums staðar var skorið út laufa-
brauð. Ekki mun þáð þó ýkja-
gamall siöur.
Á aðfangadag jóla var oft
slátrað einni á. Hún var kölluð
„jólaærin". — Var það gert til
þess að hafa nýmeti yfir jólin.
Jólahaldið hefur verið með
ýmsu móti, eftir því sem tíð-
arandinn leyfði. Á seinni öldum
var það siöur að lesa húslestur
síödegis á aðfangadag og eftir
það fengu allir góðgjöröir,
lummur væntanlega og kaffi,
eftir aö þaö kom til sögunnar.
Á jóládag var maturinn
skammtaöur og fékk þá hver
vei útilátinn skerf. Þótti þá
ekki vel skammtaö, nema mat-
urinn eritist fram yfir nýár, og
átu þó flestir ósleitilega og tóku
ríflega til matar síns.
Var þessi skammtur kallaöur
„jólarefurinn“, þar var á trogi
hangikjöt, ferskt kjötmeti,
magáll, speröill og bringukollur
og kornbrauð, sem voru fágæti
lengst af hér á landi. Grautur
var einnig fram bormn á ióium,
á aðfangadag, bankabygg-
grautur, eða hnausþykkur
grjónagrautur.
Minna var um gjafirnar en
nú tíðkast. Allir fengu þó nýja
skó, „jólaskó", eða einhverja
flík og húsfreyja gaf heimils-
fólkinu kerti.
Þá var það siður efnaðra
að hygla fátæklingum einhverju
og umrenningum var sýnd
mildi og ölmusugæði.
Jafnan var mjöður blandinn'
og mungát heit. Húsbændur
gáfu oft á tíöum heimilisfólki
sínu í straupinu til hátíða-
brigða.
Fó,k sinnti ekki nema nauð-
syniegustu búverkum um
jólin og fram yfir áramót, en
gerði sér dagamun með margs
konar skemmtun.
Fyrrum tíðkaðist að messa á
jólanótt. Fóru þá til kirkju
þeir sem gátu, en jafnan var
einhver heima til þess að gæta
bæjar. — Ungt fólk hefur trú-
lega ekki látið á sér standa að
sækja þessar messur. Oft var
þá ekki farið heim aftur fyrr
\ en eftir messu á jóladag. —
Ekki va-r alls staöar húsrými
fyrir alla kirkjugestina á prest-
setrunum. Á meðan eldra fólkiö
svaf inni í stofu hófu hinir
yngri leiki að loknum tíðum.
Munu gleðisamkomur þessar
líklega hafa verið kailaðar
vökunætur — og talað var
um vökumenn.
Ekki fara margar sögur af
því aö dansaö hafi verið f
kirkjum á Islandi á jólanótt,
þótt eins sé víst að svo hafi
Verið á stundum — Prestar
voru misjafnlega glaumgjarnir.
Fræg er sagan um dansinn 1
Hruna. — Þar dansaöi prestur
með tíðagestum í kirkjunni
lengur en góðu hófi gegndi.
Þótti Unu, móður prests,
sem var ekkert um þessa
dansgleöi sonarins, eins og
djöfullinn sjálfur kæmi í gætt-
ina og kvað hann þessa vísu:
„Hátt lætur í Hruna
hirðar þangað bruna.
Svo skal dansinn duna
að drengir megi þaö muna.
Enn er hún Una
og enn er hún Una.“
Með þessum dáradansi sökkti
prestur kirkjunni og kirkju-
garðinum með fóikinu í Sagt
er aö aldrei hafi verið dansaö
síðan á jólanótt í Hrunakirkju.
Cums staðar var fyrrum haldin
kJ’ jólagleði. Telja margir aö
hin fræga Jörfagleði hafi verið
haldin á jólum. Kunn er einnig
Munaðarhólsgleði — undir Jökli.
Latínu-Bjami, sem bjó í Breiðu-
vík, er sagður hafa bundið enda
á þessa gleði með fjölkynngi.
Var það með þeim hætti að
granni Bjarna Teitur á Knerri
sat gleði að Munaðarhóli. Svaf
hann í lokrekkju um nótt og
fannst örendur að morgni
blámarinn um hálsinn. — Þessi
gleði hefur lfklega verið aflögð
nokkru fyrir aldamótin 1800.
Á Þingeyri fara sögur af
dansgleði í Þingeyrarstofu.
Hófst hún þriöja dag Jóla. —
Séra Þorsteini Péturssyni á
Staðarbakka var ekkert um
þessa gleði gefið, en hann skrif-
aði um hana bannig:
„... Svo herðir sig hver að
dansa eftir útblæstri eða andar-
drætti ludi magistri, og þegar
suma svimar, svo þeir tumba
um koll, þá verða ýmsir undir,
fara þá föt og forklæði sem
verða vill; þá er og föidum
kvenna flug og forráð búið .. .
Brennivín er þá við höndina að
hressa hinn gamla Adam, svo
hann þreytist hvorki né upp-
gefist fyrr en mælir syndanna
er uppfylltur“.
Hér virðist hafa verið dansað
eftir pípblæstri og mun svo
vfðar hafa verið.
Veizlur tíðkuðust á jólum allt
frá söguöld. Buðu ríkisbændur
þá gjaman til sfn fjölda manna
og var þar glaumur mikill.
Mestar munu veizlur þessar
hafa orðið á Sturlungaöld, enda
var þá fv!|tur svndamælirinn og
spilling viðgekkst í hvívetna.
Heima á bæjum var jafna
mikil kátína, þótt ekki yrðj sótt
nein jólagleði og jafnvel ekki
farið til tfða. Þá var snilað al-
kort, farið í ýmsa leiki. Ekki
þótti slíkt athæfi þó leyfilegt
fyrr en eftir jóladag.
Fjar sem fólk bjó í rökkvuðum
torfbæjum, vöknuðu f
skammdeginu hugmyndir um
ýmislegt kynlegt úti í myrkrinu.
Þjóðsögur geyma fjölda
sagna um álfa og ýmsa vætti,
sem einkum létu á sér bæra á
jólum. Álfar héldu mikla dans-
gleði á jóla- og nýársnótt meö
dansi og hlióðfæraslætti. Mnldu
fólkið fór þannig að líkt og
mennskir menn. — Kom bað
gjama á bæi og tók hús af
fólki, þar sem enginn var
heima. Var þá eins gott að allt
væri hreint út úr dyrum til
þess að styggja ekki álfana.
Ef þeim leizt vel á húsakynnin
sögðu þeir:
„Hér er bjart, hér er hreint
og hér er gott að leika sér“.
Annað hljóð kom í strokkinn,
ef ekki var allt hreint og bjart
í hverjum kima.
Ef setið var á krossgötum,
sem lágu til fjögurra kirkna
þyrpust álfar að manni. Reyna
þeir með ýmsum ráðum að fá
þann sem situr á krossgötum
til þess að mæla, en það verður
hann að forðast eins og heitan
eldinn. því ef hann yrðir á álf-
ana er voðinn vís. Þá tryllist
hann og verður vitstola. Honum
liggur lífiö við að þegja hversu
sem álfamir biðja har^n og
hverjar gjafir sem þeir bjóða. |
Átti hann að segja þegar nóttu |
tók að bregða: „Guði sé lof, nú 0
er dagur um allt Ioft“. Þustu þá |
álfarnir á burt, en skildu eftir |
gersemar sínar.
TPrúað var einnig á jólasveina,
sem taldir voru synir
Grýlu tröllkerlingar. Grýla var
mesta forað Grýlukvæðin segja
hana hafa fimmtán hala, „en á
hverjum hala hundrað belgi, en
í hverjum belg börn tuttugu“.
Þá segja kvæðin einnig að hún
hafi ótal hausa og þrenn augu
í hverjum haus.
Jólasveinarnir voru hálf-
gerðar óarflr og alls ólíkir
sveininum rauðklædda, sem nú |
er ■ rðinn eins konar vörumerki jj
fyrir varning á jólama’rkaðinum,
kemur á skemmtanir og gefur
börnum gott í munninn. — 1
Sveinarnir hinir fornu voru öllu »
fremur vísir til þess að hnupla |
ýmsu smávegis, heldur en gefa. g
- En þeir hljóta að breytast |
með tíðarandanum eins og ann- |
að, sem menn hafa til þess aö
glingra sér viö, |
Ekki var nóg með aö álfar og |
jólasveinar færu á stjá á jólum, «
heldur áttu dýrin það til að |
' dilla sér þá einkum kýrnar i p.
fjósinu.' Þær áttu þaö til að kj
mæla mannamál, sumir segja á Jj
brettándanum: „Mál er að mæla
maður er f fjósi, ærum hann
ærum hann“ sögöu þær og bar
enginn þess bætur að vera með
3. síða. 0
I