Alþýðublaðið - 11.03.1966, Qupperneq 10
GUFUBAÐSTOFA,
SNYRTISTOFA,
HÁRGREIÐSLUSTOFA.
Húsnæði fyrir ofangreinda þjónustu, er
til leigu í hinu nýja,
HOTEL
frá og með 1. maí n.k.
Umsóknir sendist skrifstofu Loftleiða
(hóteldeild), sem gefur nánari upplýsing-
ar.
WFItflDm
■
i
L|
[
't
* BSLLINN
Rent an Icecar
sími 1 8 8 3 3
Áskriftasíminn er Í4900
123 NÝIR BÁTAR
Framhald úr opnu.
sambandi, að gengisbreytingin í
byrjun árs 1960 gerir verðmætis-
tölur þeirra ára ósambærilegar við
verðmætistölur áranna 1962 til
1964.
Þrátt fyrir þetta er augljóst,
hvernig aukið verðmæti síldaraf-
urða er uppistaðan í verðmætis-
aukningu útflutningsins, ekki sízt
frá árinu 1962—1963. Verðhækkan-
ir á útfluttum fiskafurðum munu
einnig eiga verulegan þátt í breyt-
ingunni, ekki sízt í verðmætis-
aukningu útfluttra afurða -frá
þorsk- og karfaveiðum frá 1963
—1964.
★ HUGLEIÐINGAR
Þótt hér að framan hafi einungis
lauslega verið lýst þeim tækjum,
mannafla og búnaði, sem íslend-
ingar nota til fiskveiða, aflanum,
sem á land berst, vinnslu hans og
útflutningi, áréttar þessi lýsing
þá staðreynd, sem allir landsmenn
þekkja, hversu stórkostlegan at-
vinnurekstur hér er um að ræða.
Þessi lýsing bendir einnig á,
hvernig allur þessi rekstur er ein
samhangandi keðja, þar sem hver
hlekkur getur haft úrslitaáhrif á
hag atvinnuvegarins í heild. Mik-
ill afli kemur því aðeins að fullu
gagni, að hann sé unninn í seljan-
lega gæðavöru og útflytjendur
geti tryggt sölu þeirrar vöru fyrir
hagstætt verð.
Sú niðurstaða sérfræðinga, að
þorskstofninn muni ekki geta skil-
að meira aflamagni en hann gerir,
skapar ýmis breytt viðhorf í sjávar-
útvegi. Hin æskilega þróun hlýt-
ur að ganga í þá átt, að viðleitnin
aukist til að ná fiskaflanum á
land með sem minnstum tilkostn-
aði á einingu jafnframt því sem
áherzla verður að vaxa á hag-
kvæmni fiskvinnslunnar, aukna
vinnslu hráefnisins í landinu og
bættar söluaðferðir.
Þegar litið er á sjávarútveg ís-
lendinga sem heild, skiptir afla-
magnið, sem á land berst eitt út
af fyrir sig, ekki öllu máli. Það
'ándvirði aflansz sem fæst við
vinnslu hans og sölu að frádregn-
um þeim fjármunum, sem til þessa
alls er kostað, er það verðmæti,
sem komið getur til skipta milli
þeirra sem atvinnu hafa af sjávar-
afla.
Vegna þessa er nauðsynlegt að
gera sér ljóst, að bætt nýting
þeirra fjárm., sem bundnir eru í
sjávarútv. íslendinga, er þjóðar
heildinni ei minna virði en aukið
aflamagn. Þannig kemur bætt nýt-
ing eldri hluta skipastólsins og
lengri og samfelldari vinnslutími
frystihúsa, síldarverksmiðja og
annarra fiskvinnslustöðva að jafn-
miklu haldi og aukinn afli.
Þessi röksemdafærsla leiðir sjálf
krafa til þeirrar niðurstöðu, að öll
okkar viðleitni til uppbyggingar
í sjávarútvegi verði að miða að
sem beztri nýtingu þeirra fjár-
muna, sem bundnir eru fyrir, jafn-
framt því sem við tileinkum okk-
ur nýjustu tækni, sem völ er á á
hverjum tíma. Sé þetta ekki gert,
étur atvinnuvegurinn sjálfur upp
hluta af þeim verðmætum, sem
hann skapar og ella gætu fært
fólkinu í landinu betra lífsviður-
væri.
Að loknum lestri þessara upp-
lýsinga vona ég að þeir, sem sann-
gjarnt og eðlilegt mat vilja á hlut-
ina leggja, sannfærist um, að tíð-
indalaust hafi ekki verið í íslenzk-
um sjávarútvegsmálum undanfarin
ár. Svo sem fyrr er greint, er þó
nú sem fyrr nauðsyn á að halda
vöku sinni í þessum efnum, þar
sem efnahagsafkoma þjóðarinnar
mun áfram á því byggjast.
Eggert G. Þorsteinsson
Meistaramét
Framhald at tl síðu- ,
sætið i stökkunum getur aftur á
móti orðið nokkuð jöfn og skemmti
leg og ekki gott að spá neinu um
röð keppenda.
Valbjörn er öruggur sigurveg- |
ari í stangarstökki, því ekki er
ennþá kominn fram maður, sem
getur veitt honum keppni f
þeirri grein. í kúluvarpi er Guð-
mundur Hermannsson hinn sterki
maður og liklegur sigurvegari
fyrir framan.
Við hvetjum svo áhugamenn um
frjálsar íþróttir að fjölmenna í
KR-liúsið um næstu helgi og fylgj-
ast með skemmtilegri keppni en
húsið getur tekið við, þó nokkrum
áhorfendáfjölda.
Á laugardaginn verður keppt í
langstökki, þrístökki og stangar-
stökki, en á sunnudaginn f há-
stökki með og án atrennu og kúlu
varpi.
Skíðajnp»*n
Framhald af 11. siffu.
mennasta mót, sem haldið er í
V-Noregi. Tómas Jónsson, Árm.
keppti í fyrra á móti þessu og
varð nr. 5 í sínum aldursflokki.
Öll þessi mót fara fram í Bavall-
en við Voss.
Fararstjóri fyrir Akureyringun-
um verður Ólafur Stefánsson, en
fyrir Reykvíkingunum Lárus
Jónsson, Skiðafélagi Reykjavíkur.
Keppendur fara utan með vél frá
Flugfélagi íslands föstudaginn 11.
marz og verður flogið beint til
Bergen og farið þaðan með lest
til Voss. Komið verður hoim
mánudagskvöldið 21. marz með
vél frá Loftleiðum.
Keppendur frá Akureyri eru:
Karólfna Guðmundsd.
ívar Sigmundsson,
Reynir Brynjólfsson,
Viðar Garðarsson,
Magnús lngólfsson,
Þorlákur Sigurðsson.
Hástökk
Framhald af 11. síðu.
3. Júlíus Hafstein, ÍR, 3,05
4. Valbj. Þorl. KR, 3,00
Þrístökk cm atrennu
1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 9,65 m.
2. Ól. Ottósson, ÍR, 9,24
3. Júlíus Hafstein, ÍR, 8,87
4. Guðm. Vigf. ÍR, 8,77
5. Kristjón Kolbeins, ÍR 8,74
6. Valbjörn Þorl., KR, 8,72
Kúluvarp:
1. Valbjörn Þorl. KR 12,88
2. Erlendur Valdimarss ÍR 12,80
3. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 12,77
| 40 11- ™rz 1966 ^ ALÞÝÐUBLAÐIÐ
BifreiÖaeigendur
Vatnskassaviðgerðir
Elimentaskipti.
Tökum vatnskassa úr og
setjum í.
Gufuþvoum mótora.
Eigum vatnskassa í skipt-
um.
Vatnskassa-
verkstæðið
Grensásvegi IS,
Sími 37534.
Látið okkur ryðverja
og hljóðeinangra
bifreiðina með
TECTYL!
RYDVÖRN
Grensásvegi 18. Sími 30945.
Látið okkur stilla og
herða upp nýju
bifreiðina.
8ÍLASK0ÐUN
Skúlagötu 34. Sími 13-100.
VinnuvéSar
til leigu.
Leigjum út pússninga-steypu-
hrærivélar og hjólbörur.
Rafhnúnir grjót- og múrhamrar
meff borum og fleygum.
Steinborvélar — Vibratorar.
Vatnsdælur o.m.fl.
LEIGAN S.F.
Sími 23480.
Blaðburður
ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar
blaðburðarfólk i eftirtal-
In hverfi:
Hverfisgata efri
Hverfisgata neffri
Lindargata
Laugavegur efri
Laufásvegur
Bergþórugata
Skjólin
Kleppsholt
Höfðahverfi.
Talið strax við afgreiðsl-
una. Sími 14900.