Alþýðublaðið - 24.02.1966, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 24.02.1966, Qupperneq 3
Hávaðarok á Sigluíirði Siglufjörður. — JM.-GO. í FYRRINÓTT var hér versta veður úr austri og norðaustri, — hvasst og snjókoma. Víða um bæ- inn urðu miklar skemmdir á hús- þökum og húsum, engu minni en í fárviðrinu fyrr í mánuðinum. Ennþá er hér norðan og norð- austan stormur og snjókoma og erfið færð á götum bæjarins. Flóabáturinn Drangur kom hing- að á þriðjudaginn þrátt fyrir ó- veðrið, en hætti við að fara til Sauðárkróks og fór beina leið itl Akureyrar í staðinn. Rafmagnið hefur farið af öðru hverju, en ekki valdið tilfinnan- legum óþægindum. Skeiðfossvirkj un er í gangi, en rafmagnstrufl- anirnar stafa af því að ísing hefur lilaðizt á vírana. ★ HG sigraði Tarup, Sovét- ríkjunum 9 — 7í síðari leik sínum i Evrópubikarkeppni kvenna í hand- knattleik, en leikurinn jór jram í Moskva. HG sigraði einnig í leikn- um, sem háður var í Höjn. Dönsku stúlkurnar eru þar með komnar í undanúrslit. OOOOOOOOOOOOOOOC Fundur í Kven- félagi Alþýðu- flokksins Kvenfélag Alþýðuflokks- ins í Reykjavík heldur fund mánudagskvöldið 28. febrú- ar í Iðnó, uppi. 1. Fundurinn hefst istund- víslega kl. 8,30 með kvik- myndasýningu (För Jacque- line Kennedy til Austur- landa). 2. Bogi Sigurðsson félags ráðsmaður Sumargjafar ræð ir um barnaheimili og leik- velli Reykjavíkurborgar og svarar fyrirspurnum. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Chalfont hittir full- i trúa Hanoi í Moskvu Bogi Sigurðsson. ÓOOOOOOOOOOOOOOí MOSKVU, 23. febrúar (NTB- Reuter). — Afvopnunarmálaráð- herra Bréta, Chalfont lávarður, heimsótti í dag norður-vietnam- iska sendiráðið í Moskvu fyrir hönd Wilsons forsætisráðherra. Ohalfont lávarður, sem er í fylgd með Wilson í opinberri 'heimsókn hans í Sovétríkjunum, ræddi við norður-vietnamiska sendifulitrúann að fyrirmælum Wilsons. Þetta er í fyrsta sinn sem brezkur ráðlierra ræðir við norður-vietnamiskan fulltrúa síð an Vietnamstríðið hófst. Viðræð urnar stóðu í tvo tíma. Áreiðanlegar heimildir herma, að hejmsókn Chalfonts lávarðar £ sendiráðið hafi verið liður í stöðugum tilraunum Breta til að finna lausn á Vietnamdeilunni. Heimsóknin hafi verið tilraun til að koma af stað viðræðum. Ohalfont l'ávarður ræddi við sendifulltrúann, þar sem norður vietnamiski sendilherrann er fjar verandi. Sendifulltrúinn hafði að eins umtooð til að koma viðtoorf um Breta áleiðis til Hanoi iHeimsóknin í norður-vietnam iska sendiráðið var vandiega undirbúin. Jotonson forseta var skýrt frá heimsókninni fyrir- fram. iSendilherra Breta í Moskvu, Sir Geoflfrey Harrison, fór þess á ieit við norður-vietnam iska sendiráðið ú fimmtudaginn, að tekið yrði á móti öhalfont lá varði og fór 'hann þangað í litl um bíl í stað Rolls Royce-fbif- reiðarinnar, sem hann á til að vekja ekiki eiftirtekt. Bretland og Norður-Vietnam hafa ekki stjörn málasamtoand. Ekkert liggur fyrir um niður stöður viðræðnanna I sendiráð- inu og ekki hefur fengizt úr því skorið hvort Ghalfont lávarður toafi toaft nýjar tillögur fram að færa. Alllt bendir til þess, að Ohalfont Mvarður hafi reynt að fá úr því skorið, hvort stjórnin í Hanoi telur Vieteong eina lög lega fulltrúa su ð u r-vi et n am isku þjóðarinnar í hugsanlegum frið arviðrœðum. Varað er við því að toinda of miklar vonir við við ræður Ohalfonts Mvarðar við Framhald á 15. slOu. Framtíðarmynd Hallgrímskirkju VINNA við Hallgnmskirkju kvað ganga eftir aætlun, en þo mun þess enn langt að biða, að við okkur blasi ljosmyndarmn sjon sem hefur kallað fram a mynd- ina hér að ofan. Hann hef Hallgrímskirkju sett sem næst 1 eðlilega stærð, mn a mynd, sem hann tók um daginn. Þannig verður sem sagt útsynið frá Mikla- tuni, þegar kirkjan er nsm af grunm í allri smni tign. (Mynd: JV). Skuttogari gerður út frá Siglufirði FJÖLGAÐ I STÚDENTARÁÐl NÝTT Stúdentaráð var kjörið nýlega. Með nýjum lögum, sem unnið liefur verið að lengi og gengu í gildi í janúar, er gert ráð fyrir, að ráðið sé skipað 22 stúd- entum í stað 9, eins og verið hef- ur síðan 1920. Ýmsar aðrar grund- vallarbreytingar voru gerðar á lögum m. a. að félagsmál öll inn- an skólans munu framvegis heyra undir Stúdentafélag Háskólans, sem verður eflt að miklum mun. Sunnudaginn 19. febrúar kom ráðið saman og kaus stjórn og fastanefndir. Framtoald á 15. síðu. Siglufirði. — JM-GO. STRAX og óveðrinu, sem geisað hefur hér síðustu daga, linnir, fer eini skuttogari íslend- inga á veiðar. Það er Siglfirðingur, en hann hefur til þessa aðeins ver- ið notaður til síldveiða með kraft- blökk. Verður þetta í sjálfu sér sögulegur atburður, því að skipið er skuttogari að gerð, þó að það sé einnig útbúið til síldveiða á venjulegan hátt. Skipið er albúið til veiða og bíður aðeins eftir veðri, eins og fyrr segir. Siglfirðingur mun leggja afla sinn upp hjá hraðfrystihúsi SR á Siglufirði og verður forvitnilegt að vita hvernig þessi fyrsta tilraun til skuttogveiða gefst á íslands- miðum. Til viðbótar þessari frétt hefur Alþýðublaðið hlerað eftir öðruúi leiðum, að Vilhjálmur Guðmunds-. son tæknifræðingur Síldarverk-. smiðja ríkisins, sé á förum til Nor- s egs til að athuga með kaup á skip- ' um, sem þar eru til sölu og heppi- • leg gætu orðið til síldarflutninga ■ á komandi vertíð. Ætlunin mun að kaupa tvö skip. t -» ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. febrúar 1966 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.