Alþýðublaðið - 24.02.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.02.1966, Blaðsíða 8
Árið 1957 kom franska söng- og leikkonan Juliette Greco til Hollywood til að leita frægðar og frama í Ameríku. Einn morg un stóð glæsilegur svartur sport bíll fyrir utan dyrnar hjá henni það var kveðja frá einum helzta kvikmyndaframleiðanda í Holly wood, Darryl F. Zanuck. En Juliette sendi bílinn aftur til gefandans. Næsta morgun stóð svo Ijós sportbíll fyrir utan dyrnar hjá henni og með fylgdi spjald frá Zanuck, þar sem stóð: Ég býst við því, að svart hafi ekki verið rétti liturinn? Og auðvitað varð endirinn sá, að franska söngkonan og ame- ríski kvikmyndakóngurinn urðu mjög góðir vinir. Kunnings- skapur þeirra stóð yfir í fjögur ár. Þá sleit Juliette honum með þessum orðum: Ef hann hefði ekki verið svo háttsettur í kvik- myndaheiminum hefði ég kannske gifzt honum. En ég met frelsið meira en allt annað. Einkunnarorð Juliette Greco eru: Ég segi það, sem mér dettur í hug. Ég geri það, sem ég vil. Þegar hún giftist árið 1953 leikaranum Philippe Le- maire var það áfall fyrir frönsku frjálshyggjumennina, og þeir sögðu að hún væri að svíkjast undan merkjum. En Juliette hafði þá fengið áhuga á að gifta sig, eignast barn og lifa lífinu eins og hver önnur frönsk húsmóðir. Juliette og Philippe eignuðust dóttur og eftir tveggja ára strit í matseld og heimilisstörfum hafði fiðr- ildið hún Juliette fengið nóg. Og í dag er hún fráskilin móðir, sem á 12 ára gamla dótt- ur. En það sem er harmleikur fyrir marga veitir Juliette á- nægju. Hún segir, að auðvelt sé að vera án eiginmanns, en barn verður maður að eiga, og dóttir hennar, Laurence-Maria er eina manneskjan, sem getur tjónkað við móður sína. Juliette hefur þó aldrei hatað karlmenn, síð- ur en svo. Eftir að hún skildi \'ið mann sinn var söngvarinn Sacha Distel góður vinur henn- ar, þá Zanuck, þá franskur blaðamaður, næst leikhúsmað- urinn von Dalida og eins og er Alain Dreyfus, milljónaerfingi. En sé Juliette spurð að því, hvort liún vilji ekki eignast fleiri eiginmenn, þá segir hún: Nei, takk, nema því aðeins að að Laurence - Maria velji séT nýjan pabba, þá getur vel verið að ég giftist honum. Lítil hætta er þó á því, að dóttirin fari til þess. Hún er á heimavistarskóla í Sviss, og Juliette segir, að um hverfi það, sem hún sjálf lifir í eigi ekki við 12 ára telpu. Þjóðverjar vildu fá Juliette til að leika í Svörtu Lorelei. Hún vildi það, en neitaði lengi að leifca viss atriði með þýzka mótleikaranum. Ég get ekki kysst Þjóðverja .... sagði hún. Móðir Juliette og systur voru í stríðinu sendar í fangabúðirnar í Ravensbruck. Að lokum varð þó Juliette að beygja sig og leika á móti Þjóðverjanum, en ekki sagðist hún hafa haft á- nægju af að þurfa að leika að liún væri ástfangin af Þjóð- verja. Hvernig Juliette sleit vináttu þeirra Zanuck er ákaflega ein- kennandi fyrir hana. Zanuck hafði byggt geysistóra kvik- myndaborg í Kamerun. Allt var amerískt og Coca Cola kom út úr eyrunum á okkur, sagði Juliette. Eftir fjögurra mán- aða dyöl í Aíríku fékk hún taugaáfall. En það var hvorki vegna of mikillar vinnu né lofts lagsiná. Það var eftir því sem hún sjálf sagði, af að sjá allar þessar kímnilausu amerísku Hollywoodmanneskjur í ljótum Bermuda stuttbuxum, með mý- stungur um allan skrokkinn . . . Þegar Laurence-Maria var lít il, hafði Juliette hana hjá sér. Þær fóru saman í ferðalög um alla Evrópu. Oft þurfti lengi að bíða eftir henni, hvort sem hún átti að koma fram á leiksviði eða mæta í samkvæmi. Juliette kom þá ekki, fyrr en dóttir hennar leyfði henni að fara eða var sofnuð. Einu sinni var beð- Nei, það var ekki sjalfsmorðstilraun whisky og ég taldi tvöfalt . . . . en of mikið ið eftir henni í veizlu í tvær klukkustundir. Hún var heið- ursgesturinn, kampavínið varð heitt og maturinn varð kaldur. Pá var farið til hótelsins, þar sem hún bjó. Þar var þá Juli- ette og dóttir hennar á fjórum fótum á gólfinu í dýragarðsleik, og þá hafði hún engan áhuga á að fara neitt út. Juliette er nú 38 ára gömul og nýtur lífsins í fyllsta mæli. Þegar Alain Dreyfus fjölskyld- an, sem er ákaflega snobbuð, reyndi að eyðileggja kunnings- skap hennar og hins 24 ára gamla erfingja með því að senda hann í ferðalag, fór Juli- ette á eftir honum. Ég reyndi að gleyma honum, en ég var ástfangin, og ég er vön að gera það, sem ég vil, sagði Juliette afsakandi. í í.vrra fannst Julietta nær dauða en lífi í rúmi sínu. Hún hafði tekið inn of margar svefn töflur. Og fólk talaði um sjálfs- Framhald á 10. síðu. Juliette Greco: Ég elska aðeins einn mann — í einu, Strax og ég hef verið honum ótrú, yfirgef ég hann . . Juliette og dóttir hennar . . . Barn er nauð.synlegt, en föðurins er hægt að vera án. S 24. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.