Alþýðublaðið - 27.01.1966, Page 4

Alþýðublaðið - 27.01.1966, Page 4
Bltstjörai: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt GröndaL - RitstjórnarfuH- trti: Elöur Guönason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýslngasíml: 14906. AOsetur: Alþýöuhúsiö vlö Hverflsgötu, Reykjavlk. — PrentsmiSja Alþýöu- blaöslm. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 6.00 eintaklö. Dtgefandl: Alþýöuflokkurlnn. Hlutur verkamannsimi HVERT ER HLUTVERK verikamannsins í þjóð félagi nútímans og hvað ber hann frá borði? Hvaða áhrif hafa hinar öru breytingar á atvinnuháttum haft á líf og kjör verkamanna? Slíkar spurningar komu fram í svo til hverri grein og hverju viðtali, sem blöðin birtu í tilefni af sextugsafmæli Dagsbrúnar. Þegar Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, var spurður um fækkun í verkamannastétt, svaraði hann i viðtali: Halda menn að það sé einhver nýtízku fram- faraþróun ef hægt er að fá fólk í þjónustustörf, en grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar skorti menn? j Þetta sýnir, að það er viðleitni ákveðinna valda- manna að byggja öll launakjör á Dagsbrúnarmönn- ;um, hélt Guðmundur áfram. Dagsbrún nær fram leinhverjum lagfæringum á kjörum, og þá fá allar istéttir þær — og eitthvað til viðbótar. Viðhorf vald Rafanna er að byggja allt frá Dagsbrúnarkjcý’um. Dagsbrún verður að vera grunneining í baráttunni 'fyrir kjörum og réttindum. Svo koma valdhafar og áhrifaríkir aðilar í þjóðfélaginu og byggja upp jlaunakerfi, þar sem menn fá öll réttindi, er Dags- 'brún hefur barizt fyrir og knúið í gegn, en síðan jskal verkamannakaupið vera lágmarkið og allir aðr- ir fá meira — og sem mest meira! í / i Guðmundur J. Guðmundsson hélt áfram: Fyrir því liggja að vísu sérstakar þjóðféfagsleg- ar ástæður, að gróðinn í þjóðfélaginu er ekki fyrst og fremst í undirstöðuatvinnuvegunum sjálfum, en þjálfaður fiskaðgerðarmaður, þjálfaður hafnarverka maður eru alls ekki menn, sem eiga að vera lægst launaðir í þjóðfélaginu. Barótta Dagsbrúnar hefur verið aðalkrafturinn * að gerbreyta íslenzku þjóðfélagi, og baráttumenn- irnir sjálfir ætla sér ekki að una því, að þeir séu iöggiltir á lægstu launum, sem þekkjast. Með þessum orðum lýsir Guðmundur einu meg ineinkenni launabaráttunnar á íslandi á síðari ára- íugum. Verður meira að seg.ja að viðurkenna, að ýerkalýðshreyfingin sjálf er ekki með öllu saklaus af því, að „löggilda" þá stöðu Dagsbrúnarmanná, Sem tíðkast. En hvar væri þjóðin án verkamanna? Eru ekki göturnar, húsin og höfnin handaverk þeirra? Halda þeir ekki flutningakerfi landsins gangandi? Hvern ig væri hreinlætið í borginni án þeirra? * 1 Þegar lausn finnst á því vandamáli., sem Guð- piundur J. Guðmundsson drap á, mun ekki aðeins verkamönnum vegna betur, heldur mun hlutur rnargra- wndirstöðu atvinnugreina batna til muna. •í 4 *27. Janúfflf D6& - AL&ÝÖUBLAÐID mt: ferii EFTIR HAGTRYGGSNG býður gé^um ökuanönnum hagkvæmustu kjörin. TJÓNLAUS ÁR / iH fá góðir ökumenn, sem tryggja hjá Hagtryggingu, sambærileg kjör við það, sem önnur tryggingafélög bjóða á 4 — 5 árum. HAGTRYGGING hafði forustu um lækkun iðgjalda. HAGTRYGGING hóf nýtt iðgjaldakerfi fyrir bifreiðatrygg- ingar, og mun ekkert tryggingakerfi hér á landi hafa náð ,svo skjótum vlnsældum. Eftir 8 mánaða starf tryggir Hag- itrygging rúmlega sjöttu hverja bifreið í umferðinni og er orðið þriðja stærsta bifreiðatryggingafélagið i landinu. HAGTRYGGING hefur ekki bónuskerfi heldur fjölfiokka- kerfi: 1. Lág iðgjöld án biðtíma 2. Minniháttar tjón valda ékki iðgjaldshækkun 3. Rúðubrot orsáka ekki hætokun iðgjalds 4. Óreyn lir ökumenn greiða hærri iðgjöld en aðrir. Fjölflokkakerfi Hagtrygginga byggir á hæfni og reynslu ökumanns. Reyndir og gætnir ökumenn, kynnið ykkur iðgjaldaskil- mála bifreiðatrygginga hjá Hagtryggingu fyrir næstu mán- aðarmót. Hagkvæmast tryggir Hagtrygging. Hagtryggíng aðalskrifstofa — BOLHOLTI 4 — Reykjavík Sími — 38580 (3 línur). * Ul A A OOOOOOOÓKX>OOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOO- ic ÚtgerSarmenn borga illa. ic Láta eltast vi9 sig dag eftir dag. ic SkipaútgerS ríkisins. ic Afkoma neytenda. öooooooooooooooooooooooooo<c>ooooo< SJÓMAÐUR SKRIFAR: „Ég sé aldrei á það minnzt hvernig okk j ur sjómönnum gengur að fá borg að hjá síldarútgerðarmönnum það sem við eigum inni hjá þeim. Maö ur trúir því ekki aö þetta sé af peningaleysi, en það er einna helzt eins og maður sé að biðja þá að gefa sér kaupið svo merkilegir eru þeir við mann og láta mann eltast við sig aftur og fram dag eftir dag. ÉG SENDI ÞÉR ÞESSAR línur til þess að v&kja máls á þvi, að Sjó mannafélagið verður að taka þetta til atbugunar við næstu samninga. Það er mjög miður eins og er, og ég hef enga trú á því að þetta lagist nema samtökin taki málið að sér á einn eða annan hátt. S.P.Á. SKRIFAR: „Það hefur greinilega komið fram að undan förnu í blaðaskrifum, að forstjóri Skipaútgerðar ríkisins væri ætíð a'ndvígur öllum tillögum sem gengju í þá átt að hagræða til hins betra :■ rekstri skipaútgerðarinn ar. Emil Jónsson ráðherra skrifar og færir rök fyrir að fyrrnefndur forstjóri, sé auk þess að vera þrár og ráðríkur, mjög óvandaður að meðöium í tali sínu og ritmáli. Sþúrningin er þvf: Hversvegna er ekki þessi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins sviþtur stöðu sinni.? SKEMMTIÞÁTTURINN á gaml- árskvöld. Það býr fjöldi fólks í húsinu, sem ég bý í hér í borg, og öllum bar saman um að leiðin legri skemmtiþáttur hefði aldrei verið fiuttur í ríkisútvarpinu eins og nú síðasta gamlárskvöld. Guðm, Jónsson og Stefán Jónsson voru staddir í einhverju skúmaskoti umkringdir af öllu mögulegu drasli t.d. heykvísl o.fl. Þeir töluðu svo saman um þessa hluti, en eng inn gat brosað hvað þá hlegið. því að samtalið var hundleiðinlegt Framhald á 15. síOu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.