Vísir - 23.12.1968, Side 4
Datt jbað / hug
Bob Hope og hópur skemmt'i-
krafta lagði nýlega upp í ferð til
Víetnam, þar sem hann ætlar aö
hafa ofan af fyrir hermönnun-
um nokkrar kvöldstundir.
„Við ætlum að komast að því,
hvað piltunum okkar þar syðra er
efst í huga, þegar þeir hafa stund
til þess að liggja og dreyma “
sagði Bob Hope við fréttamenn,
þegar hann var að leggja af staö.
„Að algerlega óyflirveguöu máli
tek ég þess vegna með mér 19
stúlkur! Mér datt þaö bara si
svona £ hug.“
Meðal þessara stúlkna eru „The
Golddiggers“, 12 syngjandi og
dansandi blómarósir, Ann-Mar-
grét leikkona, Linda Bennett söng
kona, og alheimsfegurðardrottn-
ingin,Penelope Plummer frá
Ástralíu.
VOLKSWAGENEIGENDOR
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok —
Geymslulok á Volkswagen . allflestum litum. Skiptum á
einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöiö verð —
Reyniö viöskiptin. — Bílasprrutun Garöars Sigmunds-
sonar Skipholti 2c. Simar 19099 og 20988.
EKKI ER ALLT
SEM SÝNIST
Það eru ekki margir, sem
heimsækja sjófiskasafnið í Fort
Meers í Florida, er mundu vilja
rétta þannig höndina í ginið á
hvalnum, Hugo. Hugo er nefni
lega argasti ránfiskur og sést
ekki mikið fyrir, þegar hann vei-
ur sér máltíðir. Hann er 15 fet
á lengd og vegur ein 14 hundruo
kíló.
Ekki er þó allt sem sýnist, þvi
að stúlkan stendur fyrir framan
þykkt gler, sem skilur hana og
Hugo að.
Stígvélasteggur
Meðan hér hefur veriö að með
aitali tíu stiga gaddur, hefur
rignt eins og hellt væri úr fötu
í Vancouver. Meira að segja gæs
unum hefur þótt nóg um — eða
að minnsta kosti sumum þeirra
— eins og sjá má á myndinni.
Þessi varð sér einhvers staðar
úti um stígvél, áður en hún ark
aði leiðar sinnar í pollunum.
Henni varð þó erfitt um gang í
þeim og eigandinn hljóp hana
auðveldlega uppi. Hann var Hka
sjálfur á léttasta skeiði, aðeins
8 ára.
Hann átti hvort tveggja — gæs
ina og stigvélin.
Kjötkveðjuhátíð eða
kristnihaíd.
Hinir stóru dagar jólaviðskipt
anna eru að renna upp, en fyrir-
marga af kaupmönnum fellur
allt og stendur með árangrinum
af Viðskiptum þessara daga.
Bólcsalinn og bókaútgefandinn
eiga til dæmis allt undir því aö
, vel gangi fyrir jólin, en ef ekki,
þá er hætt við því, að hart verði
á ári hjá þeim þar til um næstu
jól, ef þeir verða ekki að leggja
alveg upp laupana löngu áður.
Svöna er þetta í allt of mörg
um greinum viðskiptanna. Enda
er hætt við því, að í sumum
greinum viðskipta séu of marg-
ir aðllar scm verzla með sömu
vöruna. I matvöruverzluninni
eru stundum tveir aðilar á sama
götuhorninu hvor á móti öðrum.
Er því hætt við þvi að sumir
þeirra berí skarðan hlut frá
borði. Hugsið ykkur allar blóma
verzlanimar, sem reyna að bæta
sér upp viðskiptin með alls kon-
haslað sér völl sem virðist geta
gengið sæmilega, má ganga
út frá því sem vísu, að einn
eða tveir aðilar rjúka til og
byrja á verzlun með hið sama,
jafnvel rétt við hliðina. Útkom-
bjarga hag sínum fyrir jólin. Úr
viðskiptakapphlaupinu verður
mikil spenna, en hætt er við, að
ekki flái allir feitan gölt. Úr
verður, að jólahaldið mótast
meira af viðsklptunum en hin-
ar jólaskreytingum. Hætt er við
að blómabúðirnar séu orðnar
of margar fyrir Reykjavik.
Það hefur löngum viljað
brenna við, bæði í verzlun og
iðnaðinum, að ef einhver hefur
an verður sú, að enginn þrífst
virkilega vel, og útkoman verð-
ur slök fyrir alla.
Það er því mikið í húfi fyrir
kaupmennina í Reykjavík og
annars staðar, og allir ætla að
um kristna tilgangi jólahalds-
ins, enda virðist jólasveinninn
meira áberandi 1 jólaundirbún-
ingnum, heldur en sveinninn
sem fæddist forðum daga suður
í Betlehem. Mér finnst hann
meira að segja óvenju lítið á-
berandi fyrir þessi jól.
Mörgum er farið að
ofbjóða allt bramboltið fyrir
jólin, og meira að segja var
verið að segja frá einum „ung-
um, reiðum manni“ úr röðum
skólapilta, sem sendi kunningj-
um sínum jólakveðju, eins og
flestir gera, en í stað hinnar
hefðbundnu kveðju, sendi hann
hamingjuóskir á „kjötkveðju-
' átíð hinna kristnu heiðingja“,
eins og hann orðaði það í jóla-
kveðjum sínum til vina og kunn
ingja.
Eigum við ekki samt að halda
okkur enn um sinn við hinar
hefðbundnu jólakveðjur?
Þrándur í Götu.