Alþýðublaðið - 11.03.1966, Page 1
Föstudagur 11. marz 1966 - 46. árg. — 58- tbl. — VERÐ: 5 KR,
Gylfi í*. Gíslason, menntamálaráðherra ræðir við lista-
mennina Jóhannes Kjarval og Ásmund Sveinsson Við opn-
un sýnintrar á verkum Kjarvals í Listasafni ríkisins í gær.
Sýningin er haldin til lieiðurs listamanninum í tilefni áttræð-
isafmælis hans. Sýnd eru öll Kjarvalsmálverk í eigu Listasafns
ins og verður sýningin opin fram yfir páska. Sjá nánar á
þriðju síðu. Mynd: JV:
ELGDYRUM
BJARGAÐ
AF ÍSJAKA
Stokkhólmi, 10. marz. (ntb).
SÆNSKI flotinn hefur feng-
ið óvenjulegt verkefni í hend-
ur; að bjarga sex elgdýrum,
sem eru á reki til hafs á
Kirjálabotni undan strönd N.-
Syíþjóðar. Elgirnir flæktust út
á ísinn, en ekki tókst betur til
en svo, að jakinn losnaði frá
og komust dýrin ekki í land.
Þeir hafa nú verið á reki í tvo
sólarhringa.
Flugvél frá nokkrum af
stærstu dagblöðum Stokkhólms
hefur að undanförnu kastað
heyi, höfrum og gulrótum nið-
Framhald a 14. síðu.
Dauflegt brúö
kaup Beatrijc
Amsterdam 10. marz
ntb-reuter.
CLAUS Georg Willem Otto
FredeiAk Geert von Amsberg
og Beatrix krónprinsessa Hol-
lands, voru vígð í hjónaband í
Amsterdam í dag.
Talsvert var um mótmælaað-
gerðir í bonginni vegna brúð-
kaupsins, en lögreglu og her-
vörður var sterkur og kom
hvergi til alvarlegra átaka. í
feitt skipti, Jx^gar ljrúðhjónin
voru á leiðinni fdá höllinni að
ráðhúsinu. fþar sem borgaralega
vígslan fór fram, huldist gull-
vagninn af reyk frá reyk-
sprengju, sem kastað var á milli
fóta hestanna. í annað skipti var
dauðri hænu kastað að vagnin-
um.
Meðan hjónavígslan í ráðhús-
inu stóð yfir kváðu við hrópin,
Lifi lýðveldið af torginu fyrir ut
an. Óvinsældir sínar í Hollandi
á von Amsbeng 'því að þakka að
•hann þjónaði í her Hitlers á
stríðsárunum og vai; einnig í
Hitlersæskunni.
iBeatjrix krónprinsessa valdi
Amsterdam til ibrúðkaupsins,
Framh. á 14. síöu.
útgeroarinnar
Kjarval fær orðu
í TILEFNI af áttræðisafmæli
Jóhannesar S. Kjarval, listmálara
hefur forseti íslands sæmt hann
stórkrossi hinnar íslenzku fálka-
orðu í viðurkenningarskyni fyrir
listaverk hans.
Samkvæmt ósk listamannsins
hefur heiðursmerkið verið falið
Listasafni íslands til varðveizlu.
Reykjavík, 10. marz 1966.
Orðuritari.
sagði Jónas Haralz á fundi fulltrúa sveitarfélaga
FUNDtJR fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga var
settur í gær í fandarsal Borgarstjórnar Reykjavíkur. Jónas Guð-
mundsson fonnaður sambandsins setti fundinn og síðan fluttu á-
vörp Eggert G. Þorsteinsson félagmálaráðherra og Geir Ilallgríms
son borgarstjóri.
Þá flutti Jónas Haralz, forstjóri
Efnahagsstofnunarinnai’ erindi
um byggðaáætlanir. Vék hann
meðal annars að Vestfjarðaáætl-
uninni svonefndu.
Áður fjallaði hann um ýmsar
aðferðir sem beitt hefur verið
erlendis til að skapa byggðajafn-
vægi, en viða hefur árangurinn
orðið minni en menn vonuðu í
upphafi. Væri það fyrst og fremst
vegna þess, að aðgerðir hefðu ver-
ið of einskorðaðar við að lialda
hefðbundnu ástandi. Nú væri
liins vegar reynt í nágrannalönd
unum að marka jákvæðari stefnu,
sem leitaðist við að finna þá
skipan byggðar í dreifbýlinu, sem
bezt gæti keppt við meginþétt-
býlissvæðin og efla nýjar at-
vinnugreinar og atvinnuaðferðir,
sem bezt vaxtarskilyrði virðast
hafa. Meginaðferðin væri mynd-
un byggðarkjarna sem gæti skapað
grundvöll fyrir meiri þægindi og
þjónustu og jafnframt fjölbreytt-
ara atvinnulíf.
Þá ræddi hann um hagvöxt, og
sagði, að á tímabilinu frá 1962
til 1965 hefði hagvöxtur orðið
meiri hér á landi en víðast hvar
annars staðar í heiminum.
Síðan fjallaði Jónas nokkuð um
Vestfjarðaáætlunina. Hann sagði
að norsku sérfræðingarnir, sem
fengnir hefðu verið til að vinna
að áætluninni hefðu fyrir nokkru
skilað aðalskýrslu Sinni. Sam-
Framh. á 2. síðu.
ANDSTÆÐINGAR RIKISSTJORNARINNAR hafa índanfariff
breitt út þann áróður, að stjórnin hafi um árabil vanrE.kt sjávar-
útveg ©g fiskvinnslu og ekkert
gert fyrir þessar atvinnugrein-
ar, sem afkoma þjóðarinnar bygg
ist mjög á.
Eggert G. Þorsteinsson sjávarút-
vegsmálaráðherra hefur skrifað fyr
ir Alþýðublaðið grein, þar sem
hann rekur þróun útgerðar og
fiskvinnslu frá 1958 — 59, þegar
Emil Jónsson tók við ráðuneyti
þessara mála, til dagsins í dag.
Eggert sýnir fram á, að áróðurinn
um vanrækslu sjávarútvegsins er
þjóölýgi — uppspuni frá rótum.
Síðan Alþýðuflokksmenn tóku
við sjávarútvegsmálunum í ríkis-
stjórn hefur þetta meðal annars
gerzt á aðeins sjö árum:
★ Fjárfesting þjóðarinnar til fiskveiða og fiskvinnslu heiir numiff
3158 milljónum króna og aldrei verið meiri.
★ Fiskiskipaflotinn hefur í heild aukizt um 20.000 leslir, úr 57.
800 lestum í 77.900 lestir.
★ Bátum yfir 100 lestir að stærð fjölgaði 1959—G5 um samtals
123, og hefur enn fjölgað síðan. Það er þessi floti, sem hefur
veitt mestalla síldina.
★ Afkastageta frystihúsanna hefur aukizt 1961—65 úr 1927 lesturn
á 16 klst. í 2503 lestir, eða um fjórðung.
★ Bræösluafköst slíldarverksmiðjanna hafa auklizt 1953—65 úr
70.840 mál á sólarhring í 120.250 mál á sólarhring.
★ Þróarrými síldarverksmiðjanna hefur á sama tíma aukizt úr
414.000 málum í 700.000 mál.
★ Útflutningur sjávarafurða hefur aukizt frá 1960 til 1964 úr
2650 milljónum króna í 4384 milljónir.
★ Heildarafli, sem meðal annars er að þakka nýja bátaflotanum
og nýrri veiðitækni, hefur aukizt frá 1959—65 úr 409.000 smá-
lestum í 1.090.000 smálestir.
I heild er þetta án efa mesta framfaratímabil íslenzkrar út-
gerðar og fiskvinnslu, þótt að sjálfsögðu hafi gengið b tur á ein
rnn stað en öðrum, í einni grein framleiðslunnar m annari.
Heildarmyndin hefur aldrei betri verið.
mWWWWWWWWWVWMMWWMMMMMWWWWWWWMW